Morgunblaðið - 06.06.2019, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 06.06.2019, Blaðsíða 65
MENNING 65 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 2019 Rut Ingólfsdóttir, fiðluleikari og þýðandi, og eiginmaður hennar Björn Bjarnason, fyrrverandi ráð- herra, standa fyrir fimm viðburðum nú í sumar á Kvoslæk í Fljótshlíð, þar sem þau búa, og ber viðburð- aröðin yfirskriftina „Skemmtistund í sveitinni“. Boðið verður upp á fyrirlestra, leiklestur og tónleika og fara fyrstu tónleikarnir fram í Hlöðunni á Kvos- læk á laugardaginn, 8. júní, kl. 15. Þá koma fram „Diddú og drengirnir“, þ.e. söngkonan Sigrún Hjálmtýs- dóttir og Sigurður I. Snorrason og Kjartan Óskarsson klarinettleik- arar, Frank Hammarin hornleikari sem leysir af Þorkel Jóelsson, eig- inmann Diddúar; Emil Friðfinnsson hornleikari og fagottleikararnir Brjánn Ingason og Björn Th. Árna- son. Þau munu flytja sín uppáhalds- lög sem eru bæði óperuaríur, íslensk sönglög og ljúf lög fyrir blás- arasextett, eins og segir í tilkynn- ingu en Diddú og drengirnir hafa starfað saman í fjölda ára við góðan orðstír. Aðgöngumiðar eru seldir við innganginn og boðið verður upp á kaffi í hléi. Diddú og drengir í Hlöðunni  Skemmtistund- ir að Kvoslæk hjá Rut og Birni Hress Diddú og drengirnir hennar troða upp í Hlöðunni á laugardaginn. Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is Bandaríska myndlistakonan B. Ing- rid Olson opnar einkasýninguna Fingered Eyed í i8 galleríi í dag kl. 17. Á síðasta ári sýndi hún verk sín á sýningunni Að sjá er að trúa er að halda á og handleika ásamt fjórum öðrum bandarískum listamönnum og í framhaldi af því bauð galleríið henni að halda einkasýningu. Á sýn- ingunni, sem mun standa til 10. ágúst, er að finna bæði ljósmyndir og skúlptúra. „Titill sýningarinnar Fingered Eyed tengist sambandinu milli ljós- myndanna og skúlptúranna. Það hefur mikið að gera með muninn á því að snerta og að horfa og muninn á fjarlægð og nánd. Maður getur séð eitthvað langt í burtu en til þess að snerta þarf maður að vera nálægt,“ segir myndlistarkonan. „Í verkunum felst viss leikur með áþreifanleika ljósmyndanna og myndanna sem myndast í skúlptúrunum, með þetta samspil sjónar og snertingar sem myndast.“ Speglar gera verkin abstrakt Olson hefur byggt ramma úr lit- uðu plexigleri um ljósmyndirnar sem byrgir sýn. Þeir gera það að verkum að ljósmyndirnar sjást ekki í heild nema maður standi beint fyrir framan þær. Hún tekur ljósmynd- irnar sjálf, af eigin líkama og ýmsum munum, og nýtir spegla til þess að brjóta upp og brengla líkamann á myndunum svo þær verða nokkuð abstrakt. „Það breytir því hvernig línur og fletir mætast og það ruglar mann í rýminu. Ég kann að meta hvernig speglarnir fletja út rýmið á myndunum með því að stöðva sýnina og varpa henni til baka,“ segir Olson. Leikur sér með líkama Í sumum verkanna er ljóst að lík- aminn er kvenkyns en í öðrum ekki, og í sumum tilfellum er hann karl- gerður. Olson leikur sér þannig með staðlaðar hugmyndir um kyn líkam- ans og setur fram ákveðna tvíræðni. Hún skoðar efnislega eiginleika lík- amans og kannar samband hans við umhverfi sitt. Skúlptúrarnir, sem skaga út úr hvítum veggjunum, eru einfaldir að forminu til en Olson seg- ir þeim vera ætlað að kalla fram lík- ama í rými og tengja líkamann við arkitektúr gallerísins. Myndlistarkonan, sem er búsett í Chicago, segir birtu hins íslenska sumars hafa veitt sér innblástur. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég upplifi birtu í svona marga klukkutíma á dag. Ég vissi að það yrði skrýtin upplifun svo ég var mjög upptekin af ljósi þegar ég vann verkin. Ég hugs- aði mikið um hvernig íslenska birtan spilar með listaverkunum. Þess vegna eru þessi verk ljósari og bjart- ari en þau sem ég hef gert áður. Mér fannst það spennandi hugmynd,“ segir Olson að lokum. Samspil sjónar og snertingar  Bandaríska myndlistarkonan B. Ingrid Olson setur upp einkasýninguna Fingered Eyed í i8  „Ég hugsaði mikið um hvernig íslenska birtan spilar með listaverkunum,“ segir Olson Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Myndlistarkona Hin bandaríska B. Ingrid Olson segir birtu hins íslenska sumars hafa veitt sér innblástur. Tilkynnt hefur verið um þau sem hljóta heiðursverðlaun Óskarsverð- launanna sem afhent verða á þessu ári og er einn Óskarsverðlaunahafi þeirra á meðal, leik- og kvennabar- áttukonan Geena Davis sem hlaut verðlaunin fyrir leik sinn í The Accidental Tourist árið 1988. Leik- stjórinn David Lynch hlýtur einnig heiðursverðlaunin en hann hefur verið tilnefndur til Óskarsverð- launa margoft. Þriðji heiðursverð- launahafinn er bandaríski leikarinn Wes Studi og verður hann sá fyrsti af indjánaættum sem hlýtur þau. Fjórði verðlaunahafinn er svo ítalski leikstjórinn og handritshöf- undurinn Lina Wertmüller sem varð fyrst kvenna til að fá Óskars- tilnefningu fyrir leikstjórn, árið 1975 fyrir Seven Beauties. Bandaríska kvikmyndaakademí- an afhendir heiðursverðlaun Ósk- arsins árlega einstaklingum sem þykja hafa helgað ævi sína og starf kvikmyndalistinni og skarað fram úr á því sviði. Verðlaunin verða af- hent í október í Los Angeles. Davis hlýtur heiðursverðlaun Óskars Heiðruð Geena Davis baráttukona. Sprenging varð í hinu fræga Pinewood-mynd- veri í Bucking- hamskíri á Eng- landi í gær þar sem tökur á næstu kvikmynd um James Bond fara fram. Einn starfsmaður úr tökuliði slasaðist og framhlið myndversins skemmdist, skv. frétt BBC. Meiðsl starfsmannsins munu vera minni háttar en í síðasta mánuði var greint frá því að leik- arinn Daniel Craig, sá sem leikur Bond, hafi slasast við tökur á Ja- maíku og þurft að fara í aðgerð á ökkla. Olli það töfum á tökum kvikmyndarinnar en áður höfðu þær tafist vegna leikstjóraskipta og handritsskrifa. Sprenging í Pine- wood-myndverinu Daniel Craig Háaleitisbraut 58–60 • 108 Reykjavík • Sími: 553 1380 Sjáum til þess að allar yfirhafnir komi hreinar undan vetri STOFNAÐ 1953 FALLEG OG VÖNDUÐ LEIKFÖNG úr náttúrulegum efnivið, tré og silki ERUM FLUTT ! á Nýbýlaveg 8 – Portið Nýbýlavegi 8 – Portið, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is bambus.is bambus.is • Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.