Morgunblaðið - 07.06.2019, Side 17

Morgunblaðið - 07.06.2019, Side 17
UMRÆÐAN 17 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 2019 Flest vitum við hvers vegna haldið er upp á jól og páska að kristn- um sið. Á jólum fögnum við kristnir menn fæð- ingu frelsarans Jesú í heiminn. Á páskum gleðjumst við yfir upp- risu hans, sigri hans á dauðanum sem gefur okkur von um eilíft líf okkur til handa. En hvað um hvítasunnu? Maður nokkur svaraði því svona, þegar hann var spurður af frétta- manni á förnum vegi: „Hvítasunnan er svona mikil hátíð, því þá höfum við heila þrjá daga í frí til að djamma.“ Og vissulega hafði hann á réttu að standa hvað það varðar að það er mikið djammað um þessa fyrstu ferðahelgi ársins eins og hún er köll- uð. En minna er spáð í hvers vegna hátíðin er haldin. Hvítasunnan felur margt í sér. Meðal annars er hún vor- og sum- arhátíð. Um hvítasunnu fögnum við sumri, lofum Guð fyrir stuðning hans um langa vetrardaga. Upp- risuboðskap páskanna fögnum við líka um hvítasunnu. Tilveran öll rís upp þessa daga. Lífið hefur sigrað dauðann, og sérhver lifandi vera á hlutdeild í þeim sigri. Veturinn er á enda og sumarið knýr dyra. Sólin lýs- ir upp veröldina allan sólahringinn. Við þökkum Guði og biðjum hann að vera með okkur á komandi sumri. Árstíðirnar allar hvíla í hendi hans. Norrænar þjóðir hafa löngum beðið vorsins með óþreyju. Það þekki ég vel, hafandi búið bæði á Íslandi, í Sví- þjóð og í Danmörku. Eftir langar skammdegisnætur og enn lengri út- mánuði horfa menn löngunaraugum fram til komandi sumars. Fögnuður- inn er að sama skapi ósvikinn þegar sumarið rennur upp yfir landið. Þann fögnuð eigum við öll sameiginlega. Bestu mánuðir ársins fara í hönd með blóm í haga, sæta langa sum- ardaga. Allt þetta undirstrikar hvíta- sunnan. Annar strengur hvítasunnunnar tengist upphafi kirkjunnar. Þau heimstrúarbrögð, sem ganga undir samheitinu kristni og teygja sig nú í einhverri mynd til allra landa á jörðu, voru stofnuð á hvíta- sunnudag. Hvítasunnu- dagur er fæðing- ardagur kirkjunnar, afmælishátíð hennar. Hvítasunna er bein- tengd páskum, uppri- suhátíðinni. Meginhluta þeirra sjö vikna, sem liðu frá páskum til hvítasunnu gekk hinn upprisni Drottinn Jesús Kristur um meðal læri- sveina sinna, birtist þeim ítrekað og styrkti þá í trúnni. Fjörutíu dögum eftir páska ávarpaði hann lærisveina sína og sagði: „Þér skuluð skírðir verða með heilögum anda nú innan fárra daga.“ Þegar hann hafði þetta mælt, varð hann upp numinn að þeim ásjá- andi. Tíu dögum síðar voru lærisvein- arnir allir saman komnir. Þá urðu þau tíðindi, sem nefnd eru „hvíta- sunnuundrið“. Sama dag talaði Pétur postuli til mikils mannfjölda sem dreif að, er gnýr heyrðist af himni og tungutal kvað við. En þeir sem veittu orði Péturs viðtöku voru skírðir, og þann dag bættust við um þrjú þús- und sálir, eins og í Postulasögunni segir. Þannig varð kirkja Krists til. Kirkjan rekur því ekki upphaf sitt til verka manna. Þó að kirkjustofnunin vilji nú oft verða býsna mannleg og breyskleg í starfi sínu og verki, þá er það aðeins önnur hlið hennar sem þannig birtist. Hin hliðin grundvall- ast á sköpunarmætti Guðs og krafti Guðs. Án Guðs væri því engin kirkja. Hvað það var sem raunverulega hratt af stað þessari viðburðarás hinn fyrsta hvítasunnudag, hefur verið mönnum hugstætt á öllum öld- um. Þar er hinn þriðja streng hvíta- sunnunnar að finna. Postularnir fyllt- ust allir heilögum anda og tóku að tala öðrum tungum, eins og andinn gaf þeim að mæla, segir í Postulasög- unni. En hver er þessi kraftur sem Postulasagan talar um og kallar heil- agan anda? Jú, það er þessi sami andi Guðs sem hvíslar að þér í einrúmi bænarinnar, lætur þig verða varan við nærveru sína á förnum vegi og hrífur þig í náttúrunnar ríki. Og þetta er erindi heilags anda við okk- ur. Vegna nálægðar andans í lífi og starfi sérhvers kristins manns, þá felur hvítasunnan í sér enn einn sterkan streng. Það er hvatningin til að lifa lífi sínu í ljósi þess að við erum hvert og eitt kölluð til hins nýja sam- félags sem andinn stýrir. Öll okkar verk eiga að einkennast af þessu. Hvar sem andinn kallar okkur til verka í heiminum, eigum við ekki að skorast undan heldur ganga fram í eldmóði, í heilögum anda. Í heimi þar sem myrkrið á margan hátt fer vax- andi, eiginhagsmunasemin ræður ríkjum og enginn veit hvað morg- undagurinn ber í skauti sér er þessi boðskapur besta vörnin og sterkasta skjólið. En um leið kallar hann okkur til að sækja fram og takast á við myrkrið og sigra það undir merkjum krossins – óttalaus. Guð gefi þér gleðilega hvítasunnu- hátíð. Hvítasunna Eftir Þórhall