Morgunblaðið - 06.06.2019, Side 34
34 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 2019
KRINGLAN – DUKA.IS
1. Salatvinda verð frá 6.490 kr. 2. Sósuhristari verð frá 2.790 kr. 3. Pizzaskeri verð 2.190 kr.
4. Y skrælari verð 1.990 kr. 5. Ísskeið verð 2.790 kr. 6. Dósaupptakari verð 3.690 kr.
7. Hvítlaukspressa verð 4.190 kr. 8. Avocadoskeri verð 2.190 kr. 9 Laukskeri verð 4.590 kr.
10. Green Saver geymslubox fyrir grænmeti verð frá 3.390 kr.
1
2
3
9 10
4 5 6 7 8
6. júní 2019
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 123.33 123.91 123.62
Sterlingspund 156.43 157.19 156.81
Kanadadalur 91.79 92.33 92.06
Dönsk króna 18.574 18.682 18.628
Norsk króna 14.169 14.253 14.211
Sænsk króna 13.063 13.139 13.101
Svissn. franki 124.12 124.82 124.47
Japanskt jen 1.1417 1.1483 1.145
SDR 170.6 171.62 171.11
Evra 138.71 139.49 139.1
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 168.5623
Hrávöruverð
Gull 1323.6 ($/únsa)
Ál 1763.0 ($/tonn) LME
Hráolía 61.0 ($/fatið) Brent
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Icelandair Group
hyggst 28. júní
næstkomandi
greiða eftirstöðvar
skuldabréfaflokks
sem upphaflega var
upp á 190 milljónir
dollara. Eftirstöðvar
skuldabréfsins eru
um þessar mundir 76 milljónir dollara.
Félagið hefur unnið að því að greiða
upp flokkinn í kjölfar þess að rekstur fé-
lagsins þyngdist á árinu 2018. Við það
komust skilmálar skuldabréfaútgáfunnar
í uppnám.
Þann 12. mars síðastliðinn sló Iceland-
air 10 milljarða lán hjá Landsbanka Ís-
lands og var hluti andvirðis þess nýttur
til að greiða inn á skuldabréfið og nam
síðasta innágreiðsla 56 milljónum doll-
ara. Hluti lánsfjárins var nú nýttur til að
gera bréfið upp en þá sótti félagið einnig
47 milljónir dollara nýverið með útgáfu
nýs hlutafjár sem bandaríski fjárfest-
ingasjóðurinn PAR Capital keypti.
Icelandair greiðir upp
stóran skuldabréfaflokk
STUTT
BAKSVIÐ
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Óli Björn Kárason, formaður efna-
hags- og viðskiptanefndar Alþingis,
segir að endurskoða þurfi allt
gjalda- og álagningarkerfi á áfengi
með það í huga að reyna að stuðla að
verðsamkeppni, með hagsmuni ís-
lenskra neytenda í huga. „Hins veg-
ar er þetta að einhverju leyti líka
spurning um samkeppnishæfni
ferðaþjónustunnar hér á landi. En
það er á brattann að sækja í þessu,“
sagði Óli Björn er Morgunblaðið
innti hann eftir viðbrögðum við
fréttum gærdagsins um að verð á
Stella Artois-bjór í 33 cl flöskum
hefði hækkað um 59% um mánaða-
mótin, sem tengist reglum ÁTVR
um svokölluð verðboð.
Lækkaði um 40% 1. mars
Eins og sagði í frétt í Morgun-
blaðinu og mbl.is fyrr á árinu lækk-
aði verðið á vörunni skyndilega um
tæplega 40% 1. mars sl. Verðlækk-
unin kom til vegna fyrrnefnds verð-
boðs, þegar heildverslunin Costco
gerði tilraun til að fá umboð fyrir
sölu á vörunni í Vínbúðunum. Fór
svo að Vínnes, umboðsaðili Stella
Artois, bauð lægra, en samkvæmt
reglum ÁTVR varð að festa tilboðs-
verðið í þrjá mánuði. Nú eru þeir
þrír mánuðir liðnir, og varan því aft-
ur orðin nær jafn dýr og áður og
ekki verður efnt að nýju til verðboðs
fyrr en 12 mánuðum frá hinu síð-
asta.
Þorsteinn Víglundsson alþingis-
maður segir að sér finnist innkaupa-
reglur ÁTVR „mjög áhugaverðar“.
