Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.05.2019, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.05.2019, Blaðsíða 28
SJÓNVARP Síðasta atriðið í gam- anþáttunum vinsælu Big Bang Theory var tekið upp í vikunni. Vel fór á því að Jim Parsons, Johnny Galecki og Kaley Cuoco, sem leikið hafa í þáttunum frá upphafi, eða tólf ár, skyldu taka þátt í því. Sleg- ist var um miða í myndverinu og þegar upptökum var lokið ávarpaði Galecki, sem leikið hefur eðlisfræð- inginn knáa Leonard Hofstadter, viðstadda með tárin í augunum. Tár á hvarmi Bang, búið, bless! 28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.5. 2019 LESBÓK Stanley hefur marga fjöruna sopið. Kiss án Stanleys? ROKK Paul Stanley, annar for- sprakka glysgoðanna í Kiss, segir í nýlegu viðtali í tímaritinu Paste, að hann yrði mjög stoltur ef bandið héldi áfram eftir að hann leggur rokkbomsunar á hilluna. „Það yrði hinn endanlegi mælikvarði á trú- verðugleika bandsins og hlutverkið sem ég trúi að það hafi að gegna,“ segir hann. „Ég fann ekki upp hjól- ið; er bara framlenging á fólkinu sem ég leit upp til.“ G. Magni Ágústsson, ÍKS, bið-ur mig af afsaka raddleysiðen hann er með einhverja kveflufsu þegar ég slæ á þráðinn til hans vestur um haf. Nú jæja, fá menn líka svoleiðis í blíðunni í Kaliforníu, velti ég fyrir mér, og Magni svarar játandi. „Ég var í vinnutörn innan- dyra um daginn og loftræstingin er víða svo öflug hérna að það getur auð- veldlega slegið að manni. Það var ís- kalt þarna meðan á vinnu okkar stóð.“ Einmitt það, menn kvefast sumsé frekar inni en úti í Los Angel- es. Meikar svo sem sens. Magni hefur um árabil starfað sem kvikmyndatökumaður og flutti til Los Angeles ásamt eiginkonu sinni og fimm ára gömlum syni í byrjun síð- asta árs. Áður hafði hann búið í um áratug í Bretlandi með stuttri við- komu heima á Íslandi áður en haldið var vestur um haf. Magni hefur þó minnst verið í þessu höfuðvígi kvik- myndagerðarinnar í heiminum enda fékk hann fljótlega stórt verkefni sem skilaði honum til Vancouver í Kanada í heila níu mánuði. Það var að stýra tökum á nýjum framhaldsmynda- flokki, A Million Little Things, sem einmitt hefur verið sýndur hér heima í Sjónvarpi Símans. „Ég var mjög heppinn að fá þetta tækifæri og það kom sér vel að tökur færu fram í Van- couver. Ég hef verið með atvinnuleyfi í mörg ár í Bandaríkjunum en var ekki í verkalýðsfélaginu hérna í Los Angeles, sem kom í veg fyrir að ég gæti tekið að mér sjónvarpsverkefni. En það er glufa í kerfinu hjá þeim ef þetta er tekið utan Bandaríkjanna. Smá flókið en það hjálpaði mér að fá að taka upp A Million Little Things.“ Bretar fastir á sínu Einn framleiðenda A Million Little Things, Bretinn James Griffiths, fékk Magna að verkefninu en þeir hafa unnið mikið saman frá árinu 2006. „Eins og við þekkjum þá eru Bretar mjög fastir á sínu og þegar þeir hafa fundið fólk sem þeim líkar við vilja þeir helst ekki vinna með öðrum,“ segir Magni hlæjandi. „James er frekar stór hérna hjá ABC, þar sem hann er með fullt hús stiga þegar kemur að „pilot-sjónvarpsþáttagerð“. Allir „pilotar“ sem hann gerir hafa farið í famleiðslu en hann hefur mjög góða innsýn í hvað virkar og hvað virkar ekki í sjónvarpi hérna vestra. Það var gott að vinna með honum og hann hefur sýnt mér mikið traust með því að fá mig í verkefnin sín.