Morgunblaðið - 18.05.2019, Síða 48
48 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2019
HANDBOLTI
Olísdeild karla
Annar úrslitaleikur:
Selfoss – Haukar .................................. 26:27
Staðan er 1:1 og þriðji leikur á Ásvöllum
kl. 18 á morgun.
EHF-bikar karla
Undanúrslit í Kiel:
Kiel – Tvis Holstebro .......................... 32:26
Alfreð Gíslason þjálfar Kiel. Gísli Þ.
Kristjánsson er frá keppni vegna meiðsla.
Vignir Svavarsson skoraði þrjú mörk
fyrir Holstebro.
Füchse Berlín – Porto......................... 24:20
Bjarki Már Elísson skoraði fjögur mörk
fyrir Füchse.
Þýskaland
B-deild:
Rhein Vikings – Hüttenberg.............. 24:36
Ragnar Jóhannsson skoraði tvö mörk
fyrir Hüttenberg.
Austurríki
Undanúrslit, oddaleikur:
Alpla Hard – West Wien ..................... 29:25
Viggó Kristjánsson skoraði fjögur mörk
fyrir West Wien, Guðmundur Hólmar
Helgason fjögur en Ólafur Bjarki Ragn-
arsson ekkert. Alpla vann 2:1 og mætir
Krems í úrslitum.
Danmörk
Oddaleikur um sæti í úrvalsdeildinni:
Kolding – Tönder ................................ 33:28
Ólafur Gústafsson skoraði eitt mark fyr-
ir Kolding sem vann 2:1.
KNATTSPYRNA
Úrvalsdeild karla, Pepsi Max-deildin:
Hásteinvöllur: ÍBV – Víkingur R .......... S16
Samsung-völlur: Stjarnan – KA ............ S17
Kópavogsvöllur: Breiðablik – ÍA...... S19.15
1. deild karla, Inkasso-deildin:
Þórsvöllur: Þór – Grótta ........................ L16
Extra-völlur: Fjölnir – Magni ............... L16
2. deild karla:
Eskjuv.: Fjarðabyggð – Völsungur ...... L14
Olísvöllur: Vestri – Kári ......................... L16
Nesfiskvöllur: Víðir – Tindastóll ........... L16
Boginn: Dalvík/Reynir – Leiknir F . L18.30
3. deild karla:
Bessastaðavöllur: Álftanes – Sindri...... L13
Europcarv.: Reynir – Höttur/Hug... L13.30
Vopnafjarðarv.: Einherji – KH ............. L14
Ólafsfjarðarvöllur: KF – KH................. L16
1. deild kvenna, Inkasso-deildin:
Extra-völlur: Fjölnir – ÍA ...................... S14
Ásvellir: Haukar – Þróttur R................. S14
Hertz-völlur: ÍR – Augnablik ................ S14
Mustadv.: Grindavík – Afturelding ....... S14
Sauðárkrókur: Tindastóll – FH............. S15
2. deild kvenna:
Bessastaðav.: Álftanes – Hamrarnir .... L16
Vivaldi-völlur: Grótta – Sinddri ............. S14
HANDKNATTLEIKUR
Þriðji úrslitaleikur karla:
Schenker-höll: Haukar – Selfoss ........... S18
UM HELGINA! FRJÁLSARSindri Sverrisson
sindris@mbl.is
Elísabet Rut Rúnarsdóttir úr ÍR vann
mikið afrek á Skallagrímsvelli í Borg-
arnesi í fyrradag. Hún bætti þá Ís-
landsmetið í sleggjukasti um 39 senti-
metra, með 62,16 metra kasti, aðeins
16 ára gömul. Fáheyrt er að svo ungur
iðkandi setji Íslandsmet í frjálsum
íþróttum utanhúss en um það eru þó
dæmi.