Hann segir að Eftirlitsstofnun
EFTA, ESA, hafi meðal annars
fundið að núgildandi innkaupa-
reglum ÁTVR, og sagt þær ekki
uppfylla alveg skuldbindingar Ís-
lands varðandi samkeppni á Evr-
ópumarkaði. „Mér finnst þetta vera
lýsandi dæmi um slíkt. Það er dálítið
sérstakt þegar gerð er verðkönnun
sem þessi og að lægstbjóðandi hljóti
ekki einfaldlega samninginn, heldur
snúi menn sér við og bjóði þeim sem
ekki var lægstbjóðandi að gera bet-
ur, af því að hann haldi á samn-
ingnum. Það er sjaldnast þannig og
mjög sérstakt að gera þá ekki meiri
kröfur um að verð haldi sér að
minnsta kosti út verðkönnunartíma-
bilið,“ segir Þorsteinn í samtali við
Morgunblaðið.
Hagsmuni neytenda í forgrunn
Þorsteinn segir að fyrirtæki í eðli-
legu samkeppnisumhverfi myndu
ekki láta bjóða sér þetta. „En
grundvallaratriðið í þessu er, alveg
sama hver varan er, og út frá al-
mennu verðlagi hér þegar horft er
til ríkisrekinna fyrirtækja, að við
verðum alltaf að ýta undir sem
mesta samkeppni. Sérstaklega þeg-
ar horft er til ríkisrekinna fyrir-
tækja í einokunarstöðu. Þau verða
að hafa mjög skýra sýn á að hags-
munir neytenda séu í forgrunni, og
ýta því undir ávinning af samkeppni,
í það minnsta á milli birgja.“
Endurskoða þurfi gjalda-
og álagningarkerfi á áfengi
Morgunblaðið/Eggert
Samkeppni Costco vildi fá að selja Stella Artois-bjór í Vínbúðunum en Vínnes bauð betur í verðboði ÁTVR.
Bjórsala
» Stella Artois í 33 cl flöskum
er nú 59% dýrari en hún var út
maímánuð þegar hún kostaði
219 krónur.
» Verð á bjórnum er 349 krón-
ur en var 359 krónur í febrúar.
» Sama vara kostar 213 krón-
ur í Costco.
» Costco má ekki bjóða aftur í
bjórinn fyrr en í febrúar á
næsta ári.
Spurning um samkeppnishæfni ferðaþjónustunnar Ýta þarf undir samkeppni
Óli Björn
Kárason
Þorsteinn
Víglundsson
Í nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka
sem birt er í dag kemur fram að
bankinn spáir 0,7% samdrætti
vergrar landsframleiðslu á yfir-
standandi ári. Bendir bankinn á að
samdráttur í ferðaþjónustu og
minnkandi fjárfesting atvinnuvega
eigi þar stærstan hlut að máli.
Hins vegar gerir bankinn ráð fyrir
því að strax á næsta ári taki landið að
rísa á ný og að þá verði hagvöxtur
1,5%, einkum drifinn áfram af einka-
neyslu og fjárfestingu í íbúðarhús-
næði og innviðum. Þá gerir bankinn
ráð fyrir enn meiri krafti í hagkerf-
inu á árinu 2021 þegar spáð er 2,7%
hagvexti með auknum þrótti í fjár-
festingu atvinnuvega og útflutningi.
Samkvæmt spá bankans mun út-
flutningur dragast saman um 5% í ár
og að hann taki í raun ekki við sér að
nýju fyrr en á árinu 2020. Þá er gert
ráð fyrir að viðskiptaafgangur hverfi
á spátímanum til 2021. Þannig verði
afgangurinn um 2% af vergri lands-
framleiðslu á þessu ári en aðeins
0,2% árið 2021.
Bankinn segir að verðbólguþrýst-
ingur hafi náð hámarki nú og að
meðalverðbólga á árinu verði 3,2%
en að í lok spátímans verði hún kom-
in niður í 2,9%.
Á komandi misserum má gera ráð
fyrir auknu atvinnuleysi að mati
bankans, það verði 3,6% í ár og að á
næsta ári verði það um 4%.Við sjón-
deildarhringinn sér bankinn frekari
vaxtalækkanir og telur hann að
stýrivextir muni því fara undir 4%
fyrir lok þessa árs. ses@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Samdráttur Ferðaþjónustan dregst
verulega saman á þessu ári.
Spáir 0,7% sam-
drætti á þessu ári
Íslandsbanki
segir verðbólgu
hafa náð hámarki