Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.05.2019, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.05.2019, Blaðsíða 17
legum póstum FBI manna kemur reyndar fram að Flynt þessi hafi engu logið en hann hefði samt játað það fyrir dómara í þeirri von að hann tapaði ekki aleig- unni. Sótt að dómsmálaráðherranum Eftir að Mueller gafst endanlega upp á að leita að sök hjá Trump um eitthvert minnsta samstarf við Rússa varðandi bandarísku kosningarnar, eða hjá nokkrum þeirra sem að baráttunni komu í aðdraganda þeirra, voru demókratar á þingi og þeir „frægu fjölmiðlar“ sem verst höfðu hagað sér óneitanlega niðurlútir um hríð en höfðu ekki manndóm til að biðjast afsökunar og lofa bót og betrun. Þeir ráðast á Trump eins og áður og halda því opnu að hann hafi samt eitthvað gert sem er dálítið hjákátlegt eftir að risahöggið geigaði og það einmitt vegna innihaldslausra ásakana. Síðustu vikur hafa þeir hins vegar flutt anga þessarar maníu yfir á núverandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna sem gegnt hefur þeim starfa í fáeinar vikur. Hann mætti fyrir nefnd öldungadeildar þingsins í vikunni og svar- aði þar öllum spurningum sem beint var til hans í fimm klukkutíma. Þá hafði dómsmálaráðherrann verið boðaður til fundar við sambærilega þingnefnd fulltrúadeild- arinnar, sem demókratar ráða eftir síðustu kosningar. Ráðherrann samþykkti það. Þá tilkynnti formaður þeirrar nefndar óvænt að hann ætlaði að láta starfs- menn þingmannanna spyrja ráðherrann en ekki þing- menn sjálfa. Það fyrirkomulag er óþekkt við fundi af þessu tagi. Dómsmálaráðherrann sagðist mundu með ánægju mæta fyrir þessa fjölmennu þingnefnd og svara spurningum allra þingmanna. En þegar hin und- arlega tilkynning barst um að fundurinn yrði færður niður á annað og undarlegra plan þakkaði ráðherrann pent. Í framhaldinu hafa demókratar á þingi og fjöl- miðlarnir sem misstu með þeim glæpinn sinn stóra ráðist að dómsmálaráðherranum með ofsa og vanstill- ingu sem fá dæmi eru um. Þetta hefur vakið nokkra undrun enda hefur Barr ráðherra fínan feril og hefur áður verið samþykktur af þingmönnum til sama starfa með öflugum stuðningi beggja flokka. Trump forseti þekkti ekkert til hans persónulega fyrir tilnefninguna í starfið og samþykkt öldungadeildar þingsins í það. Robert Mueller hafði í raun lokið sínum störfum áð- ur en að Barr kom til. Af þessum ástæðum er vanstill- ingin og ofsinn í garð Barrs enn undarlegri. Einn skarpasti penni um þjóðfélagsmál vestra er Kimberly (Kim) Strassel sem á sæti í ritstjórn Wall Street Journal. Hún hefur sínar skýringar á því hvers vegna þessum ofsa er nú beint að William Barr með nánast taumlaus- um tilburðum til að hafa af honum æruna. Hún segir að það „eina sem sé ógnvænlegra en ásýnd „Washington“ („hinnar frjálslyndu elítu“) þegar hún er mjög reið sé ásýndin sem birtist þegar hún er yfirgengilega skelkuð“. Og hún bætir við „að það sé óttinn sem reki áfram leiftursóknina gegn dóms- málaráðherranum.(„The only thing uglier than an angry Washington is a fearful Washington. And fear is what’s driving this week’s blitzkrieg of Attorney Gene- ral William Barr.