Morgunblaðið - 27.05.2019, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.05.2019, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. MAÍ 2019 Það getur munað miklu,“ segir Þor- valdur. Þegar fremstu leikmenn liðs- ins vantar og veðbankinn hefur ekki upplýsingar um það, kann hann að bjóða upp á líkur, sem hann myndi ekki gera ef hann hefði þær upplýs- ingar. Þá geta hlutirnir breyst með skömmum fyrirvara og þá er gott fyrir veðmálamenn að hafa upplýs- ingar um það. „Ég veit af dæmum frá því í hitti- fyrra þegar þjálfarar voru hættir að tilkynna byrjunarlið í öðrum flokki á æfingu daginn fyrir leik eins og venj- an hafði verið. Þeir völdu að gera það frekar inni í klefa 45 mínútum fyrir leik, af því að það var svo mikið áreiti á leikmenn fyrir leikina að gefa upp hverjir myndu spila,“ segir Þorvald- ur. Þannig er sótt að mönnum innan íþróttahreyfingarinnar að veita upp- lýsingar um leiki sem kunna að ráða einhverju um úrslit leiksins. Þorvald- ur segir að skýr lína liggi á milli al- mennra frétta í aðdraganda leiks og beinlínis innherjaupplýsinga sem veðbankar hafa engan aðgang að. „Einhverjir búa auðvitað yfir upp- lýsingum sem almenningur býr ekki yfir og þriðji aðili getur hagnast verulega á þessum upplýsingum,“ segir Þorvaldur. Þá segir hann að upplýsingagjöfin riðli heildar- yfirbragði íþróttarinnar. Ekki bara um að vinna eða tapa Þorvaldur segir að KSÍ reyni að beina því til yngri iðkenda sér í lagi hvaða hættur það hafi í för með sér að veita innherjaupplýsingar um leiki. „Við erum ekki á móti veðmála- starfsemi sem slíkri heldur höfum við verið að beina athygli leikmanna að því hve stutt er í raun á milli þess að veita upplýsingar og þess að hag- ræða úrslitum,“ segir Þorvaldur. Hann segir að hagræðing úrslita sé ekki mjög sjáanlegt vandamál en að áhersla hafi verið lögð á að stutt geti verið þarna á milli. „Er eitthvað að því að veðja á sinn leik ef þú veðjar að þú vinnir? Maður skilur alveg þessa spurningu,“ segir Þorvaldur en segir að hún sé ekki svo SVIÐSLJÓS Snorri Másson snorrim@mbl.is Það hendir æ oftar að á lítt sóttum fótboltaleikjum birtist hópar sér- staklega einbeittra áhorfenda með snjallsíma við hönd. Þetta eru gestir leikmönnum óskyldir og óviðkom- andi og þeir mæta á leikinn með að- eins eitt í huga: að veðja. Veðmálamenn geta lagt undir fé í beinni á meðan á leikjum stendur og með því að vera á staðnum fást nýj- ustu og nákvæmustu upplýsingar. Þær upplýsingar veita forskot þegar veðjað er á leikinn. Önnur tegund af upplýsingum veitir þó meira forskot, eins og til dæmis upplýsingar um það hvort vanti helsta framherja annars liðsins. Og þeim upplýsingum hafa veðbank- arnir stundum engan aðgang að. „Við lítum á þetta sem stórt vanda- mál,“ segir Þorvaldur Ingimund- arson, heilindafulltrúi Knattspyrnu- sambands Íslands (KSÍ), í samtali við Morgunblaðið. Með sumrinu verður vandinn meiri, þar sem Ísland er eitt af fáum löndum sem er með sumardeild. Veðbankana vantar ein- faldlega leiki á sumrin til að veðja á. „Um leið og einhverjir 20 aðilar hafa allt í einu gríðarlegan áhuga á einhverjum leik í Faxaflóamóti ann- ars flokks, þá skýtur það skökku við,“ segir Þorvaldur. Hann segir að veðmálastarfsemi gæti í allri deildarkeppni á Íslandi og alveg niður í annan flokk. „Það er ekkert endilega verið að hagræða úr- slitum