Morgunblaðið - 25.05.2019, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 25.05.2019, Qupperneq 45
MENNING 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MAÍ 2019 AF MYNDLIST Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Sumarið 1992 kom ég í heim-sókn í gamla Kópavogshælið,það fallega hús sem Guðjón Samúelsson teiknaði árið 1923. Eng- in starfsemi var lengur þar á vegum stofnunarinnar en einhverjir mynd- listarmenn höfðu fengið þar aðstöðu. Og ég var kominn að hitta og mynda gest sem starfaði þar um nokkurra vikna skeið, tékkneska myndlistar- manninn Milan Kunc; íslenskir koll- egar, Georg Guðni og Helgi Þorgils Friðjónsson höfðu haft milligöngu um að útvega vinustofuna. Kunc sýndi mér björt og fantasíukennd verk sem hann hafði málað þessa björtu sumardaga; hann var og er æði afkastamikill og þarna var til að mynda portett af konu með jarðar- ber, dramatískt fjallalandslag og ís- lenskur torfbær, allt í þeim kerskn- isfulla pop-súrrealisma sem hafði skotið listamanninum býsna hátt upp á evróskan myndlistarhimin nokkrum árum fyrr. Hann sýndi víða um lönd og hjá virtum galle- ríium, voldug söfn, bankar og aðrar stofnanir eignuðust verk eftir hann, sem og fjöldi einkasafnara. Og undir lok dvalarinnar voru þessi nýju Ís- landsverk sýnd í Ganginum, heima- gallerí Helga Þorgils. „Hér er augljóslega á ferðinni hugsandi listamaður, sem telur myndgæðin og boðskapinn lykil- atriði í myndlistinni. Slík viðhorf eru ekki algeng í nútímalist, og því fagn- aðarefni að fá að kynnast þeim stöku sinnum,“ skrifaði Eiríkur Þorláks- son þá í rýni hér í blaðinu. Opnaði aftur í Ganginum Ári seinna vorum við Milan Kunc báðir fluttir til New York og hitt- umst þar nokkrum sinnum, til að mynda við opnun stórrar sýningar á verkum hans. Síðan er liðinn meira en aldarfjórðungur og þótt ég hafi stundum séð umfjöllun um verk Kunc í erlendum fagtímaritum, þá hittumst við ekki aftur fyrr en nú í byrjun vikunnar, og þá var ég aftur kominn til að taka af honum mynd og það í Ganginum hjá Helga Þor- gils. Kunc var nefnilega kominn aft- ur með ný málverk í farteskinu; hann opnaði á þeim sýningu á mið- vikudaginn var, ásamt úrvali litkrít- armynda frá tíu ára tímabili, mynda sem margar sýna konur, dansandi indverskar sumar hverjar, ein- hverjar módelstúdíur og svo eru tvær sem sýna fólk í samförum. „Þetta eru svona kama sutra útlegg- ingar,“ segir hann brosandi. Því Kunc er kátur maður, hálf- áttræður núna en slær greinilega ekki slöku við; eftir að hafa búið og starfað víða undanfarna hálfa öld, þá hefur hann nú flutt aftur heim til Prag og nýtur þar virðingar – þótt hann segi sjálfur að hann rekist ekki vel í hópi. Myndheimur hans er of sérstakur til að svo sé. Fullur af orku á Íslandi „Ég man vel hvað ég gat unnið lengi þetta sumar hér árið 1992,“ segir hann. „Ég hafði dagsbirtu al- veg til um ellefu á kvöldin og ég var einhvernveginn fullur af orku. En ég vinn enn af kappi, þessi málverk hér,“ hann bendir á myndirnar á veggjunum, „hef ég málað á síðustu vikum. Eitt verk af öðru flæddi fram, eins og venjulega, og mynd- irnar eru gjörólíkar.