Morgunblaðið - 06.06.2019, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 06.06.2019, Blaðsíða 59
ÍÞRÓTTIR 59 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 2019 Ég get ekki annað sagt en að meðferðin sem Björgvin Stefánsson hefur fengið hjá knattspyrnuyfirvöldum hér á landi sé ómannúðleg. Rasísk ummæli hans voru skelfileg, það dylst engum, og við blasir að þau kalli á refsingu í formi leik- banns, en Björgvin á ekki skilið að þurfa að bíða svona lengi í nagandi óvissu um framhaldið. Björgvin var ekki upp á sitt besta í fyrstu tveimur leikjunum eftir að málið kom upp, og spil- aði ekki í leiknum við KA á sunnudag. Þarna eru komnir þrír leikir sem best væri auðvit- að að hefðu verið hluti af leik- banni hans, verði það fimm leikja bann eins og mér finnst hann algjörlega verðskulda. Auðvitað þarf aganefnd einhvern tíma til að komast að niðurstöðu. Ég geri mér grein fyrir því að málið er um margt einstakt hér á landi og regl- urnar kannski ekki nægilega skýrar. Ef Björgvin hefði orðið uppvís að sínum rasískum um- mælum í leik með KR virðist skýrt að hann ætti yfir höfði sér að minnsta kosti 5 leikja bann. En ummælin féllu í vefvarpslýs- ingu í sjálfboðavinnu fyrir Hauka. Skiptir það máli? Ber að refsa Haukum? Var Björgvin áhorfandi og ætti hann þar með að sæta tveggja ára leikvallab- anni? En hver svo sem ástæðan er fyrir seinaganginum þá er biðin orðin of löng fyrir Björg- vin. Þetta gengur ekki og það hljóta allir að sjá. Málið hlýtur að kalla á breytt verklag aga- nefndar í framtíðinni. Leikur Hauka og Þróttar fór fram 23. maí. Sama kvöld baðst Björgvin innilega afsökunar á ummælum sínum, þó það nú væri, og hlut- aðeigandi félög brugðust við. Síðan hafa liðið tvær vikur. Það er einfaldlega of langur tími. BAKVÖRÐUR Sindri Sverrisson sindris@mbl.is þá er þetta mjög rútínerað lið og það skiptir ekki öllu máli hvaða leikmenn koma og fara þarna. Þær eru mjög sterkar og það má auðvitað ekki gleyma því.“ Minnir á 31 marks sigurinn Í vangaveltum um möguleika Ís- lands í kvöld nefnir Helena sigurinn á Aserbaídsjan í undankeppninni fyrir umspilið, þegar Ísland þurfti 27 marka sigur og vann 49:18. „Í Makedóníu [þar sem und- ankeppnin fór fram] unnum við stór- sigur þegar við þurftum á því að halda. Það var mjög erfitt verkefni en við kláruðum það og komum okk- ur í þessa leiki við Spán. Munurinn er núna níu mörk, eftir að við unnum seinni hálfleikinn með fimm marka mun. Ef við vinnum hvorn hálfleik með fimm marka mun núna þá kom- umst við á HM. Þetta er ekki ómögulegt. Við þurfum að hafa trú og vera einbeittar,“ segir Helena. Krefjandi en góð dvöl í Dijon Helena, sem er 25 ára gömul, lék með Dijon í efstu deild Frakklands frá áramótum eftir að hafa verið hjá Byåsen í Noregi og Stjörnunni áður. „Ég er mjög ánægð með að hafa tekið þetta skref. Staðan var erfið hjá Byåsen þar sem ég var að fá minn þriðja þjálfara á einu og hálfu tímabili, svo það var skemmtilegt að fá þetta tækifæri. Franska deildin er skemmtileg, ólík bæði norsku og ís- lensku deildinni, og ég hef lært heil- mikið af að vera í þessu umhverfi og í annars konar æfingum. Auðvitað var líka krefjandi að vera þarna vegna tungumálsins, ég var eini út- lendingurinn í liðinu og stelpurnar misgóðar í ensku, en þær voru ótrú- lega fínar og ég lærði heilmikið,“ segir Helena. Dijon var eitt fjögurra liða sem þurftu að fara í sérstakt fallumspil en lék vel þar og vann fyrstu fjóra leiki sína, og þar með var sætið í efstu deild tryggt. Helena kveður liðið því á svipuðum stað og þegar hún kom til þess í janúar: „Ég verð ekki þarna áfram en það er svolítið óljóst hvar ég verð á næstu leiktíð. Þetta fer vonandi á fullt eftir landsleikina. Mig langar að vera áfram úti svo að það er á dag- skránni.