Morgunblaðið - 25.05.2019, Qupperneq 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MAÍ 2019
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Fyrstu stólarnir mínir vorueinfaldlega vinnustólar,“segir Daníel Magnússonmyndlistarmaður sem hef-
ur undanfarin 25 ár smíðað jafn mörg
afbrigði af stólum sem hafa verið vin-
sælir bæði hjá einstaklingum og
fyrirtækjum.
„Ég hef aldrei litið á stólana
mína sem hönnunargripi beinlínis,
heldur eru þetta fyrst og fremst
smíðisgripir, enda geri ég þetta sjálf-
ur, ég teikna, útfæri og tek áhættuna.
Ég sé um allt viðartau, samsetningu
og lökkun, en járnsmiðir smíða járn
fyrir mig, vatnsskera, renna og sjóða.
Og bólstrunin er í höndum fyrirtækis
úti í bæ,“ segir Daníel og bætir við að
hann leggi sig fram um að smíða góða
hluti sem endast, rétt eins og þeir
smiðir sem voru í nytjasmíði í gamla
daga.
„Kistur sem fólk ferðaðist með
aleigu sína í hér áður fyrr eru gott
dæmi um smíðisgripi sem mjög var
vandað til smíði á, enda þurftu slíkir
nytjahlutir að þola mikið álag og þeim
var ætlað að endast,“ segir Daníel
sem er einmitt að
endursmíða einn smíð-
isgrip, þriggja fóta stól
sem var smíðaður í
byrjun síðustu aldar af
Metúsalem Metúsal-
emssyni frá Burstafelli
á Vopnafjarðarheiði.
„Að takast á við
þetta verkefni var áskorun frá félaga
mínum sem er hollenskur mynd-
listarmaður. Hann langaði í svona
stól og langaði líka að athuga hvort
væri möguleiki að framleiða þessa
stóla. Ég lít á þessa vinnu sem virð-
ingu við þetta gamla handverk. Ég
fékk ljósmyndir af stólnum og teikn-
aði hann upp á nýtt. Ég hef breytt
honum örlítið og það fór mikill tími í
að búa til verkfærin til að geta smíðað
hann, ég þurfti að búa til skapalónin,
fræsivöggurnar og ýmislegt fleira.
Ég hef gefið stólnum nafn, hann heit-
ir Metúsalem eftir sínum upphaflega
smiði. Metúsalem fæddist árið 1894
og smíðaði þennan
stól með þess tíma
verkfærum, sem voru
mjög frumstæð. Hann
var þekktur bóndi og
margir Austfirðingar
rekja ættir sínar til
hans. Stólnum var
bjargað á sínum tíma
og hann málaður, en ég nota í hann
hnotu en ætla einnig að smíða hann
úr eik.“
Var vélstjóri á sjó í 10 ár
Daníel segir að Magnús faðir
hans hafi verið vélstjóri og lögreglu-
maður og að hann hafi sent alla syni
sína í járnsmíði.
„Hann leiðrétti kynjahallann í
Þakklátur pabba
að hafa rekið
mig í iðnnám
Myndlistarmaðurinn
Daníel Magnússon er
mikill hagleikssmiður og
þekktur fyrir sérstaka
stóla sína. Hann segir
góða endingu nytjahluta
á vissan hátt vera fegurð
ef hún sé skynsamlega út-
færð. „Í mínum huga eru
nytjahlutir eitthvað sem
allir listamenn ættu að
hafa skoðun á.“
fjölskyldunni því það hafði alltaf pirr-
að hann að systur hans höfðu ekki
fengið tækifæri til að mennta sig.
Hann lét því dæturnar fara í háskóla
en okkur synina í verknám. Ég var
vélstjóri á sjó í tíu ár með námi og
fyrir vikið átti ég pening þegar ég
var nýútskrifaður úr Myndlista-
og handíðaskólanum, og gat
keypt mér hlut í smíðaverkstæði
sem hét Nýmörk og var í Skóla-
stræti. Og ég hef verið viðloð-
andi þann rekstur æ síðan,“ segir
Daníel sem fór í ýmis verkefni, smíð-
aði m.a. glugga og hurðir, setti járn
utan á hús og smíðaði innréttingar.
„Þannig gat ég haft tekjur sam-
hliða því að sinna myndlist. En árið
1983 varð algjört hrun á bygginga-
markaði og ekkert að gera hjá smíða-
verkstæði okkar félaganna. Þá tók
við sjálfsbjargarviðleitnin, en ég
hafði verið að smíða málara-
trönur fyrir listmálara og spurði
hvort þá vantaði ekki vinnustóla
við trönurnar. Sumir vildu það
svo ég fór að smíða háa vinnu-
stóla fyrir myndlistarfólk.
Þetta spurðist út og fleiri
listamenn pöntuðu stóla hjá
mér. Svo fór þetta að rúlla og
ég gat lifað á þessari smíði. Alltaf
þegar lítið var að gera fór ég að smíða
húsgögn, einnig borð og rúm, og fljót-
lega hafði ég ágætt að gera. Ég
kenndi reyndar handverk í fjóra vet-
ur í Listaháskólanum en ég kunni
ekki við mig þar og sneri aftur á verk-
stæðið.“
Engu efni sóað í smíðinni
Daníel segist fyrst og fremst
vilja gera hluti sem endast, og
kannski liggi það í burðarþolinu.
„Útlit stólanna er í sjálfu sér
klassískt en fyrst og fremst fyrir
notagildið. Góð ending er á vissan
hátt fegurð ef hún er skynsamlega út-
færð. Nytjahlutir falla gjarnan í
þann flokk að vera ekki metnir
sem sjónrænir nema út frá nota-
gildinu. Í mínum huga eru nytja-
hlutir eitthvað sem allir listamenn
ættu að hafa skoðun á. Margir
listamenn hafa teiknað húsgögn
og útfært í smíði, til dæmis Die-
ter Roth og Donald Judd. Ég
ætla samt ekki að fara að
setja mig jafnfætis þessum
tveimur frábæru listamönn-
um, enda eru mínar lausnir
kannski jarðbundnari og mið-
aðar við hversdagslegri notkun,“ seg-
ir Daníel og borar í nefið.
„En það sem ég er að reyna að
segja er að þetta ætti aldrei að vera
utan þess viðfangs að búa til mynd-
list. Ég er mjög þakklátur fyrir að
hafa fengið menntun sem gerði mér
kleift að smíða og framleiða þessa
nytjahluti, ég er þakklátur pabba
gamla að hafa rekið mig í iðnnám og
séð til þess að ég lærði eitthvað nyt-
samt. Þannig að ef ég ætti að þakka
einhverjum sérstaklega fyrir vel-
gengni þessara húsgagna þá væri það
pabbi gamli.“
Daníel leggur í húsgagnasmíð-
inni áherslu á varðveislu efnisins.
Tulip
Pina Bausch /
Phillipina
„Þannig gat
ég haft tekjur
samhliða því að
sinna myndlist.
Fyrsti stóllinn sem Daníel
smíðaði fékk nafnið
Buck Rogers. Daníel
fór að smíða háa
vinnustóla fyrir
myndlistarfólk sem
hann hafði smíðað trön-
ur fyrir. Þetta spurðist
út og fleiri listamenn
pöntuðu stóla hjá honum í
framhaldinu.
Fyrsti
stóllinn
sem seldist
Hamraborg 10, Kópavogi
Sími: 554 3200 Opið: Virka daga 9.30–18
VERIÐ VELKOMIN
Í SJÓNMÆLINGU
———