Morgunblaðið - 25.05.2019, Side 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MAÍ 2019
✝ Ársæll Egilssonfæddist á
Steinanesi í Arnar-
firði 2. september
1931. Hann lést á
Landspítalanum
Fossvogi 18. maí
2019.
Foreldrar hans
voru Egill Svein-
björnsson, f. 13.
desember 1900, d.
2. ágúst 1967, og
Svava Sölvadóttir, f. 31. október
1909, d. 12. nóvember 1993.
Systkini Ársæls eru Ingi Rafn, f.
1944, d. 2001, Hulda Bárðdís, f.
1946, Pálína Sólbjört, f. 1947,
Sölvi Mikael, f. 1950, og Svein-
björn Valgeir, f. 1954.
Eiginkona Ársæls var Jó-
hanna Helga Guðmundsdóttir,
frá Innstu-Tungu í Tálknafirði,
f. 12. febrúar 1932, d. 26. janúar
2017. Foreldrar hennar voru
Guðmundur Guðmundsson, f.
10.10. 1900, d. 21.8. 1973, og
Kristín Magnúsdóttir, f. 11.11.
1902, d. 25.9. 1967. Ársæll og Jó-
hanna hófu búskap á Bíldudal
1954 en fluttu til Tálknafjarðar
1. janúar 1960, þar sem þau
bjuggu upp frá því.
Börn Ársæls og Jóhönnu eru:
1) Kristín Guðmunda, f. 1953,
maki Njáll Torfason, f. 1950.
Börn: Einar og Jóhanna. 2)
Hrefna, f. 1954. Börn: Máni,
Nökkvi, Iðunn og Ingimar. 3)
Níels Adolf, f. 1959, maki Sigur-
hf., á fyrsta Tálknfirðingi
BA-325, síðar á Sæúlfi BA-75
þar til hann fórst á síldveiðum
fyrir Austurlandi 25. nóvember
1966. Ársæll var um tíma skip-
stjóri á Jörundi 3, RE-300 og tók
næst við nýjum Tálknfirðingi
BA-325, sem smíðaður var í Nor-
egi 1968 og var með hann fram á
vertíðarlok 1974. Árið 1974
stofnuðu Ársæll og Bjarni
Andrésson ásamt eiginkonum á
Tálknafirði útgerðarfélagið
Tálkna hf. og keyptu fyrst
Sléttanes ÍS-710 frá Þingeyri og
hlaut skipið nafnið Sölvi Bjarna-
son BA-65. Því næst keypti út-
gerðin a-þýskan tappatogara
sem hlaut nafnið Frigg BA-4.
Tálkni hf. lét smíða 500 tonna
fjölveiðiskip hjá skipasmíðastöð
Þorgeirs og Ellerts hf., sem
hleypt var af stokkunum á Akra-
nesi 1980. Ársæll var skipstjóri á
skipum útgerðarinnar þar til fé-
lagið hætti rekstri 1985. Eftir
það gerði Ársæll út á línu og
handfæri frá Tálknafirði þrjá
smábáta sem allir fengu nafnið
Frigg BA-4, árin 1984-1996, en
starfaði eftir það sem hafnar-
vörður á Tálknafirði.
Ársæll útskrifaðist frá Stýri-
mannaskólanum á Ísafirði 1958
með hið minna fiskimannapróf
sem veitti 120 tonna réttindi og
frá Stýrimannaskólanum í
Reykjavík 1966 með 2. stigs
skipstjórnarpróf sem veitti ótak-
mörkuð skipstjórnarréttindi á
fiskiskipum.
Útför Ársæls verður gerð frá
Tálknafjarðarkirkju í dag, 25.
maí 2019, klukkan 14.
laug Guðmunds-
dóttir, f. 1962.
Börn: Arnar Geir,
Ársæll, Egill, Guð-
mundur og Styrm-
ir. 4) Tryggvi, f.
1965, maki Eyrún
Ingibjörg Sigþórs-
dóttir, f. 1966.
Börn: Birna Rán,
Sæþór, Helga Krist-
ín, Hafrún og Rut.
