Morgunblaðið - 18.05.2019, Page 44

Morgunblaðið - 18.05.2019, Page 44
44 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2019 70 ára Sigríður er Reykvíkingur, vann fyrst í fiski , var síðan verkstj. í niðursuðu- verksmiðjunni Lagmeti og síðast í aðhlynningu á Hjúkrunarheimilinu Eir. Maki: Pétur Hreinsson, f. 1954, vinnur í álverinu í Straumsvík. Börn: Ragnheiður Brimrún, f. 1966, Jóhannes Þorvaldur, f. 1968, Dagmar Björg, f. 1971, Ísabel Lilja, f. 1975, og Sesselja Hrönn, f. 1977. Barnabörn eru 13 og langömmubörn 9. Foreldrar: Jóhannes Guðjónsson, f. 1914, d. 1996, útgerðarmaður, og Ragn- heiður Maríasdóttir, f. 1924, d. 2007, húsfreyja í Reykjavík. Sigríður María Jóhannesdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Samkeppnin ræður ríkjum í vinnunni, en ef þú vinnur vel heima ferðu auðveldlega með sigur af hólmi. Reyndu að hvíla þig. 20. apríl - 20. maí  Naut Vertu vakandi fyrir tækifærum sem kunna að bjóðast í fjármálum. Það verður fjörugt í félagslífinu næstu vikur. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Gættu þess að setja annað fólk ekki á of háan stall. Það er svo sárt þegar það fellur af honum. Reyndu að sýna þol- inmæði því við vinnum ekki öll á sama hraða. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Einbeittu þér að þeim málum sem þú þarft að afgreiða strax. Ekki lofa upp í ermina á þér, þú ættir að vera búin/n að læra það. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það getur eitt og annað farið úr- skeiðis þegar menn tala ekki hreint út um hlutina. Láttu útlit ekki blekkja þig, því ekki er allt sem sýnist. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Hver er sinnar gæfu smiður svo það er í þínu valdi að velja milli þeirra möguleika sem lífið býður upp á. Þú átt fullt í fangi með að elta drauma þína. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það er óþarfi að láta sér leiðast þau störf sem skyldan býður. Það er ekki allt með felldu í ástamálunum. Komdu þeim á hreint. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Farðu vel að því fólki sem þér er kært því þú vilt hafa alla góða. Aukið annríki og óreiða halda þér við efnið. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það er góð regla að vera við öllu búin/n þannig að óvænt atvik setji ekki allt úr skorðum. 22. des. - 19. janúar Steingeit Fólki lendir saman og átök eiga sér stað. Láttu það ekki koma þér úr jafn- vægi heldur auka þér styrk. Sjálf/ur þarft þú að leita inn á við. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú veltir fyrir þér hvort nákom- in manneskja er gengin af göflunum eða á undan sinni samtíð. Reyndu að halda dampi þótt það reyni á þolrifin. 19. feb. - 20. mars Fiskar Einhver vill bindast þér, en þú ert ekki tilbúin/n, þar sem það eru svo margir möguleikar þarna úti sem þú hefur aldrei látið reyna á. formennsku um tveggja ára skeið. Hann tók líka virkan þátt í Skotvís, félagi skotveiðimanna, og var þar sömuleiðis formaður í tvö ár. Hann flutti með fjölskylduna að Árbakka við Elliðaár 1970 og býr þar enn. Fyrir nokkrum árum gaf hann út bókina Glettni veiðigyðjunnar í samstarfi við Árna Björn Jónasson og Kristján Bjarnason. Enn er hægt að nálgast eintök af þeirri bók hjá útgefanda. „Nú reyni ég að aðallega að halda lífi og fylgist með fjölmiðlum. Ég yrki ekki lengur en er enn með fullan haus af kveðskap. Ég man hluti betur ef þeir eru rímaðir og sérstaklega ef það eru 70 ár síðan ég lærði þá.