Morgunblaðið - 07.06.2019, Page 2

Morgunblaðið - 07.06.2019, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 2019 laugavegi 47 www.kokka.is kokka@kokka.is Sjóðheit steypujárnssending Lodge járnpanna, 26 cm Verð 9.500 kr. Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. hryðjuverka heldur einnig skotárása í skólum. Tíminn vinni ekki með lögregl- unni í þeim tilvikum. Almenna lögreglan eigi að sækja beint að árásarmönnum nema þeim takist að króa þá af, þá eigi að halda stöðunni þar til sérsveitin kemur á vettvang. Vilja ekki flytja norður Gert er ráð fyrir að sérsveitina skipi 52 lögreglumenn. Þeir eru nú 41 vegna fækkunar á niðurskurðartímum. Stefnt er að fjölgun. Ekki er hægt að fjölga sérsveitar- mönnum á Akureyri í stað þeirra sem hafa hætt vegna þess að enginn núver- andi sérsveitarmaður í Reykjavík vill flytja sig norður, að sögn Jóns. Hann seg- ir að þótt óhagræði sé að því að hafa að- eins einn sérsveitarmann á Akureyri standi ekki til að loka starfsstöðinni þar. og er rekin sem ein heild. Áður hafði al- menna lögreglan enga burði til að sinna fyrstu viðbrögðum í vopnamálum, tryggja vettvang og halda stöðunni þang- að til sérsveit kæmi á staðinn. Þess vegna töldum við forsvaranlegt að vera með starfsstöð á Akureyri, þótt það væri ekki ákjósanlegt fyrir sveitina sjálfa,“ segir Jón. Hann segir að staðan sé gjörbreytt. Nefnir endurskoðað viðbúnaðarskipulag frá árinu 2015 og auknar fjárveitingar til lögreglunnar. Lögreglumönnum hafi ver- ið fjölgað, búnaður stórbættur og þjálfun aukin til að takast á við stærri og erfiðari verkefni. „Almenna lögreglan ræður nú fullkomlega við það hlutverk sem sér- sveitarmenn höfðu áður á Akureyri.“ Jón segir að þörfin fyrir að efla al- mennu lögregluna stafi af breyttri heims- mynd, fjölgun fjöldadrápa, ekki aðeins Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Vegna eflingar almennu lögreglunnar eru ekki lengur faglegar forsendur til þess að dreifa sérsveitarmönnum um landið. Þrátt fyrir það stendur ekki til að loka starfsstöð sérsveitarinnar á Akur- eyri. Þar voru fjórir menn þegar mest var en þar er nú einn sérsveitarmaður og enginn starfandi sérsveitarmaður í Reykjavík vill flytja norður. Ríkislögreglustjóri hefur verið gagn- rýndur innan lögregl- unnar fyrir að hafa ekki starfhæfa sérsveit á Norðurlandi, eins og skipulag embættisins gerir ráð fyrir. Gert var ráð fyrir því að sérsveitin staðsetti fjóra menn á Akureyri, sam- kvæmt skipulagi sem gert var fyrir meira en áratug. Sérsveit Ríkislögreglustjóra er hreyf- anlegt lögreglulið sem er sérþjálfað til þess að takast á við vopnuð lögreglustörf og öryggismál, þar með talin hryðjuverk og stórfelld ofbeldisbrot. Sveitin aðstoðar lögreglulið landsins, meðal annars við handtökur hættulegra brotamanna. Almenna lögreglan öflugri Jón F. Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra og yfirmaður sér- sveitar, segir að aðstæður séu gjör- breyttar frá því komið var á því skipulagi að fjórir sérsveitarmenn væru staðsettir á Akureyri sem eins konar undanfarar sérsveitar til þess að tryggja fyrstu við- brögð á vettvangi. „Sérsveit er í eðli sínu lögreglulið sem er með alla sína starfsemi á einum stað Starfsstöð fyrir norðan ekki lokað  Yfirmaður sérsveitar Ríkislögreglustjóra segir ekki faglegar forsendur fyrir staðsetningu sér- sveitarmanna á Akureyri  Almenna lögreglan ráði við verkefnin  Einn eftir en voru mest fjórir Jón F. Bjartmarz Morgunblaðið/Eggert Löggæsla Sérsveitin sinnir fjölbreyttum verkefnum við löggæslu og öryggismál. Ríkislögreglustjóri hefur óskað eftir því við Ríkisendurskoðun að gerð verði stjórnsýsluendurskoðun á rekstri bíla- miðstöðvar embættisins. Bílamiðstöðin á og rekur allar lögreglubifreiðir og mótor- hjól, 120 talsins, og leigir út til lögreglu- embættanna. Skiptar skoðanir eru innan lögreglunnar um það hvort rétt sé að hafa þetta fyrirkomulag eða að embættin sjálf kaupi og reki bílana. „Við teljum rétt í ljósi þess ágreinings sem er innan lögreglunnar að leita til þess aðila sem best er fallinn til að leggja mat á þetta,“ segir Jónas Ingi Pétursson, framkvæmdastjóri rekstrar hjá Ríkislögreglustjóra. Hann tekur fram að embættið telji samreksturinn hagkvæman og að ekkert sé þar að finna sem ekki standist skoðun. Jónas Ingi tekur fram að dómsmálaráðuneytið hafi ákveð- ið það fyrirkomulag fyrir um 20 árum að fela fagaðila að annast innkaup og rekstur ökutækja lögreglunnar. Einhverjir innan lögreglunnar telji betra að leggja bifreiðamiðstöðina niður en aðrir vilji að hún haldi áfram en þá ef til vill í breyttri mynd. Vegna gagnrýninnar hafi verið fundað með lögreglustjórum um málið en það sé síðan dómsmálaráðu- neytisins að ákveða fyrirkomulagið. Bílamiðstöðin hefur útvegað embættunum sérútbúnar lögreglubifreiðir með búnaði fyrir lögreglumenn, eins konar lögreglustöðvar á hjólum. Slík ökutæki eru dýr. Vegna kostn- aðar eru dæmi um að lögregluembætti hafi leigt bílaleigu- bíla í staðinn. Jónas segir að það sé aðallega til að hafa yfir að ráða ómerktum bílum en einnig séu dæmi um að bílarnir séu auðkenndir og notaðir í neyðarakstur. Hann segir að regluverkið þurfi að vera skýrara um þetta efni og óskað hafi verið eftir því að Ríkisendurskoðun skoðaði sérstaklega heimildir lögreglunnar til þess að nota bílaleigubíla með þessum hætti. ÁGREININGUR UM REKSTUR LÖGREGLUBÍLA Óska eftir úttekt á bílamiðstöð RLS Jónas Ingi Pétursson Hjörtur J. Guðmundsson hjortur@mbl.is „Með þriðja orkupakkanum verður ekki betur séð en að við séum að játa okkur undir það og festa það í sessi að raforka, eins og hver önnur vara, flæði óheft á milli landa.“ Þetta sagði Arnar Þór Jónsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur og fv. dósent við lagadeild HR, í samtali við mbl.is. Frjálst flæði á vörum sé fyrir hendi, skilgrein- ing á raforku sem vöru og þriðji orkupakkinn sé regluverk sem fjalli sérstaklega um tengingar milli landa. Arnar Þór segir inngang tilskip- unar 2009/72/EC, hluta þriðja orku- pakka ESB, skýran hvað þetta varð- ar. „Gegnumgangandi í textanum er áhersla á að ríki skuldbindi sig til að ryðja úr vegi hindrunum í þessu sambandi. Markmiðið er sömuleiðis kristaltært, það er að auka sam- keppni á þessu sviði milli landa.