Morgunblaðið - 18.05.2019, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 18.05.2019, Qupperneq 51
MENNING 51 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2019 Álfabakka 12, 109 Rvk • s. 557 2400 • bjorg@bjorg.is • Opið virka daga kl. 8-18 20% afsláttur af þvotti á svefnpokum í maí GIMLI fasteignasala / Grensásvegi 13, 108 Rvk. / s 570 4800 / gimli@gimli.is www.gimli.is Við vitum hvað þín eign kostarSkiptar skoðanir eru um framlagsvissnesk-íslenska myndlistar- mannsins Christoph Büchel á aðal sýningu Feneyjatvíæringsins. Fyrir fjórum árum var hann fulltrúi Ís- lands og setti upp í aflagðri kirkju verkið Moskan sem var lokað að kröfu borgaryfirvalda í Feneyjum. Að þessu sinni er Büchel einn tæplega áttatíu listamanna sem al- ráður sýningarstjórinn Ralph Ru- goff valdi inn á aðalsýningu tvíær- ingsins sem hann kallar „May You Live In Interesting Times“. Verk Büchel nefnist Barca Nostra (Báturinn okkar) og er flak af fiski- skipi sem var lyft af hafsbotni milli Líbíu og eyjarinnar Lampedusa á Miðjarðarhafi. Engar merkingar eru við skipið þar sem það stendur við Arsenale, gríðarstóran sýning- arstað í aflagðri skipasmiðju. Marg- ir gestir sem koma á tvíæringinn gera sér því ekki grein fyrir því hvaða óheillafley er um að ræða. Báturinn sökk í hafið árið 2015 og um borð voru að minnsta kosti átta hundruð flóttamenn frá Afríku sem nær allir drukknuðu; sumir segja að allt að ellefu hundruð manns hafi farist. „Viðurstyggilegt sjónarspil“ Samkvæmt samantekt The Art Newspaper um þær deilur sem hafa spunnist um þetta framlag Büchel, þykir mörgum ósmekklegt að sjá fólk njóta matar og drykkjar og skemmta sér við hlið skipsins þar sem allt þetta fólk fórst. Fram kem- ur að starfsmenn tvíæringsins hafi útbúið merkingar til að setja upp við skipið, sem segðu frá því og hvað Büchel væri að hugsa, en hann hafi komið í veg fyrir að þær yrðu settar upp. Hann teldi nægja að fjallað væri um verkið í sýningarskránni, eins og gert er, en bent er á að hana kaupi aðeins lítill hluti gesta. Í yfirlýsingu Büchel um verkið segir hann það hugsað sem minnis- varða um tímabundna flóttamenn í dag. Adrian Searle, gagnrýnandi The Guardian, er ómyrkur í máli og afar ósáttur við verkið. Hann segir flakið hafa verið flutt á sýninguna með ærnum tilkostnaði og standi þar nú eins og „dauðagildra og lík- kista“. Hann hafi heyrt talað um það sem „readymade“ en upphafsmaður slíkra verka, Marcel Duchamp, hefði áttað sig á „kláminu og ruddaskapn- um“ í framlaginu. Og honum finnst notkun listamannsins á bátum sem allt þetta fólk fórst í „viðurstyggi- legt og smeðjulegt sjónarspil“. Annar virtur breskur gagnrýn- andi, Waldemar Januszczak, sem skrifar í Sunday Times, er ekki á sama máli og tísti að margar fals- fréttir og ýkjur hefðu birst um fley flóttamannanna. Það sé ekki rétt að sem verk sé það ekki í neinu sam- hengi við annað á tvíæringnum og hunsi dauða fólksins. „Samhengið er útskýrt nákvæmlega í sýningar- skránni. Mér fannst það myrkt, truflandi, ásakandi og áhrifaríkt … að segja að verkið upphefji eða hunsi dauðann er einfaldlega rangt.“ Salvini: Pólitískur áróður Erlendir fjölmiðlar hafa leitað eft- ir viðtölum við Büchel sem eins og fyrri daginn hafnar slíku, rétt eins og myndatökum af sér. Hann vísar til yfirlýsinga sinna um verkið, sem sjá má á netinu og í fyrrnefndri sýn- ingarskrá. Það eru ekki bara gagnrýnendur sem takast á um Barca Nostra. Varaforsætisráðherra Ítalíu, Matteo Salvini, sem hefur beitt sér fyrir lokun landamæranna fyrir flótta- fólki, fordæmir verkið og kallar það pólitískan áróður. Og maður í for- sæti héraðsstjórnarinnar sem Fen- eyjar eru hluti af vill að báturinn verði sendur til Sviss, heimalands listamannsins, „svo Svisslendingar geti velt fyrir sér hvernig eigi að koma fyrir efnahagslegum flótta- mönnum í sínu landi“. efi@mbl.is Deilt um Barca Nostra AFP Umdeilt Hátt í þúsund flóttamenn fórust í skipinu sem Büchel sýnir.  Deilt á framlag Christophs Büchel til Feneyjatvíærings  Gagnrýnendur ósammála  Hundruð drukknuðu »Sólin skein á kvikmyndastjörnur sem mættu í sínu fínasta pússi á frumsýn- ingu nýjustu kvikmyndar bandaríska leikstjórans Jim Jarmusch, The Dead Don’t Die, á þriðjudaginn en hún var opnunarmynd hátíðarinnar. Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Cannes hófst að vanda með glaumi og gleði á rauðum dreglum AFP Frumsýningargleði Leikstjórinn Jim Jarmusch og sambýliskona hans Sara Driver, leikkonan Tilda Swinton og leikararnir Luka Sabbat og Adam Driver fyrir frumsýningu opnunarmyndar hátíðarinnar, The Dead Don’t Die. Dómnefndarmenn Leikkonan Elle Fanning og leikstjórinn Alejandro Gonzales Inarritu eru í aðaldómnefnd Cannes. Kollegar Spænski leikarinn Javier Bardem og franska leikkonan og söng- konan Charlotte Gainsbourg voru eldhress á rauða dreglinum. Sprelligosi Bill Murray var þokkafullur þegar hann stillti sér upp. Vinir Þýski leikarinn Udo Kier brá á leik með brasilísku leikkonunni Barböru Colen.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.