Morgunblaðið - 06.06.2019, Blaðsíða 72
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is
laugardaga og sunnudaga 12-18
mánudaga - föstudaga 11-18:30
WESTERN garðborð. 147x90 cm. Svart. 29.900 kr. Nú 19.900 kr.
COPENHAGEN stóll. Svartur. 19.900 kr. Nú 13.930 kr.
30%
af allri
sumarvöru
Sex djasstónleikar verða haldnir í
forsal Salarins í Kópavogi í júní og
ágúst og fara þeir fyrstu fram í dag
kl. 17. Fram koma Björn Thorodd-
sen, Gunnar Þórðarson og Jón
Rafnsson sem skipa hljómsveitina
Guitar Islancio og munu þeir flytja
blöndu af íslenskum og erlendum
þjóðlögum og sígildum djass-
lögum. Tónleikarnir eru liður í
afmælisdagskrá Salarins sem
fagnar 20 ára starfi í ár.
Björn, Gunnar og Jón
ríða á vaðið í Salnum
FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 157. DAGUR ÁRSINS 2019
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 670 kr.
Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr.
PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr.
„Fyrir mig persónulega eru þessi
stórmót það skemmtilegasta sem
ég hef gert á mínum ferli. Við erum
staðráðnir í að gera allt sem við
getum til þess að komast á annað
stórmót,“ segir Gylfi Þór Sigurðs-
son en fram undan eru afar þýðing-
armiklir leikir við Albaníu og Tyrk-
land í undankeppni EM í fótbolta, á
laugardag og þriðjudag. »58
Gerum allt til þess
að komast á stórmót
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM
Ólafur Darri Ólafsson leikari mun
stíga aftur á svið í Borgarleikhúsinu
á næsta ári og fara með annað aðal-
hlutverkið í leikritinu Oleanna eftir
David Mamet. Með hitt aðalhlutverk
sýningarinnar fer Vala Kristín Ei-
ríksdóttir og Hilmir Snær Guðnason
leikstýrir. Í leikritinu segir frá sam-
skiptum kennara við nemanda sem
á í erfiðleikum með að skilja hugtök
og hugmyndafræði í fag-
inu sem verið er að
kenna. Í einka-
viðtalstíma opnast
gjá skilningsleysis
milli þeirra og við
tekur ógnvænleg
atburðarás. Stefnt
er að því að
frumsýna
verkið 27.
mars.
Ólafur Darri snýr aftur
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Tenórsöngvarinn Benedikt Krist-
jánsson hefur vakið töluverða athygli
í Þýskalandi og nágrannalöndunum.
Nýverið gaf þýska útgáfufyrirtækið
GENUIN út fyrstu sóló-geislaplötu
hans, Drang in die Ferne, sem hefur
fengið mikið lof gagnrýnenda í
Þýskalandi. Hann verður með út-
gáfutónleika í Hofi á Akureyri 11.
júní og í Hörpu 13. júní. 8., 9. og 10.
júní syngur hann með Mótettukór
Hallgrímskirkju á Kirkjulistahátíð í
kirkjunni.
Benedikt hefur verið önnum kafinn
sem sjálfstætt starfandi söngvari síð-
an hann flutti til Berlínar í september
2008. Hann útskrifaðist frá Hanns
Eisler-tónlistarháskólanum í Berlín í
febrúar 2015, hélt marga tónleika
meðan á náminu stóð, hefur stöðugt
verið á ferðinni síðan og er bókaður
um tvö ár fram í tímann. Hann syng-
ur einkum í Þýskalandi, Hollandi,
Tékklandi, Austurríki og Sviss og
verður stundum að bregðast hratt
við.
„Nýlega veiktist félagi minn
skyndilega og þá var hringt í mig og
spurt hvort ég gæti hlaupið í skarðið
og sungið á stað í Norður-Hollandi
um kvöldið,“ útskýrir hann. „Ég
brást vel við en komst svo að því að
ekkert flug var að fá frá Berlín og
varð því að keyra 600 kílómetra. Það
tókst, ég mætti hálftíma fyrir tón-
leikana og slapp með skrekkinn, en
það var ekki síður stressandi að ég
var með þekktasta stjórnandann í
barokkinu, Philippe Herreweghe,
sem ég hafði aldrei unnið með áður.
En allt gekk vel og ég keyrði 600 kíló-
metra afslappaður til baka strax
morguninn eftir tónleikana. Þetta var
samt mikil áreynsla.“
Góðar taugar mikilvægar
Benedikt fékk Íslensku tónlistar-
verðlaunin sem „Bjartasta vonin“ í
flokki sígildrar tónlistar og samtíma-
tónlistar 2011 og var útnefndur
„Söngvari ársins“ í sama flokki 2016.
Hann hefur fengið fjölda verðlauna
og viðurkenninga að auki, en segir að
þó að hann sé þakklátur fyrir hrósið
og verðlaun geti verið stökkpallur,
skipti þau ekki máli þegar á hólminn
sé komið. „Aðalatriðið er að geta
sinnt verkefninu hverju sinni og 50%
velgengninnar er að hafa góðar
taugar.“
Söngurinn hefur fylgt Benedikt frá
barnæsku og hann hefur alla tíð vitað
hvert hugurinn stefndi á þessu sviði.
Um þessar mundir er hann með tvö
stór verkefni í gangi, að syngja Jó-
hannesarpassíu J.S. Bachs einn síns
liðs með slagverksleikara og semb-
alleikara og plötukynninguna.
„Ég hef verið með þrenna útgáfu-
tónleika í Þýskalandi og auk þess
kynnt plötuna í íslenska sendiráðinu í
Berlín,“ segir Benedikt, en á plötunni
eru yfir 20 lög, íslensk þjóðlög, sungin
án undirleiks, og sönglög eftir Franz
Schubert. Platan hefur fengið góða
dóma, meðal annars á netinu og í
Süddeutsche Zeitung, öðru stærsta
dagblaði Þýskalands. „Ég hef líka
fengið mjög góðar undirtektir við Jó-
hannesarpassíunni, hef komið víða
fram og syng hana á stærstu hátíðum
í Þýskalandi á næstunni. Kannski
kem ég með verkið til Reykjavíkur á
næsta ári.“
Tenórsöngvari Benedikt Kristjánsson hefur vakið töluverða athygli í Þýskalandi og nágrannalöndunum.
Eftirsóttur söngvari
Benedikt Kristjánsson með útgáfutónleika í Hofi á Akur-
eyri og Hörpu í Reykjavík Bókaður tvö ár fram í tímann