Morgunblaðið - 18.05.2019, Síða 53

Morgunblaðið - 18.05.2019, Síða 53
Refusés. „Salon des Refusés vísar í gamla sögu myndlistarsýninga þar sem listamenn hafa tekið sig saman og sýnt verk sem hefur verið hafnað af dómnefndum. Þessa tegunda sýn- inga má rekja til sýningar í París ár- ið 1863. Á Salon des Refusés í Deigl- unni verða einnig sýnd verk eftir listamenn sem af einhverjum ástæð- um sóttu ekki um. Von Gilfélagsins er að sýningarnar í Listagilinu munu veita góða innsýn í hvað lista- menn tengdir Norðurlandi eru að fást við,“ segir í tilkynningu. Lista- mennirnir sem verk eiga í Deiglunni eru m.a. Aðalsteinn Þórsson, Anna Benkovic, Dagrún Matthíasdóttir, Helgi Þórsson, Jóna Bergdal, Karól- ína Baldvinsdóttir og Tryggvi Zop- honias Pálsson. Sjúkdómar Verk sem Jonna, Jónborg Sigurðardóttir, gerði í fyrra. MENNING 53 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2019 34.900.000,- Maríubakki 12, 109 Reykjavík 3ja herb mikið endurnýjuð íbúð 88.3 m2 Falleg og mikið endurnýjuð 3ja herbergja, 88,3 fm útsýnisíbúð á 3. hæð (efstu) í vel staðsettu fjölbýlishúsi. Tvö svefnherbergi, stofa, eldhús, baðherbergi, þvottahús með búri inn af. Nýtt harðparket á allri íbúð. Laus strax.. ✆ 585 8800 Áratuga reynsla og þekking í fasteignaviðskiptum Kringlunni 4-6 | 103 Reykjavík | híbýli.is Ingibjörg Þórðardóttir löggiltur fasteignasali s. 864 8800 Þórður S. Ólafsson löggiltur fasteignasali Ólafur Már Ólafsson löggiltur fasteignasali s. 865 8515 Grenimelur 29, 107 Reykjavík Falleg og mikið endurnýjuð hæð, 99 m2 3ja-4ra herbergja hæð í þríbýlishúsi við Grenimel. Stór og björt stofa. Tvö svefnherbergi (annað inn af stofu). Þvottahús innan íbúðar (áður barnaherbergi). Baðherbergi nýlega endurnýjað. Eldhús með nýlegri innréttingu Góð hæð á frábærum stað. 55.900.000,- Opið hús þriðjud 28. maí. 17:30 til 18:00 69.800.000,- Glæsileg 3-4ra herb - 143 m2 bílastæði laus strax Glæsileg íbúð á jarðhæð í nýlega byggðu (2016) lyftuhúsi. Íbúðin er inn- réttuð á vandaðan hátt. Eldhús og borðstofa samliggjandi með útgangi á stóra timburverönd. Rúmgóð svefnherb. Þvottahús í íbúð. Eign í sérflokki. Langalína 20, 210 Garðabær 64.900.000,- 3ja-4ra herb. 133,3 m2 + 11,5 fm sólstofa laus strax Afar falleg og björt íbúð á 1. hæð í vönduðu og eftirsóttu fjölbýlishúsi fyrir 55 ára og eldri. Stórar og bjartar stofur í suður með útgangi í yfir- byggða sólstofu með verönd þar útaf. Tvö góð svefnherb. Baðherbergi. Gestasnyrting. Þvottahús í íbúð. Sléttuvegur 15, 103 Reykjavík ar. Síðan í maí 2017 hefur Ægir Sindri Bjarnason (trommari í World Narcosis, LOGN, Dead Herring, Bagdad Brothers og fleiri böndum) rekið tónleikastað- inn R6013 í kjallara í Ingólfs- stræti. Staðurinn er rekinn án gróðamarkmiða og fólk borgar að- gangseyri eftir kostum/vilja. Ægir sjálfur reiðir þá fram veganrétt þegar tónleikar eru, gestum að „kostnaðarlausu“. Meira er um óhefðbundnar aðferðir, t.d. er sviðspælingunni snúið við, í raun er ekkert svið sem aðskilur hljóm- sveit og áhorfendur, utan að það er pallur aftast hvar fólk getur staðið á til að sjá betur. Allir eru velkomnir, og ungviðið fær heyrn- arhlífar að láni, þurfi þau þess. Maturinn er t.d. mikilvægur, Ægir sagði í viðtali við Grapevine fyrr á þessu ári að sameiginlegar mál- tíðir kæmu á tengslum