Morgunblaðið - 06.06.2019, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.06.2019, Blaðsíða 6
Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir á slysa- og bráðadeild Landspítalans, segir skráðar komur á deildina vegna trampólínslysa 50 það sem af er þessu ári. Árið 2012 leituðu 232 á slysadeild vegna trampólínslysa, 169 árið eftir, 163 árið 2014, einum færri 2015 og 170 árið 2016. Metár í komum var 2017, en þá komu 296 á slysadeild vegna trampólínslysa og 159 í fyrra. Að sögn Jóns Magnúsar eru beinbrot og tognun algengustu meiðslin. Fá slys á landsbyggðinni Pálmi Óskarsson, forstöðulæknir bráðamótttöku SAK, segir að ekki séu skráð sérstaklega slys sem gerast á trampólínum eða ærslabelgjum. Hann segir fáar komur vegna slysa á slíkum leiktækjum og að ekkert al- varlegt slys hafi orðið. ge@mbl.is Á annað hundrað trampólínslys á ári  50 leitað á bráða- og slysadeild í ár Fjör Hoppað og skoppað á trampólíni. 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 2019 sp ör eh f. Sumar 29 Þessi glæsilega ferð í Suður-Frakklandi er um héruð þar sem landslag, menning og mannlíf leika aðalhlutverk í einstöku samspili. Gamla virkisborgin Avignon er ein glæsilegasta borg Frakklands og þaðan verður farið m.a. til borgarinnar Arles þar sem Van Gogh heillaðist forðum og málaði margar af sínum frægustu myndum. Ferðin endar í Annecy þar sem farin verður ógleymanleg sigling á Annecy vatni. 1. - 9. september Fararstjórn: Þórdís Erla Ágústsdóttir Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 Reykjavík Verð: 249.900 kr. á mann í tvíbýli. ÖRFÁ SÆTI LAUS Mjög mikið innifalið! Avignon & Annecy Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is „Þetta gæti tafið björgunar- aðgerðir okkar um marga klukku- tíma, jafnvel hálfan eða heilan sól- arhring,“ segir Jónas Guðmundsson, verkefnastjóri hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg, um þær fréttir sem fluttar voru í gær að ein aðalleiðin upp á Vatna- jökul væri orðin ófær farartækjum vegna aurbleytu sem orsakast af hopi Tungnaárjökuls vegna lofts- lagsbreytinga. Jónas segir að á undanförnum árum og áratugum hafi björgunar- sveitirnar margsinnis lagt leið sína á Vatnajökul til að leita að fólki og aðstoða fólk sem lent hefur í vand- ræðum þar. „Leiðin að vestan um Jökulheima og Tungnaárjökul er önnur algengasta leiðin sem sveit- irnar fara,“ segir hann, enda verði atvikin oft vestan megin á Vatna- jökli þar sem mesta umferðin um jökulinn sé. „Ferðafólk laðast að Grímsvatni og Grímsfjalli, þar er skáli og jarðhiti,“ segir Jónas. „Þannig að þetta getur vissulega sett strik í reikninginn verði þörf fyrir viðamiklar björgunaraðgerðir á þessum slóðum,“ segir hann. Jónas segir að útlitið sé þó ekki alsvart. Hann bendir á að öflugir jöklabjörgunarmenn séu til dæmis á Höfn í Hornafirði og þekki þeir svæðið eins og lófann á sér og vinni auk þess margir við ferðaþjónustu við jökulinn. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær þurfti Jöklarann- sóknarfélagið í vorrannsóknarleið- angri sínum að þessu sinni að fara upp á Vatnajökul að austanverðu um Skálafellsjökul og Jöklasel. Það er 510 kílómetra leið frá Reykjavík, en leiðin um Tungnaárjökul sem nú er lokuð er 270 km. Miklar umhverfisbreytingar Magnús Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Vatnajökulsþjóð- garðs, segir að miklar umhverfis- breytingar séu að verða innan þjóðgarðsins og nýtt land að koma undan ísnum. „Þetta er síbreytilegt umhverfi,“ segir hann. Stjórnendur þjóðgarðsins fylgist vel með og vilji eiga samstarf og samtal við björg- unarsveitirnar, ferðaþjónustufyrir- tæki og aðra aðila sem láti sig þessi mál varða um