Morgunblaðið - 25.05.2019, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 25.05.2019, Qupperneq 38
38 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MAÍ 2019 36.200.000,- Lynghagi 10, 107 Reykjavík 3ja herb. - 69,1 m2 - laus strax Góð 3ja herbergja 69,1 fm íbúð í kjallara. Tvö svefnherbergi. Stofa. Eldhús. Baðherb. flísar í hólf og gólf. Þvottahús á hæð. Frábær staðsetning rétt við Háskólann. Laus strax. ✆ 585 8800 Áratuga reynsla og þekking í fasteignaviðskiptum Kringlunni 4-6 | 103 Reykjavík | híbýli.is Ingibjörg Þórðardóttir löggiltur fasteignasali s. 864 8800 Þórður S. Ólafsson löggiltur fasteignasali Ólafur Már Ólafsson löggiltur fasteignasali s. 865 8515 Maríubakki 12, 109 Reykjavík 3ja herb. 88,3 m2 - laus strax Falleg og mikið endurnýjuð 3ja herbergja, 88,3 fm útsýnisíbúð á 3. hæð. Tvö svefnherbergi, stofa, eldhús, baðherbergi, þvottahús. Nýtt harðparket á allri íbúð. Yfirstandandi viðgerð á húsi verður greidd af seljanda. 34.900.000,- Opið hús sunnud. 26. maí 13:00 til 13:30 Opið hús þriðjud. 28. maí 17:30 til 18:00 55.900.000,- Mikið endurnýjuð 3ja-4ra herb. Falleg og mikið endurnýjuð 3ja-4ra herbergja hæð í þríbýlishúsi við Greni- mel. Stór og björt stofa. Tvö stór svefnherbergi. Þvottahús innan íbúðar. Baðherbergi nýlega endurnýjað. Eldhús með nýlegri innréttingu. Góð hæð á frábærum stað. Grenimelur 29, 107 Reykjavík 64.900.000,- 3ja-4ra herb. 133,3 m2 + 11,5 fm sólstofa laus strax Afar falleg og björt 3ja-4ra herbergja íbúð á 1. hæð í vönduðu og eftir- sóttu fjölbýlishúsi fyrir 55 ára og eldri. Stórar og bjartar stofur í suður með útgang í yfirbyggða sólstofu. Tvö góð svefnherbergi. Baðherbergi og gestasnyrting. Þvottahús í íbúð. Laus strax. Sléttuvegur 15, 103 Reykjavík  Brandur Olsen, færeyski landsliðs- maðurinn í knattspyrnu, hefur fram- lengt samning sinn við FH um tvö ár, eða út tímabilið 2021. Hann leikur nú sitt annað ár með Hafnarfjarðarliðinu en Brandur er 23 ára og á að baki 23 leiki með A-landsliði Færeyja.  Roland Eradze, fyrrverandi lands- liðsmarkvörður í handknattleik, hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari karlaliðs Fram, ásamt því að sjá um þjálfun markmanna karla- og kvennaliða- félagsins og stjórna ungmennaliði karla. Roland hefur þjálfað hjá FH und- anfarin ár en var áður hjá Fram.  Sylvía Rún Hálfdánardóttir mun leika með Íslands-, deildar- og bik- armeisturum Vals í körfuknattleik á næstu leiktíð en þessi tvítugi leik- maður hefur skrifað undir samning til næstu tveggja ára við félagið. Sylvía skoraði 22 stig að meðaltali fyrir Þór Akureyri í 1. deild í vetur.  Kevin Durant verður ekki með Gol- den State í fyrstu úrslitaleikjunum um meistaratitil NBA í körfubolta vegna meiðsla í kálfa. Hann hefur ekki leikið fimm síðustu leikina í úrslitakeppn- inni. Golden State bíður þess hvort Toronto eða Milwaukee verði and- stæðing- urinn í úr- slitunum en Toronto er 3:2 yfir fyrir sjötta leik- inn sem fram fer í Toronto í kvöld. Eitt ogannað HM 2019 Kristján Jónsson kris@mbl.is Nú styttist í að kvennalandsliðið í handknattleik muni glíma við Spán í umspili fyrir HM 2019. Liðin mætast ytra 31. maí og aftur í Laugardals- höll hinn 6. júní. „Það er ekkert leyndarmál að þær eru rosalega öflugar en það er ótrú- lega skemmtilegt að fá að spila á móti svo góðu liði. Þær eru mjög kvikar, harðar í vörninni og hreyf- anlegar. Í sókninni sækja þær enda- laust á vörnina og það verður því gaman að mæta þessu liði. Ég held að þessi áskorun muni kveikja svolít- ið í okkur og vonandi getum við verið í sama gæðaflokki en við þurfum að skora eitt mark í einu,“ sagði Arna Sif Pálsdóttir, einn leikreyndasti leikmaður íslenska liðsins, þegar Morgunblaðið ræddi við hana á landsliðsæfingu. Þurfa að vera skynsamar Leikstíll Spánverja hefur stund- um verið ólíkur stíl Norðurlanda- þjóðanna. Gera má ráð fyrir að krefjandi verði fyrir landsliðskon- urnar að lenda í stöðunni maður á móti manni í leikjunum gegn þeim spænsku. „Jú jú, vörnin er mjög agressíf hjá þeim og þær eru fljótar á fótunum. Við þurfum að vera mjög skynsamar þegar við erum með boltann en þær munu reyna að stela boltanum um leið og færi gefst. Við þurfum að halda okkur við þau atriði sem við erum góðar í en ekki spila eins og þær vilja. Erfitt verður að eiga við þær í stöðunni maður á móti manni en við erum í þessu til að spila við sterk lið með góða leikmenn. Ég hef engar áhyggjur af þessum leikjum í raun og veru og held að þetta verði skemmtilegt. Við þurfum að vera skynsamar en samt klikkaðar á sama tíma, ef hægt er að orða þetta þannig,“ sagði Arna og hló að mót- sögninni. Aukinn stöðugleiki Arna Sif upplifði sem ungur leik- maður að leika á stórmóti með landsliðinu. Liðinu hefur ekki gengið vel í nokkur ár þar sem meiðsli hæfi- leikaríkra leikmanna hafa sett svip á liðsuppstillinguna. Nú eru mun færri forföll auk þess sem Axel Stef- ánsson er að byggja liðið upp eins og hann vill sjá það. „Mér finnst að við séum að nálg- ast fyrri styrk. Fljótlega eftir stór- mótin sem liðið komst inn á kom tímabil þar sem leikmenn hættu og aðrir meiddust. En nú hefur okkur tekist að halda svipuðu liði í nokkurn tíma auk þess sem leikmenn eru einnig að koma inn í þetta sem hafa glímt við meiðsli undanfarin ár. Ég hef því trú á að við séum að ná stöð- ugleika, sem hefur vantað undan- farin ár. Þegar landsliðið hefur kom- ið saman í verkefni hafa kannski verið fimm til sex nýjar. Núorðið eru það í mesta lagi ein til tvær ef þá ein- hverjar. Auðvitað þurfa leikmenn að fá tækifæri en það er rosalega gott að geta haldið nokkurn veginn sama leikmannahópi. Þá náum við að slípa okkur saman og að mínu mati er lið- ið á betri stað núna en það var fyrir nokkrum árum.“ Var ánægð hjá ÍBV Arna Sif söðlaði um á dögunum og yfirgaf ÍBV eftir eitt tímabil og bæt- ist við sterkan leikmannahóp Ís- lands- og bikarmeistara Vals. Hvers vegna tók hún þá ákvörðun? „Fyrst og fremst var þetta vegna þess að ég þarf að finna mér vinnu. Ég er búin að ljúka námi sem graf- ískur hönnuður og mér gekk illa að finna vinnu við það í Vestmanna- eyjum. Það var helsta ástæða þess að ég skipti um félag því annars hefði ég spilað út samningstímann hjá ÍBV. Ég var ánægð í Vest- mannaeyjum og er sorgmædd að fara þaðan. Á hinn bóginn er til- hlökkun vegna nýrrar áskorunar. Því fylgir ákveðin pressa að fara til liðs sem vann þrefalt því ekki vil ég að liðinu gangi verr en í fyrra með mig innanborðs,“ sagði Arna Sif ennfremur. Liðið er á betri stað en fyrir nokkrum árum  Arna Sif Pálsdóttir hlakkar til að takast á við þær spænsku í umspilinu Morgunblaðið/Eggert Reynd Arna Sif Pálsdóttir fer yfir sviðið á landsliðsæfingu í Fossvoginum á fimmtudagskvöldið. Ágúst Elí Björgvinsson átti flottan leik í marki Sävehof í þriðja leiknum við Alingsås í gær í úrslitarimmunni um sænska meistaratitilinn í handknattleik. Það dugði þó skammt því Alingsås vann 25:22. Alingsås er því komið í 2:1 í rimmunni eftir að Sävehof vann fyrsta leikinn. Útlitið var gott hjá Ágústi og fé- lögum þegar 10 mínútur voru til leiksloka í þriðja leikn- um en Sävehof komst þá í 20:18. Svaraði þá Alingsås hins vegar með fjórum mörkum í röð og skoraði sjö mörk gegn tveimur á lokakafla leiksins. Ágúst varði 17 af 40 skotum sem hann fékk á sig í markinu sem gerir 42,5% markvörslu. Liðin mætast í fjórða sinn á heimavelli Sävehof næstkomandi mánudags- kvöld. Vinni Sävehof þann leik mætast liðin í oddaleik um titilinn á heima- velli Alingsås hinn 30. maí. sport@mbl.is Ágúst varði vel í tapleik Ágúst Elí Björgvinsson Markverðir: Elín Jóna Þorsteinsd., Vendsyssel Hafdís Renötudóttir, Boden Hornamenn: Sigriður Hauksdóttir, HK Perla Ruth Albertsdóttir, Selfossi Díana Dögg Magnúsdóttir, Val Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram Skyttur: Andrea Jacobsen, Kristianstad Helena Rut Örvarsdóttir, Dijon Lovísa Thompson, Val Thea Imani Sturludóttir, Volda Rut Jónsdóttir, Esbjerg Leikstjórnendur: Ester Óskarsdóttir, ÍBV Eva Björk Davíðsdóttir, Ajax Karen Knútsdóttir, Fram Línumenn: Arna Sif Pálsdóttir, Val Steinunn Björnsdóttir, Fram  Axel Stefánsson þjálfar liðið og Óskar Bjarni Óskarsson er aðstoð- arþjálfari.  Ísland leikur vináttuleik við B-lið Noregs á þriðjudag, mætir Spáni í Antequera á föstudag, 31. maí, og í Laugardalshöll 6. júní. Sextán sem fara til Spánar KVENNALANDSLIÐIÐ Í HANDBOLTA Í UMSPILI UM HM-SÆTI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.