Morgunblaðið - 25.05.2019, Side 29

Morgunblaðið - 25.05.2019, Side 29
AKUREYRARKIRKJA | Guðsþjón- usta kl. 11 á degi barnsins. Prestur er Guðmundur Guðmundsson. Börn lesa bænir. Hin tólf ára gamla Ylfa Marín Kristinsdóttir syngur einsöng. Sönghópurinn Synkópa syngur. Org- anisti er Sigrún Magna Þórsteins- dóttir. ÁRBÆJARKIRKJA | Guðsþjónusta og ferming kl. 11. Sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir þjónar. Kór Árbæjar- kirkju syngur undir stjórn Krisztinu Kalló Szklenár. Kaffi eftir stundina. Uppstigningadagur. Dagur aldraðra í kirkjunni. Hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Sr. Kristín Pálsdóttir prédikar og sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir þjón- ar fyrir altari. Kór Árbæjarkirkju syng- ur undir stjórn Krisztinu Kalló Szklen- ár organista. Strætókórinn kemur í heimsókn. Handavinnusýning og há- tíðarkaffi í boði Soroptimista. ÁSKIRKJA | Messa kl. 11. Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Kristnýju Rós Gústafsdóttur djákna. Kór Ás- kirkju syngur. Organisti Bjartur Logi Guðnason. Kaffi eftir messu. Uppstigningardagur. Sameiginleg guðsþjónusta Ás- og Laugarnessafn- aða í Laugarneskirkju kl. 14. Séra Davíð Þór Jónsson þjónar fyrir altari og séra Sigurður Jónsson prédikar. Kór Áskirkju syngur. Organisti Bjartur Logi Guðnason. Veglegar kaffiveit- ingar eftir guðsþjónustu. ÁSTJARNARKIRKJA | Messa kl. 11. Kór Ástjarnarkirkju syngur undir stjórn Keiths Reed tónlistarstjóra. Prestur er Kjartan Jónsson. Hressing og samfélag á eftir. BESSASTAÐAKIRKJA | Píla- grímamessa kl. 11. Árni Heiðar organisti leiðir söng, sr. Axel Árna- son Njarðvík prédikar. Margrét djákni, Margrét Eggertsdóttir, Baldur Hans, Heiðrún Jensdóttir og sr. Hans Guðberg leiða stundina. BREIÐHOLTSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Magnús Björn Björnsson þjónar. Kór Breiðholtskirkju syngur, organisti er Örn Magnússon. BÚSTAÐAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Séra Eva Björk Valdimars- dóttir messar. Félagar úr Kór Bú- staðakirkju syngja undir stjórn Jón- asar Þóris. Messuþjónar aðstoða. Heitt á könnunni eftir stundina. DIGRANESKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur Bára Friðriksdóttir. Organisti Sólveig Sigríður Einarsdóttir. Almenn- ur söngur. Veitingar í safnaðarsal að messu lokinni. Dómkirkja Krists konungs, Landakoti | Messa á sunnud. kl. 8.30 á pólsku, kl. 10.30 á íslensku, kl. 13 á pólsku og kl. 18 á ensku. Virka daga kl. 18, og má. mi. og fö. kl. 8, lau. kl. 16 er vigilmessa á spænsku og kl. 18 er vigilmessa. DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11. Prestur Elínborg Sturludóttir, Kári Þormar dómorganisti og Dómkór- inn. Prestsvígsla kl. 14. Biskup Ís- lands vígir Ingu Harðardóttur guð- fræðing til prests. FELLA- og Hólakirkja | Guðsþjón- usta kl. 11. Sr. Guðmundur Karl Ágústsson þjónar og predikar. