Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.05.2019, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.05.2019, Blaðsíða 4
HEIMURINN 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.5. 2019 Með braginn að vopni Þegar Bragi V. Bergmann, al-mannatengill, íslenskukenn-ari, prófarkalesari og fyrrver- andi knattspyrnudómari og ritstjóri á Akureyri, sendi frá sér bókina Limrur fyrir landann fyrir tíu árum ákvað hann strax að limrubækur hans yrðu fjórar og að sú næsta liti dagsins ljós tveimur til þremur árum seinna. Biðin varð heldur lengri, eða heil tíu ár, en nú er bók númer tvö í röðinni, Limrur fyrir land og þjóð, loksins komin út. „Ég gaf mér ekki tíma til að klára þessa bók fyrr en nú en ég á gríð- arlegt magn af limrum og alltaf bæt- ist við, þannig að mér þótti óhætt að lofa því í formála núna að stutt verði í næstu bók,“ segir Bragi. Hann hefur fengist við kveðskap frá blautu barnsbeini og haft sérstakt dá- læti á limrunni undanfarna tvo áratugi eða svo. „Limran er minn uppáhalds- bragháttur. Mér finnst þetta mjög skemmtilegt form og meira hvetjandi en til dæmis ferskeytlan. Limran er svo heillandi létt og syngjandi.“ Bragi er ekki frá því að hann setji saman limru í hverri einustu viku, stundum fleiri en eina, en hvaðan kemur innblásturinn? „Innblásturinn kemur bara úr amstri dagsins; bæði í gegnum það sem ég upplifi sjálfur eða heyri af í kringum mig. Má þar nefna þegar Hannes varði vítið frá Messi á HM, hrossakjötshneykslið mikla og nú síðast njósnamjaldurinn í Finn- mörku. Allt kveikir þetta í mér.“ Látum hér eina limru úr bókinni fylgja en hún fjallar um téð hrossa- kjötshneyksli: Núna er kjötsalinn kátur. Sá kann að búa til gátur: Sú besta er sú að búa til kú sem rekur upp hrossahlátur! Yrkir ekki á tölvu Eins og gefur að skilja er aldrei langt í blaðið og pennann hjá Braga. Í orðsins fyllstu merkingu. „Ég get hreinlega ekki ort á tölvu. Þetta sést til dæmis á kápu bókarinnar en þar er mynd af limru sem ég orti á um- slag.“ – Er þá ekki hætta á að efnið týn- ist? „Nei, ég hef mjög gott kerfi á þessu; set miðana sem ég yrki á strax í plasthulstur, þannig að þeir enda aldrei í þvottavélinni.“ Annars kæmi það líklega ekki að sök því Bragi upplýsir að hann hafi alltaf verið með algjöran límheila þegar kemur að kveðskap og textum. „Á móti kemur að ég er með teflon- heila varðandi sumt annað,“ segir hann og hlær. Formáli er að öllum limrunum í bókinni, þar sem Bragi greinir í stuttu máli frá tilurðinni. „Mér finnst sjálfum skemmtilegra að lesa limru- bækur með svona formála og oft og tíðum er það alveg jafnmikil áskorun að semja formálann og limruna sjálfa.“ Auk þess að miðla eigin kveðskap notar Bragi tækifærið og vottar mentorum sínum og átrúnaðar- goðum virðingu sína í bókunum; síð- ast var það Jóhann S. Hannesson og núna nefnir hann til sögunnar Hrólf Sveinsson, sem var hliðarsjálf hins merka þýðanda Helga Hálfdanar- sonar. „Það er raunar gamall siður að menn yrki limrur undir dulnefni. Má í því sambandi nefna Ingvar Gíslason, fyrrverandi menntamála- ráðherra, sem notaði nafnið Hring- fari. Ég veit svo sem ekki fyrir víst hvers vegna menn gera þetta en ætli það tengist ekki því að það er oft mikill gáski í limrum,“ segir Bragi. Bókin er unnin frá a til ö norðan heiða og kveðst Bragi mjög stoltur af þeirri staðreynd. „Ég hefði kannski getað fengið lægra verð annars stað- ar en aldrei kom til greina að sækja vatnið yfir lækinn. Þessi þekking er öll til hérna fyrir norðan og um að gera að færa sér það í nyt.“ Bragi spáir limrunni og kveðskap yfir höfuð bjartri framtíð. „Það að læra texta, sérstaklega bundið mál, er í senn skemmtilegasta og auðveld- asta leiðin til að halda tungumálinu við og ég hvet alla sem blýanti geta valdið til að yrkja.