Morgunblaðið - 07.06.2019, Qupperneq 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 2019
✝ Hulda ÓskSkarphéðins-
dóttir fæddist á
Húsavík 21. júlí
1945. Hún lést á
Landspítalanum
við Hringbraut 22.
maí 2019.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin
Skarphéðinn
Jónasson, f. 11. jan-
úar 1917, d. 28.
desember 1990, og Hólmfríður
Jónína Aðalsteinsdóttir, f. 15.
Ómar Sigurvin, f. 1984, b) Pétur
Freyr, f. 1990, c) Rún, f. 1995. 2)
Skarphéðinn, giftur Lindu
Arilíusdóttur, börn þeirra a) Ari
Steinn, f. 1992, b) Sindri Snær, f.
1993. 3) Sólveig, gift Jóni Helga
Vigfússyni, börn þeirra a) Vikt-
or, f. 1983, b) Vigfús Bjarni, f.
1995, c) Hulda Ósk, f. 1997, d)
Elfa Mjöll, f. 2002. 4) Ómar
Gunnar, sambýliskona Hulda
Rósa Þórarinsdóttir, börn
þeirra a) Bryndís Hulda, f. 2008,
b) Lísbet Helga, f. 2014. 5)
Birkir Vagn, barnsmóðir Dagný
Gunnarsdóttir, börn þeirra, a)
Edda Lillý, f. 2009, b) Kári
Vagn, f. 2011. Alls eru barna-
barnabörn Huldu og Ómars orð-
in sex talsins.
Hulda var fædd og uppalin á
Húsavík. Hún kynntist eigin-
manni sínum Ómari Sigurvin
Vagnssyni árið 1959. Árið 1966
festu þau kaup á sinni fyrstu
húseign, Gilsbakka. Þar bjuggu
þau ásamt þremur elstu börnum
sínum fram til ársins 1974 þegar
fjölskyldan flutti á Baughól 8.
Árið 1988 stofnuðu þau hjónin
Gámaþjónustu Ómars Vagns-
sonar og ráku þau félagið þar til
það var selt árið 2006. Hulda
starfaði á Sjúkrahúsinu á Húsa-
vík lengst af sinni starfsævi.
Árið 2009 lauk hún námi sem fé-
lagsliði, 63 ára gömul. Hulda
var virk í öllu félagsstarfi, bæði
hjá kvenfélaginu og félagi eldri
borgara.
Útför Huldu fer fram frá
Húsavíkurkirkju í dag, 7. júní
2019, og hefst athöfnin klukkan
14.
júlí 1916, d. 13. jan-
úar 1990. Hulda var
fjórða í röðinni af
stórum systkina-
hóp.
Eftirlifandi
eiginmaður Huldu
er Ómar Sigurvin
Vagnsson, sjó-
maður og síðar
framkvæmdastjóri,
f. 23 desember
1940. Börn þeirra;
1) Hólmfríður Lillý, gift Pétri
Guðmundsyni, börn þeirra a)
Kveðja til eiginkonu.
Elsku Hulda mín.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Þinn
Ómar.
Elsku mamma.
Söknuður er mikill eftir
skyndilegt og ótímabært fráfall
þitt. Í veikindum þínum sýndir
þú hversu sterk persóna þú
varst. Með viljann að vopni ætl-
aðir þú að sigra meinið sem
hafði komið sér fyrir í líkama
þínum. En þrátt fyrir mikla bar-
áttu varðst þú að lúta í lægra
haldi.
Þú varst hjartahlý, dugleg og
umhyggjusöm gagnvart öllum í
kringum þig. Gamansemi þín
var mikil og alltaf varst þú tilbú-
in að gleðja aðra.
Minningar mínar um þig eru
svo margar og góðar, ég mun
varðveita þær í hjarta mínu
meðan ég lifi.
Hver minning dýrmæt perla að liðn-
um lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug
þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Takk.
Þinn sonur
Skarphéðinn.
Elsku mamma mín lést eftir
stutt og erfið veikindi. Mamma
greindist með illkynja krabba-
mein um miðjan mars síðastlið-
inn og lést 22. maí.
Við mamma áttum margar
stundir saman á Landspítalan-
um og gátum spjallað um ým-
islegt. Við rifjuðum upp gamlan
tíma á víkinni fögru, Húsavík,
þar sem sólin skín svo fallega og
alltaf er besta veðrið, Kinnar-
fjöllin fallegustu fjöll í heimi,
sundlaugin best, vatnið og loftið
hreinast, snjórinn hvítastur og
rigningin tærust.
