Morgunblaðið - 18.05.2019, Síða 56
Harmonikutríóið Ítríó flytur eigin
útsetningar, þjóðlagatónlist frá
Makedóníu og verk eftir m.a. Finn
Karlsson, Jón Nordal, Hosokawa og
Zolotarjov á tónleikum í Hörpu-
horni á morgun kl. 16. Ítríó stofn-
uðu árið 2015 þau Helga Krist-
björg Guðmundsdóttir, Jón
Þorsteinn Reynisson og Jónas
Ásgeir Ásgeirsson en þau hafa
stundað nám við einleikara-
deild Konunglega danska tón-
listarháskólans.
Harmonikutríó
í Hörpuhorni
Haukar jöfnuðu metin í úrslita-
einvíginu gegn Selfyssingum í Olís-
deild karla í handknattleik á Sel-
fossi í gærkvöld. Í æsispennandi
leik tryggði Daníel Þór Ingason
Haukunum sigurinn þegar hann
skoraði sigurmarkið á síðustu sek-
úndu leiksins. Þriðji úrslitaleikur
liðanna fer fram í Schenker-
höllinni á sunnudaginn. »49
Haukar jöfnuðu metin
í úrslitaeinvíginu
Afmælistónleikar
Elektra Ensemble
Í tilefni af 10 ára starfsafmæli
Elektra Ensemble og útkomu fyrstu
hljómplötu hópsins verða haldnir
afmælis- og útgáfutónleikar í Norð-
urljósum Hörpu á morgun kl. 16.
Frumflutt verður Elektrafied eftir
Þórð Magnússon og flutt fleiri verk
sem sérstaklega voru samin fyrir
hópinn, m.a. Downbeat Aroma eftir
Þuríði Jónsdóttur, Contrasti eftir
Huga Guðmundsson og Elektra eft-
ir Helga Rafn Ingvarsson.
Veronika S. Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
Nokkrir nemendur frá Dansskóla
Birnu Björns, sem mynda danshóp-
inn Dynjanda, standa fyrir dans-
kennslu með Eurovision-þema í
Sporthúsinu í dag. Þar munu þær
kynna frumsaminn dans við fram-
lag Íslendinga í keppninni, Hatrið
mun sigra. Danshópurinn notaði
hluta úr íslenska atriðinu til inn-
blásturs en bætti síðan við alls kyns
sporum í anda „commercial“ dans-
stíls.
Skrítinn dans við lag Hatara
„Við gerðum dansinn svolítið
skrítinn því lagið er náttúrlega
skrítið, sem og dansarnir í atriðinu
sjálfu,“ segir Ragnheiður Ugla
Ocares Gauksdóttir, einn dansara
danshópsins Dynjanda.
Hópurinn býður upp á sinn þriðja
og seinasta danstíma í dag, til þess
að fjármagna keppnisferð á heims-
meistaramót í dansi í Portúgal. Góð
mæting hefur verið í tvo seinustu
danstíma, þar sem dansar við Euro-
vision-perlur voru kenndir. Á
þriðjudag var dansað við lagið I
Can’t Go On, framlag Svíþjóðar árið
2017, og á fimmtudag var dansað
við lagið Tonight Again, sem Ástr-
alía sendi í Eurovision árið 2015.
– Hvernig datt ykkur í hug að
semja dansa við Eurovision-lög?
„Við erum að fara að keppa í
Portúgal í sumar og það kostar
frekar mikið þannig að okkur datt í
hug að halda „masterclass“ eða
danstíma. Fyrst ætluðum við að
gera danstíma fyrir fjölskylduna en
síðan datt okkur í hug að gera
Eurovision-dansa. Eurovision var
að skella á þegar okkur datt í hug
að halda danstímana. Svo urðum við
auðvitað að hafa íslenska lagið í ein-
um af tímunum, sem er í dag,“ seg-
ir Ragnheiður. Danshópurinn
keppir í Portúgal í júní á heims-
meistaramóti en Ísland sendir
keppendur á mótið í fyrsta sinn í ár.
Fólk á öllum aldri með mismikla
reynslu af dansi sótti danstímana
sem fram fóru fyrr í vikunni til
styrktar danshópnum.
„Regína Ósk, sem keppti einu
sinni í Eurovision, kom í einn tím-
ann og síðan komu mömmur ein-
hverra og alls konar fólk. Yngri
krakkar líka á bilinu fimm til sex
ára. Þetta er bara fyrir alla og fólk
þarf ekki að hafa dansgrunn,“ segir
Ragnheiður.
„Lag Íslands í ár er sérstakt
þannig að dansinn er smá út fyrir
þægindarammann en samt léttur.
Við viljum sjá fólk dansa frjálslega,
sérstaklega þegar krakkar eru
meðal þátttakenda í tímanum,“ seg-
ir Ragnheiður að lokum.
Dynjandi Danshópurinn samdi dans við lag Hatara. Í dag verða þær með danskennslu í Sporthúsinu.
Kenna frumsaminn
dans við lag Hatara
Danshópurinn Dynjandi með danstíma í anda Eurovision
VERTU
LJÓSAVINUR
Það er ekkert í lífinu sem býr þig undir það að greinast með krabbamein
Ljósið gefur von
Til okkar leita hundruð einstaklinga í hverjummánuði,
bæði krabbameinsgreindir og aðstandendur þeirra
í margvíslega þjónustu. Lífslíkur krabbameinsgreindra
eru að aukast og samhliða því er aukin þörf á endurhæfingu
fyrir líkama og sál. Við þurfum fleiri Ljósavini.
Vertumánaðarlegur styrktaraðili áwww.ljosid.is
LAUGARDAGUR 18. MAÍ 138. DAGUR ÁRSINS 2019
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í lausasölu 1.150 kr.
Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr.
PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr.
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM