Morgunblaðið - 07.06.2019, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 07.06.2019, Qupperneq 1
Ágreiningur er innan lögreglunnar um starfsemi sérsveitar ríkislög- reglustjóra og bílamiðstöðvar sama embættis. Meðal annars hafa lög- reglufélög á Norðurlandi gagnrýnt opinberlega að ekki séu staðsettir nógu margir sérsveitarmenn á Akur- eyri. Ágreiningurinn hefur meðal ann- ars birst í því að hópur sérsveitar- manna sendi dómsmálaráðuneytinu bréf þar sem kvartað er yfir ýmsu í starfsemi sveitarinnar og hjá emb- ættinu. Jón F. Bjartmarz hefur sent öllum sérsveitarmönnum bréf þar sem sagt er frá afstöðu embættisins en hann hefur áður átt fund með þeim um málin. Jón var í gær ekki reiðubúinn til að veita Morgun- blaðinu upplýsingar um efni bréfsins þegar eftir því var leitað. Almenna lögreglan öflugri Jón segir í samtali við Morgun- blaðið að ekki séu lengur faglegar forsendur fyrir því að dreifa sér- sveitarmönnum um landið vegna þess að búið sé að efla almennu lög- regluna svo að hún ráði fullkomlega við stærri og erfiðari verkefni. Það eigi við um Akureyri. Þar er nú einn sérsveitarmaður en þeir voru fjórir þegar mest var. Núverandi sérsveit- armenn í Reykjavík eru ekki tilbúnir að flytja norður en Jón segir þó að ekki standi til að loka starfsstöðinni þar. Ekki faglegar forsendur  RLS telur ekki faglegar forsendur fyrir sérsveit á Akureyri  Yfirmaður sér- sveitar hefur sent öllum sérsveitarmönnum bréf vegna erindis þeirra til ráðuneytis MStarfsstöð fyrir norðan … »2 Morgunblaðið/Hari Sérsveit RLS Ekki er talin ástæða til að halda úti sérsveitarmönnum um allt land, almenn löggæsla dugar vel. F Ö S T U D A G U R 7. J Ú N Í 2 0 1 9 Stofnað 1913  133. tölublað  107. árgangur  GOTT HEIMILI ER MEÐ GOTT HJARTARÚM FLAUTAÐ TIL LEIKS Í PARÍS KÁRI ER ÓKUNNUGUR Í FRYSTIKLEFANUM HM Í FÓTBOLTA KVENNA 33 LEIKRIT Á RIFI 36FASTEIGNABLAÐ Unnið er að því að koma tillögum nefndar um eflingu innanlandsflugs og rekstur flugvalla í framkvæmd. Í þeim fólst meðal annars að sameina millilandaflugvellina fjóra í eitt kerfi undir stjórn og á fjárhagslegri ábyrgð Isavia. Tilgangurinn er að byggja upp nauðsynlega aðstöðu á Reykjavíkurflugvelli, Akureyrar- flugvelli og Egilsstaðaflugvelli sem skilgreindir eru sem varaflugvellir Keflavíkurflugvallar. Í tillögunum fólst að þjónustu- gjöld flugvallanna yrðu samræmd og gjald lagt á hvern farþega, 100 til 300 krónur, til að standa undir upp- byggingu aðstöðu á varaflugvöll- unum. Verði af því lendir meginhluti kostnaðarins á alþjóðafluginu þar sem flestir farþegarnir eru. Flugfélögin og öryggisnefndir flugmanna hafa varað við lélegri að- stöðu á varaflugvöllunum og talið það ógn við flugöryggi. Í skýrslu flugvallanefndarinnar kemur fram að gera þurfi akstursbrautir með- fram flugbrautum og fjölga flugvéla- stæðum á Akureyri og Egilsstöðum en þau eru aðeins fjögur á hvorum velli. Þá þurfi að byggja upp nýjar flugstöðvar í Reykjavík og á Akur- eyri. »10 Bætt að- staða á flugvöllum Morgunblaðið/Sigurður Bogi Úr flugi Vel búnir varaflugvellir eru nauðsynlegir fyrir flugið.  