í svona litlum rýmum og tengslin – sem slík – eru honum mikilvægur út- gangspunktur. Ég sótti tónleika í R6013 fyrir viku síðan og var hrifinn. Rýmið er lítið, en allt til alls samt. Pláss til að spila, salerni, gólfrými, pall- ur þar sem hægt er að standa á eða sitja, hljóðblöndunar/ afgreiðsluborð og lager Why Not? útgáfunnar í hillum. Alvöru „Gerðu það sjálfur“ eða „Gerum það saman“ (DIY og DIT, sem er skammstöfun sem maður er farinn að sjá oftar). D7Y, Dauðyflin, ROHT og Grafnár léku, öll sem eitt stórkost- leg mulningspönkbönd. ROHT þeirra Júlíu Aradóttur og Þóris Georg Jónssonar er æðislegt band og plata þeirra frá síðasta ári meiriháttar (Fannar Örn Karlsson trommaði með þeim á þessum tón- leikum) og það var virkilega gott að sjá Grafnár, sem ég þekkti ekki. Söngkona sem öskraði fal- lega úr sér lungu sem lifur og trommuleikur með afbrigðum góð- ur. Negla. Tónleikarnir tóku þá stutt af, voru búnir fyrir níu, sem hentar fjölskyldumanni í Holt- unum vel. Andinn var þó aðal, það var milt vorveður og bjart og á milli sveita sat fólk úti og spjallaði um heima og geima. Rómantísku taugarnar (sem eru þykkar í pist- ilritara) voru þandar allan tímann. Það var allt rétt við þetta. Rýmið er lítið en hjartað er stórt »Meira er um óhefð-bundnar aðferðir, t.d. er sviðspælingunni snúið við, í raun er ekk- ert svið sem aðskilur hljómsveit og áhorf- endur, utan að það er pallur aftast hvar fólk getur staðið á til að sjá betur. Ofsi Hljómsveitin ROHT trukkaði af öryggi í gegnum helþétt sett. Ægir Sindri Bjarnason hefur rekið tónleika- rýmið R6013 á Ingólfs- stræti í tvö ár. Tugir ef ekki hundruð sveita hafa komið fram. Nánd Gestir létu fara vel um sig utan við tónleikastaðinn. Feðgin Ægir Sindri Bjarnason, rekstraraðili staðarins, ásamt dóttur sinni. TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Grasrót íslenskrar tónlistar,sem liggur eðli málsinssamkvæmt undir öllum þeim stórsigrum sem við höfum orðið vitni að undanfarna áratugi, þrífst eðlilega ekki án einhvers að- búnaðar, að einhver hlúi að henni, leggi við hana rækt. Einhverjir þurfa innviðirnir að vera, þó að við gerum okkur ekki endilega grein fyrir því eða komum auga á þá. Við hlustum á lög, förum á tónleika og kaupum plötur en á bakvið slíkt er fólk sem klastrar upptökunum saman og opnar tón- leikastaðina með lyklunum sem Bensi frændi skutlaði til þeirra eftir vinnu. Það er heilmikill erill í kringum senuna, þó hann blasi ekki jafn vel við og lagið sem þú ert með á heilanum. Neðanjarðarrokkssenan á Íslandi í dag er við góða heilsu, eins og ég hef rakið í pistlum mín- um endrum og eins. Útgáfur eins og post-dreifing og Why not? halda hjólunum gangandi og há- tíðir eins og Norðanpaunk og Há- tíðni smala saman hljómsveitum og senunni eins og hún leggur sig (þú þarft ekki endilega að vera í hljómsveit til að tilheyra senu). At- hugið, að nú glími ég við lúxus- vandamál, ég ætla ekki að fara út í öfgarokkið (svartþungarokk o.fl.) en það myndi þýða annan eins pistil og marga jafnvel. Nei, skoð- um lauslega það sem mætti kalla pönkrokk í þetta sinnið, og hér ætla ég að fjalla um tónleikastað sem hefur heldur en ekki verið sterkt lím hvað viðgang þess varð- Ljósmyndir/Arnar Eggert Thoroddsen

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.