5) Hlynur, f. 1970,
maki Hallveig Guðný Guðna-
dóttir, f. 1967, dætur Hlyns eru
Helena Hekla, Svava og Elísa.
Barnabörn Ársæls og Jóhönnu
Helgu eru 19 og barnabarna-
börn eru 19.
Ársæll gekk í Barnaskólann á
Bíldudal en hóf sjóróðra eftir
fermingu með móðurbræðrum
sínum Eleseusi og Páli, fyrst á
árabáti með legulóðir í Arnar-
firði, síðan á Steinbjörgu
BA-273, sex tonna dekkuðum
súðbyrðingi. Með mági sínum
Níelsi Adolf Guðmundssyni
gerði hann út Odda BA-304,
fimm tonna opinn bát, en reri
einnig á handfærum eitt sumar
með mági sínum Magnúsi Kr.
Guðmundssyni á Þresti BA-149,
12 tonna báti frá Tálknafirði.
Ársæll varð fyrst skipstjóri á
Frigg BA-4 og svo á Geysi
BA-140, sem voru í eigu Fisk-
vinnslunnar á Bíldudal. 1. janúar
1960 tók hann við skipstjórn hjá
Hraðfrystihúsi Tálknafjarðar
Yfir úfna og ygglda dröfn
alvalds höndin leiði
skip og skipshöfn heil í höfn
hættum frá þeim greiði.
(Úr Leiðsögn á vegi trúarinnar
eftir Karl Sigurbjörnsson)
Tengdafaðir minn Ársæll
Egilsson á langan og farsælan
feril að baki sem sjómaður og
skipstjóri, hann byrjaði ungur
að sækja sjóinn og sjómennska
honum í blóð borin. Á hans ferli
urðu miklar breytingar á skipa-
kosti landsmanna og tækninýj-
ungar flæddu yfir. Mér er til
efs að nokkur kynslóð muni
upplifa aðrar eins breytingar til
sjós og lands eins og sú sem
Ársæll tilheyrði.
Mér er minnisstætt símtal
fyrir um 20 árum þar sem hann
hringdi heim til okkar Tryggva
og spurði af hverju báturinn
okkar Sæli BA væri ekki í
róðri, það væri blíða um allan
sjó. Ég varð fyrir svörum og
sagði honum að tölvan um borð
væri biluð, hann átti nú ekki
orð yfir aðra eins vitleysu,
hann hefði nú ekki þurft annað
en kompás til að fara í róður.
Það er ekki langt síðan ég
spurði Ársæl hvað stæði upp úr
þegar hann horfði til baka yfir
skipstjórnarferil sinn. Hann
hugsaði sig ekki lengi um og
sagði:
„Það að hafa aldrei misst
mann, ég skilaði alltaf allri
minni áhöfn í land.“ Mér finnst
þessi orð lýsa honum vel. Hann
var hlýr persónuleiki og alveg
einstaklega skemmtilegur mað-
ur, hávær á stundum og rödd
hans barst vel. Hann var eft-
irminnilegur öllum sem hann
hittu. Í störfum mínum á veg-
um Hafnasambands Íslands fór
ég víða um land og hvar sem ég
kom þekktu margir Sæla og
höfðu sögu að segja, sérstak-
lega þeir sem höfðu kynnst
honum í gegnum sjómennsk-
una. Einn sagði mér frá síld-
arárunum og því þegar Sæli
kallaði skipanir til sinna manna
úr brúarglugganum, þá hlýddu
hásetar á næstu 12 bátum í
kring!
Ársæll hafði einstaklega
gaman af því að spila og þegar
hann var að vinna var hann al-
gerlega óþolandi, nuddaði þeim
sem var að tapa upp úr ósigr-
inum og hló mikið. En þegar
hann var að tapa kom á hann
skeifa og oft sagði hann; hann
hlýtur að spá stormi.
Ég á endalausar minningar
um hann tengdapabba minn
sem ég var svo heppin að eign-
ast. Hann og Hanna tengda-
mamma reyndust mér og minni
fjölskyldu vel og ég bar
ómælda virðingu fyrir þeim.
Enda má segja að þau hafi að
hluta til alið mig upp, þar sem
ég var 18 ára stelpuskott þegar
ég kom inn í fjölskyldu þeirra.
