Morgunblaðið - 18.05.2019, Page 47
ÍÞRÓTTIR 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2019
Gary Martin, framherji Vals,
hefur verið mikið á milli tann-
anna á knattspyrnuáhugamönn-
um í vikunni en farsinn í kringum
Englendinginn hefur varla farið
fram hjá nokkrum manni sem
fylgist með íslenska fótbolt-
anum.
Þjálfarinn Ólafur Jóhann-
esson lýsti yfir gríðarlegri
ánægju sinni þegar Valur samdi
við Gary í janúar en nú rúmum 4
mánuðum síðar er Óli búinn að
gefast upp á Englendingnum.
Ólafur tjáði Gary Martin degi
áður en félagaskiptaglugginn
lokaðist að hann mætti finna sér
nýtt lið til að fara í og ástæðan
fyrir því að hann vildi losna við
framherjann var sú að hann mat
stöðuna þannig að Gary hentaði
ekki leikstíl Vals.
Það þarf enginn að segja
mér að ástæðan fyrir því að Gary
Martin er kominn út í kuldann sé
sú að hann henti ekki leikstíl
Vals. Ólafur, sá sigursæli og
þrautreyndi þjálfari, vissi alveg
hvaða tegund af leikmanni hann
var að fá þegar hann ákvað að fá
Gary til liðs við sig.
Gary hefur einhverra hluta
vegna þrifist frekar illa hjá þeim
liðum sem hann hefur leikið
með. Sumir segja að hann sé
skemmt epli, lítill liðsmaður,
hugsi bara um eigin hag og láti
illa af stjórn. Ekki ætla ég að
dæma um það en Gary hefur
ýmsa góða kosti sem knatt-
spyrnumaður en utan vallar
þekki ég lítið til verka hans.
Óli Jó hefur eitthvað metið
stöðuna rangt þegar hann fékk
Gary og kannski mun hann síðar
viðurkenna mistök sín þegar
hann ákvað að fá Englendinginn
á Hlíðarenda. Ef ég þekki smið-
inn úr Hafnarfirði rétt þá segir
mér svo hugur að Gary hafi spil-
að sinn síðasta leik fyrir Val.
BAKVÖRÐUR
Guðmundur
Hilmarsson
gummih@mbl.is
FÓTBOLTI
Sindri Sverrisson
sindris@mbl.is
Birkir Bjarnason hefur síðustu
mánuði sáralítinn þátt fengið að
taka í upprisu hins sögufræga fé-
lags Aston Villa, sem gæti snúið
aftur í ensku úrvalsdeildina í fót-
bolta með sigri á Derby á Wem-
bley þann 27. maí. Birkir, sem á 31
árs afmæli sama dag, hefur verið
hjá Villa í tvö og hálft ár en í allra
síðustu leikjum er svo komið að
hann hefur ekki fengið sæti í 18
manna leikmannahópi liðsins.
„Ég hef voðalega lítið spilað síð-
an í janúar og þannig er bara stað-
an. Ég á náttúrulega eitt ár eftir
af samningum við félagið en meira
get ég í raun ekki sagt. Ég er
voðalega rólegur yfir þessu og svo
sjáum við til hvað gerist í sumar.
Ég geri bara mitt besta á æfingum
og þegar ég fæ tækifæri,“ segir
Birkir við Morgunblaðið. En hefur
það áhrif á hans stöðu hvort Villa
kemst upp í úrvalsdeildina eða
ekki?
„Ég hef svo sem ekki hugsað
mikið um það ennþá. Það yrði auð-
vitað frábært ef við kæmumst upp
en við yrðum bara að sjá til, og
heyra hvað klúbburinn vill gera.
Það er frábært að hafa komist aft-
ur í umspilið og vonandi höfum við
lært af tímabilinu í fyrra, og get-
um farið alla leið í ár,“ segir Birk-
ir, sem spilaði talsvert á fyrri hluta
leiktíðarinnar og hefur samtals
leikið 17 deildarleiki á tímabilinu,
og skorað tvö mörk. Hann lék hins
vegar síðast í byrjunarliði liðsins í
janúar, og hefur síðan þá aðeins
tvívegis komið inn á. Hann hefur
því spilað samtals 16 mínútur með
Villa síðustu fjóra mánuði.
„Ég meiddist í nóvember og var
kominn til baka rétt eftir jól. Á
þeim tímapunkti var liðið hins veg-
ar ekkert að spila sérstaklega vel.
Liðið hefur verið að spila vel síðan
í febrúar, og svona getur þetta
verið í fótbolta. Það er ekki hægt
að spila öllum í hópnum,“ segir
Birkir.
Vil mæta í landsleikina í eins
góðu formi og ég get
Á þeim tíma sem liðinn er frá
janúar hefur hann hins vegar leik-
ið tvo 90 mínútna landsleiki. Hann
skoraði mikilvægt mark í 2:0-sigri
á Andorra 22. mars og lék einnig
allan leikinn í 4:0-tapinu gegn
Frökkum þremur dögum síðar.
