Morgunblaðið - 27.05.2019, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.05.2019, Blaðsíða 22
22 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. MAÍ 2019 DALVEGI 10-14 | 201 KÓPAVOGI | SÍMI 540 7000 | FALKINN.IS Veldu öryggi SACHS – demparar ÞAÐ BORGAR SIG AÐ NOTA ÞAÐ BESTA 40 ára Pálmi er fæddur á Akureyri, ólst upp á Ólafsfirði en býr á Akureyri. Hann er afleysinga- skipstjóri á Björgúlfi hjá Samherja. Maki: Hugrún Hauksdóttir, f. 1979, heimilislæknir á Heislugæslunni á Akureyri. Börn: Hilmar Gauti Pálmason, f. 2011, Hákon Gauti Pálmason, f. 2013, og Hjörvar Gauti Pálmason, f. 2017. Foreldrar: Hjörleifur Þórhallsson, f. 1953, fv. sjómaður á Ólafsfirði, og Guðfinna Hólmfríður Pálmadóttir, f. 1958, vinnur við umönnun á dag- heimilinu Hlíð á Ólafsfirði. Pálmi Gauti Hjörleifsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þetta er góður tími til að leysa deilur sem tengjast sameiginlegri ábyrgð á börnum. Nýttu þér byrinn til hins ýtr- asta. 20. apríl - 20. maí  Naut Sköpunarmætti þínum er best beint að því sem þú gerir vel nú þegar: Láttu þér ekki koma á óvart öfund og illkvittni í þinn garð. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú ert svo önnum kafin/n að þú hefur varla tíma fyrir aðra þessar vik- urnar. Veldu verkefni af kostgæfni og hafðu til hliðsjónar það gagn sem þau gera. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Undirbúðu þig undir flóð af verk- efnum. Styrkur þinn mun leiða þig áfram og ryðja öllum hindrunum úr vegi. Ástin sigrar allt. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Félagslífið flækist þar sem vinum þínum kemur ekki saman. Búðu þig undir að ferðast mikið í sumar. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú munt leysa gátu sem þú hefur glímt við vikum saman. Góð heilsa er öðru dýrmætari og því skaltu vinna að henni. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú hefur þurft að láta í minni pokann og sleppa hendinni af ýmsu. Ekki neyða skoðunum þínum upp á aðra. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Betri er krókur en kelda og þess vegna skaltu taka þér allan þann tíma sem þú þarft til þess að ganga frá hlutunum. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Láttu ekki áhyggjurnar ná tök- um á þér í dag. Gættu þess að sækjast ekki bara eftir viðurkenningu frá öðrum. Gefðu eitthvað af þér líka. 22. des. - 19. janúar Steingeit Reyndu að komast hjá því að kaupa hluti í stað þess að búa þá til. Ekki láta neikvæðnina ná tangarhaldi á þér. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Vertu kát/ur því þú mátt eiga von á því að eitthvað nýtt og framandi skjóti upp kollinum í lífi þínu. Kurteisleg neitun á að koma öðrum í skilning um sjálfstæði þitt. 19. feb. - 20. mars Fiskar Nú er ekki rétti tíminn til þess að taka einhverja áhættu. Ef menn geta ekki tekið þér eins og þú ert, er það þeirra vandamál. störf að félagsmálum. Hann skrifaði tvær greinar um íslensk sakamál í Norræn sakamál, Hendur sem Ragnar hlaut bronsmerki Lands- sambands lögreglumanna árið 2007 og silfurmerki 2018 fyrir þátttöku og R agnar Jónsson fæddist 27. maí 1969 í Reykja- vík en bjó fyrstu ævi- árin í Stykkishólmi, 1969-1972. Fjölskyldan fluttist síðan í Vesturbæ Reykjavík- ur og bjó fyrst á Hjarðarhaga, síðar Kvisthaga og Tómasarhaga, frá 1972-1994. Ragnar stundaði körfubolta með KR á