Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.05.2019, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.05.2019, Blaðsíða 22
Greinarhöfundur við Hákarlaflóa. Fleiri hákarlaskoðarar í bakgrunni. Þeir, strákarnir við Hákarlaflóa,á austurströnd Salteyjar,höfðu raðað upp gúmmískóm á jörðina handa okkur að máta þegar við stigum útúr 20 manna rútunni. Þeir, strákarnir, brostu breiðbrosi, kátir, göntuðust hver við annan; lífs- glaðir, brúnir á skinnslit, afkom- endur portúgalskra þrælasala og afr- ískra ambátta, falleg kynþáttablanda. Þeir leigðu skóna á tvær evrur parið, völdu þá á okkur með smiðsauga hins vana skósala og réttu okkur síðan að máta; tóku við greiðslu. Við fórum úr eigin skóm og bisuðum síðan við það berkríkuð á stuttbuxunum að draga á okkur gúm- skæðin. Svo er vaðið útí volgan sjóinn eftir klöppunum. Pör leiðast gjarna til þess styðja hvort annað á ósléttu grjótinu sem hálfsárt er að stjákla á þrátt fyrir skóbúnaðinn. Sólin skelli- hlær að tilburðum okkar, brennheit í heiði. Vindurinn syngur hlýr, kominn frá Sahara að blása um Saltey einsog hann hefur gert í þúsaldir og sorfið hana í leiðinni, flatt hana út, klætt hana úr nánast öllum fjöllum, hæð- um, hraunum og hólum; reytt burt mestallan gróður, sem kannski var aldrei. Sá sem eftir er hjarir þyrstur og þyrrkingslegur. En vindurinn hef- ur líka fært Saltey þessar löngu hvítu baðstrendur gerðar úr eyðimerkur- sandi þar sem sólsleikjur – nábleikir norðurheimsmenn – eiga sinn draumastað; og vindurinn er einnig leikfang þeirra sem stunda flug- brettaíþróttir; hefur þá á loft þöndum flugseglum við ströndina. Og hann er náttúruleg vifta, þurrkar andrúms- loftið, kælir mann, svo að maður svitnar ekki einusinni þótt hitinn fari í 25 – 30 stig um miðjan daginn. Við vöðum aðeins lengra. Sjórinn glitrar kvikur, marglitur, gylltur sumstaðar, blár eða grænn annar- staðar, gagnsær. En utar er brim- garðurinn hvítbrosandi. Ég er kominn upp að hnjám í sjón- um, og vel það, svo að einstaka glettin sletta nær að bleyta lær og klof, jafn- vel rump og mjóhrygg. Ekkert við því að gera. Maður verður hvorteðer ekki rassblautur lengi í hitanum og golunni þegar uppúr er komið. Menn – við – safnast saman í hálf- hring að tillögu innlends fylgdar- manns úr hópi strákanna í landi, draga upp farsíma, kveikja á mynda- vél, munda tólið, stara í vatnið. Að- stoðarmaðurinn er með einhverjar fiskúrgangstutlur í plastflösku. Dýfir henni í sjóinn, sýgur inn í hana vökva og sprautar síðan úr henni skýi í gagnsæið. Og þeir eru ekki lengi að renna á lyktina, hákarlarnir, koma strax syndandi, kannski fimm, sex, sjö ...; líða hjá með fettum eða renna sér hreinlega á milli fóta manni, kippast við ef tekið er um sporðinn á þeim. En reyndar er þetta bara ung- viði, svona eins metra langt hvert og varla það. Þeir fullorðnu hinsvegar á sveimi aðeins utar að gæta þeirra og flíka svörtum bakuggum uppúr sjón- um. Þetta eru hákarlar af tegund sem nefnist gulháfur eða sítrónuháf- ur á íslensku en heitir „tubarão- limão“, með þessu nefmælta ã-i portúgölskunnar sem er opinbert tungumál Grænhöfðeyinga þótt þeir Kofi við Hákarla- flóa á Saltey. Ljósmyndir/Kristinn R. Ólafsson Svipmyndir frá Saltey Ferðaskrifstofan VITA í samvinnu við Moggaklúbbinn skipulagði fyrstu hópferð Íslendinga í beinu leiguflugi til Grænhöfðaeyja í janúar síðastliðnum. Icelandair flaug fullri vél til Salteyjar þar sem fólkið naut lífsins í tíu daga. Grænhöfðaeyjar eru tíu talsins og rísa úr Atlantshafinu 570 kílómetra vestur af Grænhöfða í Senegal, vestasta odda meginlands Afríku. Kristinn R. Ólafsson Ungur gulháfur lónar í tærum sjónum við tærnar á fólki í grunnsævinu við Hákarlaflóa. 22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.5. 2019 LÍFSSTÍLL Lesið vandlega upplýsingarnar á umbúðumog fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingumumáhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið áwww.serlyfjaskra.is Ofnæmið burt! Zensitin 10mg töflur -10, 30 og 100 stk Reykjavíkurvegur 62 | Sími 527 0640 | 220Hafnarfjörður | www.wh.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.