Ég verð þeim eilíflega þakklát
fyrir samfylgdina öll þessi ár.
Ég mun varðveita þessar minn-
ingar og við fjölskyldan rifja
upp samskipti og samtal, hlæja
og gráta. Á þessum tímamótum
þykir mér óendanlega vænt um
að við fjölskyldan og Ársæll
skyldum eyða síðustu jólunum
á Tálknafirði þar sem við áttum
góðar stundir saman.
Blessuð sé minning míns ást-
kæra og skemmtilega tengda-
föður. Hafðu þökk fyrir allt og
allt.
Eyrún Ingibjörg
Sigþórsdóttir.
Ársæll Egilsson
✝ Sigríður
Laufey Guð-
mundsdóttir fædd-
ist á Siglufirði 27.
apríl 1928. Hún lést
á Hrafnistu í
Reykjavík 23. mars
2019.
Foreldrar henn-
ar voru Guðmund-
ur Sigurðsson,
kennari, síldar-
matsmaður og bú-
fræðingur, f. 25. mars 1871 á
Hesteyri, d. 1. febrúar 1951, og
Pálína Ástríður Hannesdóttir
húsfreyja, f. 1. nóvember 1883 í
Aðalvík, d. 7. mars 1965.
Sigríður giftist Daníel Daní-
elssyni frá Bjargshóli í Miðfirði
25. júní 1949. Daníel lést 5. febr-
úar 1997. Börn
þeirra eru: 1) Ásgeir
Guðmundur, f. 11.9.
1949, hagfræðingur.
2) Jórunn, f. 23.3.
1951, sjúkraliði. 3)
Daníel Ágúst, f. 14.8.
1954, gestalt-
meðferðarfulltrúi. 4)
Áslaug Helga, f.
21.8. 1958, kennari.
Sigríður varð
stúdent frá Mennta-
skólanum á Akureyri árið 1947.
Næstu þrjá áratugi þar á eftir var
hún húsfreyja en þá tók við nám í
Handíða- og myndlistaskólanum
og sjálfstætt starf við listsköpun,
leirkerasmíði og vefnað.
Útförin fór fram í kyrrþey að
ósk Sigríðar.
Mamma var langyngsta barn
foreldra sinna. Þegar hún
fæddist voru fyrir fjögur al-
systkini og ein hálfsystir, Bryn-
hildur Jósefsdóttir. Ásgerður
sem var næst mömmu í aldri
var tæplega 14 ára þegar
mamma fæddist.
Guðmundur afi var menntað-
ur kennari og mikill áhugi á
bóknámi á heimilinu. Mamma
varð læs snemma og fyrir þrá-
beiðni hennar fékk hún að
byrja í skóla sex ára gömul.
Hún reyndist hafa góðar náms-
gáfur og lauk stúdentsprófi
1947, nýorðin 19 ára. Fjórar
stúlkur útskrifuðust frá mála-
deild Menntaskólans á Akur-
eyri þetta árið.
Heimsstyrjöldinni var nýlok-
ið og kjörinn tími til að láta sig
dreyma um glæsta framtíð. En
það var ekki auðvelt að láta
drauma sína rætast á þessum
árum.
Tveimur árum síðar giftist
hún samstúdent sínum, Daníel
Daníelssyni, og verður ófrísk
að fyrsta barninu af fjórum. Á
sama tíma dynja áföllin yfir.
Ásgerður lést 1. janúar 1949 og
Jórunn rúmu ári síðar, 25. sept-
ember 1950. Báðar á fimmtugs-
aldri. Elsti bróðirinn, Guð-
mundur Páll, lést nokkru áður,
15. desember 1940, tæplega
fertugur, úr veikindum sem
urðu læknanleg nokkrum árum
síðar þegar byrjað var að fram-
leiða sýklalyf. Af fimm alsyst-
kinum voru það bara Hannes
og mamma sem urðu gömul.
Fráfall systkinanna hlýtur að
hafa verið mikið áfall fyrir
mömmu en þau mál ræddi hún
aldrei.
