Morgunblaðið - 25.05.2019, Qupperneq 39
ÍÞRÓTTIR 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MAÍ 2019
SKECHERS PARALLEL DÖMUSANDALAR.
STÆRÐIR 36-41
11.995.-
DÖMUSANDALAR.
Þó að Íslandsmótinu í hand-
knattleik sé nú lokið er af og frá
að íslenskir handknattsleikmenn
séu komnir í sumarleyfi. Fyrir ut-
an þá sem eru enn í eldlínunni
utan lands með sínum fé-
lagsliðum þá eru landsleikir á
næstu grösum, bæði hjá kvenna-
og karlaliðinu.
Kvennalandsliðið hefur
æft af miklum móð að unda-
förnu undir styrkri stjórn Axels
Stefánssonar. Á föstudaginn
leikur kvennalandsliðið fyrri leik-
inn við spænska landsliðið þar
sem bitist verður um sæti í loka-
keppni HM. Liðin mætast öðru
sinni hér heima nokkrum dögum
síðar. Samanlögð úrslit leikjanna
skera úr um hvort landsliðið
tryggir sér farseðilinn á HM í
Japan.
Fyrir fram er spænska lands-
liðið metið sterkara en það ís-
lenska enda verið í hópi 16
sterkustu landsliða heims um
árabil. Íslenska landsliðið hefur
hinsvegar sótt í sig veðrið und-
anfarið og getur þess vegna far-
ið alls óhrætt í leikina. Miklu
máli skiptir fyrir íslenska liðið að
ná hagstæðum úrslitum í fyrri
leiknum sem háður verður í
Málaga í næstu viku til að geta
stillt upp fyrir úrslitaleik um HM-
sæti í Laugardalshöllinni
fimmtudagskvöldið 6. júní.
Síðar í júní leikur karlalands-
liðið tvo síðustu leiki sína í und-
ankeppni EM, gegn Grikkjum
ytra og við Tyrki í Laugardals-
höll. Íslenska liðið er komið með
annan fótinn inn í lokakeppni
EM. Það dugar skammt ef tveir
síðustu leikirnir vinnast ekki.
Áður en að þeim leikjum kem-
ur getur Aron Pálmarsson orðið
Evrópumeistari í handknattleik í
þriðja sinn á ferlinum. Hann
verður í eldlínunni með Barce-
lona í úrslitahelgi Meistara-
deildar Evrópu í Köln eftir viku.
BAKVÖRÐUR
Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
EM 2020
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
„Gekk annars vel hér úti og flaug í
gegn. Aldrei verið betri, til Íslands á
sunnudag og þá byrjar undirbún-
ingur fyrir stóru leikina í sumar.
Þetta verður veisla.“
Þannig hljóðuðu skilaboð lands-
liðsfyrirliðans Arons Einars Gunn-
arssonar á Twitter í fyrrakvöld en
hann hefur síðustu dagana dvalið
hjá sínu nýja félagi í Katar, Al-
Arabi, þar sem hann verður form-
lega leikmaður í sumar undir stjórn
Heimis Hallgrímssonar.
Veislan sem Aron vísar til er að
sjálfsögðu landsleikjatvennan á
Laugardalsvelli 8. og 11. júní. Þar
leikur Ísland sannkallaða lykilleiki í
undankeppni EM 2020. Fyrst gegn
Albaníu laugardaginn 8. júní, þar
sem spilað er á óvenjulegum tíma,
klukkan 13, og svo gegn Tyrklandi á
þriðjudagskvöldið 11. júní þar sem
um hefðbundinn leiktíma er að
ræða, klukkan 18.45.
Frá því Ísland vann Andorra 2:0
og tapaði 4:0 fyrir Frakklandi í Par-
ís í fyrstu tveimur umferðum und-
ankeppninnar í lok mars hefur Erik
Hamrén landsliðsþjálfari fylgst með
sínum mönnum. Hann hefur af og til
sést á meðal áhorfenda á leikjum fé-
lagsliðanna þeirra og nú styttist í að
hann tilkynni hópinn fyrir leikina
mikilvægu.
Þegar liggur fyrir að Alfreð Finn-
bogason og Jón Daði Böðvarsson
taka ekki þátt í leikjunum vegna
meiðsla og vonir um að Kolbeinn
Sigþórsson yrði tilbúinn eru úr sög-
unni eftir að hann meiddist hjá AIK
í vor.
Aðrir ættu að vera tilbúnir en eins
og gengur og gerist um þetta leyti
lýkur keppnistímabilinu ekki á sama
tíma hjá landsliðsmönnunum, og
nokkrir eru á fullri ferð á sínu tíma-
bili, og annaðhvort ljúka því eða
koma í landsleikjafrí sex dögum fyr-
ir Albaníuleikinn.
Ari hefur beðið síðan í mars
Skoðum betur stöðuna á þeim
hópi leikmanna sem hefur skipað
liðið undanfarna mánuði eða gætu
verið nálægt hópnum hjá Hamrén.
Ari Freyr Skúlason hefur þurft
að bíða lengst án þess að spila.
Lokeren féll úr belgísku A-deildinni
án þess að fá að fara í umspil og spil-
aði lokaleik sinn 17. mars.
Ögmundur Kristinsson mark-
vörður lauk keppni með Larissa í
Grikklandi 5. maí en þá lauk deild-
inni.