Nú þegar Elísabet hefur tekið sér
sæti á lista yfir núverandi Íslands-
methafa er aldur hennar á „metdegi“, í
hennar tilviki 16. maí, sá lægsti af öll-
um á listanum. Raunar voru aðeins
þrír aðrir núverandi Íslandsmethafar
á táningsaldri þegar þeir settu þau
met sem nú eru í gildi. Guðbjörg Jóna
Bjarnadóttir var líkt og Elísabet 16
ára þegar hún setti núverandi Íslands-
met í 200 metra hlaupi í fyrra, Helga
Margrét Þorsteinsdóttir var 17 ára
þegar hún sló í síðasta skipti Íslands-
met í sjöþraut, og Andrea Kolbeins-
dóttir var 19 ára þegar hún setti Ís-
landsmet í 3.000 metra
hindrunarhlaupi í fyrra.
Hjá körlunum var ekkert Íslands-
metanna sett af manni á tvítugsaldri.
Einar Karl Hjartarson var yngstur
þegar hann setti núgilandi met, í há-
stökki, en hann var 20 ára þegar hann
setti metið árið 2001.
Hins vegar hafa frjálsíþróttakonur
náð að setja Íslandsmet fyrr á ferl-
inum heldur en Elísabet. Naumlega
þó. Aníta Hinriksdóttir virðist hafa
verið fljótust allra til þess, samkvæmt
metalista á heimasíðu FRÍ. Hér má
ítreka að aðeins er horft til keppni ut-
anhúss. Aníta var 16 ára og 163 daga
gömul þegar hún sló fyrst Íslands-
metið í 800 metra hlaupi. Elísabet var
aðeins sex dögum eldri þegar hún setti
metið í Borgarnesi í vikunni. Þrátt fyr-
ir það nær þriðji ÍR-ingurinn, fyrr-
nefnd Guðbjörg Jóna, að skjóta sér á
milli þeirra en hún var 16 ára og 167
daga þegar hún sló fyrst Íslandsmetið
í 200 metra hlaupi fyrir tæpu ári síðan.
Aníta hefur slegið Íslandsmetið í
800 metra hlaupi utanhúss alls sjö
sinnum, síðast árið 2017 og þá 21 árs
gömul, og Guðbjörg Jóna sló metið í
200 metra hlaupi þrisvar í fyrra. El-
ísabet bætti met Vigdísar Jónsdóttur
sem sló metið í sleggjukasti átta sinn-
um á árunum 2014-2017.
Elísabet í afar
fámennan hóp
Sló Íslandsmet í sleggjukasti 16 ára
Ljósmynd/FRÍ
Íslandsmet Elísabet Rut Rúnarsdóttir á Skallagrímsvelli eftir metkastið í
fyrrakvöld þar sem hún bætti met Vigdísar Jónsdóttur um 39 cm.
Ríkjandi bikarmeistarar Breiðabliks
mæta Fylki, nýliðunum í Pepsi Max-
deildinni, í 16-liða úrslitunum í Mjólk-
urbikarkeppni en dregið var til þeirra
í gær.
Leikirnir í 16-liða úrslitunum:
ÍA – Þróttur R.
Augnablik – Tindastóll
Fylkir – Breiðablik
Þór/KA – Völsungur
ÍBV – Valur
HK/Víkingur – Afturelding
Stjarnan – Selfoss
Keflavík – KR
Leikirnir fara fram 31. maí og 1. júní.
Fylkir mætir bik-
armeisturunum
Morgunblaðið/Valli
Fögnuður Blikar fagna bikarmeist-
aratitlinum á síðustu leiktíð.
Handknattleikskonan Arna Sif
Pálsdóttir, sem hefur leikið á annað
hundrað landsleiki fyrir Ísland,
skrifaði í gær undir tveggja ára
samning við Val, sem varð Íslands-,
deildar- og bikarmeistari á nýaf-
stöðnu tímabili. Arna kemur til
Vals frá ÍBV, sem hún gekk til liðs
við í fyrra. Hún er uppalin í HK en
lék í atvinnumennsku í Danmörku,
Frakklandi og Ungverjalandi. Þá
hefur markvörðurinn Íris Björk
Símonardóttir skrifað undir nýjan
eins árs samning við Val en hún var
besti markvörður tímabilsins.
Arna Sif til liðs
við meistara Vals
Ljósmynd/Valur
Samherjar Arna Sif Pálsdóttir og
Íris Björk Símonardóttir.
