Morgunblaðið - 27.05.2019, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.05.2019, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. MAÍ 2019 VANTAR ÞIG STARFSFÓLK? Traust og fagleg starfsmannaveita sem þjónað hefur íslenskum fyrirtækjum í áraraðir Við útvegum hæfa starfskrafta í flestar greinar atvinnulífsins Suðurlandsbraut 6, Rvk | S. 419 9000 info@handafl.is | handafl.is Kjör öryrkja hafa dregist aftur úr kjör- um annarra í sam- félaginu um næstum þriðjung frá hruni og um tvo þriðju und- anfarna þrjá áratugi. Skattkerfið veldur keðjuverkandi skerð- ingum og er notað til þess að leggja sífellt þyngri byrðar á herðar öryrkja og eldri borgara. Þessu verður að breyta. Efling stéttarfélag og VR hafa skrifað undir kjarasamning við Samtök atvinnulífsins, svokall- aðan lífskjarasamning. En um lífskjör hverra er að ræða? Hver verða næstu skref í kjaramálum öryrkja og eldri borgara? Ljóst er að núverandi fyrir- komulag hefur haldið öryrkjum og hluta aldraðra í ekki bara fátækt heldur sárafá- tækt. Það er óásætt- anlegt að lífeyris- þegar sitji alltaf eftir, séu alltaf neðstir í goggunarröðinni og þurfi sífellt að bíða eftir kjarabótum. Forsætisráðherra lýsti því eitt sinn eft- irminnilega yfir á Alþingi að stjórnvöld ættu ekki að biðja fá- tækt fólk á Íslandi að bíða eftir réttlæti. En í óundirbúinni fyr- irspurn á Alþingi mánudaginn 29. apríl síðastliðinn sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra orðrétt: „Í fyrsta lagi er tekin ákvörðun um vísitöluhækkun örorkulauna í fjárlögum hvers árs og þar hefur stundum verið miðað við neyslu- vísitölu. Stundum hefur verið mið- að við neysluvísitölu plús einhver önnur viðmið, þannig að það er ekki alveg einhlítt hvernig sú ákvörðun hefur verið tekin.“ Og síðan einnig orðrétt: „Fjárlög næsta árs eru að sjálfsögðu ekki komin fram þannig að það bíður í raun og veru þeirra að sjá hvaða viðmið verða nýtt við þessar hækkanir, eins og verið hefur.“ Eins og verið hefur, segir for- sætisráðherra, verða lífeyrislauna- hækkanir hjá eldri borgurum og öryrkjum bara um 3%. Undan- farna þrjá áratugi hefur verið beitt ótrúlega fáránlegum klækj- um til að koma í veg fyrir að ör- yrkjar og eldri borgarar fái rétt- látar launahækkanir. Með ótrúlegum brellum og með því að notast við neysluvísitölu hefur verið séð til þess að öryrkjar sitji alltaf eftir. Það stendur skýrt í 69. gr. almannatryggingalaga að ákvörðun um hækkun bótanna skuli miða við launaþróun. Nú er búið að gera nýjan kjara- samning um launamál. Þar er um krónutöluhækkanir að ræða og svarið frá forsætisráðherra er skýlaust. Öryrkjar og eldri borg- arar fá ekki sömu krónutöluhækk- anir frá 1. apríl í ár og samið var um á vinnumarkaði. Þá fær þessi hópur ekki hækkun fyrr en 1. jan- úar 2020 og þá bara hækkun sam- kvæmt neysluvísitölu eins og ver- ið hefur í boði þessarar ríkisstjórnar. Þá virðist enn einu sinni eiga að nota krónu á móti krónu skerðing- arnar til að sleppa við að veita ör- yrkjum þær hækkanir sem launa- fólk er að fá núna í lífskjara- samningnum. Þetta er ekkert annað en fjárhagslegt ofbeldi gagnvart öryrkjum, enn einu sinni í boði þessarar ríkisstjórnar. Lífskjarasamningarnir eru ekki í boði fyrir öryrkja og eldri borgara Eftir Guðmund Inga Kristinsson » Þá virðist enn einu sinni eiga að nota krónu á móti krónu skerðingarnar til að sleppa við að veita ör- yrkjum þær hækkanir sem launafólk er að fá núna í lífskjarasamn- ingnum. Guðmundur Ingi Kristinsson Höfundur er þingflokksformaður Flokks fólksins. Gudmundurk@althingi.is Riddarinn siglir liðugt fyrir Langanes og Þistilfjarðarbáran klappar létt á kinnunginn en nú benda hásetar ákaft aftur með skútunni Nilsen skipstjóri stekkur til en verður of seinn með byssuna. Í september 1927 drukknuðu sjö færeyskir sjómenn af skipsbáti skútunnar Riddarinn frá Trang- iswaag. Slysið varð út af bænum Fagranesi á Langanesi. Þetta slys átti sér aðdraganda sem var í meira lagi þrunginn dulmögnum og forneskju. Þegar Riddarinn bjóst til þessarar