“ Kunc hóf myndlistarnám á sjö- unda áratugnum en eftir svokallað „vor í Prag“ flutti hann til Ítalíu þar sem hann hreifst af verkum gömlu ítölsku meistaranna, sem enn hafa áhrif á verk hans og myndheim. Það- an flutti hann til Þýskalands og nam meðal annars hjá hinum skæru stjörnum Joseph Beuys og Gerhard Richter. Kunc lenti upp á kant við þá báða, og við þýska myndlist yfirhöf- uð; sagði þá að þar framleiddu lista- menn rusl úr rusli. Hann kaus hins vegar að mála fyrst og fremst, en hefur reyndar einnig gert talsvert af ævintýralegum og súrrealískum keramikverkum. „Hugmyndir að verkum koma ekki bara auðveldlega til mín, þær hafa alltaf þyrpst að mér,“ segir Kunc. „Ég hef líka búið víða, það hafði til dæmis mjög mikil áhrif á mig að búa á ólíkum stöðum á Ítalíu – Róm er alveg einstök, er eins og opið safn og hafði mikil áhrif á verk- in mín. Ég starfaði í Þýskalandi á áttunda áratugnum og var í New York á þeim níunda.“ Í byrjun ferilsins vann Kunc mikið á írónískan hátt með tákn sósíalism- ans, eins og hamar og sigð, í mál- verkunum. List hans þróaðist síðan úr í frásagnarkenndan súrrealisma, þar sem ítalskur mannerismi hafði áhrif, „þar er hátindur endurreisn- arinnar,“ segir hann. „List mín hefur verið metin á ólík- an hátt, þykir kits í Þýskalandi en írónísk á Ítalíu. Með tímanum kom nýklassík inn, ég kalla það pop- endurreisn, en fyrst og fremst eru þetta bara málverk sem ég nýt að skapa,“ segir Kunc. Ævintýraheimar pop-súrrealistans Morgunblaðið/Einar Falur Glaðhlakkalegur Milan Kunc í Ganginum í vikunni, með splunkuný mál- verk fyrir ofan sig og í möppunni en bunki litkrítarverka frá síðustu árum. Morgunblaðið/Einar Falur Málarinn Um nokkurra vikna skeið árið 1992 hafði Kunc vinnuaðstöðu í fyrra húsnæði Kópavogshælis, málaði nokkur verk og sýndi í Ganginum. »Hugmyndir að verkum koma ekki bara auðveldlega til mín, þær hafa alltaf þyrpst að mér… Sýningin Auga fyrir auga verður opnuð í dag, laugardag, í Mjólkur- búðinni, sal Myndlistarfélagsins í Listagilinu á Akureyri. Þar sýna listakonurnar Karólína Baldvins- dóttir og Jónborg Sigurðardóttir, eða Jonna, verk sín. Þar má bæði finna málverk og þrívíð verk sem unnin hafa verið á undanförnum mánuðum. Á sýningunni eru augu í forgrunni. Listakonurnar eru báð- ar blindar á öðru auga og sækja innblástur sýningarinnar í það. Gestum gefst tækifæri á að öðlast innsýn í heim blindra með ýmsum gleraugum sem túlka sjónskerð- ingar af ýmsu tagi. Þau má setja upp og fá með því nýja sýn á verkin og jafnvel heiminn í heild. Sýningin er opin milli kl. 14 og 17 laugardag og sunnudag og aftur 30. maí og helgina 1. og 2. júní. Myndlistarsýning um augu í Listagilinu Auga Eitt verkanna á sýningunni. Argentínski myndlistarmað- urinn Federico Dedionigi sýnir málverkaseríu sína States of Being í Deigl- unni á Akureyri. Sýningin verður opin milli kl. 14 og 17 í dag og á morgun. Dedionigi er gestalista- maður Gilfélagsins í maí. Samkvæmt upplýsingum frá sýn- ingarstað hefur Dedionigi unnið að akrýlmálverkaseríunni States of Being í Argentínu og síðan haldið því áfram í gestavinnustofu félags- ins. Listamaðurinn, sem er alinn upp í úthverfum Buenos Aires, er menntaður í myndlist í Social Museum University (UMSA) og með meistarapróf í listþerapíu frá Nat- ional University of the Arts í Arg- entínu. Dedionigi hefur bæði starf- að sem kennari í UMSA og fleiri skólum í heimaborg sinni auk þess sem hann hefur aflað sér reynslu sem listþerapisti. Hann er sagður hafa mikinn áhuga á austur- lenskum fræðum á borð við chi kung, jóga, hugleiðsluaðferðir og kínverskar bardagalistir auk þess sem ferðalög um Evrópu hafa veitt honum innblástur í listsköpun á síð- ustu árum. Federico Dedionigi Myndlist frá Argentínu til Akureyrar emmessis.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.