Morgunblaðið - 25.05.2019, Síða 18

Morgunblaðið - 25.05.2019, Síða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MAÍ 2019 Fagleg og persónuleg húsfélagaþjónusta Eignarekstur leggur áherslu á að einfalda og hagræða málin fyrir húsfélög Traust - Samstaða - Hagkvæmni eignarekstur@eignarekstur.is • www.eignarekstur.is • Sími 566 5005 Ráðgjöf Veitum faglega ráðgjöf til húsfélaga Bókhald Höfum umsjón með bókhaldi fyrir húsfélög Þjónusta Veitum persónulega þjónustu sem er sérsniðin að hverju og einu húsfélagi BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Á mánudag afhenti evrópski flug- vélaframleiðandinn Airbus flugfélag- inu Delta Air Lines nýja vél af gerð- inni Airbus A220-100. Afhendingin væri ekki í frásögur færandi nema fyrir þá staðreynd að vélin er tólfþús- undasta vélin sem Airbus afhendir viðskiptavinum sínum vítt og breitt um heiminn. Þykja það allnokkur tímamót, ekki síst þegar litið er til þess að síðar á þessu ári fagnar félag- ið því að 50 ár eru liðin frá stofnun þess. Þótt 12 þúsund vélar hljómi mikið þegar litið er yfir framleiðslu eins fyrirtækis hefur þeim vélum sem fé- lagið afhendir á ári hverju fjölgað gríðarlega á allra síðustu árum. Þannig afhenti félagið um 800 vélar í fyrra og í ár telja stjórnendur þess að hægt verði að auka framleiðsluna um ríflega 10% og að vélarnar verði 880 eða fleiri þegar árið verður gert upp. 37 þúsund farþegaþotur Ekki er talin vanþörf á hinni auknu framleiðslu enda liggja fyrir pantanir á mörgum tegundum úr smiðju Air- bus mörg ár fram í tímann og hið sama á við í tilfelli Boeing sem í raun er eini raunverulegi keppinautur fé- lagsins á markaði með stórar far- þegaþotur. Gera áætlanir ráð fyrir því að fram til ársins 2039 þurfi að framleiða tæp- lega 37 þúsund farþegaþotur til að mæta vaxandi eftirspurn á flugmark- aði um heim allan. Gríðarleg umsvif fylgja vexti fluggeirans og benti Rémi Maillard, framkvæmdastjóri hjá Air- bus, á það á fundi fyrr í þessari viku að á næstu tveimur áratugum væri þörf á að þjálfa 540 þúsund nýja flug- menn til þess að hægt yrði að halda uppi því þjónustustigi sem eftirspurn yrði eftir í flugheiminum. Mikill sóknarhugur Sá mikli meðbyr sem Airbus hefur á markaðnum þessi dægrin veldur því að fyrirtækið leitar nú allra leiða til að auka framleiðslugetu sína, m.a. í verksmiðjum sínum í Toulouse í Frakklandi og Hamborg í Þýska- landi. Þar er ekki síst unnið að því að sjálfvirknivæða hluta framleiðsl- unnar þar sem róbótar hafa fengið það hlutverk að bora tugi þúsunda gata í hvern og einn flugvélarskrokk sem síðan eru nýtt til þess að festa einstaka hluta vélanna saman með viðhlítandi hætti. Félagið siglir nokk- uð lygnan sjó, ekki síst í ljósi þess ölduróts sem keppinauturinn, Boeing, er nú í vegna 737-MAX- hneykslisins sem valdið hefur því að allar vélar þeirrar tegundar hafa set- ið kyrrar á flugvöllum vítt og breitt um heiminn frá 12. mars síðast- liðnum. Samkeppnin á sér takmörk Forsvarsmenn Airbus fara þó var- lega í að nýta sér þær aðstæður sem upp eru komnar hjá Boeing og í sam- tali við blaðamenn í Toulouse fyrr í þessari viku sagði Guillaume Faury, nýráðinn forstjóri Airbus, að félagið stæði í harðri samkeppni við Boeing en ekki þegar kæmi að málum er vörðuðu flugöryggi. Benti hann á að tvö hræðileg flugslys tengd 737- MAX-vélunum, sem kostuðu á fjórða hundrað manns lífið, væru þess eðlis að Airbus myndi aldrei af siðferð- islegum ástæðum nýta sér slíka at- burði til að styrkja stöðu sína á mark- aðnum. Ekki allt sem gengur upp Þrátt fyrir afar gott gengi margra þeirra véla sem Airbus hefur kynnt til leiks á síðustu áratugum hafa ekki allar áætlanir félagsins gengið upp. Árið 2000 ákvað félagið að ráðast í hönnun og framleiðslu risa- farþegaþotu sem keppt gæti við hina gríðarstóru 747-breiðþotu frá Boeing. Hafði félagið þá raunar um langt ára- bil leitað leiða til að koma sér inn á þann markað en ekkert gengið. Árið 2005 tók fyrsta vélin sem hlaut heitið A380 á loft í Toulouse. Hún er