Ég er elst af fimm systkinum,
ég er fædd í maí og mamma
varð sautján ára í lok júlí sama
ár. Mamma sagði mér að ég
hefði verið gott barn eins og við
vorum víst öll þrjú sem vorum
fædd áður en mamma varð tví-
tug. Þetta voru erfiðir en góðir
tímar, við fluttum oft í misgott
húsnæði sem mamma gerði allt-
af að fallegu heimili. Mamma og
pabbi voru mjög dugleg, unnu
bæði mikið, ráku heimili með
þremur smábörnum og aldrei
fann ég fyrir því að ekki dygðu
alltaf mánaðarlaun sjómannsins,
en pabbi var sjómaður alla mína
barnæsku. Mamma prjónaði og
saumaði á okkur langt fram eftir
aldri.
Það var gott að vera dóttir
mömmu og pabba, þau áttu
mikla ást að gefa okkur öllum.
Við fluttum árið 1974 í fallegt
og hlýlegt hús, Baughól 8, en
mamma hafði lengi safnað inn-
anstokksmunum sem prýddu nú
okkar fallega heimili. Á Baughól
bættust tveir strákar í systk-
inahópinn, sem var mjög góð
viðbót.
Mamma mín var einstök kona
sem gerði aldrei mannamun og
tók vel á móti öllum sem minna
máttu sín. Hlustaði af áhuga og
athygli.
Mamma var skemmtileg og
gaman var að gera eitthvað fyrir
þau pabba, mamma elskaði að
ferðast og koma til ólíkra landa.
Við Pétur minn urðum þeirrar
gæfu aðnjótandi að ferðast mik-
ið með þeim og það er dásam-
legt að eiga þessar minningar
núna þegar ég sakna hennar
svona mikið og sárt.
Við buðum þeim til okkar til
Bandaríkjanna, fórum með þau í
siglingu um Karíbahafið. Mikið
naut mamma sín vel. Sat á þil-
farinu, jafnvel með fallega og
bragðgóða kokteila og naut sól-
arinnar, skemmtilegrar tónlist-
ar, góðs matar og félagsskapar.
Einnig keyrðum við Pétur með
þau til Key West sem er syðsti
oddi Bandaríkjanna en það er
svona hálfgerður hippabær og
mikið var gaman hjá okkur. Við
löbbuðum mikið – hlógum – nut-
um og mér er minnisstætt fal-
lega sólarlagið sem við fengum
þegar sólin súnkaði í hafið. Al-
gjörlega dásamleg minning.
Mamma mín var falleg, ljúf
og skemmtileg og einstök amma
sem ekki munaði um að fara ótal
sundferðir, sveitaferðir og að
gefa öndunum brauð. Hún var
alltaf boðin og búin fyrir alla
sem leituðu til hennar. Hörku-
kona sem sinnti þeim sem
þurftu hjálp. Kröftug kona sem
gekk og synti á hverjum degi.
Hún var mikil húsmóðir sem
kenndi mér að nota rjóma –
kökurnar hennar þær bestu í
heimi – faðmurinn hennar hlýr
og þéttur. Mamma og pabbi
unnu langt fram á nætur svo við
fengjum falleg og gleðileg jól
sem þau gerðu alltaf ógleym-
anleg.
Elsku mamma, ég sakna þín
sárt en þú lifir í hjarta mínu um
ókomna framtíð.
Ég elska þig.
Þín dóttir,
Hólmfríður Lillý.
Elsku besta mamma.
Það sem ég er þakklátur fyrir
þig.
Þegar pabbi hringdi og sagði
að þú værir með krabbamein þá
hugsaði ég „hún tæklar það“.
Ég hélt svo mikið að þú færir
aftur heim á Baughól og tækir á
móti mér og krökkunum næst
þegar við kæmum. Ég hélt svo
mikið að Edda Lillý og Kári
Vagn fengju að fara aftur með
ömmu sinni í sund. Þú varst
nefnilega ekta amma. Þú elsk-
aðir að vera með ömmubörn-
unum þínum og heyra af þeim
fréttir. Þú endaðir oftar en ekki
símtölin okkar á að segja mér að
passa alveg sérstaklega vel upp
á krakkana.
Það var svo óendanlega erfitt
að sjá þig veika og smám saman
átta sig á því að þú næðir ekki
að sigrast á þessum veikindum.
