Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.05.2019, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.05.2019, Blaðsíða 8
Gerald Edelman fékkNóbelsverðlaunin árið1984 fyrir rannsóknir sín- ar á ónæmiskerfinu. Eftir það sagðist hann ætla að einbeita sér að því að ljúka kenningu Darwins um heilann. Þess vegna er kenn- ing hans oft kölluð „Neural Darw- inism“. Kenningin fjallar annars um „seleksjon“ sem á sér stað í taugakerfinu við nám eða þegar hlutir lærast hvort sem það er færni í stærðfræði eða aðrir hlutir sem varða þekkingu eins og að þekkja höfuðborgir landa í Evrópu eða að vita hverjir Mahatma Gandí eða Nelson Mandela voru. Til að skýra hvað skeður við nám höfum við sagt til að einfalda hlut- ina að í byrjun getur færni eða kunnátta verið skýrð þannig að við höfum skapað litla snaga í gegnum áreiti og reynslu. Snagi er þá netverk af taugafrumum sem hafa tengst og vinna saman. Í byrjun eru snagarnir litlir og ekki svo sterkir. Við munum höf- uðborgir Íslands og Noregs en höfum gleymt höfuðborgum hinna norrænu landanna. En með meiri þjálfun og reynslu verða þeir stærri og sterkari, sem sagt við munum höfuðborgir allra Norður- landanna. Þá er spurningin hvaða snaga viljum við skapa. Við verðum líka að ákveða hvaða snaga viljum við gera sterkari. Þetta á bæði við um öll skólastig og í þeirri vinnu sem við erum að fást við. Þegar við erum ung þá höfum við mjög mikið af taugafrumum og mögulegum tengingum (gráa efni heilans). Þetta þýðir að á unga aldri erum við með gífurlega mikla möguleika á að skapa marga snaga sem er síðan hægt að þróa með áreiti og þjálfun. Eitt gott dæmi eru möguleikar á að þróa tungumál. Ég þekkti fjölskyldu sem bjó í Noregi þar sem pabbinn var franskur og mamman hol- lensk. Strákurinn þeirra 5 ára tal- aði reiprennandi frönsku, hol- lensku og norsku þar sem hann hafði verið á norskum leikskóla frá 12 mánaða aldri. Kenning Edelmans hefur einnig sýnt fram á gífurlega sérhæfingu í námi. Það er að segja þú verður góður í akkúrat því sem þú þjálf- ar. Þú verður ekki góður nema að þjálfa akkúrat þá færni eða kunn- áttu sem þú hefur fengið áreiti/ þjálfun eða reynslu í. Til dæmis getur unglingur verið góður í al- gebru en ekki rúmfræði, því hann hafði ekki æft rúmfræðina jafn mikið. Þannig að þessi kenning sýnir okkur klárlega að það sem þjálfast þróast og styrkist. Það er aldrei of seint að læra nýja hluti – byrjaðu núna. Arfur Edelmans Vísindi og samfélag Hermundur Sigmundsson hermundurs@ru.is ’Kenning Edel-manns hefur einnigsýnt fram á gífurlegasérhæfingu í námi. Það er að segja þú verður góður í akkúrat því sem þú þjálfar. Hvað heitir höfuðborg Frakklands? AFP UMRÆÐAN 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.5. 2019 Stóll 29.900 kr. Borð 110.000 kr. Ármúli 7, Reykjavík | Sími 568 0708 | www.fako.is Sumarið er komið Rými fyrir ráðstefnur í Hörpu Taktu næstu stóru ákvörðun hjá okkur Nánar á harpa.is/radstefnur Kennslubækur í siðfræði inni-halda þann einfalda sann-leik að til þess að viðskipti gangi upp verður að ríkja traust milli aðila á því að hlutirnir séu líkt og lofað er. Einstakir aðilar geta vissulega hagnast á því að hafa óhreint mjöl í pokahorninu en hlut- irnir lenda strax í handaskolum ef allt mjöl er óhreint, steypan ótraust og bílarnir rétt skrölta út af bílasölunni. Traust verður að vera til staðar svo hægt sé að byggja nokkurn skapaðan hlut upp og þess vegna fæst mestur ávinn- ingur ef allir koma hreint fram í sínum viðskiptum. Það þarf ekki að taka það fram að lögbrotum verður að mæta með viðurlögum. Viðskiptaumhverfi okkar byggist meðal annars á trausti á að allir séu jafnir gagn- vart kröfum og skyldum. Það myndi fljótt grafa undan sann- gjörnu samkeppnisumhverfi ef sumir þyrftu ekki að lúta sömu reglum og aðrir eða það væri látið óátalið þegar upp kemst um þá sem spila ekki eftir reglunum. Refsiábyrgð lögaðila þarf að vera skýr. En ég vil sjá að viðurlög bíti þá sem meðvitað brjóta af sér áður en við grípum stöðugt til aukins eftirlits með öllum þeim sem vinna sína vinnu og reka sín fyrirtæki eftir lögum og reglum. Mín skoðun er sú að við eigum jafnframt að íhuga hvort við séum of gjörn á að bregðast alltaf