Morgunblaðið - 27.05.2019, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.05.2019, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 2 7. M A Í 2 0 1 9 Stofnað 1913  123. tölublað  107. árgangur  TÓKST Á VIÐ SORGINA MEÐ ÞVÍ AÐ YRKJA ERLENDIR HÁSKÓLA- NEMAR Á ÍSLANDI UM 1.500 ÁHÆTTUMAT ÞARF FYRIR ÖRÆFASVEIT SVIÐSLJÓS 14 ÞJÓÐGARÐSVÖRÐURINN 6DAGLEGT LÍF 11 Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Ekki liggur fyrir „fullnægjandi sviðsmynd“ um það hvernig fari, verði þriðji orkupakkinn samþykkt- ur og sæstrengur lagður í framtíð- inni. Þetta segja þingmenn Mið- flokksins sem hafa andmælt innleiðingu þriðja orkupakkans und- anfarna daga og nætur á Alþingi. Í málflutningi sínum hafa þing- menn gert fjölda athugasemda við innleiðingu þriðja orkupakkans eins og hún liggur fyrir þinginu. Sig- mundur Davíð Gunnlaugsson, for- maður Miðflokksins, vísar m.a. til þess að stjórnlagadómstóll í Noregi taki innleiðingu orkupakkans þar í landi til umfjöllunar í haust og að ekki hafi verið tekið tillit til fjórða orkupakkans sem ráðherraráð ESB samþykkti í síðustu viku. Miðflokk- urinn vill að málið fari aftur fyrir sameiginlegu EES-nefndina, eða að beðið verði með innleiðinguna fram á haust. Engin ástæða til að bíða Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir að dómsmálið fyrir norska stjórn- lagadómstólnum varði túlkun á norsku stjórnarskránni og hvort taka hefði átt ákvörðun með auknum meirihluta norska þingsins varðandi innleiðingu þriðja orkupakkans í samræmi við ákvæði norsku stjórn- arskrárinnar. „Íslenska stjórnarskráin inni- heldur ekkert slíkt ákvæði og innan- landsdeildur Norðmanna um túlkun á þeirra eigin stjórnarskrá hafa enga þýðingu varðandi þinglega meðferð þriðja orkupakkans hér á landi, enda höfum við okkar eigin stjórnarskrá og byggjum okkar málsmeðferð á íslenskum lögum,“ segir Áslaug Arna sem segir að öll- um steinum hafi verið velt við skoð- un málsins og engin ástæða sé til þess að bíða með málið fram á haust. Þaðan af síður að beina því aftur til sameiginlegu EES-nefndarinnar. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, áætlar að þingstörf séu viku á eftir áætlun vegna mikilla umræðna um orkupakkann. Vax- andi óþol sé gagnvart málþófi í þinginu. Ekki horft til 4. orkupakka  Miðflokkurinn andmælir innleiðingu orkupakka  Vaxandi óþol gagnvart mál- þófi  Telja margt enn óljóst um heildaráhrif  Þingstörfin eru viku á eftir áætlun MSvör vanti um … »2, 8 & 10 Innleiðing orkupakka » Miðflokkurinn vill senda málið til sameiginlegu EES- nefndarinnar á ný. » Formaður utanríkismála- nefndar segir enga ástæðu til að bíða með málið.  Veðmálastarfsemi í kringum fót- bolta færist í vöxt. Æ fleiri veðja á fótboltaleiki í íslensku deildunum og eftirspurnin er slík að veðmálin ná niður í lítt sótta leiki í öðrum flokki. Þegar þangað er komið getur verið auðvelt að nálgast upplýsingar um leikina sem veðbönkum er ókunnugt um, eins og til dæmis hvort vanti helsta framherja liðsins í leik dags- ins. Þessi staða veldur heilindafull- trúa KSÍ áhyggjum. Hann segist vita dæmi þess að þjálfarar í öðrum flokki varðveiti upplýsingar um byrjunarlið í leikj- um eins og hálfgerðar hernaðar- upplýsingar. „Þeir völdu að tilkynna um byrjunarliðið inni í klefa 45 mín- útum fyrir