Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.05.2019, Side 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.05.2019, Side 10
VIÐTAL 10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.5. 2019 Þ að er ekki á hverjum degi sem mað- ur kemst í beina snertingu við knattspyrnusöguna en það gerði þessi penni svo sannarlega í vik- unni þegar hann settist niður með Johan Neeskens, einum af burðarásunum úr gullaldarliði Hollendinga á áttunda áratugnum, á hóteli í miðborg Reykjavíkur. Auk þess að leika í tvígang til úrslita um sjálfan heimsbik- arinn með landsliðinu varð Neeskens þrefaldur Evrópumeistari með Ajax og lék um skeið með Barcelona. Hann var hér staddur í tengslum við tímabundið sendiráð Hollands í Reykjavík og tók þátt í málþingi og hélt námskeið fyrir unga knattspyrnumenn í tengslum við starf sitt sem svokallaður heimsþjálfari en það er eins- konar sendiherra knattspyrnunnar. Neeskens er frjálslegur í fasi, klæddur í íþróttagalla merktan „heimsþjálfarar“ þegar hann kemur til móts við okkur Ragnar Ax- elsson ljósmyndara. Hann er léttur í spori og augljóslega í góðu líkamlegu formi enda þótt árin séu orðin 67. Maður sér hann auðveldlega fyrir sér hoppa án áreynslu inn á knatt- spyrnuvöll. Hann er nýkominn af fundi forseta Íslands og dagskráin er þétt, þannig að Nee- skens kemur sé beint að efninu: „Hvað þurfið þið langan tíma, strákar?“ spyr hann. „Hálf- tíma? Þið eruð aldeilis brattir!“ Hann glottir. Draumi líkast Við hjólum beint í grunninn en Neeskens átti aðild að liði Ajax í upphafi áttunda áratugarins sem flestir eru sammála um að hafi verið eitt besta félagslið sögunnar; auk Evróputitlanna þriggja varð hann í tvígang hollenskur meistari og vann bikarinn einnig tvisvar. Þá vann Ajax álfubikarinn einu sinni og leikinn um ofurbikar Evrópu tvisvar. Samtals tíu titlar á þremur ár- um. Geri aðrir betur! „Það var vitaskuld draumi líkast að spila með þessu liði,“ útskýrir Neeskens. „Ég byrjaði sextán ára með heimaliðinu mínu í Heemstede, RCH, en Rinus Michels keypti mig til Ajax þegar ég var átján ára. Hann var klárlega einn af bestu þjálfurum heims á þessum tíma; þann- ig að ég var strax í góðum höndum. Liðið var skipað frábærum leikmönnum á þessum tíma; blanda af yngri og eldri mönnum og reyndari. Fremstur meðal jafningja var auðvitað Johan Cruyff,“ bætir hann við og ég hegg eftir því að hann segir „Kræf“ en ekki „Krojf“, eins og maður á að venjast. Þegar hugsað er út í það fer „Kræf“ þeim ágæta manni auðvitað miklu betur. Blessuð sé minning hans! Af öðrum köppum sem klæddust Ajax- treyjunni á þessum árum má nefna Arie Haan, Ruud Krol og Johnny Rep, sem einnig voru í lykilhlutverkum með landsliðinu. Neeskens hóf ferilinn sem bakvörður en var fljótt færður inn á miðjuna, þar sem hann hélt sig eftir það. Var þekktur fyrir baráttugleði sína, mikla yfirferð og ósérhlífni en jafnframt góða tækni og prýðilega markheppni af mið- vellingi að vera. „Ég var svona leikmaður sem óð vítateiga á milli,“ segir hann, beðinn um hnitmiðaða sjálfslýsingu. Vinnan var þess virði Ekki dugði Ajax að vinna titla; liðið varð líka að leika áferðarfallega knattspyrnu. „Við lögðum áherslu á að halda boltanum innan liðsins, stjórna leiknum, hreyfa okkur hratt og pressa andstæðinginn framarlega á vellinum þegar við vorum ekki með boltann,“ útskýrir Neeskens og er hér að sjálfsögðu að lýsa því sem á ís- lensku mætti kalla „alspark“ eða „totaalvoet- bal“, eins og það heitir á frummálinu. „Þetta var mikil vinna; bæði fyrir okkur leikmennina og þjálfarann en algjörlega þess virði.