Morgunblaðið - 25.05.2019, Síða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MAÍ 2019
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Fyrir þremurárum varblásið til
átaks um að stytta
biðlistana í heil-
brigðiskerfinu.
Átakið átti að
standa í þrjú ár og hefur því
miður ekki gengið upp. Vand-
inn er einkum aðkallandi þegar
kemur að liðskiptaaðgerðum. Á
fimmtudag var kynnt skýrsla
Embættis landlæknis um átak-
ið og sagði Alma Möller land-
læknir að vissulega hefði bið-
tími styst, en ekki eins og vonir
hefðu staðið til.
Fyrir því eru margar ástæð-
ur. Ein þeirra er óbeit á einka-
framtaki. Það er ekki orðað
með þeim hætti, en sú er niður-
staðan. Þess í stað er talað um
að gæta verði að því að vega
ekki að innviðum opinbera
kerfisins.
Þetta eru engin rök í málinu.
Þannig er komið fyrir innviðum
opinbera kerfisins að það hefur
ekki undan þörfinni fyrir að-
gerðir. Fyrir liggur að hægt er
að leita út fyrir opinbera kerfið
til þess að saxa á biðlistana.
Þá er einnig undarlegt að
bera við fráflæðisvanda. Sjúk-
lingar sem fara í liðskiptaað-
gerðir utan hins opinbera kerf-
is létta frekar á vanda en að
þyngja hann.
Átök eru hluti af pólitík og
yfirleitt er ekkert við því að
segja. Það er viðbúið að flokkar
starfi samkvæmt þeirri hug-
myndafræði og
stefnu, sem þeir
voru kosnir til að
fylgja.
Humgyndafræði
getur þó ekki alltaf
ráðið för þegar
taka á slaginn. Stundum má
skynsemin fá að komast að.
Það á sérstaklega við þegar al-
menningur verður leiksoppur í
hinum pólitíska slag. Þá kárnar
gamanið.
Það getur haft afdrifaríkar
afleiðingar þegar liðskiptaað-
gerðir dragast svo misserum
skiptir. Hætt er við því að
vandinn ágerist og eftir því
sem lengra líður verður erf-
iðara að ná sér aftur á strik.
Þannig getur einstaklingur,
sem hefði fljótt komist aftur í
vinnu, hefði hann komist strax í
aðgerð, endað sem öryrki þurfi
hann að bíða of lengi.
Það gengur ekki að láta sjúk-
linga bíða á meðan verið er að
ráða fram úr vandamálum heil-
brigðiskerfisins, sérstaklega
ekki þegar um annan kost er að
ræða. Átakið til að skera niður
biðlistana átti að taka þrjú ár.
Hversu langan tíma mun næsta
átak taka? Hversu víst er að
það muni ganga upp? Hversu
margir munu á meðan þurfa að
bíða kvaldir og þjáðir langt um-
fram eðlileg mörk eftir að kom-
ast að, vitandi að hægt væri að
leysa úr vanda þeirra? Hagur
sjúklinganna hlýtur að vega
þyngra en hugmyndafræðin.
Hagur sjúklinganna
hlýtur að vega
þyngra en hug-
myndafræðin}
Gamanið kárnar
Heilbrigðisyf-irvöld víða
um heim eru ugg-
andi út af hraðri
útbreiðslu bakt-
ería, sem eru
ónæmar fyrir öll-
um sýklalyfjum. Ísland hefur
notið nokkurrar sérstöðu í
þessum efnum vegna þess að
hér er minna notað af sýkla-
lyfjum í landbúnaði auk þess
sem lega landsins býður upp
á varnir, sem ekki standa
flestum öðrum til boða.
Nú stendur til að höggva
skarð í þessar varnir með
lagabreytingu, sem gæti leitt
til aukins innflutnings á kjöti.
Ekki hefur verið hlustað á
rök gegn þessari breytingu og
virðist sem viðskiptahags-
munir standi framar heil-
brigðissjónarmiðum.
Nú hefur Læknafélag Ís-
lands varað við afnámi frysti-
skyldu á kjöti. Í umsögn fé-
lagsins um frumvarpið um
lagabreytinguna segir enn
fremur að nái breytingin fram
að ganga verði að tryggja að
afnám frystiskyldunnar verði
ekki víðtækara en
þörf krefji. Þá
megi hún ekki öðl-
ast gildi fyrr en
nýr meðferðar-
kjarni og bráða-
móttaka Landspít-
ala hafi verið tekin í notkun.
Nauðsynlegt sé að hafa full-
nægjandi aðstöðu til að
bregðast við útbreiðslu sýk-
inga af völdum fjöl- eða aló-
næmra baktería.
Reynir Arngrímsson, for-
maður Læknafélagsins, sagði
í frétt um umsögn þess í
Morgunblaðinu í gær að
sýklalyfjaónæmi væri „eitt af
stærstu vandamálunum sem
við stöndum frammi fyrir í
heilbrigðisþjónustunni ef við
lítum á heiminn í heild“.
