Morgunblaðið - 25.05.2019, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MAÍ 2019
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
9
2
1
4
5
PRÓFAÐU 100%
RAFBÍL Í 24 TÍMA!
RENAULT ZOE
Renault ZOE – verð: 3.790.000 kr.
TIL AFGREIÐSLU STRAX!
Hafðu samband við sölumenn Renault og tryggðu þér 100% rafdrifinn ZOE til reynslu í 24 tíma.
Renault ZOE hefur algjöra sérstöðu í þessum stærðarflokki rafbíla með 300 km uppgefið drægi.*
ZOE er að auki, eins og aðrir nýir Renault bílar, með ríkulegan staðalbúnað.
Taktu græna skrefið og prófaðu Reanult ZOE 100% rafbíl.
BL ehf
Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík
525 8000 /www.bl.is
Bílasalan Bílás
Akranesi
www.bilas.is
431 2622
Bílasala Akureyrar
Akureyri
www.bilak.is
461 2533
Bílaverkstæði Austurlands
Egilsstöðum
www.bva.is
470 5070
IB ehf.
Selfossi
www.ib.is
480 8080
BL söluumboð
Vestmannaeyjum
481 1313
862 2516
*Uppgefið drægi miðast við WLTP staðal.
OPIÐ Í DAGFRÁ12–16
Snorri Másson
snorrim@mbl.is
Forstjóri Kirkjugarða Reykja-
víkurprófastsdæma telur ekki úti-
lokað, að ný greftrunaraðferð, sem
einkafyrirtæki í Bandaríkjunum
hefur þróað, ryðji sér til rúms.
Sagt var frá því í Morgunblaðinu
sl. fimmtudag, að ríkisstjóri Wash-
ington-ríkis í Bandaríkjunum hefði
staðfest lög sem heimila að líkum
manna sé breytt í moltu, sem
hægt væri að nota sem jarðvegs-
bæti, með það að markmiði að
draga úr losun gróðurhúsaloftteg-
unda vegna bálfara og greftrunar.
Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri
Kirkjugarða Reykjavíkurprófasts-
dæma, segir vel hugsanlegt að
þessi leið kunni að verða farin hér
á landi. „Ef þetta yrði viðtekin
venja í nágrannalöndunum og ef
þetta væri í höndum aðila sem
myndu gæta þess að þetta væri
gert af virðingu, þá er ekkert
hægt að neita neinni svona til-
lögu,“ segir Þórsteinn.
Hann segir þó, að nýjar hefðir í
þessum efnum séu mjög lengi að
ná fótfestu, málaflokkurinn sé í
eðli sínu íhaldssamur. „Greftr-
unarmál mótast á mannsöldrum
en ekki einhverjum mánuðum,“
segir hann. „Venjur og hefðir með
þjóðum í þessum efnum eru yf-
irleitt erfiður hjalli til þess að klífa
yfir fyrir þá sem eru með svona
hugmyndir,“ segir hann. „Það tek-
ur fólk langan tíma að meðtaka
nýjar leiðir í þessum efnum,“ segir
hann.
Ýmsar hugmyndir að nýjum að-
ferðum hafi komið fram í gegnum
tíðina. „Það hafa til dæmis verið
hugmyndir um greftrun sem felast
í að færa líkamann undir mikinn
þrýsting, svonefnd frystipressa,
þar sem líkið er gert að mjöli og
síðan grafið,“ segir Þórsteinn.
Dýr aðferð
Fram kom í Morgunblaðinu á
fimmtudag að moltugerðarleiðin
myndi kosta um 700.000 krónur ís-
lenskar vestanhafs, fyrir hverja
meðferð. „Við og við koma upp
svona viðskiptahugmyndir sem
menn vilja koma í framkvæmd. En
þetta er náttúrulega óheyrilegt
verð sem þarna er sett fram,“ seg-
ir Þórsteinn.
Íslenska ríkið yrði ólíklega fúst
til að taka upp veskið ef þessi leið
yrði valkostur hér á landi, að sögn
Þórsteins. „Verðið er ekki til að
hjálpa til við þetta. Ég er hræddur
um að ríkissjóði yrði hverft við ef
kæmi fram svona krafa. Þeir geta
ekki einu sinni staðið við gerðan
samning, sem er mörghundruð
prósentum lægra en þetta,“ segir
hann jafnframt, en Þórsteinn hef-
ur gagnrýnt að tekjustofnar
kirkjugarða hafa skerst.
Þórsteinn bendir loks á að sunn-
ar í Evrópu, svo sem í Hollandi,
þekkist alls konar sölumennska í
sambandi við ösku fólks eftir að
bálför hefur farið fram. „Menn
geta þar borið skartgripi með ösku
ættingjanna í,“ segir Þórsteinn.
Greftrunarhefðir breytast hægt
Boðið upp á moltugerð úr líkum í Bandaríkjunum Forstjóri Kirkjugarða
Reykjavíkurprófastsdæma útilokar ekki slíkt hér á landi ef áhugi er til staðar
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Garðyrkja Unnið við garðyrkju í kirkjugarðinum í Fossvogi í Reykjavík.
Séra Sigfús Kristjánsson, verk-
efnastjóri Biskupstofu, segir
hugmyndina athyglisverða.
„Er þetta ekki það sem gerist
hvort eð er þegar við jörðum
fólk, bara á lengri tíma?“ spyr
hann. Hann sér ekki fyrir sér að
þjóðkirkjan myndi setja sig upp
á móti þessari aðferð. „Ég gæti
vel hugsað mér að vera jarð-
vegsbætir,“ segir hann. Og
þetta stangast ekki á við heil-
aga ritningu, segir hann að-
spurður. „Ég hef að minnsta
kosti ekki lesið þann kafla.“
Ekki andstætt
Biblíunni
ÞJÓÐKIRKJAN SAMÞYKK
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur
dæmt íslenska ríkið til að greiða Jóni
Trausta Lútherssyni 1,8 milljónir
króna í skaðabætur auk vaxta vegna
ólögmæts gæsluvarðhalds sem hann
sætti vegna rannsóknar á dauða
Arnars Jónssonar Aspar árið 2017.
Málskostnaður á milli aðila fellur
niður og allur sakarkostnaður stefn-
anda skal greiðast úr ríkissjóði.
Jón Trausti fór fram á 10,5 millj-
ónir króna í skaðabætur frá ríkinu
vegna gæsluvarðhaldsins.
Jón Trausti sætti einangrun í 21
dag en Sveinn Gestur Tryggvason
var einn ákærður og dæmdur fyrir
að hafa valdið dauða Arnars. Sex
voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald
vegna málsins.
Ríkislögmaður hafnaði bótakröfu
Jóns Trausta með þeim rökum að
hann hefði sjálfur valdið eða stuðlað
að gæsluvarðhaldinu með því að
sýna ekki samvinnu við rannsókn
málsins, gefa litlar eða óljósar skýr-
ingar á atburðarás og hafna því að
veita lögreglu leyfi til að skoða sím-
ann sinn.
Morgunblaðið/Ófeigur
Mosfellsdalur Lögregla og sjúkra-
lið á vettvangi harmleiksins.
Jón Trausti
fær 1,8
milljónir