En hvernig sem veikindin slógu
þig utan undir aftur og aftur þá
varstu jákvæð allan tímann.
Þakkaðir fyrir þig og passaðir
upp á það að öllum í kringum
þig liði vel. Þú ert svo mikill
nagli.
Þú kenndir mér svo mikið,
mamma mín. Ýmislegt sem ég
náði ekki að þakka þér nægilega
mikið fyrir þegar þú varst hér.
Ýmislegt sem ég reyni nú að
kenna börnunum mínum. Þú
varst hlaðin góðum mannkostum
sem svo margir njóta góðs af.
Þú komst vel fram við alla. Þeir
sem voru undir í samfélaginu
áttu alltaf öruggan stað hjá þér,
m.a.s. við matarborðið á að-
fangadag.
Ég man þegar ég var yngri
þá skildi ég ekki sum jólakort
sem þú varst að senda en með
tímanum fór ég að átta mig á
þeim.
Þú ert kona sem gerði ótal
góðverk en sagðir aldrei frá
þeim. Það eru ekta góðverk.
Það er sárt að kveðja,
mamma mín.
Ég elska þig alltaf
Birkir Vagn.
Elsku mamma,
Samband okkar var einstakt
og einkenndist alla tíð af gagn-
kvæmri virðingu. Tíminn sem
okkur var gefinn var allt of
stuttur, en við nýttum hann svo
sannarlega vel. Allar minning-
arnar sem koma upp í hugann
hlýja manni núna í þessum
óbærilega sársauka.
Þú varst einstök manneskja
og orðin sem tengdadóttir þín
og nafna hefur oft sagt, segja
meira en mörg orð, „Margir
telja sig vera Florence Nig-
htingale, en ég hef aðeins
kynnst einni“.
Ég mun passa stelpurnar og
halda áfram að kenna þeim það
sem var þér hvað mikilvægast,
„Sýna öllum virðingu og um-
hyggju, óháð stétt og stöðu“.
Elska þig, þinn
Ómar Gunnar.
Sumarsalat. Eftir að hafa
brotið heilann lengi um það
hvernig best væri að hefja þessi
skrif þá varð þetta niðurstaðan
og kannski af góðri ástæðu. Það
skipti ekki máli hvenær sólar-
hringsins maður renndi í hlað á
Baughól, sumarsalatið var alltaf
skammt undan ásamt öðrum
kræsingum. Það er því vel við
hæfi þegar við minnumst þeirrar
mögnuðu manneskju sem amma
var að byrja á því að nefna sum-
arsalatið góða. Það tók alltaf á
móti manni hvernig sem viðraði
ásamt mikilli hjartahlýju og
löngu faðmlagi.
Manni leið alltaf eins og
maður væri kominn heim þegar
maður kom til Húsavíkur og
kannski margt sem spilaði þar
inn í. Það var enginn sem hélt
fána Húsavíkur jafn hátt á lofti
og amma. Henni þótti svo óend-
anlega vænt um bæinn sinn og
það smitaði út frá sér. Þrátt fyr-
ir að við bræður höfum aldrei
búið á Húsavík höfum við alla
tíð dásamað bæinn við alla sem
vilja hlusta. Í okkar huga er
Húsavík alveg hreint frábær
bær sem hefur að geyma besta
veðrið og fallegasta sólsetrið og
svo lengi mætti telja, en að
miklu leyti er það ömmu að
þakka. Hún bjó til ekkert nema
góðar minningar. Gönguferðir
um bæinn, Botnsvatn að sumri
til, óteljandi sundferðir, sigling-
ar og svo margt, margt fleira.
Það var alltaf líf og fjör í kring-
um ömmu.
Okkur leið oft eins og við
værum í návist stórstjörnu þeg-
ar við vorum í kringum ömmu.
Okkur fannst ekki vera sá ein-
staklingur sem amma þekkti
ekki eða þekkti ekki ömmu. Hún
sýndi alltaf öllum áhuga, sam-
hug og samkennd. „Verum góð
hvert við annað,“ sagði hún
gjarnan og það var hún ætíð.
Hún sá ávallt það góða í fólki.
Það skipti engu máli hver átti í
hlut eða hver barst í tal, amma
sá ekkert annað en það besta í
hverjum og einum. Það er eig-
inleiki sem fáir búa yfir og sem
flestir ættu að reyna að temja
sér. Góðhjartaðri manneskju er
erfitt að finna.