“) Nú vakna réttu spurningarnar smám saman Sá hluti umræðunnar um skýrslu Muellers saksóknara sem fer fram með lágmarksstillingu nefnir ýmsa þætti sem kalla sjálfkrafa á umræðu nú þegar ljóst er að ekki fannst neitt, hvorki stórt né smálegt, þrátt fyrir dauðaleit, sem benti til að Trump hefði átt í einhverju minnsta samstarfi við yfirvöld í Rússlandi sem snertu þá komandi kosningar vestra. Robert Mueller hefur ekki getað ákært nokkurn mann fyrir eitthvað sem gæti í smávægilegustu efnum heyrt undir rannsókn- arefnið sem honum var fengið. Hann hefur ákært mann eins og Manafort fyrir gömul persónuleg skatt- framtöl hans sem ekkert hafa með Trump að gera eða þá fáu mánuði sem hann starfaði sem kosningastjóri hans. Hann var líka ákærður fyrir skort á skráningum sem taka til þeirra sem teljast vera talsmenn sérhags- muna (lobbyistar) vestra. Bent hefur verið á það að ef almennt væri ákært fyrir slíkt yrðu fangelsi fljót að fyllast. En af hverju ákærði Mueller Manafort? Það má segja að út frá þekktum en æði ógeðfelldum leikreglum og út frá sjónarhorni saksóknarans gæti hann án ákæru ekki hótað mönnum langri fangavist til að þvinga þá til að upplýsa um eitthvað sem gæti tengst glæpnum sem hann var að rannsaka. Það, sem lesa má um Manafort þennan og feril hans, bendir ótvírætt til þess að ef hann hefði vitað eitthvað sem hefði getað tryggt honum frelsi eða að minnsta kosti stuttan fangelsistíma í vinalegu fangelsi þá hefði hann leitað samninga við Mueller. En það var ólán Manaforts að hann vissi ekkert og hafði ekkert fram að bjóða. Ástæða þess er það sem við vitum núna eins og Mueller sjálfur, að það var eng- an glæp að finna. Og þá er spurt: Og þá kemur næsta spurning sem er algjörlega borð- leggjandi: Af hverju tók svo langan tíma með allan þennan fjölda manna, saksóknara og FBI lögreglu- manna að komast að og kynna þessa lokaniðurstöðu? Svarið sem ekki er hægt að viðurkenna blasir þó við. Alls ekki mátti kynna þessa niðurstöðu fyrr en ein- hverjum vikum eða mánuðum eftir kosningarnar til þingsins í nóvember s.l. Það hefði kórónað hinn mikla ósigur sem ónýt rannsókn er ef demókratar hefðu þurft að fara með það ónýta plagg inn í kosningar. Það er harla ólíklegt að þeir hefðu náð að vinna meirihluta í fulltrúadeild þingsins við þær aðstæður. Sannfæringin sem fjölmiðlarnir hlutdrægu höfðu gengið með í rúm tvö ár og japlað á eins og ofsa- trúarmenn frá morgni til miðnættis hafði auðvitað mikil áhrif á venjulegt heiðarlegt fólk. Nema hvað? Og enn er óskað svara En nú benda skynugir eins og Kim Strassel og aðrir margir á það að Mueller hafi verið falið að rannsaka aðild Rússa að ólögmætum afskiptum af bandarískum kosningum og þá, sem verst myndi vera, hvort það hefði verið fyrir atbeina bandarískra ríkisborgara. Þegar hefur verið lýst yfir að ekki væri vitað til þess að átt hefði verið við eitt einasta atkvæði af hálfu þeirra erlendu aðila sem hafa verið nefndir til sögu, sem auð- vitað væri áþreifanlegra og alvarlegra en að hafa reynt að hafa áhrif á skoðanir bandarískra kjósenda með auglýsingum á veraldarvefnum. Upphæðir sem nefndar hafa verið sem sönnuð dæmi um það eru sagðar samsvara fjármunum sem stóru flokkarnir hver um sig verja þriðju hverju klukku- stund í tvö ár í aðdraganda kosninga. Með öðrum orð- um: því tiltölulega litla fé hafi öllu verið á glæ kastað. Þá er það lykilspurningin En Kim Strassel spyr efnislega þeirrar sjálfsögðu spurningar hvers vegna Mueller hafi ekki kannað hvað í ósköpunum hafi