Morgunblaðið - 27.05.2019, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. MAÍ 2019
Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700
Opið: 11-18 virka daga, 11-16 laugardaga www.alno.is
Alþingi sýnir þessa daganatöluverðan áhuga á að upp-
lýsa um lengd þingfunda, fjölda
ræða, lengd þeirra og hverjir
flytja þær. Og fjölmiðlar hafa
sama áhugann á að segja frá
þessu. Þegar að Alþingi kemur
og umræðum þar um lagasetn-
ingu eða þingsályktunartillögu,
líkt og um þriðja orkupakkann
alræmda, er
þó annað
sem meira
máli skiptir.
Innihaldumræð-
unnar er aðalatriðið og hvort
næg umræða hafi farið fram og
hvort öllum álitaefnum hefur ver-
ið svarað.
Þá hefur þýðingu, ekki sístþegar um mál eins og þriðja
orkupakkann er að ræða, þar
sem meirihluti almennings er á
öndverðum meiði við meirihluta
þingsins, að umræðan hafi skilað
sér til almennings og að hann
hafi fengið gott tækifæri til að
setja sig inn í málin.
Sjálfsagt er að leyfa slíkummálum að gerjast vel í um-
ræðunni og þegar ekkert liggur á
en mál er mjög umdeilt, líkt og á
við um þriðja orkupakkann, er
eðlilegt að leyfa umræðunni að
taka sinn tíma, innan þings sem
utan.
Í liðinni viku gerðist það tildæmis að ráðherraráð ESB
samþykkti fjórða orkupakkann.
Ísland þarf að taka afstöðu til
hans á allra næstu misserum.
Augljóst er að ýtarleg umræðaþarf að fara fram um hann
áður en þingið afgreiðir þriðja
orkupakkann, enda halda ýmsir
því fram að fyrri orkupakkar séu
sérstök röksemd fyrir samþykkt
þeirra næstu.
Nauðsynlegt að
ræða málin betur
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Á degi barnsins í gær var 97 og hálfri
milljón króna úthlutað úr barna-
menningarsjóði við athöfn í Alþing-
ishúsinu.
Umsækjendur sóttu samanlagt
um ríflega fjórfalda þá upphæð sem
til skipta var. Styrkirnir voru 36 og
valdi fimm manna nefnd þá.
Borgarbókasafnið fær stærsta
styrkinn, ríflega átján og hálfa millj-
ón til þess að vinna söguheiminn
NORD sem byggður er á bók dansks
rithöfundar.
Næsthæsta styrkinn, en þó helm-
ingi minni en styrk Borgarbóka-
safnsins, fékk Stofnun Árna Magn-
ússonar í íslenskum fræðum,
9.350.000 krónur, fyrir verkefnið
„Handritin til barnanna“.
Svo einhver dæmi séu tekin fékk
Listasafn íslands 5,3 milljónir í
styrk, Guðrún Jónsdóttir Bachmann
tæpar fjórar milljónir fyrir vísinda-
smiðju í Hörpu, Trúðavaktin rúmar
tvær og hálfa milljón fyrir verkefnið
„Sjúkrahústrúðar“ og Listasafn ASÍ
hlaut tvær milljónir fyrir verkefnið
KJARVAL Á KERRU.
Í tilkynningu frá Rannsóknarmið-
stöð Íslands, Rannís, sem hefur um-
sjón með verkefninu, segir að af
fjölda umsókna megi ráða að mikil
gróska eigi sér stað „í heimi lista og
menningar með börnum og fyrir
börn“.
Úthlutanirnar í gær voru þær
fyrstu úr sjóðnum en hann var stofn-
aður í fyrra í tilefni aldarafmælis
fullveldis Íslands. Hlutverk sjóðsins
er að styðja við og fjármagna fjöl-
breytta starfsemi á sviði barna-
menningar. ragnhildur@mbl.is
Menning barnanna fjármögnuð
Tæpum 100 milljónum úthlutað úr barnamenningarsjóði Upphæðir umsókna
fjórfalt hærri en úthlutunin Um 20% sjóðsins féllu Borgarbókasafninu í skaut
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ráðherrar Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, og
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra létu sig ekki vanta á úthlutunina.
Leikminjasafn Íslands verður lagt
niður í núverandi mynd. Það var
samþykkt á síðasta aðalfundi
safnsins sem haldinn var síðastlið-
inn fimmtudag, að því er fram
kemur í fréttatilkynningu.
Þegar þessum síðasta fundi
hafði verið slitið var settur nýr
fundur, stofnfundur vinafélags um
sviðslistaarfinn, sem fær „það
hlutverk að efla, auðga og styrkja
starf höfuðsafnanna tveggja
[Landsbókasafns Íslands og Þjóð-
minjasafns Íslands] í þágu fram-
tíðar, söfnunar, varðveislu, rann-
sókna og miðlunar á sviðslistaarfi
þjóðarinnar.“
Leikminjasafnið var stofnað árið
2003 en vegna fjárskorts og breyt-
inga á lagalegu umhverfi safna
þótti ekki gerlegt að halda safninu
gangandi.
Safnkostur leikminjasafnsins og
hlutverk verður nú falið Lands-
bókasafni Íslands og Þjóðminja-
safni Íslands. ragnhildur@mbl.is
Leik-
minjasafn
lagt niður
Fjárskortur og
breytt lagaumhverfi