við lögbrotum ein- stakra fyrirtækja með kröfum um aukið eftirlit hins opinbera. Slíkt allsherjareftirlit eykur alltaf kostn- að, sem þarf þá að fjármagna hjá fyrirtækjunum sem aftur skilar sér út í verðlag. Við hljótum að vera sammála um að það sé rétt að staldra við ef það er orðið hafið yf- ir gagnrýni að neytendur séu farn- ir að borga brúsa svindlaranna. Opinbert eftirlit þarf þvert á móti að vera skilvirkt, einfalt, skyn- samlegt og þar með ekki of kostn- aðarsamt. Þegar þess er krafist að eftirlit sé aukið er ólíklegt að þar sé tekið inn í myndina að við erum nú þeg- ar með allt of viðamikið og dýrt eftirlit í íslensku atvinnulífi. Þetta hefur OECD þegar bent á í viða- mikilli vinnu hér á landi í svoköll- uðu samkeppnismati á gildandi regluverki fyrir ferðaþjónustu og byggingarstarfsemi sem ég setti af stað í ráðuneyti mínu fyrir skömmu. Við hugsum oft um samkeppn- ismál sem mál sem eru til umfjöll- unar hjá Samkeppniseftirliti. Þá er jafnan í umræðunni vísað til þess að eftirlitið hafi tiltekinn samruna fyrirtækja til skoðunar eða mögu- leg brot á samkeppnislögum. Sam- keppnismál eru hins vegar mun víðtækari málaflokkur en svo. Til grundvallar samkeppnislögum ligg- ur sú margsannaða staðreynd að í markaðshagkerfi er samkeppni nauðsynleg. Samkeppni eykur vöruúrval og leiðir til lægra verðs á vörum og þjónustu, samkeppni knýr fyrirtæki til að hagræða í rekstri og dregur þannig úr sóun og eykur framleiðni, eflir nýsköpun og styrkir stöðu íslensks atvinnu- lífs. Samfélagslegur ábati af virkri samkeppni er því afar mikill. Regluverk til varnar samkeppni má ekki hamla samkeppni Það virðist stundum gleymast að það er ekki síður mikilvægt fyrir virka samkeppni að regluverkið sem atvinnulífið starfar eftir sé ekki samkeppnishamlandi. Það er því mikilvægur þáttur samkeppn- ismatsins að búa til starfsumhverfi sem hvetur til samkeppni og bætir þannig samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja og hag landsmanna allra. Regluverkið verður að ein- falda eins og kostur er enda skapar óþarfa reglubyrði kostnað og óhag- ræði fyrir fyrirtækin í landinu og dregur þannig úr virkri samkeppni. Óli Björn Kárason þingmaður kemur inn á mikilvægan punkt í nýlegri grein sem ber heitið „Ekki fyrir kerfið heldur almenning og atvinnulífið“ þar sem hann segir: „Regluverk og umgjörð um ís- lenskt atvinnulíf er spurning um samkeppnishæfni gagnvart helstu samkeppnislöndum og þar með spurning um lífskjör. Þess vegna er það ein frumskylda stjórnvalda að verja samkeppnishæfni landsins. Með því að setja íþyngjandi kvaðir og reglur – umfram það sem al- mennt gerist – er aukin hætta á að íslensk fyrirtæki og launafólk verði undir í harðri og óvæginni al- þjóðlegri samkeppni.“ Af sama meiði erum ég og sjáv- arútvegs- og landbúnaðarráðherra með sameiginlegt verkefni í at- vinnuvega- og nýsköpunarráðu- neytinu um einföldun regluverks sem miðar sérstaklega að því að einfalda leyfisveitingaferla og móta einfaldari og betri eftirlitsreglur sem skili sér í skilvirkari stjórn- sýslu og markvissari eftirlits- reglum. Í þeirri vinnu verður sett í forgang einföldun leyfisveitinga og heildarendurskoðun eftirlitsreglna sem heyra undir ráðuneytið með það að markmiði að stjórnsýslan sé bæði skilvirk og réttlát. Kostir samkeppnismats og ein- faldara regluverks eru miklir og hafa í öðrum löndum leitt til aukins hagvaxtar og meiri lífsgæða. Það er mín trú að þessi verkefni muni leiða til betri starfsskilyrða fyrir ís- lenskt atvinnulíf. Það er hagur allra okkar að atvinnulífinu vegni vel og við viljum að þeir sem hafa góðar hugmyndir og drifkraft til að hrinda þeim hugmyndum í fram- kvæmd hafi tækifæri til að gera það án þess að regluverk hins op- inbera hamli því með óþarflega íþyngjandi hætti. Eiga neytendur að borga fyrir svindlarana? ’Refsiábyrgð lögaðilaþarf að vera skýr. Enég vil sjá að viðurlög bítiþá sem meðvitað brjóta af sér áður en við gríp- um stöðugt til aukins eftirlits með öllum þeim sem vinna sína vinnu og reka sín fyrirtæki eftir lögum og reglum. Úr ólíkum áttum Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir thordiskolbrun@anr.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.