Morgunblaðið - 06.06.2019, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 06.06.2019, Blaðsíða 49
MINNINGAR 49 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 2019 Í dag fylgi ég nöfnu minni til grafar. Þórhalla, eða Halla frænka eins og hún var oftast kölluð, var stór og merkileg kona. Hún var eldri systir móður minn- ar og mikil og náin tengsl voru á milli þeirra. Þær bjuggu sín fyrstu hjúskaparár undir sama þaki. Fyrst á Snorrabrautinni og svo seinna á Fífuhvammsvegi 15. Í minningunni var lífið á Fífó eins og ítölsk stemning með há- vaða, gleði og hlátri og oft miklum gestagangi, matarstússi, sauma- skap og sláturgerð. Þegar skark- alinn var sem mestur var gott að læðast upp til Höllu og Jóns og fá banana eða annað góðgæti og fá að hlusta á grammófóninn fína sem var í stofunni. Þar hlustaði ég fyrst á Hörð Torfason söngva- skáld sem var seinna mikið í uppáhaldi hjá mér. Halla var þekkt fyrir hrein- skilni og átti hún ekki í erfiðleik- um með að segja skoðun sína. Hún til dæmis þoldi ekki þegar við krakkarnir sögðum eitthvert orð vitlaust eða þá þegar þágu- fallssýkin gerði vart við sig, þá leiðrétti hún mann hressilega og sagði í kjölfarið, nafna mín það fer þér ekki að vera með þessa þágu- falls-vitleysu reyndu bara að læra þetta, krakki! Við nöfnurnar vorum nánar og það var yndislegt að koma til þeirra hjóna. Rúgbrauð með heimagerðri rúllupylsu og kæfu var yfirleitt alltaf til á því heimili ásamt ýmsu öðru góðgæti. Ég kom stundum við í hádeginu þeg- ar ég átti leið hjá vegna vinnu og þá beið mín diskur með smurðu brauði og te. Halla var heimskona. Sigldi með Jóni sínum um heiminn og las bækur og vann í bókabúð. Hún viss upp á hár hvaða bækur yrðu metsölubækur og var óspör á að hvetja til lesturs góðra bóka. Ég kynntist ógrynni af góðum höf- undum og hef lesið mikið af bók- um sem hún mælti með. Minning- ar um nöfnu mína eru ótal margar sem ég geymi í minningarbank- Þórhalla Sveinsdóttir ✝ ÞórhallaSveinsdóttir fæddist 6. maí 1931. Hún lést 8. maí 2019. Útförin fór fram 27. maí 2019. anum og margar rötuðu einnig í hjartastað. Ein minningin er þegar Halla bað mig að koma með sér til Prag í tilefni af því að hún yrði 70 ára. Þessi ferð var hreint út sagt mögnuð. Þar kynntist ég nýrri hlið á henni og skemmtum við okk- ur konunglega saman við að skoða rætur Franz Kafka, góða dátans Svejk og margt margt fleira. Ég held að ég geti sagt að ég hafi alla tíð átt stóran sess í hennar hjarta. Hún hafði mikla trú á mér og fannst ég oft á tíðum afreka meira en margur sem var auðvitað hennar tilfinning. Þess orð hljóma kunnuglega í huga mér. „Nafna mín þetta og nafna mín hitt.“ Ég vona bara, elsku nafna mín, að ég standi áfram undir þessum fallegu orðum sem þú sagðir svo oft við mig. Takk fyrir skemmti- lega samfylgd, hvíldu í friði. Þú skellir einum laufléttum kossi á hann pabba þegar þú rekst á hann. En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið og þín er liðin æviönn á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg, og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. (Höfundur ókunnur) Þín nafna Þórhalla