Rekstur flugvall- anna sameinaður Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Guðrún Harpa Heimisdóttir, for- maður Hugarfars, félags fólks með ákominn heilaskaða, segir um 2.000 manns hljóta höfuðáverka árlega á Íslandi. Um 300 þeirra glíma við langvarandi afleiðingar og jafnvel fötlun. Að sögn Guðrúnar Hörpu er verulegur skortur á úrræðum fyrir fólk sem hefur orðið fyrir heila- skaða og telur hún mikla vankanta vera á greiningarferli fólks sem hlýtur slíkan skaða. Þá segir hún töluverðan fjölda fólks vera án greiningar. Sjálf hlaut Guðrún Harpa heila- skaða fyrir nokkrum árum og segir hann hafa haft mikil áhrif á líf sitt og aðstandenda. „Það sem hafði mest áhrif á mig var í raun úrræðaleysið eftir að ég lenti í þessu. Ég fékk ekki strax viðeigandi aðstoð,“ segir Guðrún Harpa, sem leitaði aðstoðar geð- deildar í kjölfarið. „Þetta er nátt- úrlega ekki sýnilegt. Þú lítur í spegil og sérð ekki að neitt sé að þér nema kannski að þú ert með ör eftir glerbrot,“ segir hún. Þá segir Guðrún Harpa skort á góðu grein- ingarferli kostnaðarsaman fyrir samfélagið og bendir á að margir sem hljóta heilaskaða lendi „í kerf- inu“ í kjölfar úrræðaleysis. »6 Lítil úrræði við heilaskaða Morgunblaði/Arnþór Birkisson Vakning Guðrún vill betri úrræði í málefnum fólks með heilaskaða.  Um 2.000 manns fá heila- skaða á hverju ári  Allt er orðið pikkfast í kjaradeilu Starfsgreinasambands Íslands og Eflingar við samninganefnd Sam- bands íslenskra sveitarfélaga vegna djúpstæðs ágreinings um jöfnun líf- eyrisréttinda. Engin hreyfing komst á viðræðurnar á sáttafundi í fyrra- dag og næsti sáttafundur er ekki boðaður fyrr en 19. júní. „Við munum ekki ræða kaup og kjör nema þetta sé leyst,“ segir Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri SGS. „Við viljum klára þetta mál. Það er algerlega ófrávíkjanlegt af okkar hálfu.“ Stéttarfélögin krefjast þess að sveitarfélögin standi við samkomu- lag um jöfnun lífeyrisréttinda fé- lagsmanna þeirra sem vinna hjá sveitarfélögunum. Sveitarfélögin kannast ekki við að það standi upp á þau að bæta þeim þetta upp. »6 Situr pikkfast vegna deilu um lífeyrismál Morgunblaðið/Golli Kjaradeila Oft hefur verið fundað hjá ríkissáttasemjara í Höfðaborg.  Meðalmaður innbyrðir að minnsta kosti 50 þúsund agnir af örplasti á hverju ári og tvöfalt fleiri sé inn- öndun plastagna einnig talin með. Þetta kemur fram í fyrstu rannsókn- inni sem gerð hefur verið á út- breiðslu plastagna í líkömum fólks. Árlega eru framleiddar yfir 300 milljónir tonna af plasti og í hafinu eru nú að minnsta kosti fimm billj- ónir plasthluta, að mati vísinda- manna. Meginleið plastagna í líkama fólks er mikil útbreiðsla einnota plasts og plastúrgangs. Lítið er enn vitað um áhrif plastagna á heilsu fólks, en tal- ið er að þær geti leitt til eituráhrifa og skaðað vefi. »14 50 þúsund plast- agnir á mann á ári

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.