Birkir kveðst ekki hafa fundið fyr-
ir skorti á leikformi í þessum leikj-
um og ætlar að gera allt til að vera
upp á sitt besta í leikjunum mik-
ilvægu við Albaníu og Tyrkland í
júní:
„Ég var búinn að æfa rosalega
vel, gera mikið aukalega og var því
í mjög góðu formi í þessum leikj-
um. Ég held því áfram núna fram
að næstu landsleikjum. Það er
mjög mikilvægt í mínum huga og
ég vil mæta í þá leiki í eins góðu
formi og ég get. Það er fínt fyrir
mig að liðið [Aston Villa] skuli
áfram æfa alveg fram til loka maí,“
segir Birkir.
Eftir leikinn á Wembley kemur
Birkir til með að setjast niður með
forráðamönnum enska félagsins,
sem síðast lék í úrvalsdeild árið
2016 og hafði þá verið í efstu deild
samfleytt frá árinu 1988.
„Ég sest örugglega niður með
forráðamönnum félagsins eftir
tímabilið og við sjáum til hvað ger-
ist. Ég hef ekkert rætt við þá síð-
an í janúar. Þetta er náttúrlega
frábær klúbbur, með frábæra að-
stöðu, mjög góðan hóp og þjálfara,
svo hér er allur pakkinn til staðar.
Ég myndi því mikið vilja spila
hérna, en það verður bara að koma
í ljós í sumar hvað gerist,“ segir
Birkir.
Birkir fær bara að fylgjast
með liðinu í baráttunni
Hefur spilað í 16 mínútur síðan í janúar Úrslitaleikur við Derby á Wembley
AFP
England Birkir Bjarnason reiknar með að geta komið í góðu formi í lands-
leikina í júní þar sem Aston Villa æfir til mánaðamóta vegna umspilsins.
Keflvíkingar eru með fullt hús stiga eftir þrjá leiki í In-
kasso-deild karla í knattspyrnu en þeir burstuðu nýliða
Aftureldingar 5:0 á heimavelli sínum í gærkvöld. Adam
Árni Róbertsson var maður leiksins en hann skoraði
þrennu og þeir Davíð Snær Jóhannsson og Rúnar Þór
Sigurgeirsson skoruðu sitt markið hvor.
Víkingur Ólafsvík er tveimur stigum á eftir Keflvík-
ingum en Ólsarar gerðu góða ferð í Laugardalinn og
lögðu Þróttara 2:1. Jacob Andersen og Harley Williard
skoruðu mörk Víkinga en Birkir Þór Guðmundsson setti
mark Þróttara.
Njarðvík hrósaði 2:1-sigri gegn Leikni í Breiðholti.
Toni Tipuric og Stefán Birgir Jóhannesson komu Njarðvík í 2:0 í fyrri hálf-
leik en Sævar Atli Magnússon minnkaði muninn fyrir heimamenn undir
lokin. gummih@mbl.is
Adam Árni með þrennu
Adam Árni
Róbertsson
Ekki tókst Hirti Hermannssyni að
verða danskur bikarmeistari annað
árið í röð en Bröndby tapaði fyrir
Midtjylland í bikarúrslitaleiknum á
Parken í gær að viðstöddum tæp-
lega 32 þúsund áhorfendum. Stað-
an eftir venjulegan leiktíma og
framlengingu var jöfn, 1:1, en Midt-
jylland hafði betur í vítakeppni, 4:3,
og skoraði Alexander Scholz, fyrr-
verandi leikmaður Stjörnunnar,
sigurmarkið. Hjörtur lék allan tím-
ann en tók ekki vítaspyrnu.
gummih@mbl.is
Svekkjandi
fyrir Hjört
AFP
Tap Hirti Hermannssyni tókst ekki
að vinna bikarinn annað árið í röð.
Leikmenn í úrvalsdeild karla í fót-
bolta fá lítinn hvíldartíma þessa
dagana því þrír fyrri leikir fimmtu
umferðarinnar fara fram á morg-
un, sunnudag.
Boðið er upp á sannkallaðan
toppslag á Kópavogsvelli annað
kvöld en þá verður jafnframt leikið
í fyrsta skipti á nýju gervigrasi á
vellinum. Breiðablik tekur á móti
ÍA en liðin eru jöfn og efst í deild-
inni með 10 stig.
Umferðin byrjar hinsvegar með
botnslag því klukkan 16 á morgun
mætast neðstu liðin, ÍBV og Vík-
ingur, og jafnframt einu liðin sem
ekki hafa unnið leik í fyrstu fjórum
umferðunum. Þó hefur byrjun Vík-
inga verið mun frísklegri en þeir
hafa skorað átta mörk, þar af þrjú
gegn Val og þrjú gegn Stjörnunni,
án þess að það hafi dugað þeim til
að vinna leiki.
Þriðji leikur dagsins fer fram í
Garðabæ klukkan 17 þar sem
Stjarnan tekur á móti KA. Stjörnu-
menn eru með átta stig og geta því
tekið forystuna í deildinni með
sigri, allavega þar til viðureign
Breiðabliks og ÍA lýkur um kvöldið.
Seinni þrír leikirnir verða á
mánudagskvöld. Þá mætast KR –
HK, Grindavík – Fylkir og FH –
Valur. vs@mbl.is
Toppslagur á nýjum
Kópavogsvelli
www.gilbert.is
GEFÐU TÍMA
ÍSLENSKT ÚR MEÐ SÁL
101 ART DECO