Morgunblaðið - 06.06.2019, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 06.06.2019, Blaðsíða 43
UMRÆÐAN 43 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 2019 Á fundi bæjar- stjórnar Seyðisfjarðar hinn 15. maí sl. kynnti Hólmgrímur Bjarna- son, endurskoðandi hjá Deloitte, ársreikn- ing kaupstaðarins fyr- ir árið 2018 sem var síðan samþykktur að lokinni seinni um- ræðu. Afkoma ársins 2018 var jákvæð og nam rekstrarafgang- ur samstæðunnar tæpum 84 millj- ónum króna. Í fjárhagsáætlun hafði verið gert ráð fyrir að já- kvæð niðurstaða rekstrar sam- stæðunnar næmi um 54 milljónum króna. Veltufé frá rekstri samstæð- unnar, þ.e. A- og B-hluta, nam 191,5 milljónum króna en það eru þeir fjármunir sem eru til ráðstöf- unar þegar kostnaður hefur verið greiddur og leiðrétt fyrir reikn- uðum liðum eins og verðbótum og afskriftum. Fjárfestingar námu tæpum 128 milljónum króna. Greiddar voru afborganir langtímalána að upp- hæð 86,9 milljónir króna og inn á lífeyrisskuldbindingu 18,3 milljónir króna. Ársreikningurinn sýnir traustan fjárhag kaupstaðarins. Samkvæmt viðmiðum sveitarstjórnarlaga um rekstrarjöfnuð á þriggja ára tíma- bili var afkoma Seyðisfjarðarkaup- staðar síðustu þrjú ár, 2016-2018, jákvæð um 258 millj- ónir króna. Skulda- hlutfall hefur lækkað verulega og er vel innan lögbundinna marka. Það er vissulega ástæða til að gleðjast yfir þeim árangri sem ársreikningurinn sýn- ir svo greinilega. Það veitir sóknarfæri á komandi árum. Ótrúlegt sem það er lögðu bæjarfulltrúar L-listans, Seyðisfjarð- arlistans, sem eru í meirihluta, fram undarlega neikvæða bókun undir næsta dagskrárlið á fund- inum þar sem ýmsu er blandað saman en um leið komist að þeirri niðurstöðu að kaupstaðurinn eigi við fjárhagsvanda að stríða vegna framkvæmda og seinkunar af- greiðslu endurgreiðslu virðisauka- skatts. Ekki er gott að átta sig á því hvað þeim gengur til og niður- staða ársreikningsins virðist ekki gefa tilefni til slíkrar bölsýni. Reyndar er dálítið ótuktarlegt að leggja fram slíka bókun að lok- inni vandaðri og ítarlegri yfirferð endurskoðanda kaupstaðarins um ársreikning og endurskoðunar- skýrslu sem ekki gaf neitt tilefni til slíks. Upplýsingarnar jákvæðar eins og að framan er lýst. Í bókuninni víkur meirihlutinn einnig að því sem hann kallar harða gagnrýni á aðkomu ráðgjafa og kostnað sem honum fylgdi. Það er nokkuð ofsagt en spurt hefur verið um útgjöld við gerð fjárhags- áætlunar sl. haust og þau rædd. Var það vegna þess að það er ný- mæli að kaupa vinnslu fjárhags- áætlunar af endurskoðanda (ráð- gjafa) sem og með annarri aðkeyptri þjónustu. Fram til þess tíma hafði bæjarstjóri með for- stöðumönnum og öðru starfsfólki unnið fjárhagsáætlun kaupstað- arins. Ekki bara sá síðasti heldur þeir sem á undan honum voru. Það vakti athygli að á bæjarstjórnar- fundi í ágúst sl. þegar ráðning- arsamningur var gerður vegna ráðningar í starf bæjarstjóra að laun vegna starfsins voru hækkuð nokkuð ríflega. Var á sama fundi og líklega þess vegna spurst fyrir um hvort verkefni starfsins yrðu þau sömu og verið hefði og því svaraði fulltrúi meirihlutans sem fyrir svörum varð játandi. Að sam- anlögðu má gera ráð fyrir að út- gjaldaauki af fyrirkomulaginu geti numið um og yfir 30 milljónum króna á kjörtímabilinu verði sami háttur hafður á sem auðvitað þarf ekki að vera. Í máli endurskoðanda á bæjar- stjórnarfundinum í maí sl. kom m.a. fram að afkoma kaupstaðar- ins á árinu hefði verið góð, betri en gert var ráð fyrir í fjárhags- áætlun en heldur slakari en árið 2017. Jafnframt kom fram að fjár- hagur kaupstaðarins, hefði styrkst mikið á undanförnum árum. Aðspurður kvað endurskoðandi fjárhag kaupstaðarins traustan og sjálfbæran. Hann benti á að skuld- ir væru enn nokkuð miklar og því ástæða til að sýna aðgát hvað varðaði lántökur. Einnig að af- koma A-hluta einkum aðalsjóðs hefði verið naum á árinu en það er sá hluti samstæðunnar sem rekinn er fyrir skattfé að verulegu leyti. Þá ber þó að hafa í huga mynd- arlega fjárhagslega aðkomu að ýmsum verkefnum á vegum aðal- sjóðs kaupstaðarins sem ekki eru lögbundin en hafa auðgað bæjar- lífið. Traustur fjárhagur – Sóknarfæri fyrir Seyðisfjörð Eftir Vilhjálm Jónsson » Það er vissulega ástæða til að gleðj- ast yfir þeim árangri sem ársreikningurinn sýnir svo greinilega. Það veitir sóknarfæri á komandi árum. Vilhjálmur Jónsson Höfundur er bæjarfulltrúi á Seyðisfirði. MIÐNÆTUROPNUN Í SMÁRALIND 20% afsláttur* af öllum vörum *ekki af merktri tilboðsvöru Opið til 24:00 Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Atvinna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.