“ Hann brosir. „Lykillinn að velgengni okkar var sá að við spiluðum allir sem einn fyrir liðið; egóið bar liðsheildina aldrei ofurliði. Það spillti heldur ekki fyrir að við héldum sama mannskapnum allan þennan tíma, í þrjú til fjögur ár, og þekkt- umst því mjög vel. Það væri illmögulegt í dag.“ Spurður um hápunktinn á ferlinum hjá Ajax svarar Neeskens: „Það má með góðum rökum segja að þetta hafi verið einn samfelldur há- punktur en eigi ég að taka eitthvað eitt út úr þá nefni ég fyrsta úrslitaleikinn í Evrópukeppni meistaraliða, gegn Panathinaikos á Wembley. Þeim leik mun ég aldrei gleyma né heldur til- finningunni í leikslok.“ Sama hugmyndafræðin Neeskens er mjög stoltur af því að Ajax hafi haldið sig við sömu hugmyndafræðina allar götur síðan sem hefur skilað félaginu fjölmörg- um Hollandstitlum og Evrópubikarnum í fjórða sinn árið 1995. Þá er liðið eftir langt hlé komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu á þessu vori. „Ajax hefur ekki alltaf haft úr miklu fé að moða; alltént ekki í samanburði við stærstu félög Evrópu, en félagið hefur þrátt fyrir það haldið sig lengst af við hugmynda- fræðina. Starfið í akademíunni er markvisst og það er að skila sér núna, auk þess sem fengnir hafa verið til félagsins sterkir eldri leikmenn á allra síðustu árum, eins og Dušan Tadić og Da- ley Blind. Því miður leysist þetta lið þó líklega upp í sumar; ætli fimm til sex leikmenn verði ekki keyptir annað. Frenkie de Jong er þegar búinn að semja við Barcelona og mér kæmi ekki á óvart þótt Matthijs de Ligt og Donny van de Beek færu líka. En er á meðan er og um að gera að njóta meðan vel gengur. Það er mjög gaman að sjá Ajax í undanúrslitunum meðan milljónalið eins og Manchester City, Paris Sa- int Germain, Juventus og Bayern München hafa verið slegin út.“ Fylgdi Cruyff til Barcelona Rinus Michels fór til Barcelona eftir fyrsta Evróputitilinn sumarið 1971 og Johan Cruyff fylgdi honum þangað tveimur árum síðar. Sum- arið 1974 var röðin svo komin að Neeskens að stefna takkaskónum til Katalóníu. Eins und- arlega og það hljómar í dag var það skref niður á við. Á fimm árum á Camp Nou varð hann aldrei spænskur meistari, vann þó spænska bikarinn einu sinni og Evrópukeppni bikarhafa í eitt skipti. „Ajax var betra lið en Barcelona á þessum tíma; gæðin voru meiri. Michels var þó byrj- aður að innleiða hugmyndafræði sína þegar ég kom þangað og leggja grunn að leikstíl og sigr- um Barcelona allt til þessa dags. Liðið lék allt öðruvísi fótbolta áður en Michels kom þangað. Cruyff tók seinna við keflinu og sparklega upp- eldissyni hans er víða að finna. Þeirra fræg- astur er líklega Pep Guardiola hjá Manchester City. Hann er bein framlenging af Cruyff.“ Þrátt fyrir frekar rýra uppskeru hafði Nee- skens mikið yndi af því að spila fyrir Börsunga. „Heima í Hollandi spilaði maður fyrir 30 þús- und áhorfendur, 60 þúsund í allra stærstu leikj- unum. Á Camp Nou voru alltaf yfir 90 þúsund manns á vellinum og með knattspyrnusýki á hæsta stigi. Fyrir þessu fólki er knattspyrna lífið sjálft og andrúmsloftið var geggjað á hverjum einasta leik. Það var mikil lífsreynsla að kynnast þessu viðhorfi. Þessari menningu. Þessu félagi,“ segir Neeskens, sem snemma hlaut viðurnefnið Johan II meðal stuðnings- manna Barcelona, og bætir við að samkeppnin hafi líka verið meiri á Spáni en í Hollandi, þar sem Ajax bar ægishjálm yfir önnur félög. Besta liðið sem aldrei vann HM? Hollenska landsliðið var einskonar framleng- ing á Ajax á áttunda áratugnum; mikið til sömu leikmenn og sama