orðið til þess að hin mikla rannsókn hans hefði verið sett af stað með öllum þeim kostnaði og því uppnámi sem af því hafi leitt. Það gefur augaleið að rannsóknin var stórlega skaðleg fyrir trúverð- ugleika forsetans og bitnaði illa á stöðu hans og starfs- friði fyrstu tvö ár starfstíma hans. Eftir að eftirlits- mönnum tókst að ná í pósta sem yfirmenn FBI höfðu fullyrt að væru algjörlega horfnir og óafturkræfir kom fram að æðstu yfirmenn þessarar ríkislögreglu höfðu haft samráð um að undirbúa atlögu gegn forsetanum „færu kosningarnar illa!“. Heimildir til að hlera aðila sem komu að kosninga- starfsemi Trumps, þótt lágt settir væru, en hefðu að- gang að henni, voru byggðar á furðuskýrslu Chri- stophers Steele, fyrrverandi bresks leyniþjónustu- manns, sem átti í verulegum tengslum við menn í Moskvu og í Kreml. Sá hefði einnig verið í nánum tengslum við utanríkisráðuneytið í Washington. Hvort tveggja gæfi ríkulega ástæðu til að rannsaka samstarf hans við hin rússnesku tengsl. Öll sú starfsemi rúss- neskra leyniþjónustumanna í Bandaríkjunum varðandi þessar kosningar áttu sér stað í stjórnartíð Obama og leyniþjónustumanna hans, hinna sömu sem afhentu forsetanum og tilvonandi eftirmanni furðuskýrslu Steele, án þess að geta þess, a.m.k. við Trump, að kosn- ingaframboð andstæðings hans hefði kostað gerð þess- arar skýrslu. Og það sem verra var, að Comey forstjóri FBI og Rosenstein aðstoðarráðherra í dómsmálaráðu- neytinu héldu þeirri staðeynd leyndri fyrir þeim dóm- urum sem fengnir voru til að heimila hlerunina. En hvers vegna? Líklegasta svarið sem liggur í loftinu við þessum spurningum og hvers vegna hin raunverulegu álitaefni hafi ekki verið rannsökuð er einfalt. Þegar að Mueller sá að hann hafði verið sendur ömurlega erindisleysu hafi hann ekki getað hugsað sér að afhjúpa sjálfur framgöngu alríkislögrelunnar. Hann er sjálfur fyrrver- andi forstjóri FBI og náinn vinur Comeys, eftirmanns- ins í því starfi, og hafi ekki viljað út í þetta kviksyndi. Þeir tölvupóstar og sms-samskipti háttsettra starfs- manna FBI sem þegar hafa verið afhjúpuð hafa sýnt að aðstoðarforstjóri FBI tók þátt í ráðabrugginu um að bregðast yrði við næði Donald Trump kjöri. Robert Mueller hefði ekki viljað bæta því við ónýta skýrslu sína að afla gagna sem sýndu að margt benti til að tala mætti um að samsæri hefði verið gert um að eyðileggja niðurstöður frjálsra forsetakosninga í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Það yrði stórkostlegt áfall. Ekki að- eins fyrir FBI. Hleranir gagnvart öðrum frambjóðandanum í for- setakosningunum voru miklu stærri í sniðum en hið fræga innbrot í Watergate-bygginguna forðum tíð, svo ekki sé talað um eftirleikinn. Hræðslan heltekur og afmyndar ásýnd „Wash- ington“ núna. Það er að renna upp fyrir því liði að ekki sé útilokað að loks sé að hefjast rannsókn þess eina glæps sem var allan tímann til staðar. Og hún sé loks að beinast að réttum aðilum. Það skyldi þó ekki vera? Betra er seint en aldrei. Miklu betra. ’ Eftir að eftirlitsmönnum tókst að ná í pósta sem yfirmenn FBI höfðu fullyrt að væru algjörlega horfnir og óafturkræfir kom fram að æðstu yfirmenn þessarar ríkislögreglu höfðu haft samráð um að undirbúa atlögu gegn forsetanum „færu kosningarnar illa!“. 5.5. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.