Morgunblaðið - 06.06.2019, Blaðsíða 68
68 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 2019
Stereo Hypnosis hefur veriðtil í einhverri mynd frá þvíárið 2006 þegar sveitin varstofnuð í Flatey. Það er
nokkur sérstaða sem þessi hljóm-
sveit býr yfir, og fyrst má nefna að
hún inniheldur feðga sem brúa jafn-
framt bilið milli tveggja kynslóða til-
raunakenndrar raftónlistar á Ís-
landi. Óskar Thorarensen er einn
liðsmanna hinnar stórmerkilegu
sveitar Inferno 5 og sonur hans Pan
Thorarensen bætir ambient-tónlist
með náttúruhljóðum og -upptökum
saman við tilraunakenndan vinkil
Óskars, og útkoman er svo styrkt og
byggð upp með gíturum og rafhljóð-
um frá Þorkeli Atlasyni. Stereo
Hypnosis ber einnig ábyrgð á fyrstu
raftónlistarhátíð Íslands, Extreme
Chill, sem hefur verið árlegur við-
burður síðan árið 2009 þegar sveitin
hélt útgáfutónleika sína á Hellis-
sandi á Snæfellsnesi. Strax ári síðar,
árið 2010, var fyrsta Extreme Chill-
hátíðin haldin og hefur hún teygt
anga sína út fyrir landsteinana og
stendur meðan annars fyrir viðburð-
um í Berlín. Þess má geta að tíunda
hátíðin er á dagskrá í Reykjavík í
haust.
Christopher Chaplin er ekki síður
merkilegur, en hann er yngsti sonur
Charles Chaplin og fjórðu konu
hans, fæddur í Sviss en flutti til Eng-
lands til að einbeita sér að leiklist.
Frá því árið 2005 hefur hann hins
vegar fengist að mestu við tón-
smíðar og hefur bæði gefið út sóló-
plötur og unnið í samvinnu við hina
og þessa merka tónlist-
armenn um víða veröld.
Þessi samvinna hans og
Stereo Hypnosis er hans
nýjasta og inniheldur plat-
an Bjarmi lifandi upp-
tökur frá því 6. júlí 2018
þegar Stereo Hypnosis og
Chaplin ákváðu að koma
upptökustúdíói fyrir á Hvamms-
tanga og hljóðrita þar snarstefjaða
plötu.
Þegar sjálf tónlistin er skoðuð er
um mikið flæði að ræða með draum-
kenndum framvindum, sjávarhljóð-
um, fuglahljóðum, óræðum töktum
og flökti. Heildarhljómurinn stað-
setur hlustandann með fæturna
kirfilega á jörðinni í náttúrunni en
höfuðið inni í öðrum heim-
um eða jafnvel öðrum
víddum. Lýsingarorðið
„yfirnáttúrulegt“ hefur
aldrei átt jafnvel við
nokkra þá plötu sem ég
hef hlustað á.
„Klif“ (9:41) er ná-
kvæmlega eins og nafnið
bendir til, byrjun á einhverju og
einnig á sama tíma sífelld end-
urtekning. Þetta er listilega samin
eilíf byrjun sem endurtekur sig en
heldur samt áfram, ekkert ósvipað
því að vera í fjallgöngu og hugsa
með sér: „Urð og grjót, uppí mót,
ekkert nema urð og grjót.“ Þegar
endurtekningin er orðin markmiðið
hættir hún að endurtaka sig og verð-
ur leiðin.
Við tekur „Heiði“ (8:45) sem færir
okkur upp á lygnar sléttur þar sem
hægt er að dvelja um stund og velta
fyrir sér draumalandslaginu. Í
þriðja laginu, „Heggur“ (9:53), kveð-
ur við harðari tón í bland við hið
draumkennda og þarna spilar gít-
arinn stóra rullu í framvindunni. Það
er jafnframt eitthvað yndislega
breskt og heiðið við þetta lag, og
detta mér í hug hljómsveitir á borð
við Dead can dance, sem hafa fengist
við þennan dularfulla og seremón-
íska hljóðheim svo áratugum skiptir.
