Morgunblaðið - 25.05.2019, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.05.2019, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 2 5. M A Í 2 0 1 9 Stofnað 1913  122. tölublað  107. árgangur  SMÍÐAR STÓLA AF MIKLUM HAGLEIK EINSTÖK VERK TIL SÝNIS SÖLVI HELGASON 42DANÍEL MAGNÚSSON 12 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, for- maður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur, segir til skoðunar að leggja á svonefnd tafagjöld til að stjórna og draga úr umferð einkabíla í Reykjavíkurborg. Hún segist horfa til góðs árangurs Óslóarborgar af slíkri gjaldtöku. „Norðmenn hafa beitt mengunar- og tafagjöldum. Þau hafa tvenns konar áhrif. Þau draga úr bílaumferð og nýtast gríðarlega vel til að byggja innviði fyrir vistvæna fararmáta,“ segir Sigurborg Ósk. Umræddri gjaldtöku er ætlað að draga úr mengun og töfum í umferð. Rafbílar hafa fengið undanþágu frá slíkum gjöldum í Ósló. Hófleg gjald- taka er nú að hefjast af rafbílum. Rafbílar ekki undanþegnir Sigurborg Ósk segir aðspurð óvíst að rafbílar í Reykjavík verði undan- þegnir slíkum gjöldum til frambúð- ar. Það þurfi enda að vera einhverjar tekjur af umferðinni. Framundan séu breytingar á um- ferðarkerfinu á höfuðborgarsvæðinu á næstu 10-15 árum. Án róttækra breytinga í þeim efnum náist mark- mið borgarinnar í loftslagsmálum ekki. „Jafnvel þótt það markmið náist árið 2040 að 58% allra ferða verði með almenningssamgöngum með borgarlínu mun umferð engu að síð- ur aukast. Við munum því ekki ná markmiðum Parísarsamkomulags- ins í loftslagsmálum,“ segir Sigur- borg Ósk. Hún segir útfærsluna á fyrstu áföngum fyrirhugaðrar borgarlínu verða kynnta á næstu mánuðum. Við uppbygginguna verði röskun á um- ferðarflæði á höfuðborgarsvæðinu. Því verði borgarlínan byggð upp í áföngum til að lágmarka röskun. Borgin skoðar veggjöld  Horft til reynslu Óslóarborgar  Tafagjöld dragi úr töfum og mengun frá bílum  Loftslagsváin kalli á breytingar á umferðarkerfinu á höfuðborgarsvæðinu MVeggjöld hafa skilað árangri … »6 Hann er hálfur Íslendingur og hálf- ur Svíi, hann Sven Ásgeir Hanson, og á stærsta saltfyrirtæki Svíþjóðar sem selur salt víða um Evrópu. Þessi kappsfulli öldungur hefur haft í ýmsu að snúast á langri ævi. Við- skipti hafa verið hans ær og kýr þótt hann hygðist um skeið gerast bóndi. Hann keppti á Ólympíuleikum árið 1968 í siglingum en siglir í dag sér til gamans. Önnur áhugamál hans eru útreiðar og kaup og sala veð- hlaupahesta. Hann á ekki langt að sækja viðskiptavitið því faðir hans og báðir afar voru miklir við- skiptamenn; hinn íslenski afi stórút- gerðarmaður. Í Sunnudagsblaði Morgublaðsins segir Sven frá tengingunni við Ís- land og viðskiptum. Hann kom sjald- an til Íslands áður fyrr en kemur nú árlega að heimsækja frænda sinn og hjartalækni sem hann treystir best fyrir heilsunni. „Ég fór í fyrsta skipti til Íslands í júní árið 1946 í gamalli uppgerðri herflugvél og ég man að vélin lét illa á leiðinni. Ég held reyndar að þetta hafi verið fyrsta flugið milli Svíþjóð- ar og Íslands því það var getið um það í sænskum dagblöðum.“ Með saltið í blóðinu Morgunblaðið/Ásdís Saltkóngur Sven Ásgeir Hanson heimsækir Ísland núorðið árlega.  Sven Ásgeir er hálfíslenskur Líf hefur færst í landsmenn í sumarblíðunni undanfarna daga. Fólk sækir mikið í útiveru og þá helst í náttúruperlur og helstu útivistarstaði. Konan sem skokkaði við Nauthólsvík var vel mælum búin og fylgdist reglulega með hraða, vegalengd og ástandi líkamans. Veðurstofan spáir svipuðu veðri áfram. Þó verður ekki eins bjart á höfuðborgarsvæðinu og undan- farna daga og líkur á stöku skúrum. Morgunblaðið/Eggert Skokkað í sumarblíðu  Boris Johnson, fyrrverandi utanríkis- ráðherra Bret- lands, er talinn vera sigur- stranglegastur í komandi leið- togakjöri Íhalds- flokksins eftir að Theresa May forsætisráðherra ákvað að segja af sér. Johnson sagði í gær að Bretland myndi ganga úr Evrópusambandinu 31. október með eða án samnings yrði hann næsti forsætisráðherra lands- ins. »23 Johnson álitinn sigurstranglegastur Boris Johnson  Flugvélaframleiðandinn Airbus hefur nú afhent tólf þúsund flug- vélar til viðskiptavina sinna vítt og breitt um heiminn. Félagið fagnar 50 ára afmæli um þessar mundir en það er í raun eini keppinautur Bo- eing á markaðnum með stærri far- þegaþotur. Meðal véla sem fyrir- tækið framleiðir er hin gríðarstóra A380-breiðþota sem getur tekið á ní- unda hundrað farþega í hverri ferð. Og vélin er engin smásmíði. Full- hlaðin vegur hún nærri 590 tonn og á lengstu flugleiðunum brennir hún yfir 300 tonnum af eldsneyti.Í gær tók japanska flugfélagið Al Nippon Airways fyrstu vél sína af þessari gerð í notkun en alls verða þær þrjár í flota þess. Þeim verður beint á leið- ina milli Tókíó og Hawai. Snemma á þessu ári tilkynnti Air- bus að félagið hygðist hætta fram- leiðslu þessarar risavélar. »18 Airbus afhendir tólf þúsundustu vélina Ljósmynd/Airbus A380 Langstærsta farþegaþota heims. Fullhlaðin vegur vélin 560 tonn.  Björn Stefánsson, fyrrverandi trommuleikari þungarokks- hljómsveitarinnar Mínuss, segist hafa gengið með leiklistardrauma í maganum allt frá barnæsku. „Þetta heillaði mig rosalega en tónlistin tók yfir. Ég átti mér alltaf þennan draum en þorði ekki að segja frá því,“ segir Björn sem loks- ins lét verða af því að læra leiklist. Hann hafði þá skömmu áður tek- ið þá ákvörðun að hætta að drekka og hóf leiklistarnám í dönskum leiklistarskóla, án þess að kunna orð í dönsku. Björn er í einlægu viðtali í Sunnudagsblaði helgarinnar þar sem hann segir frá glímunni við alkóhólisma, föðurmissi, leiklist- inni, rokkárunum og leiðinni til betra lífs. „Ég var alltaf að ögra sjálfum mér. Rokkhrokinn í mér var settur í aftursætið.“ Trymbillinn sem gerðist leikari Ljósmynd/Íris Dögg Einarsdóttir Leikarinn Björn Stefánsson komst yfir erfiða hjalla í lífinu og er í dag sáttur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.