“ B jarni Kristjánsson fæddist 18. maí 1929 á Norður-Hvoli í Mýr- dal. Þar stýrðu for- eldrar hans stóru búi og fjölmennu heimili. Fóstra hans var Elín Gottsveinsdóttir og sögur og ævintýri til að næra barnssálina hafði Anna Guðmundsdóttir á hraðbergi. Bjarni var í barnaskóla í Litla- Hvammi í Skeiðflatalandi í Mýrdal og varð stúdent frá Mennta- skólanum á Akureyri 1950. Hann lauk prófi sem vélaverkfræðingur frá Technische Hochschule í München árið 1956. Bjarni var verkfræðingur á teiknistofu Sambands íslenskra samvinnufélaga 1956-59, verkfræð- ingur hjá Skeljungi 1959-61 og verkfræðingur hjá flugher Banda- ríkjanna á Keflavíkurflugvelli 1961-64. Hann hóf störf við Tækni- skóla Íslands þegar hann var stofnaður árið 1964 og kenndi stærðfræði og aflfræði. Hann var síðan rektor frá 1966 til 1990 þeg- ar honum þótti mál að slaka á klónni; en var reyndar stunda- kennari í tæknigreinum í nokkur ár eftir rektorstímabilið. Þessi skóli var annar en sá sem nú er rekinn undir sama nafni. „Skólinn var stofnaður til að framhaldsmennta iðnaðarmenn og það var ýmislegt sem við próf- uðum. Ef það er eitt sem ég ætti að nefna þá er það að við útskrif- uðum fyrstu Íslandsmenntuðu byggingafræðingana. Ég lagði þetta til og þá var þetta ekkert sett í nefnd heldur skoraði Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra á mig að gera þetta og ég er mjög ánægður með hvernig til tókst.“ Bóklestur, kveðskapur, pólitík, fjallgöngur og badminton eru með- al áhugamála Bjarna en veiðiskap- ur í ýmsum myndum yfirskyggir öll önnur áhugamál. „Ég byrjaði samt ekki á veiðiskapnum fyrr en ég var kominn heim úr námi, undir þrítugt, fékk þá veiðistöng að gjöf, og skyttiríið byrjaði ennþá seinna.“ Hann var einn af stofnfélögum Ármanna árið 1973 og gegndi þar Fjölskylda Bjarni kvæntist Snjólaugu Bruun, f. 23.9. 1931, húsfreyju árið 1953 en þau skildu. Börn Bjarna og Snjólaugar eru 1) Gunnar Bruun, f. 14.2. 1954, raf- eindavirki, bús. í Garðabæ. Maki: Bára Einarsdóttir, f. 24.2. 1955. Börn: Bjarni, f. 1.4. 1980; Andri, f. 19.6. 1984; Arna, f. 13.12. 1986, og Björk, f. 13.12. 1986; 2) Kristján, f. 13.10. 1956, garðyrkjufræðingur, bús. í Njarðvík. Maki: Svava Boga- dóttir, f. 30.5. 1954. Börn: Eyþór, f. 17.7. 1991, og Bjarni Kristjánsson, f. 21.6. 1993. Börn Svövu af fyrra hjónabandi: Halldóra, f. 12.3. 1977 og Bogi, f. 30.6. 1980, Hreinsbörn; Bjarni Kristjánsson, fyrrverandi rektor Tækniskóla Íslands – 90 ára Í Dyrhólaey Á heimaslóðum Bjarna. Frá vinstri: Snjólaug Elín Bjarnadóttir, Arnar Steinn Hansson, Eyþór Kristjánsson, Svava Bogadóttir, Bjarni Kristjánsson yngri, Bjarni Kristjánsson, Bára Einarsdóttir, Kristín Friðriks- dóttir (látin), Kristín Ellen Bjarnadóttir (látin) og Guðbergur Ingvarsson. Með hausinn fullan af kveðskap Veiðimaðurinn Síðdegisafli á Hofsstöðum í Mývatnssveit. 50 ára Anna Þóra er Reykvíkingur og er löggiltur endurskoð- andi hjá Ernst & Young. Auk þeirrar menntunar er hún með BA-próf í frönsku og píanó- kennarapróf frá Tónlistarskólanum í Reykjavík. Hún hefur verið í Dómkórn- um frá 2011 og er formaður kórsins. Systkini: Gullý, f. 1957, Jón Atli, f. 19.5. 1960, Kristín, f. 1967, og tvíbur- arnir Helgi og Kjartan, f. 1974. Foreldrar: Benedikt Alfonsson, f. 1928, d. 2018, skólastjóri Siglingaskól- ans, og Katrín Jónsdóttir, f. 1933, fyrr- verandi skrifstofumaður, búsett í Reykjavík. Anna Þóra Benediktsdóttir Til hamingju með daginn Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.