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Arn- hildar Valgarðsdóttur organista. Meðhjálpari Kristín Ingólfsdóttir. Kaffi eftir stundina. FRÍKIRKJAN Reykjavík | Minn- ingarguðsþjónusta kl. 14 vegna þeirra sem látist hafa úr alnæmi hér á landi. Sr. Hjörtur Magni Jó- hannesson leiðir guðsþjónustuna. Framkvæmdastjóri HIV-Ísland, Einar Þór Jónsson, flytur ávarp. Dr. Jón Ingvar Kvaran flytur hugleiðingu. Ritningarlestur verður í höndum fé- lagsmanna. Margrét J. Pálmadóttir og söngfuglar. Veitingar í Safn- aðarheimili að lokinni messu. GLERÁRKIRKJA | Laugardagur 25. maí. Fermingarmessa kl. 11. Sr. Gunnlaugur Garðarsson og sr. Stefanía G. Steinsdóttir þjóna. Kór Glerárkirkju leiðir söng undir stjórn Valmars Väljaots organista. Sunnudagur 26. maí. Messa kl. 11. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar. Kór Glerárkirkju leiðir söng undir stjórn Valmar Väljaots org- anista. GRAFARVOGSKIRKJA | Siglfirð- ingamessa klukkan 14. Sr. Vigfús Þór Árnason og sr. Kjartan Örn Sigurbjörnsson þjóna fyrir altari. Um ritningarlestra sjá sr. Arnfríður Guðmundsdóttir og Hólmfríður Ólafsdóttir djákni. Jóhann Heiðar Jóhannsson læknir heldur ræðu. Um bænalestur sjá Hermann Jón- asson, Jónas Skúlason og Margrét Birgisdóttir. Kór Grafarvogskirkju syngur og Hlöðver Sigurðsson og Þorsteinn Sigurðsson sjá um einsöng. Org- anisti er Hákon Leifsson. Meðhjálp- ari er Hermann Jónasson. GRENSÁSKIRKJA | Messa kl. 11. Antonía Hevesi organisti og María Ágústsdóttir, settur sóknarprestur, þjóna ásamt félögum úr messuhópi og Kirkjukór Grensáskirkju. Sam- skot renna til samtakanna Öruggt skjól, sem styðja munaðarlaus börn og einstæðinga í Sýrlandi. Reikningur samtakanna: kt. 610319-1490, banki 0133-26- 200062. Þriðjudaginn 28. maí kl. 12 er síðasta kyrrðar- og fyrirbæna- stund starfsársins. Á uppstigningar- dag, 30. maí, er guðsþjónusta kl. 11. Kaffiveitingar í boði safnaðar- ins. GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Guðsþjónusta kl. 11. Prestur er Leifur Ragnar Jónsson. Organisti er Hrönn Helgadóttir og kór Guðríð- arkirkju syngur. Kirkjuvörður er Lovísa Guðmundsdóttir. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Kirkjuganga á Helgafell. Lagt af stað frá Hafnarfjarðarkirkju kl. 11. Leiðsögn og fróðleikur um jarðfræði og staðhætti. Bænagjörð og íhug- un. Hressing. HALLGRÍMSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir pré- dikar og þjónar fyrir altari. Messu- þjónar aðstoða. Organisti er Guð- mundur Sigurðsson. Mótettukór Hallgrímskirkju syngur. Kaffisopi eftir messu. Messa á ensku kl. 14. Sr. Bjarni Þór Bjarnason mess- ar. Organisti er Guðmundur Sig- urðsson. Kaffisopi eftir messu. HÁTEIGSKIRKJA | Fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 11. Kór Ísaks- skóla syngur undir stjórn Sunnu Karenar Einarsdóttur og fiðlusveit Allegro tónlistarskólans í Reykjavík leikur undir stjórn Gróu Margrétar Valdimarsdóttur. Almennur söngur. Organisti er Guðný Einarsdóttir. Prestur er Helga Soffía Konráðs- dóttir. Grillað í garði kirkjunnar að guðsþjónustu lokinni. HJALLAKIRKJA Kópavogi | Helgistund kl. 11. Kór Hjallakirkju leiðir söng undir stjórn Láru Bryn- dísar Eggertsdóttur organista. Prestur er Sunna Dóra Möller. Á eftir verður safnaðarfundur þar sem fólki gefst kostur á framboði í kjörnefnd Hjallakirkju til næstu fjögurra ára. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíla- delfía | Samkoma kl. 11. Transla- tion into English. Samkoma á spænsku kl. 13. Reuniónes en español. Samkoma á ensku kl. 14. English speaking service. Lofgjörðarkvöld Fíló+ kl. 20. ÍSLENSKA Kristskirkjan | Sam- koma kl. 13 með lofgjörð, vitn- isburðum og fyrirbænum. Halldóra L. Ásgeirsdóttir predikar. Kaffi á eftir. KEFLAVÍKURKIRKJA | Guðsþjón- usta kl. 20. Vox Felix syngur undir stjórn Arnórs Vilbergssonar. Sr. Erla Guðmundsdóttir þjónar. Fimmtudagur 30. maí. Guðsþjónusta kl. 14. Eld- ey, kór eldri borgara á Suð- urnesjum, syngur undir stjórn Arn- órs Vilbergssonar. Prestur er Erla Guðmundsdóttir. Kaffi og meðlæti í Kirkjulundi að lokinni guðsþjón- ustu. Vortónleikar Eldeyjar í Kirkju- lundi kl. 17. KÓPAVOGSKIRKJA | Guðsþjón- usta kl. 11. Sr. Sigfús Kristjánsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová, kantors kirkjunnar. LANGHOLTSKIRKJA | Vorhátíðar- messa kl. 11. Graduale Nobili syngur við messuna, stjórnandi er Þorvaldur Örn Davíðsson, organisti er Magnús Ragnarsson. Guðbjörg Jóhannesdóttir þjónar. Að lokinni messu er vormarkaður kvenfélags- ins. Allur ágóði rennur til styrktar Langholtskirkju og góðgerðarmála. LAUGARNESKIRKJA | Messa kl. 11. Kór Laugarneskirkju og Harry Ensemble frá Englandi. Sr. Davíð Þór Jónsson þjónar fyrir altari og prédikar. Kaffi og samvera á eftir. Helgistund kl. 13 í Betri stofunni, Hátúni 12 með sr. Davíð Þór og Arngerði. Uppstigningardagur. Eldri borgara guðsþjónusta kl. 14. Ekkó kórinn og Anna Sigga. Sr. Davíð Þór Jóns- son þjónar fyrir altari. Sr. Sigurður Jónsson prédikar. Kaffi og samvera á eftir. Helgistund kl. 16 í Hásaln- um Hátúni 10 með sr. Hjalta Jóni og sr. Davíð Þór. LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnudagaskóli kl. 11. Tónleikar með kór Lindakirkju Kl. 20. Sér- stakur gestur er Stefán Hilm- arsson, aðrir einsöngvarar úr röð- um kórfélaga. Óskar Einarsson stjórnar kór og hljómsveit. Hljóm- sveitina skipa auk Óskars á píanó Páll Pálsson á bassa, Brynjólfur Snorrason á trommur og Pétur Erlendsson á gítar. Hljóðblöndun Hrannar Kristjánsson. Sr. Guð- mundur Karl Brynjarsson leiðir stundina. Aðgangur ókeypis. MOSFELLSKIRKJA | Guðsþjón- usta kl. 14 í samvinnu við Hesta- mannafélagið Hörð og verður hóp- reið frá Tungubökkum. Margrét Dögg Halldórsdóttir búfræðingur flytur hugvekju, karlakórinn Stefnir syngur undir stjórn Þórðar Sigurð- arsonar organista. Kirkjuvörður er Hildur Salvör Backman. Sr. Arndís Linn leiðir helgihald. NESKIRKJA | Messa kl. 11. Fé- lagar úr Kór Neskirkju leiða safn- aðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Kaffisopi og sam- félag. Aðalfundur Nessóknar eftir messu. Venjuleg aðalfundarstörf. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN | Djass- messa kl. 14. Séra Pétur þjónar fyrir altari. Messugutti Petra Jóns- dóttir. Kór safnaðarins undir stjórn Kristjáns Hrannars. Ólafur Kristjáns tekur á móti kirkjugestum. SALT kristið samfélag | Sameig- inlegar samkomur Salts og SÍK kl. 17 alla sunnudaga í Kristniboðs- salnum Háaleitisbraut 58-60, 3. hæð. Ræðuserían Ávextir: Ljós í myrkri. Ræðumaður: Guðlaugur Gunnarsson. Barnastarf. Túlkað á ensku. SELTJARNARNESKIRKJA | Fræðslumorgunn kl. 10. Hlutverk Skálholts. Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti, talar. Guðsþjónusta með léttu ívafi kl. 11. Sr. Bjarni Þór Bjarnason þjón- ar. Friðrik Vignir Stefánsson er org- anisti. Eygló Rúnarsdóttir leiðir al- mennan safnaðarsöng. Veitingar og samfélag eftir athöfn í safn- aðarheimilinu. VÍDALÍNSKIRKJA | Íhugunar- messa kl. 11. Sr. Henning Emil Magnússon og Bylgja Dís Gunn- arsdóttir söngkona leiða stundina. Jóhann Baldvinsson organisti og Kór Vídalínskirkju leiða söng og tónlistarflutning. Áhersla á kyrrð og einfaldleika. Kyrrðarbæn iðkuð, orðið íhugað og einfaldir söngvar sungnir. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Guðsþjónusta kl. 11. Kór Víði- staðasóknar syngur undir stjórn Helgu Þórdísar Guðmundsdóttur og sóknarprestur þjónar með aðstoð messuþjóna kirkjunnar. Hressing í safnaðarsal að guðsþjónustu lokinni. Orð dagsins: Biðjið í Jesú nafni. (Jóh. 16) Morgunblaðið/Sigurður ÆgissonEgilsstaðakirkja MESSUR 29Umræðan MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MAÍ 2019 Dagurinn í dag, 25. maí, er helgaður skjaldkirtlinum og hefur svo verið frá árinu 2008. Þetta er því í tólfta skipti sem þessi dagur er tileinkaður þessu mikilvæga líffæri. Það voru Evrópusamtök um skjaldkirtilssjúkdóma sem með amerísku systursamtök- unum stóðu að því að minna á skjaldkirtilinn og þá sjúkdóma sem honum tengjast með al- þjóðlegum degi. Tilgangur þess að helga þennan dag sjaldkirtlinum er að þakka öll- um þeim sem lagt hafa sitt af mörkum til að auka þekkingu lækna og almennings á sjúk- dómnum, með fræðslustarfi, rannsóknum og ekki síst þeim sem styðja við slíkt starf með fjárframlögum. Ekki er síður mikilvægt að dagurinn sé not- aður til að stuðla að aukinni fræðslu um sjúkdóma þá sem hrjáð geta skjaldkirtilinn en líkur er til þess að nokkur fjöldi Íslendinga hafi þá án þess að vita til þess. Þannig er fólk hvatt til að láta athuga hvort það geti verið með veik- an skjaldkirtil sé minnsti grunur um slíkt – en einkenni geta verið óljós. Ég var svo heppinn að vera hjá heimilislækni sem upp- götvaði líklega fljótt að ég var með vanvirkan skjaldkirtil og eru nú yfir 20 ár síðan það kom í ljós. Ýmislegt bendir til að ég hafi verið með sjúkdóminn um nokkra hríð áður en ég fór til læknis til að láta athuga hvað verið gæti að mér. Einkenni vanvirks skjaldkirtils eru í mörgum tilfellum svo óljós að erfitt er fyrir leikmenn að átta sig á því hvað að getur verið. Auk þess hefur fræðsla og upplýsingagjöf verið takmörk- uð um eðli þessa sjúkdóms og einkenni hans. Að hluta til er það vegna þess að talið er að rekja megi allt að 300 einkenni til sjúkdómsins og gerir það greininguna ekki auðveldari. Þegar ég greindist var ekki hægt að fara á netið til að kanna við hvaða sjúkdóm ein- kennin pössuðu eins og nú er – kannski sem betur fer því stundum virðast villukenn- ingar breiðast út með ógnar- hraða hvað varðar sjúkdóma og einkenni þeirra eins og um aðra hluti. Því skyldi aðeins láta lækna, sem best þekkja til, um greiningu og meðferð. Skjaldkirtillinn er gríðar- lega mikilvægur kirtill sem framleiðir hormón sem líkam- anum er nauðsynlegt til þess að starfa með eðlilegum hætti. Hann er staðsettur neðarlega á hálsinum