Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.05.2019, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.05.2019, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.5. 2019 07.00 Strumparnir 07.25 Kormákur 07.45 Tindur 07.55 Skoppa og Skrítla á póstkorti um Ísland 08.10 Mæja býfluga 08.20 Blíða og Blær 08.45 Heiða 09.05 Latibær 09.25 Tommi og Jenni 09.45 Ævintýri Tinna 10.10 Lukku láki 10.30 Ninja-skjaldbökurnar 10.55 Friends 11.20 Ellen 12.00 Nágrannar 12.20 Nágrannar 12.40 Nágrannar 13.00 Nágrannar 13.25 Nýja Ísland 14.35 Seinfeld 15.00 God Friended Me 15.50 Seinfeld 16.15 Lego Master 17.05 Sporðaköst 17.40 60 Minutes 18.30 Fréttir Stöðvar 2 18.55 Sportpakkinn 19.10 Britain’s Got Talent 20.10 Atvinnumennirnir okkar 20.50 Shetland 21.50 Killing Eve 22.35 High Maintenance 23.05 Steypustöðin 23.40 Death Row Stories ÚTVARP OG SJÓNVARP Sjónvarp Símans RÚV Rás 1 92,4  93,5 Omega N4 Stöð 2 Hringbraut 18.00 Að Norðan 18.30 Taktíkin – María Finn- bogadóttir 19.00 Eitt og annað sumar- legt 19.30 Þegar – Hallgrímur Eymundsson (e) 20.00 Að Austan 20.30 Eitt og annað sum- arlegt 21.00 Nágrannar á norður- slóðum 17.00 Times Square Church 18.00 Tónlist 18.30 Ísrael í dag 19.30 Jesús Kristur er svarið 20.00 Omega 20.00 Ísland og umheimur 20.30 Suður með sjó 21.00 Saga flugsins í 100 ár endurt. allan sólarhr. 12.00 Everybody Loves Ray- mond 12.20 The King of Queens 12.40 How I Met Your Mother 13.05 Top Chef 13.55 The Good Place 14.20 Life Unexpected 15.05 90210 16.00 Malcolm in the Middle 16.20 Everybody Loves Ray- mond 16.45 The King of Queens 17.05 How I Met Your Mother 17.30 Amazing Hotels: Life Beyond the Lobby 17.30 90210 18.30 Líf kviknar 19.05 Kokkaflakk 19.45 Speechless 20.10 Skandall 21.00 Law and Order: Special Victims Unit 21.50 Yellowstone 22.35 Ray Donovan 23.35 The Walking Dead 07.00 Fréttir. 07.03 Tríó. 08.00 Morgunfréttir. 08.05 Á tónsviðinu. 09.00 Fréttir. 09.03 Samtal. 10.00 Fréttir. 10.05 Veðurfregnir. 10.15 Bók vikunnar. 11.00 Guðsþjónusta í Digra- neskirkju. 12.00 Hádegisútvarp. 12.20 Hádegisfréttir. 12.40 Veðurfregnir. 13.00 Sögur af landi. 14.00 Víðsjá. 15.00 Grár köttur. 16.00 Síðdegisfréttir. 16.05 Úr tónlistarlífinu: Ást- arljóðavalsar. 17.25 Orð af orði. 18.00 Kvöldfréttir. 18.10 Blóði drifin bygging- arlist. 18.50 Veðurfregnir. 18.53 Dánarfregnir. 19.00 Óskastundin. 19.40 Orð um bækur. 20.35 Gestaboð. 21.30 Rölt milli grafa. 22.00 Fréttir. 22.05 Veðurfregnir. 22.10 Á reki með KK. 23.10 Frjálsar hendur. 24.00 Fréttir. 00.05 Næturútvarp Rásar 1. 07.15 KrakkaRÚV 07.16 Begga og Fress 07.28 Hæ Sámur 07.35 Sara og Önd 07.42 Húrra fyrir Kela 08.05 Bréfabær 08.17 Tulipop 08.21 Hvolpasveitin 08.43 Alvinn og íkornarnir 08.55 Disneystundin 08.56 Nýi skólinn keisarans 09.17 Sígildar teiknimyndir 09.24 Dóta læknir 09.45 Krakkafréttir vikunnar 10.05 Vikan með Gísla Mar- teini 11.00 Silfrið 12.10 Reykjavík Crossfit Championship 16.20 Menningin – samantekt 16.45 Sætt og gott 16.55 Villi Valli 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 KrakkaRÚV 18.01 Stundin okkar 18.25 Gleðin í garðinum 19.00 Fréttir 19.25 Íþróttir 19.35 Veður 19.45 Landinn 20.15 Hvað höfum við gert? 20.55 Löwander-fjölskyldan 21.55 Babýlon Berlín 22.45 Leitin 00.55 Útvarpsfréttir 10 til 11 Þingvellir Páll Magnússon og Björt Ólafs- dóttir stýra líflegum þjóðmálaþætti í beinni útsend- ingu á K100 alla sunnudagsmorgna. 11 til 14 100% helgi á K100 Stefán Valmundar rifj- ar upp það besta úr dagskrá K100 frá liðinni viku, spilar góða tónlist og spjallar við hlustendur. 14 til 17 100% Tónlistinn Siggi Gunnars fer yfir 40 vinsælustu lög landsins. Tónlistinn er unninn upp úr gögnum frá Félagi hljómplötuframleiðanda og er eini opinberi vinsældalisti landsins.. 17 til 00 K100 tónlist Adele fagnar 31 árs af- mæli í dag. Hún fæddist í Tottenham á Englandi árið 1988 og hlaut nafnið Adele Laurie Blue Adkins. Þrátt fyrir ungan aldur hefur tónlistarkonan af- rekað ansi margt á lífs- leiðinni. Meðal annars er hún fyrsta söngkona sög- unnar til að eiga þrjár smáskífur á topp tíu lista Billboard Hot 100, hefur komist á lista Time Magazine yfir áhrifamestu ein- staklinga heims og er fyrsti listamaðurinn í sögunni til að selja yfir þrjár milljónir eintaka af plötu á einu ári í Bretlandi. Þar að auki er hún margverðlaunuð fyrir tónlist sína og söng. Adele á afmæli Söngkonan er 31 árs í dag. Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna. Góð og öflug vörn fyrir meltingarveginn Bio-Kult Candéa inniheldur góðgerla, hvítlauk og greipkjarnaþykkni. Öflug blanda sem eflir mótstöðuafl líkamans l Styrkir meltinguna l Vinnur á Candida sveppnum l Kemur jafnvægi á meltingaflóruna l Bestu gæði góðgerla Öll sykurlöngun hefur minnkað Í mörg ár fann ég fyrir óþægindum í maga. Ég upplifði það yfirleitt þegar líða tók á daginn, varð útblásin og leið ekki vel. Ég taldi það líklegt að um óþol væri að ræða. Fyrir rúmum þremur árum var mér bent á Bio Kult Candéa hylkin og hef tekið staðfastlega tvö hylki á dag með stærstu máltíðum dagsins. Öll sykurlöngun hefur minnkað, en áður fyrr drakk ég mikið sykraða gosdrykki. Ég hef náð að halda mér í kjörþyngd og þakka ég það daglegri inntöku Bio-Kult, sem fær að ferðast meðmér hvert sem ég fer. Kolbrún Það er gömul saga og ný hversu ólík kynin eru. Konur frá Mars og karl-ar frá Venus, eða var það öfugt? Alla vega erum við afar ólík, svo mik-ið er víst. Sagt er að konur tali mun meira en karlmenn. Ég trúi því vel og get tekið undir það. Ég tala alveg óskaplega mikið. En hvað veldur því eiginlega að við konur höfum svona miklu meira að segja en karlmenn? Jú, ég held að ein skýringin sé sú að við erum sífellt ann- ars vegar að spyrja okkar nánustu um þeirra líðan og eins að tala um okkar eigin. Bæði líkamlega og andlega. Og við höfum einlægan áhuga. Í saumó er farið yfir öll helstu sjúkdómseinkenni sem hrjá okkur og vandlega spurt um sjúkdómseinkenni og líðan allra í kringum allar líka, barna okkar og aldraðra foreldra. Umræðurnar gætu hljóðað ein- hvern veginn svona: Hvernig er gigtin? Ertu orðin góð í bakinu Anna? Ég er að drepast úr vöðvabólgu. Eru þunglyndistöflurnar farnar að virka? Hvernig ertu í skurðinum Birna? Ég veit um góðan nuddara, algjör töframaður! Fáið þið líka vindverki af rjóma? Vaknið þið í svitakófi eins og ég, jesús minn góð- ur. Hvernig er pabbi þinn af lungna- bólgunni, er hann ekkert að skána? Hvað á ég eiginlega að gera við harðlífi? Þetta eru allt spurningar sem miðaldra konur spyrja hver aðra í sauma- klúbbum landsins. Svo fáum við að sjálfsögðu frábær ráð hver frá annarri, því allar kannast við svona vandamál. En hvernig byrjaði þetta allt saman? Kannski má rekja svona tal til unglingsáranna þegar við upplifðum slæma túrverki og þurftum að deila því með vinkonunum. Nú erum við á sextugs- aldri og allir túrverkir löngu horfnir en aðrir kvillar farnir að hrjá okkur. Og það þarf að ræða til hins ýtrasta! Einhvern veginn stórefast ég um að karlar á okkar aldri ræði þessi mál. Sé það ein- hvern veginn ekki fyrir mér. Tökum dæmi af miðaldra körlum sem hittast alltaf í Old Boys-fótbolta á mið- vikudögum. Í klefanum eftir boltann standa þeir sveittir og ræða málin. Hvernig ertu í gyllinæð- inni Bjössi, er þetta eitthvað að lagast? Ertu búinn að fá krem við kláðanum? Hvernig líður þér í tánni eftir að nögl- in var tekin? Æ, æ, áttu erf- itt með svefn Siggi minn, er ekki kominn tími á að tala við lækni? Strákar, eruð þið að upplifa minnkandi kynhvöt með aldrinum? Eru ekki allir búnir að láta tékka á blöðruhálskirtl- inum? Hvernig hefur mamma þín það í bakinu? Nei. Þessar samræður áttu sér aldrei stað. Og af hverju ekki? Eru karlmenn enn feimnir við að tala um líkamlega og andlega kvilla? Eða finnst þeim þetta bara óspennandi umræðuefni? Það er spurningin. Sessunautur minn einn þekkir karlaklefann vel. Ég spurði hann um hvað þeir töluðu í karlaklefanum. Tja, við tölum um allt og ekkert, fótbolta og þjóðmálin. Sko, ég vissi það! Konur hafa einlægan áhuga á líðan annarra og ræða það í þaula. Gott getur verið að ráðleggja gott nudd við vöðvabólgunni sem hrjáir margar. Hvernig er gigtin? Allt og ekkert Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is ’Hvernig ertu í gyll-inæðinni Bjössi, erþetta eitthvað að lagast?Ertu búinn að fá krem við kláðanum? Hvernig líður þér í tánni eftir að nöglin var tekin? Karlar ræða um fótbolta og þjóðmál en minna um verki og tilfinningar.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.