Morgunblaðið - 27.05.2019, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. MAÍ 2019
Bir
tm
eð
fyr
irv
ar
au
m
pr
en
tvi
llu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
rr
étt
til
lei
ðr
étt
ing
aá
slí
ku
.A
th.
að
ve
rð
ge
tur
br
ey
st
án
fyr
irv
ar
a
595 1000
Frá kr.
194.99517. september19 nætur
BENIDORM 60+
Okkar vinsæla ferð eldri borgara
rir
va
r
Gist á Hotel Melia Benidorm ****
yst
án
fyr
ir
ar
a.
meðGunnari Svanlaugs
Fyrstu hálendisvegir hafa verið opn-
aðir fyrir almenna umferð. Er það
óvenju snemma.
Leiðin frá Sigöldu inn í Land-
mannalaugar var opnuð fyrir helgi.
Er það um þremur vikum fyrr en
algengast hefur verið á undan-
förnum árum. Dómadalsleið er þó
enn lokuð.
Skálaverðir Ferðafélags Íslands
voru nýlega komnir til starfa þegar
leiðin var opnuð. „Við erum farnir
að sjá einstaka bílaleigubíl. Flestir
fara í laugarnar og stoppa í nokkra
klukkutíma,“ segir Anders Sigþórs-
son skálavörður en bætir því við að
fólk komi einnig í gistingu og tjaldi.
Vegagerðin er að hefla Kjalveg og
sinna viðhaldi. Páll Gíslason, fram-
kvæmdastjóri Fannborgar sem rek-
ur ferðaþjónustu í Kerlingarfjöllum,
segir að fært sé þangað en fólk geti
lent í töfum vegna vegagerðar.
Sama á við um leiðina norður yfir
Kjöl. Páll segir jákvætt að Vega-
gerðin leggi meira í viðhald vegarins
en undanfarin ár. Hann reiknar með
að hægt verði að opna Kjöl eftir
viku. Það yrði þá þremur vikum fyrr
en meðaltal síðustu ára segir til um.
Ástæðan er sú að snjórinn á hálend-
inu bráðnaði skart í hlýindunum í
apríl. helgi@mbl.is
Opna þrem
vikum fyrr
en vanalega
Gæti verið vika í
opnun Kjalvegar
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
,,Þrennt virðist hafa farið úrskeiðis
þegar kjararáð kvað upp úrskurð sinn
um afturvirka launahækkun til handa
forstjórum ríkisstofnana 21. desember
2011,“ segir Haukur Arnþórsson
stjórnsýslufræðingur um svar fjár-
málaráðuneytisins við fyrirspurn
Morgunblaðsins sem sagt var frá hér í
blaðinu 25. maí. Í svarinu kom fram að
engin fylgiskjöl væru til með fundar-
gerð kjararáðs 21. desember 2011.
Þeir einstaklingar sem fjallað var um á
sama fundi kjararáðs fengu heldur
ekki bréf um niðurstöðu ráðsins.
Virðist afleit stjórnsýsla
,,Þetta virðist afleit stjórnsýsla og
það lítur illa út fyrir stjórnvöld ef
kjararáð hefur brotið fleiri en eina
lagareglu. Þá á ég við skráningar-
skyldu, birtingarskyldu og leiðbein-
ingarreglu,“ segir Haukur sem bendir
á að um kjararáð
gildi auk stjórn-
sýslulaga sérlög
og samkvæmt
hvorum tveggja
þessum lögum sé
reiknað með að að-
ilum sé tilkynnt
um ákvörðun
ráðsins eða hún
birt með öðrum
fullnægjandi
hætti. Haukur segir að ef nefnd rök-
styðji ekki niðurstöðu sína við birtingu
beri henni að gera þeim aðilum sem
málið varðar grein fyrir því að þeir eigi
rétt á rökstuðningi og þeir hafi
ákveðnar kæruheimildir. Í tilfelli
kjararáðs sé ekkert í málinu kæran-
legt til fjármálaráðherra en allir skjól-
stæðingar kjararáðs ættu að geta
kært til dómstóla, t.d. á þeim grunni að
kjararáð hefði ekki gætt samræmis
við ákvarðanir launa. Í þeim tilfellum
þyrfti kjararáð að geta rökstutt og
réttlætt forsendur ákvarðana og þá
þyrftu að liggja fyrir skjöl um það á
hvaða forsendum ein ákvörðun var
tekin og á hvaða forsendum önnur og
að gætt hafi verið samræmis.
