Morgunblaðið - 25.05.2019, Qupperneq 31
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MAÍ 2019
✝ Ragna KristínKarlsdóttir
fæddist 3. mars
1928 í Garði á
Ólafsfirði. Hún
lést á hjúkrunar-
heimilinu Horn-
brekku Ólafsfirði
12. maí 2019.
Foreldrar
Rögnu voru Karl
Guðvarðarson, f.
20.9. 1887, d. 24.3.
1967, og Sólveig Rögnvalds-
dóttir, f. 11.2. 1889, d. 15.7.
1958.
Ragna var yngst sjö syst-
kina og eru þau nú öll látin.
Systkin hennar voru Aðal-
Hulda Gerður Reykjalín,
maki Aðalsteinn Gunnar
Friðþjófsson. Þau eiga þrjár
dætur, átta barnabörn og tvö
barnabarnabörn. 2) Magnús
Símon Reykjalín, maki Sylvía
Putta. Magnús á þrjú börn
og níu barnabörn. 3) Hólm-
fríður Sólveig Reykjalín,
maki Gísli Heiðar Jóhanns-
son. Þau eiga fjögur börn, 11
barnabörn og þrjú barna-
barnabörn. 4) Helena Reykja-
lín, maki Vilhjálmur Sigurðs-
son. Þau eiga þrjú börn og
átta barnabörn. 5) Rögnvald-
ur Karl, maki Björg Trausta-
dóttir. Þau eiga þrjú börn og
eitt barnabarn. 6) Harpa
Hlín, maki Magnús Rúnar
Ágústsson. Þau eiga þrjú
börn.
Útför Rögnu Kristínar fer
fram frá Ólafsfjarðarkirkju í
dag, 25. maí 2019, og hefst
athöfnin klukkan 14.
heiður, Óskar,
Ísól, Kristinn,
Fjólmundur og
Guðlaug Rósa.
Eiginmaður
Rögnu var Jón
Stefán Reykjalín
Magnússon frá
Grímsey, f. 6.10.
1926, d. 18.11.
2012. Foreldrar
Jóns voru hjónin
Magnús Stefán
Símonarson, d. 1969, og Sig-
gerður Bjarnadóttir, d. 1993.
Þau eignuðust sjö börn sem öll
eru látin nema Bjarni Reykja-
lín, f. 1930 og býr í Grímsey.
Börn Jóns og Rögnu eru: 1)
Ömmu þótti svo gaman að
ferðast. Hún og afi fóru margar
ferðir saman, innan- jafnt sem
utanlands. Þegar amma varð
ekkja hélt hún áfram að
ferðast, skaut laumulega að
sínum nánustu að þeir væru
velkomnir með en ef enginn tók
undir það fór hún bara ein. Ég
dáðist að þessari hörku í henni
að hafa kjarkinn til að fylgja
eftir draumum sínum því sumar
áhyggjuraddir töldu að best
væri heima setið á þessum
aldri. Hún undirbjó sig vel fyrir
hverja ferð, pakkaði niður, tók
upp úr töskunni og pakkaði aft-
ur niður og eftir nokkur svona
skipti var taskan klár. Amma
kom svo með fulla tösku af föt-
um til baka því hún náði að
prútta svo vel þarna úti og svo
átti hún fullt í fangi með að
nota allt það sem hún keypti.
Svo kom að því að amma bók-
aði sig í sína hinstu ferð, til-
kynnti okkur ættingjunum að
hún væri tilbúin að fara og svo
hófst biðin sem henni fannst
orðin óþarflega löng. Hún var
löngu búin að pakka og var
sennilega betur undirbúin fyrir
þessa ferð en nokkra aðra. Og
svo lagði amma af stað aðfara-
nótt sunnudagsins 12. maí. En
það sem var öðruvísi við þessa
ferð var að hún átti ekki far-
miða til baka og það er mjög
erfitt að venjast þeirri stað-
reynd. Ég finn fyrir sorg og
söknuði en á sama tíma minni
ég mig á að amma var virkilega
tilbúin að yfirgefa þetta jarðlíf
og þá er ekki annað hægt en að
samgleðjast henni og þakka
fyrir að hafa átt hana svo lengi
að.
Góða ferð, elsku amma, takk
fyrir allt sem þú varst og takk
fyrir allt sem þú gafst mér.
Linda Aðalsteinsdóttir.
Ragna Kristín
Karlsdóttir
✝ Hilmar PéturÞormóðsson
fæddist í Reykjavík
19. mars 1942.
Hann lést á líknar-
deild Landspítalans
í Kópavogi 10. maí
2019.
Foreldrar Hilm-
ars Péturs voru
hjónin Steinunn
Bergþóra Péturs-
dóttir húsmóðir, f.
á Eyrarbakka 7. október 1912,
d. 20. september 2001, og Þor-
eldrar hennar voru Ólafía
Kristín Gísladóttir húsmóðir,
f. 29. ágúst 1920, d. 23. októ-
ber 2008, og Atli Már Árna-
son, teiknari og listmálari, f.