“ Ekki ómögulegt en komum okkur í mjög erfiða stöðu  Ísland þarf tíu marka sigur í kvöld til að ná á HM  Helena hætt hjá Dijon Ljósmynd/Robert Spasovski Undankeppnin Helena Rut Örvarsdóttir fagnar marki fyrir Ísland í undankeppni HM í Skopje fyrr í vetur. HM 2019 Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Íslenska kvennalandsliðið í hand- bolta þarf á hálfgerðu kraftaverki að halda til að komast áfram í loka- keppni HM. Reyndar er það þannig með kraftaverkin að þau gerast reglulega í heimi íþróttanna en í kvöld þarf Ísland að vinna upp níu marka forskot Spánverja eftir 35:26- sigur í Málaga. Liðin mætast í Laug- ardalshöll kl. 19:45. „Þetta verður gríðarlega erfiður leikur og við settum okkur í mjög erfiða stöðu með síðasta leik, sér- staklega fyrri hálfleiknum. Fyrst og fremst þurfum við núna að koma inn í leikinn bara til þess að vinna hann. Við vinnum svo bara úr þeirri stöðu sem upp kemur,“ segir Helena Rut Örvarsdóttir landsliðskona. Útlitið er raunar skárra nú en eftir fyrri hálfleikinn í Málaga því þá var stað- an 21:7. „Fyrri hálfleikurinn er í hálf- gerðri móðu. Mér fannst við mjög vel undirbúnar, við vissum hvað þær kæmu með og höfum verið að taka skref upp á við bæði í vörn og sókn. Við byrjuðum mjög illa en vissum að Spánverjar eru mjög öflugir á fyrstu mínútunum, og þó að við lentum 7:1 undir náðum við að laga stöðuna í 8:5 sem er bara þokkalegt. En seinni hlutann í fyrri hálfleik keyrðu þær bara yfir okkur. Þær fengu allt of mörg auðveld mörk og þessi fyrri hálfleikur var klárlega mjög léleg- ur,“ segir Helena, en ekki má gleym- ast að þó að tapið síðasta föstudag líti út eins og skref aftur á bak fyrir Ísland þá er Spánn með sterkt lið: „[Nerea] Pena er einn albesti leik- maður heims og Spánverjar hafa alltaf verið með gott lið. Þetta er mjög „rútínerað“ lið, sem er alltaf á stórmótum og er í algjörum heims- klassa. Þó að þær rokki upp og niður www.gilbert.is SJÓN ER SÖGU RÍKARI Ada Hegerberg, sem útnefnd var knattspyrnukona árs- ins 2018, hefur opnað sig enn frekar um ástæðu þess að hún er hætt að gefa kost á sér í norska landsliðið og verður ekki með á HM sem hefst í Frakklandi á morgun. Hegerberg hefur verið gagnrýnin á norska knatt- spyrnusambandið fyrir metnaðarleysi í garð kvenna- landsliðsins og ítrekar það, en í nýju viðtali við norska tímaritið Josimar segir hún álag einnig hafa átt stóran þátt. Hún fór meðal annars 15 ára gömul með U19 ára landsliðinu á EM 2011 og vakti fljótt athygli. „Þetta var mjög erfitt andlega. Ég var farin að fá mar- traðir eftir verkefni með landsliðinu. Það er ekki eðli- legt og um leið og ég leiddi hugann að því að hætta í landsliðinu þá fór ég aftur að sofa vel,“ segir Hegerberg, sem hætti með landsliðinu árið 2017. Í stað þess að spila á HM verður hin 23 ára gamla Hegerberg, sem varð Evrópumeistari með franska liðinu Lyon í vor, í hlutverki sérfræðings um keppnina í sjónvarpi. yrkill@mbl.is Martraðir fylgdu landsliðinu Ada Hegerberg Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ frestaði því í gær að birta úrskurð sinn í máli Björgvins Stefánssonar, leikmanns KR, fyrir rasísk ummæli sem hann lét falla í útsendingu Haukar TV í leik á dög- unum. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins er úrskurðurinn nokkuð flókinn og fordæmalaus þar sem Björg- vin er leikmaður KR en hafi starfað fyr- ir Hauka á umræddum leik. Brotið geti náð yfir nokkrar reglugerðir og ekki sé heldur augljóst hvort félagið skuli sekta ef svo færi að niðurstaðan yrði á þá leið. Hún verður opinber fyrir vikulok. Seinka því að birta úrskurð Morgunblaðið/Hari Aganefnd Björgvin Stefánsson er enn að bíða eftir niðurstöðu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.