Guðmundsdóttir. Það er okkur systkinum í fersku minni þegar við hittum Þórhöllu í fyrsta skipti haustið 1951 þar sem hún stóð á tröpp- unum á Snorrabraut, ljóshærð og hávaxin með græna slæðu á höfð- inu. Á þeim árum var algengt að ungar stúlkur af landsbyggðinni réðu sig í vist í höfuðborginni til þess að aðstoða meðal annars við barnapössun og húshald en jafn- framt sóttu þær nám. Þórhalla, eða Halla eins og hún var kölluð, var fljót að samlagast fjölskyld- unni og samband hennar og móð- ur okkar var einstakt, þær voru báðar afbragðs saumakonur og margir fallegir kjólar saumaðir. Halla leitaði sér víða þekkingar í ýmsum námsgreinum. Ein þeirra stendur upp úr í minningunni, það var þegar hún fór í Leiklist- arskóla Ævars Kvaran þar sem hún lærði meðal annars fram- sögn. Hún æfði sig í stofunni heima við mikla aðdáun okkar systkina. Til gamans má þó geta þess að það orð lá á að Halla talaði mjög hratt og var stundum erfitt að nema það sem hún sagði. Oft þurfti hún að annast okkur ein, þar sem foreldrar okkar voru talsvert á ferðalögum og ætíð var það tilhlökkun þar sem hún fann alltaf eitthvað skemmtilegt að gera, svo sem fara á Þjóðminja- safnið, í Tívolí eða á aðra áhuga- verða staði í bænum. Hún kemur oft upp í huga okk- ur systkinanna og við minnumst hennar með þakklæti fyrir alla þá alúð og gæsku sem hún veitti okk- ur. Blessuð sé minning hennar. Jóni og fjölskyldu sendum við samúðarkveðjur. Megi hún hvíla í friði. Laufey, Ágúst, Björg og Jón Hákon Hákonarbörn. Nú hefur Þórhalla Sveinsdóttir vinkona mín kvatt þessa jarðvist eftir löng og erfið veikindi. Lang- ar mig að minnast hennar með nokkrum kveðjuorðum þar sem ég gat ekki verið við útförina. Við kynntumst á Alþýðuskól- anum á Laugum þegar við vorum 16 og 17 ára að hleypa heimdrag- anum, ég frá Vopnafirði og hún frá Borgarfirði eystri. Þetta voru dásamlegir tímar, nutum vel í leik og námi og hefur aldrei slitnað upp úr þessari vináttu okkar þó leiðir skildi. Þá voru strjálar sam- göngur með skipum og ráð frá foreldrum okkar Austfirðinga að við yrðum á Laugum yfir jólin svo við misstum ekki mikið úr skól- anum. Vorum við mörg þarna yfir jól- in, þetta leið allt, gátum eitthvað talað heim í sveitasímann sem er svo ótrúlegt í dag. Við höfum haldið sambandi öll þessi ár, ég heimsótti hana með skipi á Borgarfjörð og hreifst þar af fegurðinni og fór hún meðal annars með mig í reiðtúr inn í sveit. Síðar þegar hún var komin til Reykjavíkur og þau Jón Kristins- son komin með fallegt heimili í Fífuhvammi 15 var ég tíður gest- ur ef skroppið var í bæinn. Þau áttu svo fallegt heimili, allt pússað og dásamlegur garður sem þau hugsuðu um af alúð. Ekki stóð á greiðaseminni, keyrt í búðir og öllu reddað. Meira að segja keyptur Saab-bíll fyrir okk- ur í gegnum síma að austan sem var sóttur svo og dásamaður mjög. Við vinkonurnar fórum oft í leikhús og náðum einu sinni þremur sýningum sama daginn en að vísu dottuðum aðeins á þeirri síðustu, og einu sinni dró ég hana í Óperuna en það var ekki hennar uppáhald. Þessar ferðir fyrir mér voru eins og að fara í húsmæðraorlof að hitta Höllu og spjalla heilu næturnar