en þarna liggja einhvers stað- ar upplýsingar sem aðrir hafa ekki,“ segir Þorvaldur. Veðmálamenn sæki í minna sótta leiki, því þar eru meiri líkur á að ósamræmi sé á milli þeirra líkinda sem þeir eiga kost á hjá veð- bönkum og raunverulegra líkinda að verki í leiknum. Hika við að tilkynna byrjunarlið „Þetta gerist mikið í öðrum flokki, þar sem ekki er alltaf ljóst hvaða leikmenn verða með í hvert skipti. einföld. „Á móti kemur að veðmálin eru ekki bara um sigur eða tap. Þau geta verið um nákvæman marka- fjölda. Ef þú ert búinn að veðja að þú vinnir 2-0, hvað gerirðu við dauða- færi þegar þú ert kominn þangað?“ segir hann. „Það er ekki alltaf auð- velt, sérstaklega fyrir ungt fólk, að átta sig á þessari línu,“ segir Þor- valdur. Hann segir að þetta hafi neikvæð áhrif á íþróttaandann í liðum. Að sögn Þorvaldar fundaði KSÍ nýverið með Íþróttasambandi Íslands (ÍSÍ) þar sem meðal annars var rætt um að samræma fræðsluefni um vand- ann, því þetta þekkist einnig í hand- bolta og körfubolta. Þorvaldur nefnir að í Svíþjóð hafi löggjafinn gripið til þess ráðs að banna þarlendum veð- bönkum að bjóða upp á að veðja á leiki þar sem yfir helmingur leik- manna sé yngri en 18 ára. Þannig sé að einhverju leyti spornað við því að leikir fari inn á veðmálasíðurnar sem eru mjög berskjaldaðir fyrir skyndi- legum breytingum og frjálsu flæði upplýsinga. Þorvaldur segir ekki óhugsandi að gera slíkt hið sama hér á landi en vandinn sé sá að oft er á huldu hvers lenskir veðbankarnir eru nákvæmlega. „Svo að dæmi af handahófi sé nefnt er erfitt að lögsækja einhverja aðila í Búlgaríu, sem eru að „fixa“ [ákveða úrslit fyrirfram] leiki í Bosn- íu og nota veðmálasíðu í Möltu,“ seg- ir hann. Þannig sé sömuleiðis erfitt að koma í veg fyrir að upplýsingar gangi manna á milli til dæmis í gegn- um Facebook. „Þetta er klárlega vandamál og það eru ýmsir fletir á því,“ segir Þorvaldur. „Þetta er ekki bara svart og hvítt eða einhverjir leikmenn að leika sér að því að tapa,“ segir hann. Þorvaldur segir mikilvægt að menn séu heiðarlegir í spili af því að yfirleitt er ekki unnt að sýna fram á að einhver séu ekki að leggja sig fram í leikjum. Svona mál hafi farið fyrir dómstóla erlendis og þá séu það alltaf þættir eins og óeðlilegar pen- ingafærslur sem komi upp um menn, en ekki eitthvað sem gerist inni á vellinum. Fréttir eða innherjaupplýsingar?  Veðmálastarfsemi í kringum fótbolta meira áberandi  Leikir í fjórðu deild og öðrum flokki  Mik- ilvægar upplýsingar ganga manna á milli á Facebook Oft á huldu hvers lenskir veðbankarnir eru Morgunblaðið/Ómar Einbeiting Menn hafa ólíkar ástæður fyrir því að fylgjast vandlega með leiknum. Stundum er heiðurinn undir, stundum beinharðir peningar. Fleiri tugir manna koma inn á göngudeild SÁÁ árlega, ef ekki hundrað, sérstaklega í leit að úrræðum við spila- fíkn. Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir SÁÁ, segir ungt fólk sérstaklega viðkvæmt fyrir spilafíkn, þar sem eðli máls samkvæmt sé það hvatvísara. 