HANDBOLTI
Sindri Sverrisson
sindris@mbl.is
Svo getur farið að Þróttur í Reykja-
vík tefli ekki áfram fram karlaliði í
handbolta á næstu leiktíð. Þórir Há-
konarson, íþróttastjóri Þróttar, seg-
ir þó að ekki standi annað til en að
liðið leiki áfram í 1. deild, þrátt fyrir
að stjórn handknattleiksdeildar sé
hætt og að frestur til að sækja um
keppnisleyfi hafi runnið út 9. maí
síðastliðinn.
Samkvæmt upplýsingum frá HSÍ
hafa Þróttarar enn möguleika á að
skrá lið sitt til keppni, að minnsta
kosti næstu daga. Fari svo að Þrótt-
ur verði ekki með verða hins vegar
aðeins þrjú félög með sín aðallið í 1.
deild. Róbert Geir Gíslason, fram-
kvæmdastjóri HSÍ, segir að það
muni ekki kalla á breytingar á liða-
fjölda í úrvalsdeild fyrir næstu leik-
tíð en að staðan valdi áhyggjum.
Hvort sem Þróttur verður með eða
ekki þá muni úrvalsdeildin áfram
skipuð 12 liðum.
Alls tefldu 16 félög fram liðum í
meistaraflokki karla í vetur. Félög-
unum fækkaði úr 18 árin þar á und-
an, og þau voru 19 tímabilin 2013-
2015. Á móti kemur að flest félögin
tefla fram ungmennafélögum en
tímabilið sem nú er að ljúka er það
þriðja síðan opnað var fyrir þátt-
töku þeirra.
Þrjú félög í baráttu um tvö sæti?
Í 1. deild í vetur léku Fjölnir, Vík-
ingur, Þróttur og HK, auk sex ung-
mennaliða frá öðrum félögum. Átta
ungmennalið léku svo í 2. deild.
Ungmennalið geta farið á milli 2. og
1. deildar en ekki upp í úrvalsdeild
og því var baráttan í vetur á milli
aðeins fjögurra liða um tvö sæti í úr-
valsdeildinni. Fjölnir og HK (sem í
raun endaði í 6. sæti í deildinni en
var alltaf öruggt um sæti í umspili
vegna þess hve mörg ungmennalið
voru í deildinni) náðu þeim sætum
og koma upp í stað Akureyrar og
Gróttu sem falla.
Á næstu leiktíð er því útlit fyrir
að Þór (sem áður hét Akureyri),
Grótta og Víkingur berjist um tvö
sæti í úrvalsdeild veturinn 2020-
2021, nema þá að Þróttur bætist í
þann hóp. Þessi staða gæti kallað á
breytingar á deildafyrirkomulag-
inu:
„Það verða ekki breytingar á
næstu leiktíð en ef staðan er svona
þá fer að verða tæpt að halda úti
tveimur deildum hvað félagafjölda
varðar. Við höfum áhyggjur af þess-
ari stöðu. Það verður samt aldrei
þannig að við fækkum í úrvalsdeild-
inni á næstu leiktíð,“ segir Róbert
Geir Gíslason, framkvæmdastjóri
HSÍ. Vonir standa til þess að hægt
verði að sporna við fækkun félaga
og fjölga þeim á ný:
„Við erum að skoða hvaða leiðir
eru til þess að fjölga félögum með
lið á Íslandsmótinu. Hvort við get-
um jafnvel rýmkað enn frekar svig-
rúm í venslafélagaleiðum, til að að-
stoða minni félögin við að halda
velli og styrkja þannig deildakeppn-
ina okkar,“ segir Róbert.
„Höfum áhyggjur
af þessari stöðu“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Óvissa Þróttarar hafa ekki tilkynnt
þátttöku á næsta Íslandsmóti.ÞARF A
Ð GIRÐ
A ?
ÞÚ FÆRÐ GIRÐINGAREFNIÐ HJÁ
FÓÐURBLÖNDUNNI.
HAFÐU SAMBAND VIÐ OKKUR Í SÍMA
570-9800 - fodur@fodur.is
SJÁ NÁNAR ÁWWW.FODUR.IS