Morgunblaðið - 25.05.2019, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 25.05.2019, Qupperneq 23
FRÉTTIR 23Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MAÍ 2019 H a u ku r 0 1 .1 6 Viðskiptatækifæri á www.kontakt.is • Rótgróin heildsala með sérhæfðar vörur fyrir byggingariðnað. Velta 100mkr. Góður hagnaður. • Trésmiðja með 40 ára rekstrarsögu sem sérhæfir sig í innréttinga- smíði fyrir heimili, fyrirtæki og stofnanir. Fyrirtækið er vel tækjum búið og í eigin húsnæði. Velta 130 mkr. • Fyrirtæki sem framleiðir ákveðnar tegundir einfaldra matvæla fyrir aðra aðila á markaði. Töluverð sjálfvirkni þannig að kostnaði er mjög stillt í hóf. Velta 100 mkr. og afkoman sérlega góð. • Lítið ferðaþjónustufyrirtæki í góðum vexti sem býður fjölbreyttar ferðir á Suðurlandi. Eigið húsnæði og góður búnaður. Velta 50mkr. Góður vöxtur. • Heildverslun sem flytur inn ýmsan tæknibúnað til hitunar, kælingar og loftræstingar. Velta yfir 200 mkr. og góð afkoma. • Blikkiðjan ehf. í Garðabæ. Um er að ræða rekstur og fasteign að Iðnbúð 3. Velta um 80 mkr. • Lítil heildverslun með sterkan fókus í árstíðabundinni vöru. Tilvalinn rekstur fyrir einstaklinga eða sem viðbót við aðra heildsölu. Stöðug rekstrarsaga. Velta 45 mkr. • Þjónustufyrirtæki á mjög sérhæfðu sviði sem hefur eftirlit með hreinlæti á vinnustöðum, gerir tillögur að kerfum og sér um úttektir. Velta 100 mkr. og góð afkoma. • Hádegisverðarþjónusta þar sem bæði er sent í fyrirtæki og neytt á staðnum í hádeginu. Tilvalið fyrir samhenta fjölskyldu og kokka. Velta 100 mkr. Töluverðir möguleikar fyrir duglega aðila að auka veltuna. Guðni Halldórsson lögfræðingur, gudni@kontakt.is Þórarinn Arnar Sævarsson fasteignaráðgjafi, thorarinn@kontakt.is Gunnar Svavarsson viðskiptafræðingur, gunnar@kontakt.is Brynhildur Bergþórsdóttir rekstrarhagfræðingur, brynhildur@kontakt.is Sigurður A. Þóroddsson hæstaréttarlögmaður, sigurdur@kontakt.is Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Búist er við harðri baráttu um leið- togastöðuna í Íhaldsflokknum í Bretlandi, með óvæntum vendingum og jafnvel bakstungum, eftir að Theresa May forsætisráðherra til- kynnti í gær að hún hygðist segja af sér. Að sögn breskra dagblaða hafa allt að átján þingmenn hug á að bjóða sig fram en fæstir þeirra eru taldir eiga raunhæfa möguleika á að fara með sigur af hólmi. Talið er að sumir þeirra gefi kost á sér með það fyrir augum að hætta við framboðið síðar og lýsa yfir stuðningi við lík- legan sigurvegara í von um að hreppa virðulegt ráðherraembætti. Theresa May tilkynnti í tilfinn- ingaþrunginni ræðu í gær að hún hygðist láta formlega af störfum sem leiðtogi Íhaldsflokksins 7. júní. Hún verður áfram í embætti for- sætisráðherra þar til nýr leiðtogi stjórnarflokksins tekur við. Brandon Lewis, formaður Íhalds- flokksins, sagði að fresturinn til að tilnefna leiðtogaefni rynni út í vik- unni sem hefst 10. júní. Þingmenn flokksins myndu síðan kjósa á milli leiðtogaefnanna og fyrirkomulagið yrði þannig að í hverri atkvæða- greiðslu félli einn frambjóðandi úr baráttunni, þ.e. sá sem fengi fæst at- kvæði. Þingmennirnir halda at- kvæðagreiðslunum áfram þar til tvö leiðtogaefni verða eftir og félagar í flokknum kjósa síðan á milli þeirra tveggja í póstatkvæðagreiðslu. Fé- lagar flokksins eru um 120.000. Lewis sagði að stefnt væri að því að atkvæðagreiðslunum í þing- flokknum lyki ekki síðar en í lok júní og að niðurstaða leiðtogakjörsins lægi fyrir áður en sumarhlé þingsins hefst, 20. júlí. Margir kallaðir Á meðal þeirra sem hafa gefið kost á sér í leiðtogastöðuna eru Bor- is Johnson, fyrrverandi utanríkis- ráðherra, Dominic Raab, fyrrver- andi brexit-ráðherra, Michael Gove umhverfisráðherra, Jeremy Hunt utanríkisráðherra, Sajid Javid innanríkisráðherra og Andrea Lead- som, fyrrverandi leiðtogi neðri deild- ar þingsins. Bresk dagblöð telja Boris John- son vera sigurstranglegastan vegna þess að hann er vinsælasta leiðtoga- efnið meðal félaga í flokknum. Dag- blaðið The Times hefur birt skoð- anakönnun sem bendir til þess að 37% þeirra myndu vilja að Johnson verði næsti leiðtogi flokksins