Morgunblaðið - 18.05.2019, Side 50

Morgunblaðið - 18.05.2019, Side 50
50 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2019 Smart lands blað Fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 31. maí Í Smartlandsblaðinu verður fjallað um tískustrauma í fatnaði, förðun, snyrtingu, sólar- kremum, sólgleraugum, sumarskóm og sundfatnaði PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til kl. 16 mánudaginn 27. maí NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is –– Meira fyrir lesendur SÉRBLAÐ Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is „Yfirskrift tónleikanna er „Miklu meira en orð“. Við erum þar að vitna í að við getum nálgast tónlistina með svo ótrúlega ólíkum hætti,“ segir Helga Margrét Marzellíusardóttir, kórstjóri Hinsegin kórsins sem und- irbýr nú vortónleika sína sem haldnir verða í Guðríðarkirkju í dag, laug- ardag, kl. 15. „Stemningin er mjög góð og svo er líka mikil eftirvænting eftir sjálfu vorinu.“ Baða Vestfirði í hinsegin ljóma Helga segir að kórinn standi nú í stífum æfingum fyrir vortónleikana en einnig sé kórinn að æfa fyrir kom- andi ferðalag á Vestfirði, til Hólma- víkur og á Ísafjörð, fyrstu helgina í júní. „Með okkur koma aðilar á veg- um Samtakanna ’78 og verða með fræðslu. Við ætlum að baða Vestfirði í hinsegin ljóma og regnbogalitum,“ segir Helga og hlær.„En til að byrja með verða tónleikarnir hér í Guðríð- arkirkju.“ Helga segir dagskrána skemmti- lega og að lögin sem verði sungin séu fjölbreytt, allt frá klassískum verk- um til kórútsetninga á popp- og rokklögum eins og „Smells Like Teen Spirit“ með Nirvana. „Það lag sýnir hvað það er hægt að vera með mikinn metnað í að sameina kóra- tónlist við popp og rokk. Lengi vel var ekki lögð mikil vinna í útsetn- ingar á slíkri tónlist fyrir kóra. Okk- ar áherslur eru að flytja góðar út- setningar og að tónlistin sem við erum að flytja skili sér vel,“ segir Helga og bætir við að kórinn muni einnig syngja lag úr kvikmyndinni La La land og lagið „I Wanna Dance With Somebody“ í skemmtilegum kórútsetningum. „Ég er mjög vandfýsin á það hvers konar útsetningar koma inn til kórs- ins. Útsetning er náttúrlega að finna góða, skemmtilega og metnaðarfulla leið til að flytja lag sem er kannski flutt af einum aðila, poppsveit eða rokksveit. Það þarf að passa að öll þau „element“ sem eru í upprunalega laginu skili sér sem best í söngnum. Það er það sem þetta snýst um og það sem við leggjum mesta áherslu á,“ segir Helga. Ekki samið sem hinsegin þjóðsöngur Helga segir það vera gegnum- gangandi í starfi Hinsegin kórsins að tónlistin tengist hinsegin listafólki á einhvern hátt. Segir hún að kórmeð- limir sjálfir ákveði hvernig þeir vilji túlka þetta. „Við reynum að finna þessa þætti og grafa eftir þeim bæði tónlistarsögulega og sögulega séð.“ Helga segir að mikið verði um „hinsegin tónlist“ á vortónleikunum og að kórinn sæki bæði í tónlist- armennina sjálfa og í sögulegt sam- hengi. Aðspurð hvernig hinsegin tón- list sé túlkuð út frá sögulegu sam- hengi tekur Helga dæmi um lagið „Over the Rainbow“ úr kvikmynd- inni The Wizard of Oz frá 1939. „Lagið er þekkt fyrir að vera mikið „hinsegin lag“ en sögulega séð er það bara hinsegin vegna þess að hinsegin fólk hefur tekið það upp á sína arma. Það er ekki vegna þess að sagan hafi verið einhvers konar hinsegin saga heldur vegna þess að hinsegin sam- félagið tók þennan texta og áttaði sig á því að Dóróthea er að syngja um að hún vilji fá meira út úr lífinu sem hún lifir. Judy Garland söng lagið og það eru margir sem tengja rosalega sterkt við það. Margir hinsegin ein- staklingar voru mjög hræddir á þess- um tíma og vissu að í þessum orðum sem hún söng fólst eitthvað meira. Lagið er ekki samið sem einhver hin- segin þjóðsöngur en þetta samfélag tengdi við það.“ Mismuna engum Lagið „Svart gólf“ eftir Helgu verður frumflutt á tónleikunum. Segir hún lagið vera um ákveðnar aðstæður í miðborg Reykjavíkur þar sem Hallgrímskirkjuturn, hundur og svart gólf komi við sögu. Aðspurð hvort Hinsegin kórinn hafi í hyggju að gefa út tónlist á næstunni játar Helga. „Við höfum verið að taka upp og höfum safnað að okkur efni sem okkur langar að gefa út með ein- hverjum hætti. En því fylgir mikil vinna að taka upp með þeim hætti sem við viljum,“ segir hún. Þegar Helga er spurð að því hvort einstaklingar þurfi að vera hinsegin til að verða hluti af Hinsegin kórnum hlær hún. „Hvað er að vera hinsegin? Eru ekki bara allir hinsegin? Það er eitthvað öðruvísi við okkur öll.