og er líkur fiðrildi að lögun. Skjaldkirtillinn framleiðir hormón, T4 týrósín og T3 þríjoðtýróníni, sem skilj- ast út í blóðið og berast þaðan um allan líkamann. Hormónin stuðla að eðlilegri nýtingu orku í líkamanum, viðhaldi rétts hitastigs auk þess að gera heila, hjartavöðvanum, öðrum vöðvum og líffærum kleift að starfa rétt. Starfi skjaldkirtillinn ekki rétt getur það því haft alvarlegar afleið- ingar komi það ekki í ljós þannig að hægt sé að bregðast við. Því er mikilvægt að bregð- ast við og láta kanna magn skjaldkirtilshormóna í blóði sé nokkur grunur um að skjaldkirt- illinn starfi ekki eðlilega. Skjald- kirtillinn getur verið vanvirkur, framleiðir of lítið af hormónum, eða ofvirkur, fram- leiðir of mikið af hormónum. Ein- kenni vanvirks skjaldkirtils geta verið kulvísi, minnkuð matarlyst, þyngd- araukning, harðlífi, þurr og hrjúf húð, hás og djúp rödd, hárþynning auk þess sem minnisleysi er algengur fylgi- kvilli vanvirks skjaldkirtils. Einkenni ofvirks skjaldkirtils eru á hinn bóginn eirðarleysi, hitatilfinning og hjartsláttur sem og þyngdartap, þrátt fyrir aukna matarlyst. Séu einhver þessara ein- kenna fyrir hendi er rétt að láta kanna hvort um geti verið að ræða vanvirkan skjaldkirtil. Það þarf aðeins blóðprufu til að skera úr um það og sé sjúk- dómurinn fyrir hendi fást lyf við því sem flestum gagnast býsna vel. Nokkurn tíma getur tekið að finna rétt magn lyfjanna en þegar það tekst er líðan oft sæmileg. Hér á landi er starfandi fé- lagið Skjöldur, félag um skjaldkirtilssjúkdóma sem hefur þanni tilgang að upplýsa um sjúkdóma skjaldkirtilsins sem og að gæta hagsmuna þeirra sem sjúkdómana hafa. Þannig er dagur skjaldkirtils- ins notaður hér sem víða ann- ars staðar til að hvetja til reglubundinna athugana á skjaldkirtlinum, auka fræðslu og vitneskju almennings um skjaldkirtilinn ásamt því að ýta undir aðgerðir sem geta komið í veg fyrir alvarleg áhrif ógreinds skjaldkirtilssjúk- dóms. Síðast en ekki síst er dagurinn notaður til að hvetja til aukinna rannsókna sem aukið geta skilning okkar á sjúkdómunum. Í tilefni skjald- kirtilsdagsins 2019 gefur fé- lagið út upplýsingabækling um sjúkdómana og mun dreifa honum á næstu dögum, auk þess verður kaffihúsahittingur þar sem félagsmenn geta hist og borið saman bækur sínar sem og fyrirlestur í Safnaðar- heimili Seljakirkju kl. 13 á laugardaginn, 25. maí, sem er skjaldkirtilsdagurinn. Þar mun athafnamaðurinn Róbert Guðfinnsson flytja erindi um sjúkdómana en hann er einn margra sem eiga við sjúkdóma í skjaldkirtli að etja og hvet ég þá sem áhuga hafa á málefninu að koma þangað til að hlusta. Þeim sem áhuga hafa á að ger- ast félagar er bent á að fara á síðuna www.skjaldkirtill.is en þar er hægt að skrá sig í félagið. Dagur skjald- kirtilsins – hvað er nú það? Eftir Árna Helgason » 25. maí er helg- aður skjald- kirtlinum. Tilgang- urinn er að þakka þeim sem auka þekkingu og að stuðla að aukinni fræðslu um sjúk- dóma skjald- kirtilsins. Árni Helgason Höfundur er fasteignasali og ritari stjórnar Skjaldar – félags um skjaldkirtils- sjúkdóma. arni.helgason@ferska.com á morgun

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.