veiðiferðar á Íslands- mið varð nokkur breyting á áhöfninni og nýir menn ráðnir. En þegar fullráðið var á skútuna kom kona ein á Suðurey að máli við Morten Nilsen skipstjóra og bað hann að taka son hennar í skipsrúm. Sagt var að kona þessi væri forn í skapi og vissi töluvert fyrir sér. Og þegar skipstjóri gat ekki orðið við bón hennar hafði hún í heitingum. Þegar Riddarinn lagði úr höfn í Trangiswaag á leið til Íslands var blíðskaparveður sem hélst alla leið og kom þá ný hjálparvél til góða. Síðan segir í bókinni „Þrautgóðir á raunastund“: „Gekk þó ferðin að óskum, með þeirri undantekningu, að skipverj- ar urðu varir við einkennilegan förunaut, sem þeim fór brátt að standa stuggur af. Förunautur þessi var selur einn mikill, sem skipverjar urðu varir við skömmu eftir að lagt var af stað frá Fær- eyjum, og synti hann stöðugt í kjölfari skipsins. Selur þessi virtist óvenjulega stór og hafði á sér ann- an lit en títt er um þær skepnur. Virtist mönnum hann vera rauð- leitur á litinn. Sundlag selsins var einnig með öðrum hætti en menn- irnir höfðu áður séð. Virtist hann standa upp á endann á sundinu og voru framhreifar hans oftast upp úr sjó. Margar tilraunir voru gerð- ar til þess að vinna á skepnu þess- ari, byssur voru um borð í skipinu. Skepnan var hinsvegar ákaflega vör um sig.“ Á þessum árum höfðu færeyskir skipstjórar ýmis viðskipti við ís- lenska bændur. Hafði Morten skipstjóri slík viðskipti við bónd- ann á Fagranesi á Langanesi. Eftir sjö vikna úthald var Ridd- arinn fullhlaðinn. Morten skip- stjóri ákvað að halda heimleiðis en þurfti að ganga frá viðskiptunum. Var það snemma nætur 26. sept- ember sem Riddarinn lagðist við festar út af Fagranesi og var þá kominn allmikill kaldi. Segir svo í „Þrautgóðir á raunastund“: „Það tók mennina átta um það bil hálfa klukkustund að róa til lands og var klukkan orðin um níu er þeir nálguðust lendinguna við Fagranes … Blindboði er þarna við lendinguna og vissi Morten um hann … Á meðan Morten kannaði aðstæðurnar við landið barst bát- urinn að boða þessum og skipti það engum togum að um leið og skipstjóri skipaði mönnum sínum að róa til lands reis mikið brot frá boðanum, skall á bátnum og hvolfdi honum samstundis. Um leið og þetta gerðist sáu mennirnir sem í bátnum voru að selurinn rauði virtist koma út úr boðanum. Sýndist þeim hann rísa að mestu úr sjó, andartak, en síðan féll hann í sjóinn með mikilli skvettu.“ Þarna fórst Morten Nilsen skip- stjóri ásamt syni sínum og bróður við sjöunda mann en einn var til frásagnar. Riddarinn komst svo við illan leik heim til Færeyja vegna storma. Sjóslys við Langanes 1927 Eftir Helga Kristjánsson Helgi Kristjánsson » Þarna fórst Morten Nilsen skipstjóri ásamt syni sínum og bróður við sjöunda mann en einn var til frá- sagnar. Höfundur býr í Ólafsvík. Sandholt7@gmail.com Þegar þú skýst í búðina með þeim einbeitta vilja að kaupa það sem þig vanhagar um þá er ekki víst að þú hugsir til þess hvernig nútímaverslun er uppbyggð og hvernig kúnnarnir eru leiddir markvisst gegnum völund- arhús allsnægtanna. Að öllum líkindum liggur leiðin gegnum búðina öfugan klukkugang og fyrst framhjá hillum þar sem grípa má vörur sem ekki teljast til þeirra allra nauðsynlegustu til daglegs brúks. Það þarf að kafa lengra til að nálg- ast margt það sem ætlunin var að kaupa. Þannig fara menn allan hring- inn og fá kannski fleira í körfuna en til stóð. Góð regla er að gera lista heima við eldhúsborðið og halda sig við hann. Merkilegt að sjá fyrirkommulag á sumum flugstöðvum erlendum þar sem verður að fara gegnum fríhöfn- ina til komast í sitt brottfararhlið. Það geta ekki allir staðist freistinguna að kaupa uppáhaldsilmvatn konunnar eða koníakið sem er enn dýrara heima fyrir síðustu lausu evrurnar. Ekki verður bæði sleppt og haldið. Sunnlendingur. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Þegar þú gengur í búðina inn ... Verslun Mikil hugsun er að baki því hvernig vörum er stillt upp í verslunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.