Elsku amma, þín verður sárt
saknað. Ekki bara af fjölskyldu
og vinum heldur af öllum sem
urðu þess heiðurs aðnjótandi að
kynnast þér á vegferð þinni. Við
munum halda fast í þær góðu
minningar sem við eigum og allt
það sem þú kenndir okkur.
Kinnarfjöllin eru fegurst allra
fjalla og munu alltaf minna okk-
ur á þig.
Ari Steinn,
Sindri Snær.
Langt úr fjarlægð, elsku amma mín,
ómar hinzta kveðja nú til þín.
En allt hið góða, er ég hlaut hjá þér,
ég allar stundir geymi í hjarta mér.
Ég man frá bernsku mildi og kærleik
þinn,
man hve oft þú gladdir huga minn.
Og glæddir allt hið góða í minni sál,
að gleðja aðra var þitt hjartans mál.
Og hvar um heim, sem liggur leiðin
mín
þá lýsa mér hin góðu áhrif þín.
Mér örlát gafst af elskuríkri lund,
og aldrei brást þín tryggð að hinztu
stund.
Af heitu hjarta allt ég þakka þér,
þínar gjafir, sem þú veittir mér.
Þín blessun minning býr mér ætíð
hjá,
ég björtum geislum strái veg minn á.
(Höf. ók.)
Þín barnabörn
Viktor, Vigfús Bjarni,
Hulda Ósk og Elfa Mjöll.
Elsku amma.
Hvernig á maður að kveðja
einhvern sem maður vill ekki að
fari? Hvernig á maður að koma
í orð öllum þeim hugsunum, til-
finningum og minningum sem
koma upp í hugann þegar hin
óumflýjanlega stund rennur
upp?
Frá því ég tók fyrsta andar-
takið fyrir 35 árum hefur þú
alltaf verið til staðar fyrir mig.
Alltaf staðið sem klettur við hlið
mér og stutt mig með ást og al-
úð í öllu sem ég hef tekið mér
fyrir hendur. Aldrei hefur okkur
orðið sundurorða og það er
ótrúlega dýrmætt. Stærsta
hluta tímans hafa 450 kílómetr-
ar skilið okkur að og síðustu ár-
in 2.500 kílómetrar en fyrir þér
var það engin hindrun. Nærvera
þín var alltaf áþreifanleg og þú
fylgdist með okkur fjölskyld-
unni og varst til staðar fyrir
okkur eins og fyrir alla aðra
sem þú hefur borið á örmum
þér alla tíð. Þú máttir ekkert
aumt sjá og sást til þess að þeir
sem minna máttu sín fengju að-
stoð og sáluhjálp. Þær samveru-
stundir sem við áttum voru ynd-
islegar, hvort sem það var á
Húsavík, þínum uppáhaldsstað á
jörðinni, eða annars staðar. Sem
ungur drengur og maður var ég
talsvert á Húsavík og fékk oft
að fylgja þér í vinnuna og sjá þá
alúð og umhyggju sem þú veitt-
ir „gamla fólkinu þínu“. Það
sem ég lærði af þér þar var
ómetanlegur lærdómur sem ég
hef reynt að tileinka mér í mín-
um störfum sem læknir.
Símtölin voru ófá og þú lagðir
það til dæmis í vana þinn að
hringja í alla sem þér voru
nærri á laugardagsmorgnum.
Mikið var nú alltaf yndislegt að
heyra í þér hljóðið, elsku amma.
Þú vildir öllum alltaf hið allra
besta. Í okkar síðasta símtali,
þegar þú hafði fengið verstu
fréttir í þínu lífi, var það eina
sem þú vildir ræða hvernig
englarnir þínir, barnabarna-
börnin, hefðu það. Frammi fyrir
þessari stóru áskorun hugsaðir
þú fyrst og fremst um hag ást-
vinanna og það lýsir þér betur
en nokkuð annað. Við kvödd-
umst líkt og við myndum heyr-
ast fljótlega aftur en af því varð
aldrei, kallið kom fyrr en okkur
grunaði.
Elsku amma, söknuðurinn er
sár. Ég græt þau símtöl sem
aldrei verða og þær skemmti-
legu stundir sem við áttum eftir
að njóta.
Þú verður alltaf með okkur í
hjarta og ég veit þú vakir yfir
okkur.
Ég mun reyna mitt besta til
að vera jafngóð manneskja og
þú varst og segja englunum þín-
um; Emilíu Þórunni, Hólmfríði
Lillý og Lárusi Pétri, frá ein-
stöku langömmunni þeirra.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Héðan skal halda
heimili sitt kveður
heimilisprýðin í hinsta sinn.
