Morgunblaðið - 25.05.2019, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MAÍ 2019
Skráning á: marel.is/tilframtidar
Opið hús 27. maí 2019 kl. 15:00-17:00
15:00 Ásthildur Otharsdóttir, stjórnarformaður Marel, býður gesti velkomna
15:15 Marel – frá sprota til leiðtoga á heimsvísu
– Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel
– Linda Jónsdóttir, fjármálastjóri Marel
15:40 Pallborðsumræður “Vogarafl síðustu 40 ára til næstu 40 ára”
– Anna Kristín Pálsdóttir, stjórnandi í vöruþróun, stýrir umræðum
– Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Marel á Íslandi
– Jón Þór Ólafsson, verkfræðingur í vöruþróun og einn af stofnendumMarel
– Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis
– Skúli Sigurðsson, yfirmaður vörusviðs
16:10 Kafaðu dýpra
Leiðsögn um framleiðslustöð Marel í Garðabæ
Sýning á vöruþróunartækifærummeð sýndarveruleika (Virtual Reality)
17:00 Dagskrá lokið
HORFÐU TIL FRAMTÍÐAR
MEÐ MAREL
opna augun fyrir nauðsyn slíkra
breytinga.
Vilja aðra fararmáta
„Ég held að margir hafi gert það
nú þegar. Það er orðið miklu algeng-
ara viðhorf í samfélaginu að nýta
aðra fararmáta en einkabíl. Yngri
kynslóðir skilja ekki þá hugmynd að
frelsi fylgi því að eiga bíl. Því fylgir
ekki mikið frelsi að þurfa að verja á
annarri milljón króna til reksturs og
viðhalds á bíl á ári. Frelsið er ein-
mitt hitt að þurfa ekki að reka bíl.“
Sigurborg Ósk segir að á næstu
mánuðum verði fyrstu skrefin við
uppbyggingu borgarlínu kynnt.
Uppbyggingin á fyrsta leggnum, frá
Suðurlandsbraut og upp á Ártúns-
höfða, muni hafa vissa röskun á um-
ferðarflæðinu í för með sér. Því
verði ekki byrjað á næsta leggnum,
sem fari meðal annars um stokk á
Miklubraut, fyrr en þeim fyrsta er
lokið. Áformað sé að hefja fram-
kvæmdir 2021.
„Borgarlínan mun stýra uppbygg-
ingunni í borginni. Við erum að þétta
byggð mest þar sem línan verður.
Samgöngumátinn hefur mest áhrif á
hvernig borgir byggjast upp.“
Tafagjöld skila árangri
Fram kom á ráðstefnunni í Ósló
að Norðmenn hefðu náð árangri við
umferðarstýringu, m.a. með því að
leggja veggjöld á þá bíla sem menga.
Spurð um þessar aðferðir segir
Sigurborg Ósk þær til skoðunar í
Reykjavík.
„Norðmenn hafa beitt mengunar-
og tafagjöldum. Þau hafa tvenns
konar áhrif. Þau draga úr bílaum-
ferð og nýtast gríðarlega vel til að
byggja innviði fyrir vistvæna farar-
máta. Norðmennirnir eru einmitt að
nota þennan pening til að gera Ósló-
arborg betri. Setja þá umferð í stokk
sem þarf að fara í stokk og byggja
Veggjöld hafa skilað árangri
Reykjavíkurborg horfir til árangurs
Óslóborgar með tafagjöld í umferð Liður
í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda
Morgunblaðið/Baldur
Samgöngur Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður samgöngu- og skipulagsráðs Reykjavíkur, í Osló í gær. Hún
segir að til skoðunar sé í Reykjavík að fara að dæmi Norðmanna og leggja veggjöld á þá bíla sem menga.
VIÐTAL
Baldur Arnarson
baldur@mbl.is
Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, for-
maður samgöngu- og skipulagsráðs
Reykjavíkur, segir að á næstu 10-15
árum muni samgöngukerfið á höf-
uðborgarsvæðinu taka breytingum.
Eitt meginmarkmiðið sé að draga úr
losun gróðurhúsalofttegunda frá
samgöngum.
„Við verðum að fara í þessa átt.
Loftslagsváin neyðir okkur til þess.
Jafnframt fáum við miklu betri og
fallegri borgir,“ segir Sigurborg
Ósk, sem sótti ráðstefnuna Framtíð
borga í Ósló í vikunni.
Þegar Morgunblaðið ræddi við
hana í miðborg Óslóar í gær heyrðist
vel í loftslagsmótmælum skóla-
krakka fyrir framan Stórþingið.
Loftslagsmálin voru mál málanna á
ráðstefnunni.
Hún segir aðspurð að án róttækra
breytinga muni markmið borgarinn-
ar í loftslagsmálum ekki nást.
„Jafnvel þótt það markmið náist
árið 2040 að 58% allra ferða verði
með almenningssamgöngum með
borgarlínu mun umferð engu að síð-
ur aukast. Við munum því ekki ná
markmiðum Parísarsamkomulags-
ins í loftslagsmálum,“ segir Sigur-
borg Ósk sem telur að þeim borgar-
búum muni fjölga á næstu árum sem