um liðna tíð og hlæja og vera saman. Ekki spillti ef Bjarni bróðir hennar kom í heimsókn, svo skemmtilegur alltaf og ég kom endurnærð til baka. Hjónin komu stundum austur til okkar og gistu á leið sinni á Norðfjörð á sumrin. Fjölskylda mín naut vináttu okk- ar og var þeim tekið opnum örm- um ef það þurfti gistingu, alltaf pláss. Það er dýrmætt að eiga góðar minningar. Innilegar samúðarkveðjur til Jóns Kristinssonar og stórfjöl- skyldunnar. Far vel! Hlýja þiggðu þökk frá þínum vinum hinsta sinni. Börnin þín þig kveðja klökk og kærleik þinn æ geyma í minni, Frelsarinn mót þér faðminn breiði friður Guðs þitt signi leiði. (Gunnhildur Bjarnadóttir) Valgerður Friðriksdóttir og Sveinn Sveinsson. Það er skrítið að skrifa minningar um mömmu sem hefur alltaf verið til stað- ar, svo iðin og full af fjöri. Það var ekki auðvelt að vera einstæð móðir með þrjú lítil börn og með tvær hendur tómar. Hún ól okkur upp ein og óstudd. Hún þurfti að vinna mikið og vera sparsöm, sem hún var ótrúlega flink við, vegna sinnar léttu lundar. Ég man eftir kara- mellupoppinu sem hún bjó til, sem var sælgæti á heimsvísu og kleinubrauðið góða sem var spari og var himneskt á bragðið. Hún lagði mikla áherslu á að við lærð- um eitthvað. Hún las og hlýddi mér yfir skólabækurnar þegar ég var að fara í próf. Við vorum þá oft langt Svanhildur Árney Ásgeirsdóttir ✝ SvanhildurÁrney Ásgeirs- dóttir fæddist 24. nóvember 1937. Hún lést 27. maí 2019. Útförin fór fram 31. maí 2019. fram á kvöld að fara yfir námsefnið, þá var drukkið mikið kaffi. Sagði hún þá oft „meira kaffi, kerling“. Öllu þessu námsefni gaf hún svo mikið líf, að það varð mér ljóslifandi. Hún teiknaði mikið en það voru bara skissur, sem hafa ekki varðveist, eins var það með smásögur hennar. Hún gerðist ráðskona og talsíma- stúlka í Brú í Hrútafirði, það var frábær tími. Þar kynntist hún ungum og sætum símvirkja, hon- um Regin. Hann var kjölfestan í lífi hennar og tveir litlir guttar bættust við og urðum við systk- inin þá fimm. Þessi tilfinningaríka og hæfileikaríka en samt skap- mikla og svo lífsglaða mamma, þráði að komast aftur út á vinnu- markaðinn. Hún aflaði sér þekk- ingar á sviði tölvutækninnar, og var brautryðjandi í tölvuvæðing- unni. Þetta var hennar líf og yndi og þessi tækni lék í höndunum á henni. Eftir að Reginn dó flutti hún til Kolla og Díu. Þar leið henni vel og þau hjálpuðu henni með allt sem hana vanhagaði um. Stóri draumurinn hennar var að eignast hús á Spáni og lét hún verða af því. Þetta hús varð sælu- staður. Þar eignaðist hún fullt af vinum og ferðaðist töluvert með þeim. Hún fékk blóðtappa í höf- uðið og lamaðist hægra megin, með ótrúlegri seiglu náði hún sér á strik þó að hún væri í hjólastól. Alltaf þráði hún að komast í sælu- húsið á Spáni „húsið sitt“. Nú skrifa ég þessi minningarbrot í sandinn og aldan sléttar úr þeim. Sólin er sest og við mamma erum sáttar og mér finnst ég heyra óm- inn af laginu, Heyr mína bæn, sem mamma elskaði. Takk fyrir að gefa mér líf, mamma mín, takk fyrir allt og allt … þín dóttir. Thea. Elsku Svana mín, hvað ég á eftir að sakna þín. Þú varst ekki bara tengdamamma mín heldur vorum við líka miklar vinkonur og okkar samband var sérstakt og mikil væntumþykja. Ég veit að ég var heppin að eiga svona gott samband við þig því það eru ekki allir svo heppnir með tengda- mæður. Þú sagðir svo oft við mig „þú gætir verið dóttir mín, þú ert svo góð við mig“ og svo kom „veistu hvað mér þykir vænt um þig?