“ Varist að verða að leiksoppum Arnar Þór segir miklar breytingar hafa átt sér stað á EES-samstarfinu á þeim 25 árum sem Ísland hafi verið aðili að því. Lýðræðisleg vinnubrögð hafi t.a.m. vikið fyrir valdboði ofan frá. Dómstólar og eftirlitsstofnanir taki ákvarðanir og stýri ferlinu, ekki kjósendur og lýðræðislega kjörin löggjafarþing. Þannig verði smáríki að varast það á tímum alþjóðavæð- ingar að vera ekki gerð að leiksopp- um og gjalda varhug við íhlutun valdamikilla stofnana, sjóða og ríkja- bandalaga á íslenskt lagasetningar- vald. Málshöfðun væri hægðarleikur Arnar Þór segir það hægðarleik að höfða samningsbrotamál gegn Ís- landi vegna þriðja orkupakkans og hnekkja fyrirvörum stjórnvalda og bendir á að Íslendingar hafi verið með mjög góð rök í málflutningi sín- um gegn innflutningi á hráu kjöti, meðal annars vegna einangraðrar legu landsins, en þau hafi hins vegar ekki komið að neinu haldi. „Við vor- um með skýra fyrirvara varðandi landbúnað við gerð EES-samnings- ins en stöndum svo frammi fyrir inn- flutningi á hráu kjöti að utan.“ Vísar hann þar til einhliða fyrirvara ríkis- stjórnarinnar vegna þriðja orku- pakkans þess efnis að sá hluti lög- gjafarinnar sem fjallar um raftengingar á milli landa verði inn- leiddur en gildistöku hans frestað. Arnar Þór tekur undir það sjónar- mið að lögfræðilega rétta leiðin í málinu með hliðsjón af EES-samn- ingnum sé að Alþingi hafni því að samþykkja þriðja orkupakkann […] og vísi þar með málinu aftur til sam- eiginlegu EES-nefndarinnar þar sem hægt væri að óska eftir lagalega bindandi undanþágum. Fyrirvari ríkisstjórnarinnar ætti sér hins veg- ar enga slíka stoð í samningnum. Þá telur Arnar Þór að ákvörðun um að samþykkja þriðja orkupakk- ann sé ákvörðun íslensku þjóðarinn- ar að undangenginni vitrænni um- ræðu, en ekki í Brussel eða af EFTA-dómstólnum. Þá telur hann að umræðunni þurfi að ná upp úr lágkúru á borð við að þeir sem styðji samþykkt séu frjálslyndir en hinir forpokaðir. Verið sé að samþykkja óheft flæði raforku  Markmið tilskipunar skýr  Fyrirvarinn eigi sér enga stoð Reuters ESB Arnar Þór segir landslagið breytt frá því Ísland gekk í EES. Banaslysið er varð við höfnina á Árskógssandi þegar þriggja manna fjölskylda lést eftir að bifreið henn- ar fór fram af bryggjukantinum or- sakaðist sennilega af því að öku- maður bílsins var með skerta meðvitund af óþekktum orsökum. Þá var bryggjukantur lágur og varnarbúnaður ekki nægilegur til að koma í veg fyrir að keyrt væri út af bryggjusporðinum. Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa (RNSA) um atvikið. Nefndin tekur fram að hún telji rétt að gerðar séu auknar kröfur til ferjuhafna til að tryggja öryggi vegna umferðar um þær. Í skýrslu RNSA kemur fram að veður hafi verið frekar slæmt þeg- ar slysið átti sér stað, slydduhríð og frost. Vitni lýstu því að bílnum hefði verið ekið án áberandi hraða- breytinga út á bryggjuna og að ekki hefði kviknað á hemlaljósum áður en hann fór fram af bryggj- unni. Fram kemur að fáu sé hægt að slá föstu um það af hverju bíllinn endaði í sjónum. Ökumaðurinn var t.a.m. heilsuhraustur og ekki undir áhrifum. Þá kom ekkert fram í við- tölum lögreglu við ættingja og vini um persónulega hagi ökumanns eða farþega sem varpað gæti ljósi á orsakir slyssins. Ökumaðurinn missti sennilega meðvitund Skannaðu kóðann til að lesa alla greinina í heild sinni. Arnar Þór Jónsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.