,,Það er hægt að skjóta málinu til
Umboðsmanns Alþingis en meginleið-
in væri að skjóta því til dómstóla.
Sennilega myndi halla verulega á
kjararáð vegna hugsanlegra brota á
skráningarskyldu og af þeim sökum
gæti myndast skaðabótaréttur hjá
skjólstæðingum kjararáðs gagnvart
ríkissjóði ef þeir telja að samræmis
hafi ekki verið gætt,“ segir Haukur.
Fram kom í Morgunblaðinu í gær að
kjararáði væri skylt samkvæmt lögum
að birta ákvarðanir sínar og úrskurði
og ástæður fyrir þeim opinberlega
með skipulegum og aðgengilegum
hætti. Ráðinu sé einnig skylt að skil-
greina samanburðahópa og birta í úr-
skurði sínum tölulegar upplýsingar
um laun og launaþróun við endurmat
launasetningar einstakra hópa.
Kjararáð braut líklega lög
Engin fylgiskjöl í fundargerð kjararáðs 21. desember 2011
Haukur
Arnþórsson
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Fulltrúar minnihlutans í Reykjavík
lýsa sig andvíga hugmyndum meiri-
hlutans um tafa- og mengunargjöld.
Er gjöldunum ætlað að draga úr
töfum og mengun frá bílaumferð.
Þessar hugmyndir komu fram í
samtali Morgunblaðsins við Sigur-
borgu Ósk Haraldsdóttur, formann
skipulags- og samgönguráðs, í
Morgunblaðinu sl. laugardag.
Eyþór Arnalds, oddviti sjálf-
stæðismanna í borginni, telur slíka
gjaldtöku fela í sér ójafnræði gagn-
vart íbúum mismunandi landshluta.
„Það kemur ekki til greina að
Reykvíkingar, eða íbúar á höfuð-
borgarsvæðinu, séu tvírukkaðir. Ef
það á að leggja veggjöld eingöngu
hér á höfuðborgarsvæðinu er í raun
verið að rukka veggjöld tvisvar. Við
greiðum þau nú þegar í gegnum
skatta á eldsneyti og gjöld á öku-
tæki. Ef það á að mismuna íbúum á
höfuðborgarsvæðinu á þennan hátt
trúi ég ekki öðru en að þingmenn og
sveitarstjórnarmenn standi saman
um að það verði ekki lögð á tvöföld
gjöld,“ segir Eyþór.
Yfirlýst markmið gjaldanna er að
draga úr töfum og mengun og afla
fjár til uppbyggingar borgarlínu.
Eyþór telur hætt við að slík gjald-
taka leiði til þess að fyrirtækin kjósi
að vera með starfsemi utan höfuð-
borgarsvæðisins. „Þá snýst þetta
upp í andhverfu sína,“ segir Eyþór.
Af allt annarri stærðargráðu
Spurður hvort hann telji rétt að
yfirfæra aðgerðir í Ósló á Reykjavík
segir Eyþór borgirnar sem meiri-
hlutinn horfi til í þessu efni vera af
allt annarri stærðargráðu en
Reykjavík. „Það er góðra gjalda
vert að læra af reynslunni en þá
bæði því sem hefur gengið vel og
síður vel. Eftir að sprenging varð í
sölu rafbíla í Ósló kom í ljós að
stjórnvöld voru ekki tilbúin með inn-
viðina. Það er eitt af því sem maður
hefur áhyggjur af hér á Íslandi; nú
er öll áhersla á að auka notkun raf-
bíla og hlaða þá með hreinu, ís-
lensku rafmagni og jafnvel að banna
notkun á jarðefnaeldsneyti. En þá
verða innviðirnir að vera í lagi.
Stóra málið er að það er mjög erfitt
fyrir fólk í fjölbýlishúsum að hlaða
rafbíla. Við höfum lagt til að það
verði að tryggja aðgengi að hleðslu-
stöðvum. Það er auðvelt fyrir
Reykjavíkurborg, sem stærsti eig-
andi Orkuveitunnar, að fara í þetta
verkefni,“ segir Eyþór.
Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi
Miðflokksins, segir Miðflokkinn
hafna frekari skattlagningu, hvort
sem hún sé á formi skatta eða
gjalda.