“. Í 10 ár bjóstu hjá okkur á neðri hæðinni eða þar til þú veiktist og fórst á Sunnuhlíð. Við vildum að þú yrðir á Sunnuhlíð en þar varstu nálægt okkur og stutt fyrir þig að koma til okkar og okkur til þín. Þessi veikindi höfðu mikil áhrif á alla og það var sárt að sjá líf þitt breytast svona mikið. Við höfðum gaman hvor af annarri og áttum margar góðar samverustundir. Öll jólin og áramótin og allar stundirnar okkar á pallinum og úti á Spáni. Þú varst alltaf með okkur í öllu því sem við gerðum því það var alltaf gaman að hafa þig með. Eitt af því sem við áttum sam- eiginlegt var að við höfðum báðar farið í húsmæðraskóla ungar og fannst Kolbeini það nú ekki slæmt að ég væri húsmæðra- skólalærð eins og mamma hans. Með lífsgleði þinni, kátínu og húmor heillaðir þú fólk enda átt- irðu marga góða vini sem við fengum að kynnast. Þú varst svo góð við barna- börnin þín og þvílík forréttindi fyrir okkar börn að hafa fengið að hafa þig hjá okkur og verið mikið með þér. Þegar ég komst að því að sama dag og ég fæddist dó mamma þín fannst mér við tengj- ast svo sterkum böndum enda trúi ég því að við munum hittast aftur í næsta lífi. Hvíldu í friði, Día. Hún amma mín var alltaf með húmorinn í lagi. Þá sérstaklega á erfiðum stundum. Eftir að hafa verið í endurhæfingu eftir blóð- tappa í næstum því þrjú ár hafði hún átt í erfiðleikum með að ganga á ný. Hún hafði notast við hjólastól frá því að hún fékk áfall- ið en þegar sársauki í mjöðminni byrjaði að segja til sín þá var nauðsynlegt að fá út því skorið hvort hún yrði föst við stólinn það sem eftir væri. Við kíktum því saman upp á spítala þar sem við áttum pant- aðan tíma hjá taugalækni til að fá botn í þetta mál. Jafnvel þó hún hafi átti í erfiðleikum með að tjá sig vegna veikinda sinna var hún jafn kát og hress eins og venju- lega. Þegar hún hitti lækninn þá þekkti hún hann frá gamalli tíð og þeim kom strax vel saman. Þegar læknirinn fór yfir málið fór and- rúmsloftið aðeins að þyngjast. Ljóst var að sá styrkur sem áður var í fótunum var ekki lengur til staðar og hún myndi sennilegast aldrei koma aftur til baka vegna sjúkdómsins. Amma hugsaði sig aðeins um og þagði en spurði svo alvarlega: „Ertu viss um að það sé ekkert sem þú getur gert til að laga þetta?“ Læknirinn svaraði alvar- lega: „Nei.“ Amma þagði þá í stutta stund þangað til hún spurði eldsnöggt aftur: „En ef ég sef hjá þér?