“ Upphaflega voru tólf þættir pant- aðir af A Million Little Things en í miðjum klíðum var fjórum bætt við og stjórnaði Magni kvikmyndatök- unni á þeim öllum. Þættirnir hafa fall- ið í frjóa jörð en að sögn Magna hafa um tíu milljónir manna horft að jafn- aði í Bandaríkjunum. „Það þykir mjög gott en til samanburðar má nefna að um átján milljónir horfa á vinsælasta efnið í sjónvarpi hérna vestra, ameríska fótboltann,“ segir Magni. Fyrir þá sem ekki hafa horft fjallar A Million Little Things um vinahóp sem verður fyrir því áfalli að einn úr hópnum sviptir sig lífi; maður sem virtist á yfirborðinu njóta velgengni í leik og starfi og vera með allt sitt á hreinu. Í þáttunum fylgjumst við bæði með vinum hans og fjölskyldu vinna úr sorginni, auk þess sem reglulega er ferðast með okkur aftur í tímann til að freista þess að varpa ljósi á hvað varð til þess að maðurinn greip til þessa örþrifaráðs. „Hinn látni“ kemur því allnokkuð við sögu. Snerti mig á vinanótum „A Million Little Things snertir á mörgum erfiðum málum, svo sem sjálfsvígum, krabbameini, alkóhól- isma og þunglyndi og mér hefur þótt menn gera þetta af smekkvísi. Kona sem ég hitti nýlega sagði við mig að þættirnir hefðu snert sig á vinanótum og það gladdi mig. Það þýðir að mað- ur er að gera eitthvað rétt með nálg- un sinni við orðin í handritinu og koma sinni túlkun á því yfir í mynd- rænt form. Það er alltaf sérstök til- finning að verða var við viðbrögðin hjá fólki. A Million Little Things er stundum borið saman við annan vin- sælan þátt hérna í Bandaríkjunum, This Is Us, enda miklar tilfinningar í báðum þáttum en síðarnefndi þátt- urinn er meira fjölskyldu- en vina- drama.“ A Million Little Things er sýnt á ABC-sjónvarpsstöðinni og Magni bendir á, að þar eins og hjá hinum stóru sjónvarpsstöðvunum sé áhersl- an ósjaldan á léttara efni, eða „happy go lucky“-efni, eins og hann kallar það. „Það er því stórt skref að takast á við svona erfiða hluti og því er ekki að neita að það kom smá bakslag eftir fyrsta þáttinn, þar sem sjálfsmorðið á sér stað. Ekki voru allir á eitt sáttir á samfélagsmiðlum en við því var svo sem alveg að búast þegar um svona viðkvæmt mál er að ræða.“ Stóru sjónvarpsstöðvarnar vestra eru vandar að virðingu sinni sem þýð- ir að menn höfðu ekki alveg frjálsar hendur við gerð A Million Little Things. „Það má ekki blóta í „net- work-þáttum“, blóð má helst ekki sjást og alls ekki nekt. Það má varla sjást í axlir,“ segir Magni og skellir upp úr. „Þetta setur manni auðvitað skorður en á móti kemur að áskor- unin við að koma efninu frá sér var líklega meiri en ella.“ Bara fólk eins og við Hann segir stemninguna á tökustað hafa verið mjög góða; „crew-ið“ hafi staðið saman af úrvalsfólki og leik- ararnir upp til hópa viðkunnanleg- asta fólk. „Þessi hópur verður alltaf svolítil fjölskylda, ekki síst þegar við erum svona lengi saman. Ég held að ég hafi komið mér vel við flesta þarna, 7-9-13,“ segir hann og hlær. „Annars skiptir alltaf mestu máli að skila frá sér góðu efni. Einu sinni vann ég með leikara sem var mjög kuldalegur við mig þangað til hann hafði séð útkomuna úr tökunum; þá mýktist hann allur upp. Annars borg- ar sig ekkert að pæla of mikið í stærð og nöfnum leikaranna sem maður er að vinna með. Þetta er bara fólk eins og við.“ Það má varla sjást í axlir G. Magni Ágústsson kvikmyndatökumaður er sestur að í Los Angeles og kann vel við sig. Und- anfarna mánuði hefur hann þó að mestu verið í Vancouver við tökur á sjónvarpsþáttunum vin- sælu A Million Little Things. Hann segir verk- efnið í senn hafa verið strembið og skemmtilegt. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Persónurnar í hinum dramatísku þáttum A Million Little Things lenda í ýmsu.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.