það hvernig bregðast eigi við. Hann segir að ekki sé vitað hversu margir leggi leið sína upp á jökulinn árlega en með mótun at- vinnustefnu fyrir þjóðgarðinn, sem nú sé unnið að, ætti að fást yfirsýn yfir fjölda ferðaþjónustufyrirtækja og umfang starfseminnar. Skálafellsjökulleið greið Guðbrandur Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Vatnajökull Travel á Höfn í Hornafirði, hefur fjörutíu ára reynslu af ferðaþjónustu upp á Vatnajökul. Hann segir að gífur- legar breytingar hafi orðið á um- hverfinu á síðustu árum. Aftur á móti sé leiðin upp á jökul frá Höfn um Skálafellsjökul greið og hana muni björgunarsveitir væntanlega fara oftar eftir að leiðin um Tungnaárjökul lokaðist. Einnig sé leið upp á Vatnajökul um Breiða- merkurjökul, en þar séu þó einnig verða umhverfisbreytingar. Guðbrandur segir að mikill fjöldi fólks leggi leið sína upp á Vatna- jökul í skipulögðum dagsferðum. Þeir hópar fari þó ekki langt inn á jökulinn. Það geri aftur á móti leið- angrar erlendra ferðamanna og það séu jafnframt þeir sem oftast lendi í vandræðum á jöklinum. „Eitt árið þurfum við að aðstoða fjóra af fimm slíkum leiðöngrum sem komið höfðu sér í ógöngur,“ segir hann. Morgunblaðið/RAX Vatnajökull Grímsvötn og þverhníptir hamrar Grímsfjalls en uppi á því eru skálar Jöklarannsóknafélagsins. Gæti tafið ferðir björgun- arsveita á Vatnajökul  Önnur aðalleiðin á jökulinn ófær farartækjum Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Endurreisn lífríkis Andakílsár í Borgarfirði gengur vel að mati um- hverfis- og landgræðslustjóra Orku náttúrunnar (ON). Í sumar og næsta sumar er sleppt laxaseiðum úr klaki ársins 2017 í þeim tilgangi að mæta afföllum sem urðu það ár. Kostnaður ON við endurreisn lífríkis árinnar frá árinu 2017 til dagsins í dag er orðinn um 65 milljónir króna. Lífríki árinnar varð fyrir skakka- föllum þegar Orka náttúrunnar tæmdi lón fyrir ofan Andakílsár- virkjun vorið 2017 með þeim afleið- ingum að set barst niður í ána og lok- aði veiðihyljum og hrygningar- stöðum laxfiska. ON ber kostnaðinn Orka náttúrunnar hefur tekið ábyrgð á tjóninu og unnið að endur- reisn lífríkisins í samvinnu við Veiði- félag Andakílsár og sérfræðinga Hafrannsóknastofnunar. Veiði hefur verið bönnuð síðan atvikið varð en stefnt er að því að veiði hefjist á ný næsta sumar. ON keypti veiðileyfin í ánni þessi þrjú ár til þess að draga úr tjóni veiðiréttarhafa og leigutakans sem er Stangveiðifélag Reykjavíkur. Umhverfisslysið varð til þess að engin seiði af 2017-árganginum skil- uðu sér í ána og aðeins hluti af 2016- árganginum. Til að bæta laxastofn- inum þetta upp voru laxar teknir í klak haustið 2017 og er seiðum úr því klaki sleppt í ána í sumar og næsta sumar, 30 þúsund hvort ár, að sögn Magneu Magnúsdóttur, umhverfis- og landgræðslustjóra ON. Ganga úr sleppitjörnum Útbúnar voru tvær sleppitjarnir við ána og seiðin sett þar út í. Þau eru fóðruð fyrst um sinn en síðan verður opnuð rás út í ána til þess að þau geti synt sína leið þegar þau verða tilbúin að takast á við villta náttúru. Magnea segir að athuganir Haf- rannsóknastofnunar bendi til þess að lífríki árinnar endurreisi sig hratt en ekki sé hægt að segja til um það nú hvenær það verði komið í samt lag. Endurreisn lífríkisins gengur vel  30 þúsund seiðum sleppt í Andakílsá til að bæta henni upp seiðadauðann eftir umhverfisslysið 2017  Kostnaður Orku náttúrunnar orðinn 65 milljónir  Stefnt að því að veiðar geti hafist að nýju að ári Ljósmynd/Magnea Magnúsdóttir Í Andakíl Laxaseiðum dælt í sleppitjörn. Síðar verður opnuð rás út í ána og þau geta synt á vit ævintýranna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.