leik, af því að það var svo mikið áreiti á leikmenn fyrir leikina að gefa upp hverjir myndu spila,“ segir hann. Hann segir þetta geta haft neikvæð áhrif á íþróttaandann. KSÍ berast nærri vikulega ábend- ingar um grunsamleg veðmál á ein- staka leikjum. »10 Grunsamleg veðmál í fótboltanum Mismunandi samskiptareglur gilda hjá dýrum. Hestum finnst notalegt að láta klóra sér og oft má sjá hesta kljást þótt pirr- ingur hafi brotist út í biti og spörkum skömmu áður. Þessir hestar notuðu blíðuna undir Akrafjalli til að snyrta hvor annan og ekki mátti sjá hvor naut snertingarinnar betur. Þeir fóru eft- ir fyrstu reglu samskiptanna, ef þú klórar mér þá klóra ég þér. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ef þú klórar mér þá klóra ég þér  Borgarbókasafnið fékk rúmlega 18 og hálfa milljón úthlutaða úr Barnamenningarsjóði en fyrsta út- hlutun sjóðsins, sem settur var á fót í fyrra, fór fram í Alþingishúsinu í gær. Borgarbókasafnið fékk um það bil helmingi hærri styrk en Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum sem fékk næsthæstan styrk upp á 9.350.000 krónur. Katrín Jak- obsdóttir forsætisráðherra sam- þykkti tillögu stjórnar sjóðsins að styrkveitingunum en fimm manna valnefnd sá um að velja verkefni sem skyldi styrkja. Katrín var við- stödd úthlutunina ásamt Lilju Al- freðsdóttur, mennta- og menningar- málaráðherra. »8 Styrkjum úthlutað  Þjóðernisflokkar eru sigurveg- arar í kosningunum til Evrópu- þingsins á Ítalíu og í Frakklandi, ef marka má bráðabirgðaniður- stöður kosninganna í gærkvöldi. Þrátt fyrir það halda evrópu- sinnaðir flokkar velli innan þings- ins. Ef marka má bráðabirgðaniður- stöðurnar er meirihluti Evrópu- þingsins fallinn. Hann samanstóð áður af Evrópska þjóðarflokknum og Bandalagi sósíalista og demó- krata. Meirihlutaflokkarnir glata sam- tals 87 þingsætum, samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðunum, og þykir það til marks um að tími miðjuflokka inn- an Evrópuþings- ins sé liðinn. Græningjar bæta við sig 18 sætum og Bandalag frjáls- lyndra og demó- krata 34 sætum ef marka má bráðabirgðanið- urstöðurnar. Í Bretlandi virðast spár ætla að rætast en Brexit-flokkur Nigel Fa- rage hefur hlotið flest talinna at- kvæða þegar þetta er skrifað. Breskir kjósendur ógiltu fjölda kjörseðla. »13 Meirihluti Evrópuþingsins líklega fallinn Marine Le Pen  Fulltrúar minnihlutans í Reykja- víkurborg lýsa sig andvíga hug- myndum meirihlutans um tafa- og mengunargjöld af umferð. Eyþór Arnalds, oddviti sjálf- stæðismanna í borginni, telur slíka gjaldtöku fela í sér ójafnræði gagn- vart íbúum mismunandi landshluta. „Það kemur ekki til greina að Reykvíkingar, eða íbúar á höfuð- borgarsvæðinu, séu tvírukkaðir,“ segir Eyþór og bendir á núverandi gjöld á eldsneyti og ökutæki. Kolbrún Baldursdóttir, borgar- fulltrúi Flokks fólksins, segir and- úð meirihlutans í borginni á fjölskyldubílnum „jaðra við þrá- hyggju“. „Þau leita allra leiða til að hindra að bílum sé ekið í mið- borgina,“ segir Kolbrún. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, efast um lögmæti tafa- gjalda á umferð. »10 Minnihlutinn leggst gegn tafagjöldum Morgunblaðið/Hari Aukning Umferð á höfuðborgarsvæðinu hefur aldrei mælst meiri í sögu landsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.