10% allra þeirra, sem leita sér hjálpar hjá SÁÁ yfirleitt, glíma við spila- fíkn til viðbótar við aðra fíknisjúkdóma, að sögn Val- gerðar. Þá segir hún að um 1% allra manna sé með spilafíkn. „Þetta er falinn vandi. Það er sérstaklega mikil leynd í kringum hann,“ segir Valgerður. Þeir sem þjáist af spila- fíkn lifi í skömm vegna vandans sem sé skiljanlegt þegar horft er til birt- ingarmyndar hans í almennri umfjöllun sem eru spilafíklarnir sem setja fólkið í kringum sig á hausinn vegna veðmálanna. „Vegna þessa er þetta mikill feluleikur,“ segir Valgerður. Hún áréttar þó að vel sé hægt að leita sér hjálpar við vandanum, ef hann er fyrir hendi. Ungt fólk einkum viðkvæmt SPILAFÍKN SEM SJÚKDÓMUR Valgerður Rúnarsdóttir Þingstörfin eru viku á eftir áætlun  Þriðji orkupakkinn er áfram á dagskrá Alþingis í dag og þingmenn Miðflokksins einir á mælendaskrá  Búast má við fundum á Alþingi fram yfir áætlaðan lokadag í byrjun júní samkvæmt starfsáætlun Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Forseti Alþingis segir að þingstörf- in séu viku á eftir áætlun, vegna mikilla umræðna þingmanna Mið- flokksins um þriðja orkupakkann. Steingrímur J. Sigfússon segir að eigi að síður verði staðið við starfs- áætlun þingsins, fram yfir eldhús- dag nk. miðvikudag. Fundatíminn verði lengdur, eins og verið hefur síðustu daga og hugsanlegt sé að hefja þingfundi fyrr á daginn þegar nefndir hafi lokið störfum. Það gæti fyrst orðið á morgun. Hins vegar megi búast við því að fundað verði framyfir áætlaðan lokadag vor- þings. Umræður þingmanna Miðflokks- ins um þriðja orkupakkann hafa sett mark sitt á störf þingsins að undanförnu og er farið að draga úr möguleikum á umræðum og af- greiðslu annarra mála. Við seinni umræðu um þingsályktunartillögur hafa þingmenn 5 mínútna ræðutíma og geta síðan farið í andsvör í allt að 15 mínútur til viðbótar. Mega menn flytja eins margar ræður og þeir vilja og getur því tiltölulega fá- mennur hópur þingmanna viðhaft málþóf út í hið óendanlega. Í fyrri þingskapalögum gátu þingmenn að- eins tekið tvisvar sinnum til máls en ræðutíminn var ótakmarkaður. Seg- ir Steingrímur að breytingin hafi ekki verið til góðs því samkvæmt fyrri reglum hafi málþófið þó alltaf tekið enda. Orkupakkinn er fyrsta mál á dag- skrá þingfundar í dag og fimm þing- menn Miðflokksins á mælendaskrá, einn þeirra með sína 32. ræðu. Steingrímur segir að vaxandi óþols sé farið að gæta hjá öðrum þingmönnum gagnvart málþófi þingmanna Miðflokksins. Sam- kvæmt þingskapalögum getur for- seti Alþingis stungið upp á því að umræðum verði hætt. Þingið greið- ir þá atkvæði um tillöguna og meiri- hluti ræður. Níu þingmenn geta tekið sig saman og flutt samskonar tillögu. Þessu ákvæði hefur sjaldan verið beitt. Frægasta dæmið er í um- ræðum um aðild Íslands að Atlants- hafsbandalaginu 1949. Þá var mál- þóf ekki hafið og aðstæður aðrar en nú. Steingrímur lítur samt til þessa fordæmis þegar hann segir að beit- ing þessa ákvæðis sé neyðarúrræði. Málþóf virkar sjaldan Málþóf er þekkt í þingsögunni og hefur oft verið beitt. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmála- fræði, telur upp nokkur dæmi á Fa- cebook-síðu sinni. Flest eiga það sammerkt að málþóf hefur ekki náð að stöðva framgang mála. Undan- tekningar eru breytingar sem gerð- ar voru á frumvarpi um vatnalög vegna málþófs stjórnarandstöðu á þingi 2006 og málþóf þingmanna Sjálfstæðisflokks vegna stjórnar- skrárfrumvarps vorið 2013 sem varð til þess að það komst ekki til atkvæða. Þingfundur Steingrímur J. Sigfússon stjórnar fundi á Alþingi. Eitthvað dregst að þingmenn komist í sumarfrí.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.