Lokalagið er „Tangi“ (9:54) og þar
er ferðalagið komið niður að sjó en
jafnframt erum við einhvern veginn
á ókunnum slóðum.
Það er afar erfitt að greina mörk
þess raunverulega og óraunverulega
í hljóðheimi Bjarma, enda er Bjarmi
ljósið sjálft og ef maður starir inn í
það verður jafnvel hið skýrasta
óskýrt. Þessi plata er í raun öll fjög-
ur lögin saman og mér hefur gengið
best að láta hana rúlla og búa til
ákveðið andrúmsloft þegar ég er að
vinna eitthvað skapandi, eða þegar
ég er úti að labba með heyrnartól.
Hún bætir heilmiklu við raunheim-
inn og minnir mann á að það er mik-
ilvægt að stoppa í andartakinu og
leggja við hlustir.
Náttúrulega yfirnáttúrulegt
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Geisladiskur
Stereo Hypnosis & Christopher
Chaplin - Bjarmibbbbn
Útgefið þann 12. apríl 2019 á Spotify,
Bandcamp og á geisladiski. Inniheldur
fjögur lög. Heildartími er 38.16 mínútur.
Liðsmenn Stereo Hypnosis eru Óskar
Thorarensen sem leikur á hljómborð,
Pan Thorarensen sem sér um umhverf-
isupptökur og rafeindahljóð, Þorkell
Atlason leikur á gítara og sér um raf-
eindahljóð. Breski raftónlistarmaðurinn
Christopher Chaplin leikur á hljómborð
og sér um rafeindahljóð. Þorkell Atla-
son hljóðvinnur og hljóðblandar og
Frosti Jónsson hljómjafnar. Austuríska
útgáfufyrirtækið Fabrique gefur út.
RAGNHEIÐUR
EIRÍKSDÓTTIR
TÓNLIST
Feðgar Pan og Óskar
Thorarensen einbeittir
á tónleikum á Iceland
Airwaves árið 2015.
Z-brautir &
gluggatjöld
Opið mán.-fös. 10-18 Faxafeni 14 | 108 Reykjavík | S. 525 8200 | www.z.is |
Mælum, sérsmíðum og setjum upp
Úrval - gæði - þjónusta
Falleg gluggatjöld
fyrir falleg heimili
Bandaríski kvikmyndagerðarmað-
urinn Woody Allen er greinilega
ekki á því að setjast í helgan stein þó
orðinn sé 83 ára því nú liggur fyrir
að þýsk-austurríski leikarinn Chri-
stoph Waltz og bandaríska leik-
konan Gina Gershon muni fara með
aðalhlutverkin í næstu kvikmynd
hans sem mun bera þann ein-
kennilega titil WASP2019.
Allen ætlar að taka myndina upp á
Spáni og hefjast handa í næsta mán-
uði, ef marka má umfjöllun The
Hollywood Reporter. Mun í mynd-
inni segja af hjónum sem skipu-
leggja ferð á kvikmyndahátíðina í
San Sebastian en þar fer ekki betur
en svo að eiginkonan fer að halda við
franskan kvikmyndaleikstjóra og
eiginmaðurinn verður ástfanginn af
spænskri fegurðardís.
Síðasta kvikmynd Allen, A Rainy
Day in New York, hefur ekki enn
verið sýnd því Amazon hætti við
sýningar á henni vegna ásakana á
hendur Allen um kynferðislega mis-
notkun á dóttur sinni, Dylan Far-
row. Allen hefur neitað allri sök og
höfðaði mál á hendur Amazon í febr-
úar á þessu ári. Hann segir fyrir-
tækið hafa brotið samning við hann
sem fólst í því að streymisveita Ama-
zon myndi framleiða fjórar kvik-
myndir eftir hann.
Hjón Gershon og Waltz fara með hlutverk hjóna í kvikmynd Allens.
Waltz og Gershon leika í
næstu í kvikmynd Allen