nálgun. Alspark út í gegn. Neeskens lék sinn fyrsta landsleik árið 1970 og þegar kom að HM í Vestur-Þýskalandi sumarið 1974 var hann orðinn einn af lykilmönnum liðs- ins. Þar varð hann næstmarkahæstur allra og kórónaði frábært mót með því að skora úr víta- spyrnu strax á annarri mínútu í sjálfum úrslita- leiknum gegn heimamönnum í München. Það dugði þó ekki til því Vestur-Þjóðverjar unnu leikinn, 2:1. Neeskens var aðeins 22 ára þegar leikurinn fór fram og því vekur athygli að hann hafi verið orðinn vítaskytta í svo sterku liði. „Já, eftir á að hyggja er það örugglega merkilegt. Ég hafði hins vegar byrjað að taka vítin með góðum ár- angri fyrir Ajax um veturinn og Rinus Michels treysti mér fyrir þessu verkefni með landslið- inu en hann stjórnaði liðinu á HM 1974.“ Fjórum árum síðar í Argentínu endurtók leikurinn sig; Holland tapaði úrslitaleiknum gegn heimaliðinu; 3:1. Þá var Austurríkismað- urinn Ernst Happel tekinn við liðinu. Spurður hvort tapið hafi verið sárara blæs Neeskens í kinnar sér: „Auðvitað var sárt að tapa báðum þessum leikjum en þegar ég horfi um öxl stendur upp úr að það var frábært afrek að leika tvívegis til úrslita á HM. Við lékum án efa bestu knatt- spyrnuna, sérstaklega 1974, og unnum hug og hjarta heimsbyggðarinnar. Það er gömul saga og ný að í knattspyrnu vinna bestu liðin ekki alltaf.“ – Eruð þið jafnvel besta liðið sem aldrei varð heimsmeistari? „Hugsanlega. Fólk naut þess alltént að horfa á okkur spila og núna, meira en fjörutíu árum síðar, muna margir eftir okkur. Það segir sína sögu. Það á kannski sérstaklega við um liðið 1974; tveir lykilmenn, Cruyff og Willem van Hanegem, voru báðir hættir með landsliðinu 1978.“ Cruyff var bestur í heimi Þess má geta að Neeskens lék fjóra síðustu leikina í Argentínu með brákað rifbein eftir að hafa orðið fyrir hnjaski í leik gegn Skotum. „Það gleymdist meðan á leikjunum stóð en var mjög sárt á eftir,“ rifjar hann upp og brosir. Neeskens segir það hafa verið mikil forrétt- indi að leika með nafna sínum Cruyff öll þessi ár. „Við vorum mjög gott lið en hann gerði okk- ur að stórkostlegu liði; hafði þessi aukagæði til að fleyta okkur ennþá lengra. Cruyff var leið- toginn í liðinu og brennipunkturinn í öllu okkar spili. Ég var mjög heppinn að fá tækifæri til að spila með Cruyff og er ekki í nokkrum vafa um að hann hafi verið besti knattspyrnumaður í heimi á þessum tíma – og einn sá besti í sög- unni.“ Og Neeskens lék ekki aðeins með goðsögn- um, heldur líka á móti þeim. Hann nefnir Þjóð- verjann Franz Beckenbauer og Portúgalann Eusébio sérstaklega í því sambandi. Holland og Ísland mættust nokkrum sinnum á áttunda áratugnum og Neeskens kveðst Sendiherra „alsparksins“ Johan Neeskens er goðsögn í sparkheimum. Hann varð þrefaldur Evrópumeistari með Ajax og lék tvo úrslitaleiki á HM með hollenska landsliðinu á áttunda áratugnum og skoraði í öðrum þeirra. Neeskens var staddur hér á landi í vikunni og gaf sér tíma til að ræða um fótmenntir fyrr og nú, hugmyndafræði „alsparksins“, eða totaalvoetbal, sigra og ósigra og Eið Smára sem hann þjálfaði hjá Barcelona. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is „Lykillinn að velgengni okkar var sá að við spil- uðum allir sem einn fyrir liðið; egóið bar liðsheild- ina aldrei ofurliði. Það spillti heldur ekki fyrir að við héldum sama mannskapnum allan þennan tíma, í þrjú til fjögur ár, og þekktumst því mjög vel. Það væri illmögulegt í dag,“ segir Johan Neeskens um Ajax-liðið í byrjun áttunda áratugarins.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.