Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.05.2019, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.05.2019, Blaðsíða 29
5.5. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 Ég hef sérstaklega gaman af skáld- sögum og ævisögum um sterkar persónur og sérvitringa og líka bók- um um andleg mál- efni. Mér fannst upplífg- andi að lesa bókina Becoming eftir Mic- helle Obama, fyrr- verandi forsetafrú Bandaríkjanna, en í bókinni segir hún frá uppvaxt- arárum sínum, sambandinu við Bar- ack Obama, móðurhlutverkinu, líf- inu í Hvíta húsinu og sýn sinni á pól- itík. Þrátt fyrir að hafa komist svona langt í lífinu á hún, eins og svo marg- ir aðrir, það til að efast um að hún sé nógu góð. En hún sigrast alltaf á óttanum. Hún minnir mann á að við lærum, breytumst og þroskumst út lífið og að það skilar árangri að undirbúa sig vel og leggja hart að sér. Ástin Texas eftir Guðrúnu Evu Mín- ervudóttur kláraði ég í flugvél á leiðinni til Vínar í byrjun mán- aðarins. Hún samanstendur af fimm smásögum og eftirminnilegum per- sónum. Ein af þessum vel skrifuðu bókum sem maður drekkur í sig. Síðasta bókin sem ég las og klár- aði í páskafríinu er mögnuð minn- ingabók sem heitir Educated og er eftir Töru Westover. Tara var alin upp af mormónum í Idaho í Bandaríkjunum og er yngst af sjö syst- kinum. Pabbi hennar fær reglulega par- anoju-köst og er alltaf að búa sig undir heimsendi. Hann er tortrygginn út í ríkið, lækna, spítala og almenningsskóla. Þar af leiðandi er Tara fædd heima, menntuð að mjög takmörkuðu leyti heima og fer aldrei til læknis. Mamma hennar gerist ljósmóðir án réttinda, verður smám saman frægur heilari og býr til alls kyns smyrsl úr jurtum. Tara býr við hrottalegt ofbeldi bróður síns sem foreldrar hennar neita að viðurkenna. Þrátt fyrir þetta hefur hún viljastyrk til að setjast á skóla- bekk 17 ára í óþökk föður síns og er í dag með doktorsgráðu frá Cam- bridge. Þetta er bók sem ég held að allir hafi gaman af að lesa. ARNA BJÖRK ER AÐ LESA Sterkar persónur Arna Björk Jónsdóttir, verkefnastjóri hjá Sál- fræðideild Há- skóla Íslands. Svo gildir reglan „því stærri, því al- mennilegri“ gjarnan þarna eins og annars staðar. „Ég gerði einu sinni mynd með sir Kenneth Branagh og hann var alveg ótrúlega þægilegur í samstarfi; draumur kvikmyndatöku- mannsins. Svo mætti hann alltaf vel undirbúinn og með handritið á hreinu enda af gamla skólanum. Hann þurfti aldrei að blaða í handritinu; var bara með það á hreinu.“ Magni segir vinnuna við A Million Little Things hafa verið mjög skemmtilega en um leið erfiða. „Vinnudagurinn var langur; við vor- um yfirleitt að vinna á bilinu 70 til 80 stundir á viku. Það er nánast tvöföld vinna. Það tekur líka á að vera svona lengi frá fjölskyldunni. Ég náði að skreppa aðeins heim og þau að koma til mín en við sáumst eigi að síður mjög lítið þessa níu mánuði. Og raun- ar í þrjá mánuði þar á undan meðan ég var heima að gera Flateyjargát- una.