Næstu ár voru mikið basl og
sífelldir flutningar. Við þurftum
að vera í Reykjavík (reyndar
oftast á Seltjarnarnesi) á vet-
urna þar sem pabbi var í námi
og á Siglufirði á sumrin þar
sem nóg var um atvinnu og
Pálína amma bauð upp á
ókeypis húsnæði. Þeim hefði
aldrei tekist þetta ef ekki hefði
komið til mikill stuðningur frá
systkinum og þær kjarabætur
sem stríðið hafði fært þessum
útkjálka sem Ísland var á þess-
um tíma.
Þegar pabbi hafði lokið nám-
inu var haldið til Siglufjarðar
og skömmu síðar til Húsavíkur
þar sem pabbi var bæði héraðs-
læknir og sjúkrahúslæknir í
héraði sem nú er þjónað af
mörgum læknum. Vinnuálagið
var gífurlegt og eðlilegt að
mamma kvartaði.
Mamma rækti húsmóður-
skyldurnar af samviskusemi en
ég held að hún hafi aldrei haft
mikinn áhuga á þeim. Hennar
helsta áhugamál á þessum tíma
var hannyrðir. Þegar hún er
orðin fimmtug, börnin flutt að
heiman og hún komin til
Reykjavíkur sótti hún um
skólavist í Handíða- og mynd-
listaskólanum. Þar ætlaði hún
að læra vefnað og hannyrðir. Í
skólanum voru nemendur látnir
prófa allar listgreinar en ekki
bara þær sem þeir ætluðu að
sérhæfa sig í. Þannig kynntist
mamma leirkerasmíði og heill-
aðist.
Næstu árin vann hún myrkr-
anna á milli við leirkerasmíði
og lagði stóra húsið við Há-
teigsveg 16 undir starfsemina,
ekki bara bílskúrinn eins og
fyrst heldur allt risið líka. Hún
sótti námskeið erlendis og próf-
aði sig áfram með efni og form.
Hún tók einu sinni þátt í sam-
sýningu og hélt eina einkasýn-
ingu haustið 1987. Hún ætlaði
að halda fleiri sýningar en
hætti við. Hún hélt áfram af
kappi að búa til fallega leir-
muni. En það var enginn sem
sinnti kynningarstarfinu,
hvorki fyrir listmunina né lista-
manninn.
Ásgeir G. Daníelsson.
Sigríður Laufey
Guðmundsdóttir
Morgunblaðið birtir minningargreinar
endurgjaldslaust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein.
Minningargreinar
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
SÆMUNDUR REIMAR GUNNARSSON,
lést þriðjudaginn 7. maí.
Útförin fer fram frá Garðakirkju í Görðum
á Álftanesi föstudaginn 31. maí
klukkan 11.
Þórunn Jónsdóttir
börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
BJÖRN Þ. GUÐMUNDSSON,
prófessor emeritus við lagadeild
Háskóla Íslands,
verður jarðsunginn frá Neskirkju við
Hagatorg mánudaginn 27. maí klukkan 13.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Amnesty International.
Þórunn Bragadóttir
Guðmundur Björnsson Hekla Valsdóttir
Bragi Björnsson Ragna Björk Ragnarsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær mamma okkar,
GUÐRÚN FJÓLA GUÐBJÖRNSDÓTTIR
leikskólakennari,
lést í faðmi fjölskyldunnar á líknardeildinni í
Kópavogi.
Útför hennar fer fram frá Víðistaðakirkju
miðvikudaginn 29. maí klukkan 13.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á Ljósið.
Arnar Snær Hilmarsson
Inga Lilja Hilmarsdóttir
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ÓLAFÍA KRISTRÚN HARALDSDÓTTIR,
lést sunnudaginn 19. maí á líknardeild
Landspítalans.
Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík
29. maí klukkan 13.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar
er bent á Ljósið.
Aðstandendur
Okkar ástkæri
ÆVAR S. INGÓLFSSON
vélstjóri
lést þriðjudaginn 21. maí á Hrafnistu.
Útför hans verður gerð frá Grafarvogskirkju
mánudaginn 27. maí klukkan 11.
Þórir Ómar
Óskar Ragnar
fjölskyldur og aðrir aðstandendur