Morgunblaðið - 27.05.2019, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.05.2019, Blaðsíða 11
DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. MAÍ 2019 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Að skrifa mig frá sorginnihefur reynst góð leið til aðvinna mig út úr þeim erf-iðu tilfinningum sem fylgja því að missa barn. Ég hef alla tíð verið sérfræðingur í því að fela tilfinningar mínar en með ljóðunum leyfi ég mér að opna á sorgina og tjá mig um líðan mína. Það er mikil hjálp í því fyrir mig,“ segir Hlíf Anna Dagfinns- dóttir sem gaf ný- lega út ljóðabók- ina Sofðu mín Sigrún en Hlíf Anna missti dótt- ur sína Sigrúnu Þöll Þorsteins- dóttir fyrir fimm árum. „Ég samdi þessi ljóð til minningar um Sigrúnu sem var að- eins 39 ára þegar hún lést úr krabbameini. Ég byrjaði að semja ljóðin þegar hún var veik og bókin spannar allt tímabilið, frá því hún veikist, í gegnum meðferðina, dauð- ann og sorgina eftir að hún er farin.“ Erfitt að fara að leiðinu Sigrún veiktist haustið 2010 og ferlið tók fjögur ár. Hún dó árið 2014. „Þetta var svakalegur tími. Hefði ég vitað fyrirfram hvað ég ætti eftir að ganga í gegnum hefði ég sest niður og bugast. Eftir á skildi ég ekki hvernig ég gat þetta. Sigrún var með brjóstakrabbamein sem tal- ið var auðlæknanlegt, hún fór fyrst í fleygskurð sem reyndist ekki vera nóg og fór í framhaldinu í brjóst- nám. Þegar kom að því að hún færi í uppbyggingu á brjósti, kvartaði hún undan verkjum í baki og eftir skoð- un kom í ljós að krabbameinið var komið í beinin. Síðan fór það upp í heila. Við urðum svo vanmáttug í þessu veikindaferli, aldrei fannst okkur við gera nóg í því að aðstoða hana, við vorum með eilíft samvisku- bit. Líf aðstandenda fer á pásu með- an á þessu stendur, þetta tekur al- gerlega yfir. Mér fannst ég líka vanrækja yngri dóttur mína, sem var ófrísk á þessum tíma og þurfti að fara í keisaraskurð,“ segir Hlíf Anna og bætir við að Sigrún hafi dáið frá tveimur börnum. En þó að fimm ár séu liðin finn- ist Hlíf Önnu stutt síðan Sigrún dó. „Sorgarferlið er svo skrýtið, ég á til dæmis alltaf erfiðara og erfiðara með að fara að leiðinu hennar í kirkjugarðinum. Þó að Sigrún hafði verið fullorðin manneskja þegar hún dó var hún samt litla stelpan mín. Það stríðir gegn náttúrulögmálum að þurfa að horfa á eftir barni sínu í gröfina, foreldrar eiga að deyja á undan. Að missa barn er ein erfið- asta sorg sem til er. Við vorum sam- heldið þríeyki, ég og dætur mínar tvær, Sigrún og Dagrún, sem er sjö árum yngri. Við vorum alla tíð nánar mæðgur og systurnar miklar vin- konur. Það hefur verið erfitt að venj- ast því að ein stoðin í þessari þrennu sé farin.“ Sátu lengi yfir henni látinni Hlíf Anna segir að sér hafi verið létt þegar Sigrún dó. „Af því að það er svo erfitt að horfa upp á sína nán- ustu þjást. En hún fékk friðsælt andlát, leið í burtu átakalaust. Hún aðhylltist búddatrú en í þeirri trú er lögð áhersla á að setið sé yfir hinum látna í fjórar klukkustundir. Og við gerðum það, sem var yndisleg stund og dýrmætur tími. Við töluðum við hana og strukum henni og þessi langa kveðjustund hjálpaði okkur mikið og gerði jarðarförina miklu auðveldari fyrir okkur. Sigrún hafði tíma til að skipu- leggja sína jarðarför, hún vildi til dæmis láta spila ákveðið lag á píanó án söngs, lag sem hún sjálf hafði oft spilaði á píanó. Ég tók það ráð að hlusta margsinnis á þetta lag áður en að útförinni kom, þannig var ég búin að taka út allt tilfinningaflóðið og gráta óteljandi sinnum þar til mér tókst að hlusta án þess að gráta.“ Hún var litla stelpan mín Að missa barn er ein erfiðasta sorg sem til er. Hlíf Anna missti dóttur sína fyrir fimm árum en hefur tek- ist á við sorgina með því að skrifa ljóð um líðan sína. Hún sendi frá sér ljóðabókina Sofðu mín Sigrún. Góð stund Erla Diljá, dóttir Sigrúnar, Sigrún Þöll, Hlíf Anna og Dagrún. Áfallið kemur oft eftir á Þegar Hlíf Anna er spurð að því hvaða ráð hún geti gefið öðru fólk í sorg segist hún hvetja fólk til að vera opið með sína sorg, tala sem mest um reynslu sína og tilfinningar. „Segja öðrum frá hvernig því líður. Það dregur úr sársauka sorg- arinnar. Ég mæli líka með að fólk skrifi niður hvernig því líður, bara fyrir sig, það þarf engum að sýna fremar en fólk vill. Það er gott að taka það svo upp seinna og kíkja á það. Ég ætlaði aldrei að setja þessi ljóð í bók, hvað þá gefa þau út, ég skrifaði þau eingöngu fyrir sjálfa mig. En svo hvöttu margir mig til þess, svo ég sló til og vonandi verður það til að hjálpa einhverjum í sorg eða finna samhljóminn,“ segir Hlíf Anna og bætir við að hún hefði aldr- ei getað gefið bókina út án hjálpar Dagrúnar dóttur sinnar. Dagrún segist ráðleggja fólki að gefa sér góðan tíma til að ná áttum eftir dauðsfall. „Hjá mér var mikið kappsmál að mæta aftur til vinnu eftir að Sigrún dó. En ég sé eftir því og mæli með að syrgjendur gefi sér næði til að takast á við hversdags- lífið heima fyrir. Áfallið kemur miklu seinna, ég hrundi niður tveimur ár- um eftir að Sigrún dó.“ Hlíf Anna hefur komið fram og lesið upp úr bókinni og segir það gefa sér mikið. „Ég held ótrauð áfram, nú er ég komin með ljóð í aðra bók sem tengist því að ég var ættleidd. Það er svakalegt fyrir barn að vita ekki hver það er. Það er eins og að standa á brún hengiflugs. Ég ætla að skrifa mig frá þeim erfiðu til- finningum.“ Ljóð Kápumynd er af Sigrúnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.