17. janúar 1918, d. 9. febrúar
2006.
Synir Hilmars Péturs og
Bjargar eru Atli Örn, f. 20.
janúar 1960, og Steinþór Óli,
f. 28. apríl 1962. Börn Stein-
þórs Óla eru Hilmar Ársæll, f.
31. desember 1994, og Stein-
unn Helga, f. 5. september
2002. Móðir þeirra er Hjördís
Hrönn Backmann, f. 3. desem-
ber 1971. Unnusta Hilmars
Ársæls er Katrín Ósk Bald-
vinsdóttir, f. 26. desember
1992.
Útför Hilmars fór fram í
kyrrþey 22. maí 2019.
móður Jónasson
húsgagnasmíða-
meistari, f. 1.
ágúst 1908, d. 3.
júní 1989. Börn
þeirra eru Hilm-
ar Pétur, f. 19.
mars 1942, Ás-
geir, f. 20. sept-
ember 1945, og
Áslaug, f. 14.
mars 1953.
Eiginkona
Hilmars Péturs er Björg Atla-
dóttir, f. 17. mars 1942. For-
Við Hilmar kynntumst í
þriðja bekk Menntaskólans í
Reykjavík haustið 1959 og vor-
um sessunautar lengst af þar.
Við urðum strax vinir og hefur
sú vinátta varað í þau 60 ár
sem síðan eru liðin. Vináttan
við Hilmar var með einhverj-
um hætti svo sjálfsögð. Hann
var hnyttinn og skemmtilegur
en umfram allt leyndi sér ekki
umhyggjan og hlýjan sem
hann sýndi mér og öðrum.
Á þessum árum höfðu Hilm-
ar og kona hans, Björg, þegar
bundið sitt trúss saman og við
útskrift voru þau komin með
tvo myndarlega drengi, þá
Atla og Steinþór. Aldrei
heyrði ég þó æðruorð frá þeim
um mikið álag og erfiði, sem
hlýtur þó að hafa fylgt því að
vera komin með fjölskyldu.
Þau áttu líka góða að þar sem
voru foreldrar þeirra, en þau
bjuggu í risinu á Grettisgötu
43 hjá foreldrum Hilmars, á
gestkvæmu og annáluðu
rausnarheimili.
Að loknu stúdentsprófi tóku
Hilmar og Björg að sér
kennslu og skólastjórn á
Drangsnesi við Steingríms-
fjörð og að því loknu kenndi
Hilmar í Vestmannaeyjum í
nokkra vetur. Að því búnu
réðst hann til Morgunblaðsins
sem prófarkalesari.
Nokkru eftir dvöl þeirra á
Drangsnesi tók ég við skóla-
stjórn í litla skólanum þar og
vorum við Kolbrún, kona mín,
þar við kennslu einn vetur. Við
Hilmar höfðum því um margt
að spjalla þegar við minntumst
veru okkar fyrir vestan og
þess ágæta fólks sem þar bjó.
Síðan gerðist ég kennari við
barnaskólann á Stokkseyri en
á útmánuðum 1970 hringdi
Hilmar í mig og hvatti mig til
að sækja um starf prófarkales-
ara á Morgunblaðinu. Úr því
varð og er mér næst að halda
að Hilmar hafi sjálfur gengið
frá flestu varðandi þá ráðn-
ingu.
Þegar breytingar urðu á
fyrirkomulagi prófarkalesturs-
ins gerðumst við blaðamenn í
erlendum fréttum en Hilmar
fór fljótlega í önnur störf, sá
um Velvakanda og síðar minn-
ingargreinar. Naut hann sín
þar vel enda átti hann mjög
auðvelt með samskipti við ann-
að fólk. Veit ég að margir sem
þurftu á liðsinni hans að halda
minnast hans enn fyrir alúð og
skilning sem hann sýndi þeim.
Vorum við Hilmar samstarfs-
menn á Morgunblaðinu vel á
fjórða áratug.
Þar tókum við þátt í göngu-
hópi, gleyptum í okkur matinn
í hádeginu og notuðum síðan
tímann til að taka hring um
Öskjuhlíð þegar við vorum í
Kringlunni og síðar kringum
Rauðavatn eftir að flust var í
Hádegismóa. Brutu þessar
göngur upp daginn og urðu til-
efni alls kyns vangaveltna.
Nokkrum sinnum veiddum við
í Stíflisdalsvatni í boði gamals
skólafélaga. Hefðu samveru-
stundir okkar af þessu tagi
mátt vera fleiri.
Heimili Hilmars og Bjargar
einkenndist af hlýleika og
myndarskap og dáðist ég að
handverki Hilmars þegar þau
endurbættu og fegruðu gamla
húsið á Kárastígnum. Hilmar
var völundur og ekki skemmdi
fyrir listfengi Bjargar.
Alltaf var skemmtilegt að
spjalla við Hilmar um þjóðmál
eða annað og minnisstæð eru
góð tök hans á íslensku máli.