“ segir Helga. „Hinsegin kórinn gefur það út að hann mismunar ekki á grundvelli kynhneigðar. Við tökum fagnandi á móti þeim sem eru tilbúnir að syngja í hinsegin kór. Vissulega fylgir því að þú þarft kannski að standa í fremstu röð og vera tilbúin til að berjast fyrir hinsegin málefnum þegar þú syngur í kórnum. Ef þú ert manneskja sem er tilbúin í það, hvort sem þú túlkar þig sem hinsegin eða ekki, ertu hjart- anlega velkomin.“ Miðar eru seldir á tix.is. Kórinn Kórstjórinn segir að mikið verði um „hinsegin tónlist“ á vortónleikum Hinsegin kórsins. Taka þeim fagnandi sem vilja syngja með  Hinsegin kórinn heldur vortónleika í Guðríðarkirkju í dag kl. 15 Sumarsýning Litku verður opnuð í dag kl. 14 í Listhúsi Ófeigs að Skólavörðustíg 5. Á Vetrarhátíð Reykjavík- urborgar í febrúar 2009 sýndi fjöl- breyttur hópur frístundamálara verk sín í Kaaber húsinu við frá- bærar undirtektir og fleiri þúsund manns sóttu sýninguna þá helgi. Segir í tilkynningu að margir af þátttakendunum hafi talað um að gaman væri að halda áfram að hitt- ast og boðað var til fundar, 30 mættu og ákveðið var að stofna fé- lag sem fékk heitið Litka myndlist- arfélag. Hefur það stækkað og dafnað frá stofnun í apríl 2009 og haldið margar samsýningar, nám- skeið, fyrirlestra, ráðstefnu og ann- að. Og nú heldur félagið sýningu í Listhúsi Ófeigs en frekari upplýs- ingar um félaga og starfsemi þess má finna á Facebook-síðu Litka, „Litka myndlistarfélag“. Litka opnar sumarsýningu Bíó Paradís heldur annað kvöld fyrstu og einu sýninguna hér á landi á heimildarmyndinni Slave to the Grind, í samstarfi við Reykjavík Metalfest 2019. Að lokinni sýningu verða haldnar pallborðsumræður með Shane Embury, bassaleikara hljómsveitarinnar Napalm Death, og fleiri góðum gestum og verður þeim stýrt af dr. Arnari Eggert Thoroddsen, tónlistarsérfræðingi með meiru. Í myndinni er fjallað um hina sk. grindcore-tónlistarstefnu á undanförnum 35 árum eða svo en grindcore er á vef kvikmyndahúss- ins sögð hraðasta og öfgakenndasta tónlist í heimi og að hún einkennist af miklum ofsa, hraða og stöðugri keyrslu. Sýningin hefst kl. 20 og fer miðasala fram á bioparadis.is. Shane Embury situr fyrir svörum Bassaleikari Shane Embury í heimild- armyndinni Slave to the Grind. I.M. Pei, einn áhrifamesti arkitekt seinni hluta tuttugustu aldar, er lát- inn 102 ára að aldri. Þekktasta og jafnframt umdeildasta verk hans eru breytingarnar við Louvre- safnið í París frá 1989, þar sem hann hannaði meðal annars gler- píramída við inngang safnsins. Pei teiknaði fjölda háhýsa, fyrir íbúðir og fyrirtæki sem risu í stórborgum Bandaríkjanna en er einna þekkt- astur fyrir safnbyggingar; auk Lo- uvre má nefna austurálmu Þjóðar- listasafns Bandaríkjanna í Wash- ington, Everson-listasafnið í Syra- cuse og listamiðstöðina í Des Moi- nes. Aðrar frægar byggingar eru til að mynda rannsóknarstöð and- rúmsloftsins í Boulder og Frægðar- höll rokksins í Cleveland. I.M. Pei fæddist í Kína en flutti til Bandaríkjanna á fjórða áratugnum. Hann aðhylltist snemma hug- myndir módernismans og settu þær skýrt mark á verk hans; hrein og klár form, gler og hugvitsamleg notkun stáls og steypu. Stjörnuarkitektinn I.M. Pei látinn AFP Hönnuðurinn I.M. Pei við Louvre- píramídann kunna í París árið 2006. Þróun og fram- tíð listar í al- mannarými er efni málþings sem haldið verð- ur á Kjarvals- stöðum í dag, laugardag, og hefst klukkan 13. Málþingið tengist þeirri áherslu sem lögð er þetta ár innan Listasafns Reykjavíkur á list í al- mannarými en þetta er síðasta málþingið af þremur sem skipu- lögð eru í vor sem fjalla öll á ólík- an hátt um list í almannarými. Fummælendur á þinginu eru Æsa Sigurjónsdóttir listfræðingur, Ólafur Sveinn Gíslason myndlist- armaður, Starkaður Sigurðarson, myndlistarmaður sem fæst einnig við skrif, og Markús Þór And- résson sýningarstjóri og deildar- stjóri miðlunar og sýninga hjá Listasafni Reykjavíkur. Fundar- stjóri er Aldís Snorradóttir. Aðgangur að málþinginu er ókeypis og allir velkomnir. Málþing um myndlist í almannarými Æsa Sigurjónsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.