stærsta farþegaþota í heimi, sú eina sem er heilt yfir á tveimur hæðum og hún getur tekið allt að 853 farþega í sæti. En þróunarkostnaður í tengslum við vélina fór langt fram úr öllum áætlunum og telja sérfræðingar að hann standi í dag í 25 milljörðum evra, jafnvirði 3.500 milljarða ís- lenskra króna. Miklar væntingar voru til vélarinanr og hlutverks henn- ar í að leysa sívaxandi ferða- mannastraum milli stærstu borga heimsins. Pantanir hafa hins vegar látið á sér standa og nú stefnir í að Airbus muni aðeins framleiða 251 vél af þessari tegund því í febrúar síðast- liðnum tilkynnti félagið að sökum dræmrar eftirspurnar hygðist það hætta framleiðslu á þessum risa há- loftanna árið 2021. Fimmtán flugfélög hafa tekið A380-þotuna í sína þjónustu allt frá árinu 2007 þegar Emirates fékk fyrstu vélina afhenta. Japanir veðja á risann. Þrátt fyrir þá staðreynd að ákveðið hafi verið að hætta framleiðslu A380- vélarinnar er hún sveipuð miklum ljóma hvar sem henni bregður fyrir. Því ræður hin mikla stærð vél- arinnar. Og enn á Emirates eftir að fá 14 vélar af þessari tegund afhentar. Þá á All Nippon Airways eftir að fá eina vél af þremur afhenta en fyrr á þessu ári fékk félagið tvær fyrri vél- arnar í hendurnar. Beint milli Havaí og Tókýó Og þær vélar eru nú talsvert í op- inberri umræðu. Því veldur sú stað- reynd að í gær, föstudag, hóf All Nip- pon beint flug milli höfuðborgar Japans, Tókýó, og Honolulu á Havaí. Er það í fyrsta sinn sem A380- breiðþotunni er beint til eyjaklasans sem árið 1959 varð formlega hluti af Bandaríkjum Norður-Ameríku. Flugið milli þessara staða tekur um sjö klukkustundir. Ekki mun þó væsa um farþegana, alla vega ekki þá sem kjósa að kaupa sér aukaþjónustu um borð. Í raun verður hægt að velja milli fjögurra fargjaldaflokka í vélum félagsins sem samtals munu taka 520 farþega í sæti. Hefðbundið farrými mun rúma 383 farþega og betri útgáf- an af því taginu mun taka 73 farþega í sæti. Viðskiptafarrými verður fyrir 56 manns en þá verða í vélinni, fremst á efri hæðinni, átta klefar þar sem fólk getur látið fara vel um sig, farið í sturtu eða notið annarra lystisemda sem þar verða í boði. Forsvarsmenn All Nippon hafa farið óvenjulega leið í því að markaðssetja flugið milli Jap- ans og Havaí. Hafa þeir fetað sig inn á slóðir sem eru íslenskum neyt- endum nokkuð kunnugar því félagið hefur fengið gríðarlega athygli út á ytra útlit vélanna. Fyrsta A380-vélin sem félagið fékk afhenta fyrr á árinu er sæblá að lit og hefur sterka skír- skotun til skjaldbökutegundar sem lifir við strendur Havaí. Önnur vélin var máluð í sægrænum lit og þar bregður skjaldbökunni sömuleiðis fyrir. Hún mun einnig leika lykil- hlutverk í þriðju vélinni sem verður appelsínugul að lit með vísan til óvið- jafnanlegs sólarlags sem íbúar og ferðalangar á Havaí geta oft notið þegar aðstæður bjóða upp á. Hafa afhent 12 þúsund flugvélar  Flugvélaframleiðandinn Airbus fagnar 50 ára afmæli á þessu ári  Stefnir að metframleiðslu í ár upp á 880 flugvélar  Hætta framleiðslu flaggskipsins  Japanir taka stærstu þotuna í sína þjónustu A380-þotan er engin smásmíði. Fullhlaðin í flugtaki getur hún vegið allt að 560 tonn. Þá getur hún borið 320 tonn af eldsneyti sem tryggir henni drægni upp á allt að 15 þúsund kílómetra. Hún er búin fjórum gríðar- stórum hreyflum úr verk- smiðjum Rolls-Royce. Hún er 72,7 metrar á lengd, 24,1 metri á hæð og þá er væng- hafið hvorki meira né minna en 79,8 metrar. Í flugtaki svigna vængendarnir upp um ríflega fjóra metra. Farþegarými vélanna, á tveim- ur hæðum, er 550 fermetrar eða á stærð við þrjá tennisvelli. Á henni eru að jafnaði 220 gluggar og sextán hurðir. 320 tonn af eldsneyti 560 TONN FULLHLAÐIN Skemmtileg Útlit fyrstu A380-breiðþotunnar af þremur sem All Nippon tekur í notkun vekur mikla athygli. Lúxus Stærð A380-vélanna býður upp á marga möguleika. Viðskipta- farrýmið hjá Emirates er ekkert slor. Barinn styttir gestum stundirnar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.