“ Leggur upp úr fjölbreytni Einmitt þess vegna hafnaði Magni boði um að stýra tökum á annarri ser- íu af A Million Little Things sem hefj- ast eiga síðar á þessu ári. „Ég gat ekki hugsað mér að verða aftur svona lengi í burtu frá fjölskyldunni. Ef- laust á ég eftir að sakna þess að vinna með þessu fólki en á móti kemur að ég hef alltaf lagt mikið upp úr fjöl- breytni; vil ekki festast í sömu serí- unni í fimm eða sex ár. Það var því ágætt að segja þetta gott.“ Hann er bjartsýnn á að A Million Little Things skili honum fleiri spennandi tækifærum á næstunni. „Mér fannst þetta alla vega ganga ágætlega og bæði James Griffiths og umboðsmaðurinn minn, Bill Dispoto, halda því fram að þetta verkefni verði mér til framdráttar.“ Næstu skref á ferlinum eru í skoð- un um þessar mundir en verkefnið sem Magni vann að þegar kvefið sótti að honum var svokallaður „pilot“- þáttur fyrir ABC-sjónvarpsstöðina. „Ég get í raun ekki tjáð mig meira um það verkefni í augnablikinu en það ræðst væntanlega mjög bráðlega hvort fleiri þættir verða gerðir,“ segir Magni en venjan er sú að sjónvarps- stöðvarnar meti það út frá „pilot“- þættinum hvort efnið sé á vetur setj- andi. Þá panta þær gjarnan heila ser- íu sem getur svo undið upp á sig. „Fari þessi þáttur í framleiðslu er ekkert sjálfgefið að ég komi til með að „skjóta“ hann; ég „skaut“ til dæm- is ekki „pilot“-þáttinn fyrir A Million Little Things. En við sjáum hvað set- ur. Hlutirnir geta gengið hratt fyrir sig í þessum bransa og maður veit yfirleitt aldrei neitt fyrr en á síðustu stundu.“ Ekkert ólíkt Íslandi Magni kann vel við sig í Los Angeles. „Okkur langaði að prófa eitthvað nýtt og láta á það reyna hvort maður fengi einhver áhugaverð verkefni hérna vestra. Hér er allt mjög stórt í snið- um en okkur gengur ágætlega að laga okkur að aðstæðum. Líklega helgast það af því að við erum á jaðr- inum í norðurhluta borgarinnar og hér fyrir ofan okkur er bara eyði- mörk og fjöll. Ekkert ólíkt Íslandi. Það hentar okkur vel.“ Hann finnur þó að lengra er til Ís- lands frá Kaliforníu en Bretlandi. „Ég kemst sjaldnar heim núna en meðan ég bjó í Bretlandi. Þá gat ég skroppið að jafnaði einu sinni í mán- uði,“ segir Magni en hann á tvær ung- lingsdætur frá fyrra hjónabandi hér heima. „Ég kom heim í nokkra daga um jólin og þær hafa komið hingað út til okkar en ég finn samt að ég á erf- iðara með að hitta dætur mínar og fjölskyldu heima en áður.“ Spurður um framhaldið segist Magni reikna með að taka eitt ár í einu; sjá hvernig málin þróast. „Ég er búinn að vera lengi á faraldsfæti og íslenska taugin togar alltaf í mann. Það jafnast ekkert á við Ísland og það verður alltaf heimili manns. Hvenær við komum til með að flytja heim er hins vegar erfitt að segja til um; það veltur á vinnu og líðan okkar hér úti almennt. Annars er tíminn svo fljótur að líða; mér finnst eins og við höfum flutt til LA í gær.