Morgunblaðið - 25.05.2019, Side 16

Morgunblaðið - 25.05.2019, Side 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MAÍ 2019 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Unnið er af fullum krafti að uppsetn- ingu stærsta gámakrana landsins á hinum nýja Sundabakka í Sunda- höfn. Á þessum stað verður aðal- athafnasvæði Eimskips í framtíð- inni. Hinn nýi gámakrani á að verða tilbúinn í ágúst og verður hann því reiðubúinn að þjónusta hin nýju og stóru skip, sem verið er að smíða fyrir Eimskip í Kína. Fyrra skipið er væntanlegt til landsins seinnipart ársins. Til verksins eru notuð stórvirk tæki, þar á meðal einn öflugasti beltakrani sem komið hefur til landsins. Kraninn var sérstaklega fluttur inn frá Englandi, en hann er 100 metrar í efstu stöðu. Sjálfur gámakraninn er gríðar- legt mannvirki en hann mun vega um 800 tonn samsettur. Sem kunn- ugt er mun hann leysa af hólmi kranann Jaka, sem kominn er til ára sinna. Vinnuhæð nýja „Jakans“ er um 35 metrar frá jörðu, samanborið við 25 metra á núverandi Jaka, sam- kvæmt upplýsingum frá Eimskip. Þegar kraninn er ekki í notkun er hann með bómuna reista í hvíldar- stöðu 60° og heildarhæðin er þá um 90 metrar, en er um 70 metrar á nú- verandi krana. Nær út í 15. gámaröð Nýi kraninn getur þjónað breið- ari skipum. Hann mun vinna út í 15. gámaröð eða 45 metra. Núverandi krani nær aðeins út í 10. gámaröð, eða 35 metra. Nýi kraninn er raf- væddur og skilur því ekki eftir sig kolefnisspor í rekstri. Gámakraninn var framleiddur í verksmiðju Liebherr í Killarney á Írlandi og kom hann hingað ósam- settur 1. maí sl. Hann mun ganga á sporteinum sem verða alls 370 metra langir. Írskir sérfræðingar frá fram- leiðandanum hafa yfirumsjón með samsetningunni en starfsmenn belg- íska fyrirtækisins Sarens vinna verkið. Um það bil 15 manns koma að þessu verki. Verið er að smíða tvö gámaskip í Kína fyrir Eimskip. Nýju skipin eru talsvert stærri en stærstu skip sem Eimskip er með í rekstri í dag og þess vegna þarf félagið nú m.a. að fjárfesta í nýjum gámakrana sem ræður við stærri skip. Skipin hafa hlotið nöfnin Brúarfoss og Dettifoss og verða 26.500 brúttótonn. Þau geta borið 2.150 gámaeiningar, en stærstu skipin í dag taka 1.457 gámaeiningar. Þetta verða stærstu skip íslenska flotans. Krani í Sundahöfn nær 100 metra upp Ljósmynd/Eimskip-Valdimar Hannesson Sundabakki Kraninn stóri teygir sig upp í loftið, þar sem sérfræðingar vinna við að setja upp nýja gámakranann.  Er notaður við uppsetningu stærsta gámakrana landsins „Þetta hefur bara gengið ljómandi vel,“ segir Valdimar O. Her- mannsson, bæjarstjóri Blönduós- bæjar, um hvernig hafi gengið að taka við sýrlenskum kvótaflótta- mönnum sem bærinn tók við nýver- ið. „Það hefur allt gengið samkvæmt áætlun. Aðlögunin hefur gengið vel þrátt fyrir að fólk sé að koma úr mis- jöfnum aðstæðum.“ Þrjár af þeim fjórum fjölskyldum sem bærinn tek- ur við eru þegar komnar, en sú síð- asta kemur líklega í júní. Í heild er um að ræða 21 einstakling, þar af 13 börn. Þá setjast fimm fjölskyldur að á Hvammstanga. „Við höfum verið með sameigin- lega móttöku og kvöldverð. Það er samfélagsfræðsla í gangi núna og við erum með túlk í hálfu starfi og verk- efnastjóra í fullu starfi. Síðan hefst íslenskukennsla sem verður í gangi yfir sumarið,“ segir Valdimar og tek- ur fram að fjölskyldurnar fái einnig kynningu á skólastarfinu á næst- unni, en stefnt er að því að börnin sæki skólann í haust. Hann segir hverja fjölskyldu hafa tvær til þrjár stuðningsfjölskyldur. Valdimar segir bæinn hafa útveg- að öllum húsnæði og að Rauði kross- inn hafi séð um innbúið, en nokkuð erfitt var að ganga úr skugga um að nægilegt magn af lausu húsnæði væri á Blönduósi. Hann segir að um tíma hafi verið óvíst hvort hægt yrði að hýsa alla. „Síðan fækkaði úr fimm fjölskyld- um í fjórar, þannig að okkur tókst að lenda þessu á síðustu stundu.“ gso@mbl.is Aðlögunin hef- ur gengið vel  Þrjár af fjórum fjölskyldum komnar Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Flóttafólk Allt hefur gengið samkvæmt áætlun við móttöku fjölskyldnanna en við komuna til landsins var byrjað á að snæða á veitingastað í Reykjavík. TANGARHÖFÐA 13 577 1313 - kistufell.com BIFREIÐAVERKSTÆÐIÐ Hjóla- legur Renndu við hjá okkur í Tangarhöfða 13 M.BENZ E 250 BLUETEC AVANTGARDE 4MATIC nýskr. 09/2015, ekinn 51 Þ.km, dísel, sjálfskiptur, glerþak o.fl. TILBOÐSVERÐ 4.590.000 kr. Raðnúmer 257213 MAZDA CX-5 OPTIMUM AWD nýskr. 04/2015, ekinn 63 Þ.km, bensín, sjálfskiptur, leður, bakkmyndavél ofl. Einkabíll, einn eigandi! Verð 3.950.000 kr. Raðnúmer 259440 VW GOLF GTE nýskráður 03/2018, ekinn 14 Þ.km, bensín/rafmagn (plug in), sjálfskiptur. Aukabúnaður t.d. stafræntmælaborð, 18“ álfelgur, dráttarkrókur, ACC o.fl. Verð 4.650.000 kr. Raðnúmer 259301 RENAULT KADJAR ZEN nýskr. 06/2016, ekinn 48 Þ.km, dísel, sjálfskiptur, drát- tarkrókur. Einkabíll, einn eigandi! Verð 2.790.000 kr. Raðnúmer 380406 RENAULT GRAND SCENIC BOSE EDITION nýskr. 11/2018, ekinn 8 Þ.km, dísel, sjálfskiptur, 7manna. Einkabíll, hlaðinn aukabúnaði! Verð 4.690.000 kr. Raðnúmer 259171 Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.