Það er athyglisvert að
Læknafélagið skuli líta svo á
að samþykkt þessa frumvarps
gæti haft svo alvarlegar af-
leiðingar að þær gætu orðið
heilbrigðiskerfinu ofviða í nú-
verandi mynd. Það er óskilj-
anlegt að opna eigi með lög-
um dyrnar fyrir slíkum
vágesti.
Heilbrigðiskerfið
vanbúið breiðist úr
sýkingar vegna
alónæmra baktería}
Vara við afnámi frystiskyldu
S
tjórnmálin eru í krísu og ástandið
kemur fram í vantrausti til Alþingis.
Aðeins 18% treysta Alþingi. Það
vantraust hefur áhrif á allt kerfið,
þegar traust á þeirri stofnun hverfur
þá sekkur allt annað með. Við vinnum okkur inn
traust, smám saman, með samvinnu allra. Hvað
við gerum og hvernig við bregðumst við vanda-
málum hefur áhrif á það traust. Það er til dæmis
hægt að bregðast illa við en spinna það vel út á
við. Dæmi um það finnst mér vera lífs-
kjarasamningarnir. Ekki lífskjarasamningarnir
sjálfir heldur aðkoma stjórnvalda að þeim.
Það var mikið gert úr því þegar samningar
voru að nást að nú þyrfti myndarlega aðkomu
stjórnvalda og boltinn gefinn yfir til þeirra.
Stuttu seinna kom tilkynning um lífskjarasamn-
ingana, með 45 aðgerðum til stuðnings lífs-
kjarasamningum. Nokkurn veginn allt atriði sem þegar
voru komin fram í áætlun stjórnvalda. Hver var þá við-
bótin? Því hefur enginn getað svarað skilmerkilega ennþá
um tveimur mánuðum seinna.
Vinnuumhverfið sem við búum við í stjórnmálum á Ís-
landi er umlukið vantrausti af ýmsum ástæðum. Af því eru
afleiðingar sem sjást til dæmis í umræðu á Alþingi undan-
farið þar sem þingmenn sem fóru mikinn á bar fyrir áramót
slá sig og hver annan til riddara í sýndarmennsku úr ræðu-
stól Alþingis, og tekst á sama tíma að sá efa í huga fólks um
það þingmál sem þar er fjallað um. Ástæðan fyrir því að
þeim tekst það er sú að það er vantraust, því innihald máls-
ins er allt annað en þeir halda fram. Með því
geri ég ekki lítið úr efa fólks um það þingmál,
áhyggjur fólks eru skiljanlegar. Ekki út af efn-
isatriðum málsins heldur stöðu stjórnmála á Ís-
landi. Það er sama hvað hver segir eða leið-
réttir, það er auðveldara að vantreysta.
Í þessu máli, sem og svo mörgum öðrum;
akstursgreiðslumálinu, siðanefndarmálunum,
kjararáðsmálinu, landsréttarmálinu, er rík-
isstjórnin einfaldlega búin að klúðra tækifæri til
þess að byggja upp traust. Í staðinn er notuð
klassísk þrjósku- og samtryggingarpólitík.
Stundum er nefnilega leiðin til þess að vinna
leikinn að spila ekki sama leik og hinir því ef það
er eitthvað sem ég hef lært inni á Alþingi þá er
það að leikurinn er í fyrsta sæti hjá allt of mörg-
um sem ráða ferðinni. Leikurinn sem fer fram í
ræðustól Alþingis sem og í bakherbergjum og
hliðarherbergjum. Leikurinn þar sem allir vita að umræðan
er bara sýndarmennska, sama hvaða digurbarkalegu orð
eru notuð.
Ég á ekki við að sú pólitík sé sjálfkrafa slæm. Ég á frekar
við að það er hægt að svindla og helsta vandamálið er að
greina á milli hver er að svindla og hver ekki. Oftast er það
orð á móti orði en í vantraustsumhverfi vinnur sá sem sáir
efa. Því meira vantraust, því auðveldara er að sá efa vegna
þess að sannleiksgildið skiptir minna og minna máli. bjorn-
levi@althingi.is
Björn Leví
Gunnarsson
Pistill
Ástandið
Höfundur er þingmaður Pírata.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Þ
að er vel þekkt að grjót-
hrun getur fylgt stórum
skjálftum, en þeir geta
einnig sett af stað snjó-
flóð, ef snjóalög eru
veik, þótt ólíklegt sé að það fari sam-
an – þó það geti auðvitað gerst,“ seg-
ir Harpa Grímsdóttir, fagstjóri of-
anflóðavár á Veðurstofu Íslands, í
samtali við Morgunblaðið.
Hópur alþjóðlegra vísinda-
manna sótti dagana 21.-24. maí sl.
jarðskjálftaráðstefnuna Northquake
2019 sem haldin var á Húsavík. Þar
flutti fjöldi sérfræðinga erindi, m.a.