Sverrir Ingi Ingason lauk
keppni með PAOK í Grikklandi 11.
maí með úrslitaleik bikarkeppn-
innar.
Aron Einar Gunnarsson, Gylfi
Þór Sigurðsson og Jóhann Berg
Guðmundsson léku með Cardiff,
Everton og Burnley í lokaumferð-
inni á Englandi 12. maí.
Sama dag lauk Eggert Gunn-
þór Jónsson keppni með Sönder-
jyskE í Danmörku.
Albert Guðmundsson lauk
tímabilinu með AZ Alkmaar í Hol-
landi 15. maí.
Helgina 18.-19. maí spiluðu lið
Kára Árnasonar í Tyrklandi, Rú-
riks Gíslasonar og Guðlaugs Vic-
tors Pálssonar í Þýskalandi og
Kjartans Henry Finnbogasonar í
Danmörku sína lokaleiki á tíma-
bilinu.
Samúel Kári Friðjónsson lék
síðasta leik fyrir landsleikjafrí með
Viking í Noregi í fyrrakvöld.
Rúnar Már Sigurjónsson spilar
lokaleikinn með Grasshoppers í
Sviss í dag.
Hjörtur Hermannsson spilar í
lokaumferðinni í Danmörku í dag en
gæti farið í úrslitaleik með Bröndby
um Evrópusæti á fimmtudaginn
kemur.
Arnór Smárason og Matthías
Vilhjálmsson mætast í norsku úr-
valsdeildinni í dag og síðan er
þriggja vikna hlé á deildinni.
Lokaumferðin í Rússlandi er á
morgun og þar spila Ragnar Sig-
urðsson, Hörður Björgvin Magn-
ússon, Arnór Sigurðsson, Björn
Bergmann Sigurðarson og Jón
Guðni Fjóluson sína síðustu leiki.
Emil Hallfreðsson lýkur tíma-
bilinu með Udinese á Ítalíu á morg-
un.
Theódór Elmar Bjarnason
gæti lokið tímabilinu í Tyrklandi á
morgun en væri annars á leið í úr-
slitaleik um sæti í efstu deild á mið-
vikudaginn kemur.
Birkir Bjarnason lýkur tíma-
bilinu á Englandi á mánudag með
úrslitaleik Aston Villa og Derby um
úrvalsdeildarsæti á Wembley.
Rúnar Alex Rúnarsson mark-
vörður er á leið í umspil með Dijon í
Frakklandi 30. maí og 2. júní.
Jón Dagur Þorsteinsson spilar
úrslitaleiki með Vendsyssel um sæti
í dönsku úrvalsdeildinni 30. maí og
2. júní.
Viðar Örn Kjartansson, Arnór
Ingvi Traustason, Guðmundur Þór-
arinsson og Andri Rúnar Bjarnason
spila í sænsku úrvalsdeildinni til 2.
júní.
Hannes Þór Halldórsson og
Birkir Már Sævarsson spila með
Val til 2. júní.
Tyrkir og Frakkar mætast
Eftir tvær umferðir af tíu í riðl-
inum eru Frakkland og Tyrkland
með 6 stig, Albanía og Ísland með 3
stig, Andorra og Moldóva eru án
stiga.
Þann 8. júní leikur Tyrkland við
Frakkland og Moldóva við Andorra.
Hinn 11. júní leikur Albanía við
Moldóvu og Andorra við Frakkland.
Fimmta og sjötta umferð eru síð-
an leiknar 7. og 10. september.
„Þetta verður veisla“
Styttist í leikina mikilvægu við Albaníu og Tyrkland á Laugardalsvelli Aron
kemur heim á morgun Landsliðsmennirnir í frí fyrir leikina á misjöfnum tíma
AFP
Varnartengiliðir Aron Einar Gunnarsson og N’Golo Kanté verða á ferðinni
með Íslandi og Frakklandi 8. og 11. júní og báðir mæta þeir Tyrkjum.
Gary Martin og knattspyrnufélagið
Valur hafa komist að samkomulagi
um starfslok enska framherjans
sem gekk í raðir Vals í vetur og
skrifaði undir samning til þriggja
ára. Í yfirlýsingu segir að báðir að-
ilar séu sáttir með málalok.
„Gagnvart mér var staðið við allt
og auk þess var öll aðstaða og bún-
aður fyrsta flokks. Það er bara
stundum þannig að menn eiga ekki
skap saman. Þannig var það með
okkur Óla [Ólaf Jóhannesson]. Og
þá þarf að taka á því,“ er m.a. haft
eftir Martin. Nánar á mbl.is.
Sátt náðist hjá
Val og Martin
Morgunblaðið/Ómar
Málalok Gary Martin í búningi Vals.
Valdís Þóra Jónsdóttir komst í
gegnum niðurskurðinn á Jabra-
mótinu í Frakklandi á Evr-
ópumótaröðinni í gær og leikur síð-
asta hringinn í dag. Er hún á sex
höggum yfir pari í 31.- 46. sæti.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
komst ekki í gegnum niðurskurðinn
á Pure Silk mótinu á LPGA í
Bandaríkjunum. Hún var á átta yfir
pari samtals.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson
er einnig úr leik á Made in Den-
mark á Evrópumótaröðinni. Lék
samtals á tíu yfir pari.
Valdís Þóra
komst áfram
Morgunblaðið/Hari
+6 Valdís leikur lokahringinn í dag.