Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.05.2019, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.05.2019, Blaðsíða 2
Hvernig hefurðu það? Ég hef það bara alveg dásamlega gott. Ég eign- aðist mitt fyrsta barn fyrir um fjórum mánuðum og lífið gæti bara ekki verið betra. A Star is Born-tónleikarnir eru í næstu viku, hvað er skemmtilegast við þá? Ég ákvað að ef það kæmi eitthvað sem mig virki- lega langaði að gera myndi ég gera það. Mér finnst músíkin svo skemmtileg og mér finnst myndin æðisleg. Eftir að ég fór á myndina í bíó voru strax nokkur lög sem ég fór að hlusta á daginn út og daginn inn. Þetta eru skemmtileg lög og krefjandi að syngja. Það var svaka rómantík í myndinni, verður hún einnig á tónleikunum? Hún gerist allavega í músíkinni, það er lítil rómantík milli mín og Svenna. Gestir geta samt búist við svaka flottri tónlist, flottu sjói og frábæru bandi, bara mikilli skemmtun og góðri kvöldstund. Bíómyndin og lögin hafa verið mjög vin- sæl. Stefnir í hópsöng? Við endum alveg pottþétt á því. Shallow er vinsælasta lag í heimi núna og er spilað á öllum árshátíðum, böllum og í heimapartíum, bara út um allt. Að sjálfsögðu er það þannig að ef maður kann lögin má syngja með. Morgunblaðið/Eggert STEFANÍA SVAVARSDÓTTIR SITUR FYRIR SVÖRUM Rómantík í músíkinni Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.5. 2019 SKRIFSTOFUHÚSGÖGN Síðumúli 35 | 108 Reykjavík | S. 568 2828 | www.holmris.is Bjóðum uppá húsgögn eftir marga fræga húsgagnahönnuði. Mörg vörumerki. Á baksíðu Sunnudagsblaðsins fyrir viku var greint frá leit íslensk/bandaríska ljósmyndarans George Valdimars Tiedemanns að far-þegum sem voru með honum um borð í síðustu siglingu Goðafoss frá Reykjavík í september árið 1944 og eru enn á lífi. Skipinu var sem kunnugt er sökkt á heimleiðinni frá New York. Í fréttinni var nafngreind ein kona, Evelyn Ruth Anker, sem George hafði grennslast fyrir um í Bandaríkjunum en án árangurs. Samkvæmt farþegaskránni, sem George hefur undir höndum, var hún eins og hann á fyrsta árinu þegar lagt var af stað frá Reykjavík. Ekki stóð á viðbrögðum frá les- endum blaðsins og meðal þeirra sem höfðu samband var Guðrún S. Þor- steinsdóttir, en þær Evelyn, sem nú kallar sig Evelyn Anker Metts, eru systkinabörn. Í tölvubréfi frá henni kom fram að Evelyn byggi í Flórída og bauðst Guðrún til að láta hana vita að George hefði áhuga á að ná tali af henni. Guðrún hafði varla sleppt orðinu að blaðinu barst tölvubréf frá Eve- lyn sjálfri, þar sem hún staðfesti að hún hefði verið um borð í Goðafossi haustið 1944 og að hún myndi með glöðu geði vilja heyra frá George. Evelyn áréttaði að vísu að hún myndi ekkert eftir ferðalaginu, en haldið var upp á eins árs afmæli hennar meðan á siglingunni stóð. Sunnudagsblaðið tengdi þau Evelyn og George þegar í stað og þau hafa rætt saman í vikunni og deilt minningum. Eins og George átti Evelyn ís- lenska móður, Elínu Daníelsdóttur frá Guttormshaga í Holtahreppi í Rang- árvallasýslu, faðir hennar var Richard Anker, þau eru bæði látin. Elín var um borð í Goðafossi og þar var einnig móðir George, Magnúsína Brynjólfína Valdimarsdóttir úr Aðalvík. Faðir hans, Robert L. Tiedemann, hafði farið vestur um haf á undan. Þau eru bæði látin. Sunnudagsblaðið hefur fengið staðfest að a.m.k. einn farþegi til viðbótar sem var um borð í Goðafossi á leiðinni til New York haustið 1944 er á lífi. Það er Guðmundur Jónsson, sem orðinn er 94 ára. Hann var nítján ára á þessum tíma og er því mögulega sá eini sem man eftir siglingunni. George, sem býr í Bandaríkjunum, er væntanlegur til Íslands í sumar og hver veit nema þeir Guðmundur geti hist og borið saman bækur sínar. Evelyn Anker er komin í leitirnar Pistill Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is ’Guðrún hafði varlasleppt orðinu aðblaðinu barst tölvubréffrá Evelyn sjálfri, þar sem hún staðfesti að hún hefði verið um borð í Goðafossi haustið 1944 ... Margrét Ósk Árnadóttir Ég var þriggja ára og ég sat í fram- sætinu á vörubíl og mamma sat með systur mína vafða inn í sæng. SPURNING DAGSINS Hver er þín fyrsta minning? Eðvarð Már Eðvarðsson Þegar ég var í flugvél á leið til Dan- merkur fjögurra ára. Anna Elínborg Gunnarsdóttir Ég man eftir mér fyrst í rimla- rúminu heima hjá mér. Rafn Arnar Rafnkelsson (og Særós) Þegar ég var fjögurra ára í sveit og pabbi var að setja saman dráttarvél. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Forsíðumyndina tók Ólafur Már Björnsson Tónleikar með lögunum úr myndinni A Star is Born verða haldnir föstudaginn 10. maí í Gamla bíói. Stef- anía mun syngja ásamt Svenna Þór. Myndin var tilnefnd til 8 óskarsverðlauna og 4 Golden Globe-verðlauna.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.