Heimisson »Hvítasunnan er svona mikil hátíð, því þá höfum við heila þrjá daga í frí til að djamma. Þórhallur Heimisson Höfundur er sóknarprestur í Svíþjóð. thorhallur33@gmail.com Margir foreldrar hafa komið að máli við mig og segja farir sín- ar ekki sléttar í að fá pláss hjá dagforeldri fyrir börn sín. For- eldrar eru jafnvel ný- búnir að uppgötva að þeir eigi von á barni þegar kapphlaupið hefst um að tryggja barninu pláss hjá dag- foreldri eða á ung- barnaleikskóla til þess að foreldrar eigi þess kost að komast aftur út á vinnumarkað. Eftirspurn eftir dag- foreldrum í Reykjavík er langt umfram framboð. Dagforeldri tek- ur yfirleitt við barni frá 9 mánaða aldri en börn komast venjulega ekki inn á leikskóla fyrr en um 18 mánaða aldur og mörg þeirra ekki fyrr en um tveggja ára aldur. Margir foreldrar velja síðan að vera lengur en níu mánuði heima með barni sínu. Svo mikill er skortur á dagforeldrum að ekki er hægt að treysta á að fá pláss fyrir barnið þegar foreldri hyggst fara aftur út á vinnumarkaðinn. Það verður þess vegna að tryggja barninu pláss um leið og það fæð- ist og byrja að greiða fyrir það þegar barnið er níu mánaða án til- lits til þess hvort barnið notar plássið þá eða nokkrum mánuðum síðar. Hægt er að taka dæmi um barn sem er fætt í janúar og for- eldrar óska eftir að vera heima með barni sínu í eitt ár. Þar sem það er afar erfitt að fá dagvistun í janúar þarf viðkomandi mögulega að borga fyrir ónotað pláss í fjóra mánuði til þess að tryggja sér það. Borgaryfirvöld búin að róta í starfsöryggi dagforeldra Þegar farið var að tala um ung- barnaleikskóla frá 12 mánaða aldri þá hefur dagforeldrum í Reykjavík fækkað um allt að 100. Loforð frá borgaryfirvöldum um að fljótlega verði unnt fyrir börn að fara beint á leikskóla í kjölfar fæðingarorlofs gerir það að verkum að starfs- öryggi dagforeldra er lítið. Dagfor- eldrar vita ekki endilega hversu mörg börn eru hjá þeim í næsta mánuði því stundum bjóða leik- skólarnir pláss með stuttum fyrir- vara. Dagforeldrar geta því staðið uppi um mánaðamót með einungis hluta af laununum sem þeir gerðu ráð fyrir að hafa. Þeir dagforeldr- ar sem eru ekki með laus pláss geta síðan ekki tekið við nýjum börnum fyrr en eldri börnin kom- ast inn á leikskóla. Leikskólar Reykjavíkurborgar innrita börn yfirleitt einungis að hausti og því er mjög erfitt að fá laust pláss hjá dagforeldri eða á ungbarnaleikskóla á öðrum tíma ársins. Staðan er því sann- arlega erfið og hefur versnað á undan- förnum árum. Í þessu óörugga vinnuumhverfi verða dagforeldrar skiljanlega að finna leiðir til að tryggja sig. Fjölmörg börn enn á biðlista Þegar þessi mál eru rædd við Skóla- og frístundasvið er svarið að einmitt vegna þessara erfiðleika vilji borgaryfirvöld brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Það hefur sannarlega tekið langan tíma að smíða þessa brú og á meðan hafa borgaryfirvöld ekki gert nóg til að hlúa að dagforeldrastéttinni. Með tali um ungbarnaleikskóla eins og þeir væru handan við hornið hefur verið sáð fræjum óöryggis í stétt dagforeldra með þeim afleið- ingum að flótti hefur verið úr stétt- inni. Lausn er ekki í sjónmáli næstu 1-3 árin. Enn er talsverður tími þangað til ungbarnaleikskólar verða orðnir nógu margir til að geta annað eftirspurn. Skynsamlegt hefði því verið ef borgarstjórnar- meirihlutinn hefði reynt að finna leiðir í samvinnu við dagforeldra til að styrkja dagforeldrastéttina til að sporna við flótta úr stéttinni. Nú eru enn 48 börn 18 mánaða og eldri á biðlista. Jafnframt eru 259 börn fædd frá 1. mars til 30. júní 2018 á biðlista eftir leikskólavist, þ.e. börn sem verða 14-17 mánaða 1. sept- ember nk. Ef foreldrar þessara barna eiga að komast út á vinnu- markaðinn þurfa þau að hefja dag- gæslu hjá dagforeldrum. Foreldrar verða að geta verið öruggir með að fá pláss fyrir barn sitt hjá dagfor- eldri óháð því hvenær á árinu barn- ið fæddist og dagforeldrum verður að vera boðið viðunandi starfs- öryggi ef þeir eiga ekki að flýja úr stéttinni. Baráttan um dagforeldra Eftir Kolbrúnu Baldursdóttur Kolbrún Baldursdóttir » Svo mikill er skortur á dagforeldrum að ekki er hægt að treysta á að fá pláss fyrir barnið þegar foreldri hyggst fara aftur út á vinnu- markaðinn. Höfundur er sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Góð þjónusta í tæpa öld 10%afslátturfyrir 67 áraog eldri Flugvallarþjónusta BSR sér um að skutla þér út á flugvöll og aftur heim þegar þú ferð til útlanda. 5-8 manneskjur 19.500 kr. 1-4 manneskjur 15.500 kr. Verð aðra leið: Nú finnur þú það sem þú leitar að á FINNA.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.