Hreyfing á móti gjöldunum
Vigdís bendir jafnframt á að mikil
andstaða sé við slíka gjaldtöku í
Noregi. Heil stjórnmálahreyfing hafi
verið stofnuð til að setja baráttuna
gegn gjöldunum á dagskrá. Fram-
undan séu sveitarstjórnarkosningar
í Noregi þar sem kosið verði um
þau. Flokkurinn hafi verið stofnaður
í Björgvin og
strax mælst með
yfir 20% fylgi.
Málið sé heitt í
Stafangri, Björg-
vin og Ósló. „Slík
gjöld eru bein
árás og aðför að
fjölskyldubílnum í
Reykjavík. Fyrst
er þrengt að um-
ferð og þegar
borgararnir hlýða ekki fyrirmælum
á að skella gjaldheimtu á notkunina.
Slíkt gengur ekki í lýðræðisríki,“
segir Vigdís.
Spurð hvernig draga eigi úr losun
gróðurhúsalofttegunda frá sam-
göngum segir hún rétt að ræða fyrst
um flugið og stórskipaflotann. Hlut-
ur bifreiða í losuninni á Íslandi sé
aðeins um 6%. „Meirihlutinn í borg-
inni áttar sig ekki á að það er mun-
ur á sköttum og gjöldum. Rætt er
um tafagjöld eða mengunargjöld.
Þegar gjöld eru innheimt verður að
koma til þjónusta á móti,“ segir Vig-
dís. Áform um að nýta gjöldin til
uppbyggingar borgarlínu standist
ekki skoðun, ekki fremur en inn-
viðagjöld. Þau hafa lagst á þétting-
arreiti.
Kolbrún Baldursdóttir, borgar-
fulltrúi Flokks fólksins, segir andúð
meirihlutans í borginni gegn fjöl-
skyldubílnum „jaðra við þráhyggju“.
„Þau leita allra leiða til að hindra
að bílum sé ekið í miðborgina. Mér
heyrist á máli formanns skipulags-
og samgönguráðs að það skipti ekki
endilega máli við slíka gjaldtöku
hvort bifreiðin er vistvæn eða
rafknúin eða ekki. Bíll er bíll í
þeirra augum og hann skal útilok-
aður frá miðbænum. Auðvitað vil ég
að sem flestir aki um á vistvænum
bílum. Að draga úr loftmengun
skiptir mig eins og aðra máli,“ segir
Kolbrún og bendir á að borgin hafi
dregið úr ívilnunum fyrir eigendur
vistvænna ökutækja. Þá m.a. varð-
andi notkun bílastæða í miðborginni.
„Síðan er ég verulega ósátt við að
nota á þessi gjöld til að greiða fyrir
borgarlínu. Borgarmeirihlutinn hef-
ur ekki farið vel með almannafé eins
og ítrekað hefur verið staðfest í vet-
ur. Því er rétt að byrja á að hag-
ræða og fara betur með almannafé
til að safna fyrir borgarlínu frekar
en að setja á veggjöld“ segir Kol-
brún.
Fara megi fjölmargar aðrar leiðir
til að dreifa umferðinni betur.
Minnihlutinn andvígur nýjum
tafa- og mengunargjöldum
Oddviti Sjálfstæðisflokksins telur tafagjöld á bíla leiða til tvöfaldrar skattlagn-
ingar á borgarbúa Borgarfulltrúi Miðflokksins efast um lögmæti gjaldanna
Vigdís
Hauksdóttir
Eyþór
Arnalds
Kolbrún
Baldursdóttir
Morgunblaðið/Baldur
Stefna Borgaryfirvöld í Ósló hafa fjölgað hjólastæðum á kostnað bílastæða. Verður sama uppi á teningnum hér?
Strandveiðarnar
hafa farið afar
vel af stað. Í maí
var afli báta á
öllum svæðum
meiri en á síðasta
ári auk þess sem
mun fleiri bátar
eru byrjaðir.
Kemur þetta
fram á vef Landssambands smá-
bátaeigenda.
Heildaraflinn við lok 13. dags
strandveiða, sl. fimmtudag, var
orðinn 1.960 tonn sem er 37% meira
en á sama tíma á síðasta ári. Þar af
er þorskaflinn 1.861 tonn. Mesta
aukningin er á svæði D sem nær yf-
ir suðurströnd landsins og vestur
um land, til Borgarbyggðar. Aflinn
þar fer úr 285 tonnum í 519 tonn
sem er 82% aukning.
Fiskistofa hefur gefið út 507 leyfi
til veiða og hafa 457 bátar byrjað,
talsvert fleiri en í fyrra.
37% aukning í afla
strandveiðibáta