“ Við skulum ljúka þessu á annarri limru úr nýju bókinni en hún varð til eftir að Bragi greindist með krabba- mein í eista sem hann læknaðist af og er hvatning til kynbræðra hans: Kannaðu, þreifaðu, kreistu, kreistu þín dýrmætu eistu. Þar liggur þunginn, þuklaðu punginn: Ef vágestur kemur, þá veistu! Bragi V. Bergmann, til hægri, skiptist á bókum við Ragnar Inga Aðalsteinsson frá Vaðbrekku, en hann gaf út limrubókina Bragarblóm seint á síðasta ári. Bragi V. Bergmann hefur sent frá sér bókina Limr- ur fyrir land og þjóð, þar sem yrkisefnið er allt milli himins og jarðar, svo sem vítavörslur á HM, hrossakjötshneykslið mikla og hendur á pung. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Ég varð fyrir töluverðu áfalli í vikunni. Þákom semsagt í ljós að meirihluti Bretavill setja reglur um kveðjur á vinnustað. Fjórðungur af þeim hefur jafnvel forðast sam- starfsfólk sem heilsar því of innilega. Og það sem meira er: Þrír af hverjum fjórum vilja minnka líkamlega snertingu þegar fólk heilsast. Af hverju hef ég áhyggjur af þessu? Jú. Ég er faðmari. Í því felst að ég heilsa fólki oft með því að faðma það að mér. Ég veit ekki hvernig þetta byrjaði en þetta hefur undið upp á sig. Nú er svo komið að ég er nánast farinn að faðma blá- ókunnugt fólk. Mér finnst þetta svo eðlilegt að ég er í raun hættur að taka eftir þessu. Ég sé ekki útrétta hönd sem ætlar að heilsa mér. Kannski er það vegna þess að ég er svo oft í hópi fólks sem hef- ur tamið sér þessa nálgun. Ég er svo heppinn að eiga frábæra vini sem eru með mér í golfklúbbi. Við erum vel á þriðja tuginn og hittumst vikulega á sumrin og af og til yfir þennan óþarflega langa íslenska vetur. Þetta eru frábærir félagar og það er alltaf gam- an þegar við hittumst. En þegar við hittumst um daginn og föðm- uðumst þá fór ég aðeins að spá í það hvenær ís- lenskir karlmenn hafi almennt byrjað að faðm- ast? Hvenær var það bara sjálfsagt að fullorðnir karlmenn tækju hvor annan í fangið og knús- uðust? Mér finnst þetta rannsóknarefni því ég er nokkuð viss um að þetta er til þess að gera nokkuð nýtilkomið. Mér finnst eins og áður fyrr hafi menn í mesta lagi heilsast með handabandi og mig minnir að það hafi meira að segja ekki verið svo algengt. Það hafi verið líklegra að menn kinkuðu kolli á látlausan hátt. En nú er það þannig að við hittumst og erum kannski 20. Það þýðir að hver og einn faðmar einhvern annan 19 sinnum. Þannig að á einum eftirmiðdegi fáum við 190 faðmlög. Sem er nátt- úrlega bara gott og fallegt. Og svo endurtökum við þetta yfirleitt þegar við kveðjumst. Sem eru 380 faðmlög fyrir ykkur sem eruð ekki sleip í hugarreikningi. Sumir ganga meira að segja svo langt að smella kossi á kinn. Mig langar að segja að það hafi sennilega verið allt að því óhugsandi hjá karlmönnum hér á árum áður. Nema kannski hjá leiðtogum austantjalds sem voru alltaf voða kammó þegar þeir hittust. Kannski langaði alla til að faðmast hér áður en þorðu það ekki af ótta við að smitast af ein- hverri farsótt. Sem minnir mig á ástkæra eig- inkonu mína sem var orðin svo þreytt á því að vera alltaf með flensu að hún barðist fyrir því að fólk tæki upp hneigingar að japönskum sið. Mér hefur lengi fundist þetta eðlilegt, en nú, eftir að hafa séð þessa bresku könnun, verð ég pínu órólegur. Hvað ef fólk vill ekki lenda í fanginu á mér? Hvað ef því finnst óþægilegt þegar hátt í tveggja metra maður grípur utan um það og kreistir? Ég skil að sumum finnist þetta óþægilegt. Það síðasta sem ég vil gera er að láta fólki líða illa. Og til að tryggja það hef ég fundið upp ein- falda leið. Þegar ég nálgast og þið óttist að ég sé að fara að faðma ykkur skuluð þið taka tvö skref til baka og krossleggja hendur yfir höfðinu. Þá heilsa ég ykkur kannski bara með handabandi. Er það ekki bara nokkuð góð redding? ’Hvað ef fólk vill ekki lendaí fanginu á mér? Hvað efþví finnst óþægilegt þegar háttí tveggja metra maður grípur utan um það og kreistir? Á meðan ég man Logi Bergmann logi@mbl.is Líf mitt sem faðmari Langar þig í ný gleraugu! Smáralind – Sími 517 0317 – www.plusminus.is PLUSMINUS | OPTIC Það fyrsta sem Marilyn Monroe leikkona tók eftir þegar hún hitti Arthur Miller rithöfund, voru gleraugun!

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.