“ Hann hlær. Allir hafa séð íslenskt efni Magni hefur tekið þátt í fjölmörgum verkefnum á Íslandi, nú síðast saka- málaþáttunum Flateyjargátunni. Hann segir engin verkefni í sjónmáli heima en kveðst sem fyrr opinn fyrir öllu séu verkefnin spennandi og tím- inn hagstæður. „Verkefni sem ég hef unnið að heima og í Bretlandi hafa nýst mér vel hérna í LA. Það hjálpar allt, hvort sem það var sjónvarps- serían Dr. Who í Bretlandi eða kvik- myndirnar Brim eða París norðurs- ins. Ég er endalaust að rekast á fólk sem hefur séð kvikmyndirnar eða stuttmyndirnar sem ég hef kvik- myndað, sem mér finnst alltaf ótrú- legt og athyglisvert. Fólk fer mikið á kvikmyndahátíðir og sér mikið af ís- lenskum myndum þar. Eins og ég finn mikið fyrir með myndir sem ég hef „skotið“ eins og Heima með Sigur Rós og stuttmyndina Síðasti Bærinn, sem fékk Óskarstilnefningu 2005.“ Hann segir ofboðslega gott efni bú- ið til heima á Íslandi. „Þá er ég bæði að tala um kvikmyndir og sjónvarp. Það er sama hvar maður kemur; alls staðar er fólk sem hefur séð íslenskar kvikmyndir eða sjónvarpsþætti. Það á ekkert síður við hérna í Bandaríkj- unum en í Evrópu. Maður finnur á samtölum við fólk að litið er á Ísland sem mikla kvikmyndaþjóð og menn- ingarþjóð yfir höfuð. Þetta efni nær alveg ótrúlega langt,“ segir Magni. Hann segir það staðfesta styrk ís- lenskrar menningar hversu margir hafi lesið íslenskar bækur og séð ís- lenskar kvikmyndir og heyrt íslenska tónlist. „Hún fer ansi víða menningin okkar, sem mér finnst ótrúlega merkilegt og hvetjandi. Það sem kemur fólki alltaf jafnt á óvart hvað við framleiðum mikið af bókum, kvik- myndum og tónlist miðað við hversu smá þjóðin okkar er, það verður alltaf aðalumræðuefnið mitt við fólk í út- löndum.“ G. Magni Ágústsson, ÍKS, segir mjög gott efni koma frá Íslandi, bæði kvikmyndir og þætti fyrir sjónvarp. Hamraborg 10, Kópavogi Sími: 554 3200 Opið: Virka daga 9.30–18 VERIÐ VELKOMIN Í SJÓNMÆLINGU ——— BÓKSALA 24.-30. APRÍL Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 Handbók fyrir ofurhetjur 4 – vargarnir koma Elias/Agnes Vahlund 2 Barist í BarcelonaGunnar Helgason 3 GullbúriðCamilla Läckberg 4 BíóráðgátanMartin Widmark 5 KastaníumaðurinnSören Sveistrup 6 Ísköld augnablikViveca Sten 7 Kettlingurinn sem enginn vildi eiga Holly Webb 8 Ráðgátan Henri PickDavid Foenkinos 9 ÞakkarskuldGolnas Hashemzadeh Bonde 10 Húðflúrarinn í AuschwitzHeather Morris 1 SapiensYuval Noah Harari 2 All the Lives We Never Lived Arundhati Roy 3 EducatedTara Westover 4 Fever DreamSamanta Schweblin 5 Still MeJojo Moyes 6 Jokes for the GunmenMazen Maarouf 7 13-Minute MurderJames Patterson 8 FactfulnessHans Rosling 9 MisterEL James 10 OutsiderStephen King Allar bækur Erlendar bækur Meðleigjandinn er ný bók eftir Berth O’Leary. Halla Sverrisdóttir þýddi. Tiffy Moore þarf að finna sér ódýra íbúð strax. Leon Twomey á íbúð, vinnur næt- urvinnu og vantar peninga. Lausnin blasir við: Leon er í íbúðinni á meðan Tiffy er í vinnunni og þegar hún kemur heim er Leon farinn út. Vinir þeirra halda að þau séu gengin af göflunum en þetta er frá- bært fyrirkomulag – þar til stjórnsamur fyrrverandi kærasti, kröfuharðir skjólstæðingar, fangelsaður bróðir og auðvit- að sú staðreynd að þau hafa aldrei hist snýr öllu á hvolf í lífi þeirra. JPV gefur út. ÁHUGAVERÐAR BÆKUR

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.