Morgunblaðið - 06.06.2019, Blaðsíða 43
UMRÆÐAN 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 2019
Á fundi bæjar-
stjórnar Seyðisfjarðar
hinn 15. maí sl. kynnti
Hólmgrímur Bjarna-
son, endurskoðandi
hjá Deloitte, ársreikn-
ing kaupstaðarins fyr-
ir árið 2018 sem var
síðan samþykktur að
lokinni seinni um-
ræðu. Afkoma ársins
2018 var jákvæð og
nam rekstrarafgang-
ur samstæðunnar tæpum 84 millj-
ónum króna. Í fjárhagsáætlun
hafði verið gert ráð fyrir að já-
kvæð niðurstaða rekstrar sam-
stæðunnar næmi um 54 milljónum
króna.
Veltufé frá rekstri samstæð-
unnar, þ.e. A- og B-hluta, nam
191,5 milljónum króna en það eru
þeir fjármunir sem eru til ráðstöf-
unar þegar kostnaður hefur verið
greiddur og leiðrétt fyrir reikn-
uðum liðum eins og verðbótum og
afskriftum.
Fjárfestingar námu tæpum 128
milljónum króna. Greiddar voru
afborganir langtímalána að upp-
hæð 86,9 milljónir króna og inn á
lífeyrisskuldbindingu 18,3 milljónir
króna.
Ársreikningurinn sýnir traustan
fjárhag kaupstaðarins. Samkvæmt
viðmiðum sveitarstjórnarlaga um
rekstrarjöfnuð á þriggja ára tíma-
bili var afkoma Seyðisfjarðarkaup-
staðar síðustu þrjú ár, 2016-2018,
jákvæð um 258 millj-
ónir króna. Skulda-
hlutfall hefur lækkað
verulega og er vel
innan lögbundinna
marka.
Það er vissulega
ástæða til að gleðjast
yfir þeim árangri sem
ársreikningurinn sýn-
ir svo greinilega. Það
veitir sóknarfæri á
komandi árum.
Ótrúlegt sem það er
lögðu bæjarfulltrúar
L-listans, Seyðisfjarð-
arlistans, sem eru í meirihluta,
fram undarlega neikvæða bókun
undir næsta dagskrárlið á fund-
inum þar sem ýmsu er blandað
saman en um leið komist að þeirri
niðurstöðu að kaupstaðurinn eigi
við fjárhagsvanda að stríða vegna
framkvæmda og seinkunar af-
greiðslu endurgreiðslu virðisauka-
skatts. Ekki er gott að átta sig á
því hvað þeim gengur til og niður-
staða ársreikningsins virðist ekki
gefa tilefni til slíkrar bölsýni.
Reyndar er dálítið ótuktarlegt
að leggja fram slíka bókun að lok-
inni vandaðri og ítarlegri yfirferð
endurskoðanda kaupstaðarins um
ársreikning og endurskoðunar-
skýrslu sem ekki gaf neitt tilefni
til slíks. Upplýsingarnar jákvæðar
eins og að framan er lýst.
Í bókuninni víkur meirihlutinn
einnig að því sem hann kallar
harða gagnrýni á aðkomu ráðgjafa
og kostnað sem honum fylgdi. Það
er nokkuð ofsagt en spurt hefur
verið um útgjöld við gerð fjárhags-
áætlunar sl. haust og þau rædd.
Var það vegna þess að það er ný-
mæli að kaupa vinnslu fjárhags-
áætlunar af endurskoðanda (ráð-
gjafa) sem og með annarri
aðkeyptri þjónustu. Fram til þess
tíma hafði bæjarstjóri með for-
stöðumönnum og öðru starfsfólki
unnið fjárhagsáætlun kaupstað-
arins. Ekki bara sá síðasti heldur
þeir sem á undan honum voru. Það
vakti athygli að á bæjarstjórnar-
fundi í ágúst sl. þegar ráðning-
arsamningur var gerður vegna
ráðningar í starf bæjarstjóra að
laun vegna starfsins voru hækkuð
nokkuð ríflega. Var á sama fundi
og líklega þess vegna spurst fyrir
um hvort verkefni starfsins yrðu
þau sömu og verið hefði og því
svaraði fulltrúi meirihlutans sem
fyrir svörum varð játandi. Að sam-
anlögðu má gera ráð fyrir að út-
gjaldaauki af fyrirkomulaginu geti
numið um og yfir 30 milljónum
króna á kjörtímabilinu verði sami
háttur hafður á sem auðvitað þarf
ekki að vera.
Í máli endurskoðanda á bæjar-
stjórnarfundinum í maí sl. kom
m.a. fram að afkoma kaupstaðar-
ins á árinu hefði verið góð, betri
en gert var ráð fyrir í fjárhags-
áætlun en heldur slakari en árið
2017. Jafnframt kom fram að fjár-
hagur kaupstaðarins, hefði styrkst
mikið á undanförnum árum.
Aðspurður kvað endurskoðandi
fjárhag kaupstaðarins traustan og
sjálfbæran. Hann benti á að skuld-
ir væru enn nokkuð miklar og því
ástæða til að sýna aðgát hvað
varðaði lántökur. Einnig að af-
koma A-hluta einkum aðalsjóðs
hefði verið naum á árinu en það er
sá hluti samstæðunnar sem rekinn
er fyrir skattfé að verulegu leyti.
Þá ber þó að hafa í huga mynd-
arlega fjárhagslega aðkomu að
ýmsum verkefnum á vegum aðal-
sjóðs kaupstaðarins sem ekki eru
lögbundin en hafa auðgað bæjar-
lífið.
Traustur fjárhagur –
Sóknarfæri fyrir Seyðisfjörð
Eftir Vilhjálm
Jónsson » Það er vissulega
ástæða til að gleðj-
ast yfir þeim árangri
sem ársreikningurinn
sýnir svo greinilega.
Það veitir sóknarfæri
á komandi árum.
Vilhjálmur
Jónsson
Höfundur er bæjarfulltrúi
á Seyðisfirði.
MIÐNÆTUROPNUN
Í SMÁRALIND
20% afsláttur*
af öllum vörum
*ekki af merktri tilboðsvöru
Opið til 24:00
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Atvinna