Hafði hann áhuga á tungumál-
um almennt, var frábær lat-
ínumaður í skóla og komst síð-
ar vel niður í ítölsku. Þá hafði
hann áhuga á íslenskum fræð-
um og eftir að glíma hans við
sjúkdóminn hófst sóttum við
fyrirlestra hjá Miðaldastofu
um þau efni, okkur til ánægju.
Við fráfall Hilmars syrgi ég
traustan vin en ég vil trúa
þeim orðum höfundar Sólar-
ljóða að við munum hittast aft-
ur hressir og kátir á því „feg-
inslandi fira“, sem við höfum
fyrirheit um. Mestur er þó
missir Bjargar, Atla, Stein-
þórs og annarra ástvina Hilm-
ars.
Öllu er afmörkuð stund en
aldrei verður tekin frá okkur
minningin um þann góða
dreng sem Hilmar Pétur Þor-
móðsson var.
Sveinn Sigurðsson.
Hilmar P.
Þormóðsson
FALLEGIR LEGSTEINAR
Verið velkomin
Á góðu verði
Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is
Opið: 10-17 alla virka daga
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við
andlát og útför ástkærrar móður okkar,
dóttur, systur og frænku,
ÍRISAR BJARKAR HLÖÐVERSDÓTTUR,
sem lést mánudaginn 29. apríl.
Útför hennar fór fram í Víðistaðakirkju
í Hafnarfirði 9. maí. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á að
styrkja Píetasamtökin.
Finnbogi Ernir Ægisson
Emilía Karen Ægisdóttir
Hlöðver Kjartansson Herdís Jónsdóttir
Hulda Kristín Hlöðversdóttir Brynja Dröfn Ingadóttir
Kjartan Arnald Hlöðversson Sveinbjörg Júlía Kjartansd.
Pálmar Þór Hlöðversson David Anthony Noble
Okkar ástkæri
JÓN REYNIR HILMARSSON,
Jónsi,
lést á Landspítalanum föstudaginn 10. maí.
Útför hans fer fram frá Lindakirkju
miðvikudaginn 29. maí klukkan 15.
Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir
en þeim sem vildu minnast hans er bent á fjárvörslureikning
barnanna hans: 515-14-582, kt. 630810-0350.
Fyrir hönd barna hins látna,
Arna Margrét Erlingsdóttir
Hilmar Kristberg Jónsson
Sigurður Þór Kristjánsson
og aðrir aðstandendur
Elsku faðir minn, tengdafaðir, afi, sonur,
bróðir og mágur,
ÞÓRÐUR HAFSTEINSSON,
lést á dvalarheimilinu Ási í Hveragerði
1. maí.
Útförin hefur farið fram.
Innilegar þakkir til starfsfólks Áss.
Hafsteinn Þór Þórðarson Lara Ruiz Prados
Þorbjörg Una Hafsteinsdóttir
Hafsteinn Erlendsson
Eyrún Hafsteinsdóttir Neil Clark
Jón Grétar Hafsteinsson
Sigrún Hafsteinsdóttir Úlfar Finnbjörnsson
og systkinabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
GÍSLI GUÐMUNDSSON
húsasmíðameistari,
Bergsmára 13, Kópavogi,
lést á Landspítalanum þriðjudaginn 21. maí.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Sólveig Margrét Ásmundsdóttir
Aron Freyr Gíslason Katla Sif Friðriksdóttir
Ásmundur Óli Gíslason
Guðmundur Garðar Gíslason
Erla Guðrún Gísladóttir Finnur Dellsén
Lilja Björg Gísladóttir Jón Baldvin Jónsson
Hafdís Gerður Gísladóttir Bjartmar Ingi Sigurðsson
Elskulegur eiginmaður minn og besti vinur,
faðir okkar, tengdafaðir, besti afi og bróðir,
ALBERT SIGURJÓNSSON,
Ásvöllum 2, Grindavík,
lést í faðmi stórfjölskyldunnar
miðvikudaginn 22. maí.
Útförin fer fram frá Grindavíkurkirkju mánudaginn 3. júní
klukkan 14.
Svanhvít Daðey Pálsdóttir
Þórkatla Sif Albertsdóttir Þorleifur Ólafsson
Þórey Tea, Albert, Jóhann Daði, Sif
Margrét Albertsdóttir Steinn Freyr Þorleifsson
Þorleifur Freyr
Sigurpáll Albertsson Katarzyna Kujawa
Hallgrímur Sigurjónsson Rúnar Sigurjónsson
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu að-
standendur senda inn. Þar koma
fram upplýsingar um hvar og
hvenær sá sem fjallað er um
fæddist, hvar og hvenær hann
lést og loks hvaðan og klukkan
hvað útförin fer fram. Þar mega
einnig koma fram upplýsingar
um foreldra, systkini, maka og
börn. Ætlast er til að þetta komi
aðeins fram í formálanum, sem
er feitletraður, en ekki í minning-
argreinunum.
Undirskrift | Minningargreina-
höfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín en ekki stutt-
nefni undir greinunum.
Minningargreinar