Síðasta sinni
sárt er að skilja,
en heimvon góð í himininn.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
Grátnir til grafar
göngum vér nú héðan,
fylgjum þér, vinur. Far vel á braut.
Guð oss það gefi,
glaðir vér megum
þér síðar fylgja’ í friðarskaut.
(Valdimar Briem)
Hvíl í friði, takk fyrir allt.
Þinn,
Ómar Sigurvin (nafni).
Það er miðvikudagskvöld 22.
maí, stillt og fallegt veður, kjör-
ið tækifæri að fara í göngutúr.
Elsku besta systir mín, hetju-
legri baráttu við illvígan sjúk-
dóm er lokið. Lífið getur breyst
mikið á stuttum tíma, það feng-
um við svo sannarlega að upplifa
á síðustu vikum þegar elsku
Hulda systir mín greindist með
mjög aggressíft krabbamein,
þessi duglega og hrausta kona
sem gekk alla daga langa
göngutúra og synti flesta daga
allt árið. Hún var mjög vel á sig
komin og ætlaði aldeilis ekki að
tapa þessari baráttu, það var
aðdáunarvert að fylgjast með
hvernig hún barðist með bjart-
sýni, jákvæðni og vonina að
vopni. Hún sagðist vera þakklát
fyrir að það var hún en ekki
börnin hennar sem væri veik.
Ég er þakklát fyrir tímann
með þér vikurnar á krabba-
meinsdeild 11E á Landspítalan-
um en ég er ósátt við að tíminn
varð ekki lengri því þú áttir svo
margt eftir að gera. Trúlega
hefur vantað duglega og góða
starfsstúlku í sumarlandinu og
þú orðið fyrir valinu.
Hulda vann utan heimilis
fram yfir 70 ára aldur, hún lagði
mikla alúð í sín störf og gerði
allt svo fallega. Aldrei heyrði ég
Huldu hallmæla nokkurri mann-
eskju. Hulda var mikill fagur-
keri og heimili þeirra Ómars ber
þess vitni því hvert sem litið er
eru fallegir hlutir, allt er í röð
og reglu og hreint og fínt. Fyrir
alla þá sem sóttu Huldu og Óm-
ar heim beið alltaf stórt faðmlag
ásamt góðum og miklum veit-
ingum. Það verður mikil breyt-
ing fyrir mig og marga aðra að
koma til Húsavíkur eftir fráfall
elsku Huldu systur minnar.
Enginn veit hvað átt hefur
fyrr en misst hefur. Að missa
náinn ástvin sem manni þykir
svo vænt um er erfitt, ég verð
að læra að lifa við missinn sem
verður alltaf sár og ég mun
sakna þess mikið að geta ekki
hringt og spjallað við þig, elsku
systir mín, við notuðum símann
mikið. Hulda hafði gaman af öll-
um hannyrðum, prjónaði mikið
af fallegum peysum á börnin sín
þegar þau voru lítil og saumaði
út ótal listaverk. Hennar stærsti
fjársjóður var börnin, barna-
börnin og barnabarnabörnin.
Þau hjónin Hulda og Ómar nutu
þess síðustu árin að ferðast. Þau
sungu bæði í kór eldri borgara á
Húsvík og höfðu gaman af því.
Elsku Hulda besta systir mín,
það er með sárum trega sem ég
kveð þig, þú gafst mér svo mikið
og það var alltaf svo gott að
vera með þér. Við sömdum um
að þegar minn tími kæmi mynd-
ir þú taka á móti mér, ég hlakka
til að hitta þig aftur og elska þig
innilega.
Elsku Ómar mágur minn og
allir ykkar frábæru afkomendur,
megi allar góðu minningarnar
um yndislega og hjartahlýja
konu milda sorgina.
Hjartans samúðarkveðjur frá
systur þinni Kristjönu og Víg-
lundi.
Þó harmur nísti hjartað nú
er huggun mínum trega.
Í sólarlandi situr þú
systir mín yndislega.
(Ibbý)
Kristjana G.
Skarphéðinsdóttir.
Vorið 1974 fluttu tíu ung-
menni með börn sín inn í fimm
íbúða raðhús á Húsavík. Hóp-
urinn hafði byggt raðhúsið í
sameiningu, en dregið um íbúðir
þegar byggingin varð fokheld.
Hulda Ósk
Skarphéðinsdóttir