“ Þá sprungu allir í herberginu úr hlátri og það var augljóst að hún hafði náð að koma öllum aftur í gott skap á ný og hún tók gleði sína aftur. Flestir hefðu sennileg- ast lagst í djúpt þunglyndi yfir þessum fréttum en amma var ekki þar heldur fann hún alltaf ljósið í myrkrinu og með því að beita kímnigáfu sinni. Þrátt fyrir að hún gæti ekki lengur gengið hjálparlaust þá hélt hún ótrauð áfram að njóta lífsins þrátt fyrir þessa hömlun. Ef það er eitthvað sem ég tek með frá henni ömmu þá er það þessi bjart- sýni. Eins líka hvað hægt er með hárréttri tímasetningu að sprengja salinn úr hlátri með brandara þó svo að um sé að ræða alvarlegan undirtón. Hún kunni svo sannarlega að minna fólk á að lifa lífinu lifandi. Hvíl í friði, elsku amma mín. Reginn Tumi Kolbeinsson. Heiðursmaður er horfinn á braut. Einn af elstu gull- smiðum landsins hefur kvatt. Pétur rak verslun og verk- stæði á Akureyri og starfaði við sama fyrirtækið í 60 ár. Hann lærði hjá Sigtryggi Helgasyni og fór síðan í samstarf við hann og tók að lokum við rekstrinum. Ætlaði mér alltaf að verða sjó- maður sagði hann í viðtali við Skafta Hallgrímsson í Mbl. 5. janúar 2007. Hann var eitthvað til sjós með frænda sínum. Algjör tilviljun að ég fór að læra gull- smíði, sagði Pétur. Hann lærði líka rennismíði og vann eitthvað við það. Pétur var hljóðfæraleikari og Pétur Breiðfjörð Freysteinsson ✝ Pétur Breið-fjörð Frey- steinsson fæddist 16. september 1930. Hann lést 5. maí 2019. Útför Péturs fór fram 10. maí 2019. lék á trommur með lúðrasveit Akur- eyrar í nær 30 ár. Pétur var góður félagi í Félagi Ís- lenskra gullsmiða og ótrúlega dugleg- ur að mæta og taka þátt í félagsstörfum í Reykjavík, búandi á Akureyri. Hann sinnti ýmsum störf- um fyrir félagið, lengst þó í prófnefnd. Hann var gerður heiðursfélagi 2004. Hann var líka höfðingi heim að sækja. Það voru haldnir fé- lagsfundir á Akureyri og þá fjöl- menntu félagsmenn þangað. Þá var tekið vel á móti öllum bæði af Pétri og öðrum gullsmiðum, sem alltaf hafa verið nokkrir á Akur- eyri. Hans verður saknað af fé- lagsmönnum og hugsað vel til hans á kveðjustund. Samúðarkveðjur til aðstand- enda frá Félagi íslenskra gull- smiða. Dóra G. Jónsdóttir. Margt þú hefur mis- jafnt reynt, mörg þín dulið sárin. Þú hefur alltaf getað greint, gleði bak við tárin. (J.Á.) Látin er Guðríður Kristjáns- dóttir Syðra-Skógarnesi. Þegar við vorum ungar dvöldum við sam- an einn vetur við nám í húsmæðra- skóla að Hverabökkum í Hvera- gerði. Þegar við vorum búnar að skrifa skólareglurnar fannst okk- ur ekkert mega, en það reyndist nú ekki svo. Margt var brallað svo sem góð- ar gönguferðir, jafnvel á Kamba- brún. Ótal góðar minningar áttum Guðríður Kristjánsdóttir ✝ GuðríðurKristjáns- dóttir fæddist 16. október 1933. Hún lést 26. apríl 2019. Útför Guðríðar fór fram 11. maí 2019. við með þeim góða hópi sem dvaldi í skól- anum veturinn 1952- 1953. Gugga, eins og hún var jafnan kölluð, var góður félagi, glaðlynd og og hrókur alls fagnaðar, svo spilaði hún líka á gítar. 50 árum frá út- skrift okkar komum við saman í Hvera- gerði, kom þá Gugga akandi vest- an frá Skógarnesi. Ég kom nokkuð oft að Syðra- Skógarnesi. Þar var yndislegt að koma til þeirra hjóna. Þau komu í heimsókn til okkar mér til mikillar gleði. Á seinni árum höfum við oft- ar heyrst í síma. Ég kveð kæra skólasystur og nöfnu og þakka góð kynni. Börnum hennar og þeirra fjöl- skyldum sendi ég samúðar- kveðjur. Hvíl þú í friði. Guðríður Bjarnadóttir. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.