barna- og unglingsárunum og gekk í Melaskóla og Hagaskóla. Leiðin lá í Verzlunarskólann og lauk Ragnar verslunarmenntaprófi það- an. „Í Versló var ég duglegri við að stunda félagslífið en að líta í náms- bækur, en það var ekki síður mikil- vægt að taka þátt í félagsmálunum og ræðumennskunni og það var góður skóli út í lífið. Eftir Versló 1990 fékk ég sumar- starf í lögreglunni og þá varð ekki aftur snúið. Það heillaði mig að engir tveir dagar voru eins í vinnunni og átti fjölbreytni starfsins vel við mig.“ Ragnar gekk í Lögregluskóla ríkis- ins og útskrifaðist þaðan vorið 1993. Hann fékk viðurkenningu sem ræðu- maður skólans þar sem reynslan úr ræðumennsku frá menntaskóla- árunum skilaði sér. Ragnar hefur starfað í lögreglunni óslitið frá vorinu 1991. Hann var skipaður rannsóknarlögreglumaður sumarið 1997, vann fyrst við rann- sóknir auðgunarbrota en síðan í rúm tvö ár við rannsóknir kynferðisbrota. Hann hóf störf í tæknideild lögreglu sumarið 2001 og hefur starfað þar óslitið síðan. Hann sérhæfði sig og menntaði í blóðferlarannsóknum í Bandaríkjunum, 2001, 2002 og 2007. Hann hefur setið í stjórn norrænna blóðferlasérfræðinga síðan 2013. Ragnar var stundakennari við Lögregluskóla ríkisins á árunum 2005-2016, er viðurkenndur sérfræð- ingur af CEPOL, sem er Evrópski lögregluháskólinn, frá 2015. Hann hefur verið meðlimur í kennslanefnd ríkislögreglustjóra frá 2014, en sú nefnd snýst um að bera kennsl á óþekkt lík eða líkamsleifar. Hann var leiðbeinandi við Háskólann á Akureyri í lögreglufræðum, sem sagt vettvangsrannsóknum, 2018- 2019. meiða, 2003 og Sannleikurinn í blóði, 2006. Hann var einn af stofnendum Löggubandsins 1996. „Það var skemmtilegt forvarnaverkefni í nokkur ár en þá vorum við nokkrar löggur sem vorum að spila rokk- tónlist og eiga samtal við ungt fólk.“ Ragnar hefur sinnt trúnaðar- störfum fyrir íbúa Seltjarnarness, hann hefur setið í fjölskyldunefnd bæjarins og var m.a. formaður þeirr- ar nefndar á árunum 2008-2014. Hann sat enn fremur í jafnréttis- nefnd bæjarins 2010-2014. Ragnar hefur verið ráðgjafi við gerð kvikmynda og sakamálasjón- varpsþátta frá árinu 2006. „Ég er kominn með ferilskrá á kvikmynda- vefsíðunni imdb.com, vegna þeirra mörgu starfa og verkefna sem hafa tengst þeim skemmtilega iðnaði. Það er gaman að fá að vinna að mínu uppáhaldsáhugamáli sem eru kvik- myndir og kvikmyndasagan. Það eru nokkur mjög spennandi verk í vinnslu þessa dagana sem koma í dagsljósið með haustinu. Ragnar Jónsson lögreglufulltrúi – 50 ára Í vinnunni Ragnar hefur starfað í tæknideild lögreglunnar frá 2001 og sérhæft sig í blóðferlarannsóknum. Ráðgjafi við gerð kvikmynda Hjónin Ragnar og Dóra í útilegu á Bíldudal. 30 ára Arna er Seyð- firðingur, menntaður grunnskólakennari en er deildarstjóri á leik- skólanum Sólvöllum á Seyðisfirði. Hún er bæjarfulltrúi á Seyðis- firði og formaður vel- ferðarnefndar og er í stjórn knattspyrnu- deildar Hugins og leikfélagsins. Maki: Ágúst T. Magnússon, f. 1980, verslunarstjóri í kjörbúðinni. Börn: Lilja Bryndís Ágústsdóttir, f. 2017, og stjúpsonur er Sindri Robert Ágústs- son, f. 2004. Foreldrar: Magnús Svavarsson, f. 1964, sjómaður á Seyðisfirði, og Bryndís Ara- dóttir, f. 1963, sjúkraliði á Heilbrigðis- stofnun Austurlands á Seyðisfirði. Arna Magnúsdóttir Til hamingju með daginn Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.