Harpa, en þetta er í þriðja sinn sem
ráðstefna þessi er haldin á Húsavík
og byggist hún á fyrri ráðstefnum
sama efnis þar sem vísindamenn
víðsvegar að kynna niðurstöður
rannsókna sinna frá Norðurlandi.
Rúmlega 40 ár eru liðin frá síð-
asta stórskjálfta, 6 til 7 stig, á Norð-
urlandi og er það, samkvæmt upp-
lýsingum frá Veðurstofunni, lengsta
hlé á milli slíkra atburða á svæðinu í
um 200 ár. Frásagnir fólks og gögn
um fyrri stórskjálfta, s.s. í námunda
við Kópasker árið 1976, í mynni
Skagafjarðar 1963 og við Dalvík
1934, gefa hugmynd um hvers vænta
megi á komandi árum.
„Þessir stóru skjálftar og stöð-
ug smáskjálftavirkni úti fyrir Norð-
urlandi á svæði sem oft er kallað
Tjörnesbrotabeltið eru áminning til
vísindamanna og yfirvalda um að
jarðskjálftavá á Norðurlandi er mik-
il og ámóta þeirri vá sem er á Suður-
landsundirlendinu,“ segir á heima-
síðu Veðurstofu Íslands.
Afleiddar hættur víða
Harpa segir stóran skjálfta og
afleiddar hættur vegna hans geta
haft mikil áhrif á stóru svæði lands.
„Stór skjálfti á þessu belti getur
haft áhrif á Flateyjarskaga, Trölla-
skaga og Skagafirði. Í jarðskjálfta
sem varð árið 1755 er til að mynda
vitað að hrun varð í eyjum á Skaga-
firði. Þetta getur því haft áhrif nokk-
uð víða,“ segir hún og bendir á að
stórir skjálftar á þessu svæði hafi
flestir orðið í kjölfar skjálftahrinu.
„Það kemur því hrina sem þá
endar með stórum skjálfta, en það
þýðir þó ekki að allar hrinur þurfi að
enda þannig. En ef við fáum hrin-
urnar þá erum við komin með aukn-
ar líkur á stórum skjálfta og þá er
um leið hægt að gera ráðstafanir ef
aðstæður eru óstöðugar, s.s. vegna
hættu á snjóflóðum,“ bætir hún við.
Skoða flóðbylgjuhættu
Kristín Jónsdóttir, hópstjóri
náttúruvár á Veðurstofu Íslands, fór
fyrir hópi sem skipulagði tvær jarð-
skjálftaæfingar, annars vegar fyrir
hrinu jarðskjálfta og hins vegar fyrir
stóran jarðskjálfta með upptök í ná-
grenni Húsavíkur. Var æfingin svo-
kölluð skrifborðsæfing, en í henni
tóku þátt sérfræðingar á Veðurstof-
unni og fulltrúar Almannavarna-
deildar ríkislögreglustjóra, ásamt
fulltrúum Vegagerðarinnar og Nátt-
úruhamfaratrygginga Íslands.
Kristín segir æfinguna hafa
gengið vel. „Við lærðum í raun
margt af þessu, einkum um afleiddar
hættur. En við erum nú í fyrsta
skipti farin að geta skoðað flóð-
bylgjuhættu af skjálftum fyrir norð-
an. Við vitum af flóðbylgjum í ann-
álum, s.s. 1755 og 1872. En við vitum
ekki hvernig þær breiddust út eða af
hverju þær komu nákvæmlega. Það
eru þessir hlutir sem við erum að
skoða núna, en til þess þarf að hafa
réttu tækin og góða vitneskju um
hvernig hafsbotninn lítur út,“ segir
hún.
Mikil jarðskjálftavá
á Norðurlandi
Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvár á Veðurstofu Íslands, segir
margt geta valdið flóðbylgjum í kjölfar stórskjálfta, s.s. skriður úr fjöll-
um eða neðansjávarskriður. Aðspurð segir hún sérfræðinga þurfa að
skoða nánar nokkra staði fyrir norðan með tilliti til flóðbylgjuhættu í
kjölfar jarðskjálfta.
„Það er mikilvægt að það sé unnið vel og af yfirvegun,“ segir hún, en
að sögn Kristínar er mikilvægt að íbúar á jarðskjálftasvæðum séu með-
vitaðir um hættuna og kynni sér viðbrögð við jarðskjálfta, en ekki síst
ýmsar gagnlegar varnir og viðbúnað sem Almannavarnadeild ríkislög-
reglustjóra mælir með.
Þörf á frekari skoðun
FLÓÐBYLGJUHÆTTA
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Suðurlandsskjálfti Mikið tjón getur orðið í skjálftum, en árið 2008 varð
skjálfti upp á 6,3 stig á Suðurlandi með tilheyrandi tjóni á mannvirkjum.