og næstur kom Dominic Raab með 13%. Talið er þó að margir þing- menn flokksins hafi efasemdir um að Boris Johnson sé rétti maðurinn til að fara fyrir flokknum og gegna for- sætisráðherraembættinu. Johnson er fyrrverandi borgar- stjóri Lundúna og tók þátt í barátt- unni fyrir því að Bretland gengi úr Evrópusambandinu fyrir þjóðar- atkvæðið í júní 2016 þegar útgangan var samþykkt með 52% atkvæðanna. Hann varð utanríkisráðherra í stjórn May í júlí 2016 eftir að hún var kjörin leiðtogi flokksins og varð forsætisráðherra. Hann sagði sig úr ríkisstjórninni tveimur árum síðar eftir að hún samþykkti brexit- samning May við Evrópusambandið. Óttast um sætin sín Johnson er mjög umdeildur í þingflokki breskra íhaldsmanna. Hann nýtur stuðnings Jacobs Rees- Moggs, sem fer fyrir hópi harðra brexit-sinna í þingflokknum, og margra annarra andstæðinga Evr- ópusambandsins. Hann er þó einnig talinn hafa eignast marga óvini í þingflokknum eftir að hafa reitt þá til reiði með framgöngu sinni í stjórnmálunum. Johnson þykir gæddur miklum persónutöfrum og stuðningsmenn hans segja hann best til þess fallinn að fara fyrir Íhaldsflokknum í næstu kosningum til að afstýra því að hann missi mikið fylgi til Brexit-flokksins undir forystu Nigels Farage. Talið er að þingmenn, sem hafa óbeit á Johnson, gætu þurft að velja á milli þess að fallast á hann sem flokks- leiðtoga og þess að missa sæti sitt á þinginu í næstu kosningum. Komist Johnson í gegnum at- kvæðagreiðslurnar í þingflokknum er talið líklegt að hann fari með sig- ur af hólmi í póstaatkvæðagreiðsl- unni vegna vinsælda hans meðal fé- laga flokksins. Verða úrslitin óvænt aftur? Saga leiðtogakosninga Íhalds- flokksins sýnir hins vegar að vara- samt er að veðja á sigurstrang- legasta frambjóðandann, eins og stjórnmálaskýrandi fréttaveitunnar AFP bendir á. Hann segir að frá því að núverandi fyrirkomulag við val á leiðtoga var tekið upp árið 1965 hafi sá sem talinn var sigurstrangleg- astur í upphafi baráttunnar aldrei farið með sigur af hólmi. Boris Johnson var álitinn sigur- stranglegastur í síðasta leiðtoga- kjörinu árið 2016 þar til einn af helstu stuðningsmönnum hans, Michael Gove, stakk hann í bakið með því að tilkynna á síðustu stundu að hann hygðist sjálfur bjóða sig fram og kvaðst hafa komist að þeirri niðurstöðu að Johnson væri ekki rétti maðurinn til að fara fyrir flokknum og stjórna landinu. John- son ákvað þá að hætta við framboð og svo fór að Gove beið ósigur fyrir May og Andreu Leadsom. Fé- lagarnir í flokknum fengu ekki tæki- færi til að kjósa á milli þeirra tveggja vegna þess að Leadsom dró framboð sitt til baka eftir að hafa verið gagnrýnd fyrir að ýja að því í viðtali að hún væri betur til þess fall- in að stjórna landinu vegna þess að hún væri móðir, ólíkt May sem gat ekki eignast barn af heilsufars- ástæðum. BORIS JOHNSON Nokkur leiðtogaefni Íhaldsflokksins í Bretlandi Fyrrverandi utanríkisráðherra MICHAEL GOVE 54 ára Tók þátt í baráttunni fyrir brexit Umhverfisráðherra Tók þátt í baráttunni fyrir brexit 51 árs SAJID JAVID Innanríkisráðherra JEREMY HUNT 49 ára Greiddi atkvæði með aðild að ESB Utanríkisráðherra Greiddi atkvæði með aðild að ESB 52 ára Fyrrv. leiðtogi neðri deildar þingsins Tók þátt í baráttunni fyrir brexit 56 ára ANDREA LEADSOM Ljósmyndir: AFP DOMINIC RAAB Fyrrverandi brexit-ráðherra Eindreginn stuðningsmaður brexit 45 ára AFP Tilfinningaþrungin ræða Theresa May klökknaði og rödd hennar brast þeg- ar hún tilkynnti afsögn sína fyrir utan aðsetur forsætisráðherrans. Johnson sigurvæn- legur en umdeildur  Úrslit leiðtogakosninga Íhaldsflokksins hafa verið óvænt Boðar útgöngu í október » Boris Johnson sagði í gær að Bretland myndi ganga úr Evrópusambandinu 31. októ- ber með eða án samnings yrði hann næsti leiðtogi Íhalds- flokksins og forsætisráðherra. » „Leiðin til að ná góðum samningi er að búa sig undir stöðuna sem verður án samn- ings,“ sagði hann. » Leiðtogar ESB-ríkja áréttuðu að þeir léðu ekki máls á nýjum samningi um brexit og sögðu líkurnar á útgöngu án samnings hafa aukist.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.